Morgunblaðið - 27.02.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.02.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 23 Aö aá laagt í Lífinu ... Söludeild Armula, sími: 550 7800 • Elko, Smaratorgi 1, Köpavogi, simi: 544 4000• Söludeild Kringlunni, sími: 550 6690 Þjónustumiöstöd í Kirkjustræti, sími: 800 7000* Post- og simstöövar um land allt Geislamengun meðfram Noregi NATO- aðild efst á dagskrá Vilnius. Reuters. VALDAS Adamkus sór í gær emb- ættiseið sem nýr forseti Litháens, sá annar í röðinni frá því landið endur- heimti sjálfstæði sitt frá Sovétríkj- unum fyi'ir sjö árum. Við þetta tæki- færi lýsti Adamkus því yfir að hann hygðist í embættistíð sinni leggja mesta áherzlu á að koma Litháen í Evrópusambandið (ESB) og Atl- antshafsbandalagið, NATO. Adamkus, sem er 71 árs, hefur heitið því að nýta 50 ára reynslu sína af störfum á Vesturlöndum til að bæta horfur Litháens á að hljóta að- ild að þessum helztu bandalögum vestrænna þjóða, sem og til að reyna að breyta ímynd landsins, sem hefur liðið fyrir hina sovézku fortíð og hægfara umbætur. Adamkus tók við embætti af Algirdas Brazauskas með hátíðlegri athöfn í þjóðþinginu, Sejmas, en þinghúsið er enn umkringt vega- tálmum úr steinsteypu frá því í sjálf- stæðisslagnum við Moskvuvaldið í kring um áramótin 1990-1991. Adamkus flúði heimaland sitt 1944 eftir að hafa tekið þátt í baráttunni gegn Rauða hernum, sem réðst inn í landið í kjölfar þess að Þjóðverjar fóru halloka í stríðinu á austurvíg- stöðvunum. í Bandaríkjunum varð hann háttsettur hjá umhverfísvernd- aryfírvöldum, U.S. Environment Protection Agency, en sneri aftur til heimalands síns eftir að hann komst á eftirlaun. Hann sigraði naumlega í forsetakosningum, sem fóru fram í tveimur umferðum 21. desember og 4. janúar sl. Fyrir íslenskt afreksfólk sem oft er áferðalögum erlendis er nauðsynlegt að geta verið í góðu sambandi viðfjölskyldu sína - hvar sem er og hvenær sem er. Landssíminnn óskar Jóni Arnari góðs gengis á Evrópumeistaramótinu í Sevilla á Spáni um helgina. LANDS SÍMINN Ertu búiiin að s tnaik: \<sl þesi gómsætu salöt? Hefur stóraukist síðan Bretar leyfðu 50-falda losun á teknesíum-99 Salötin frá Hollt og Gott eru frábær ofan á brauð eða með fersku grænmeti. Salötin fást í öllum helstu matvöruverslunum. Mest hefur geislunin mælst í humri við Hörðaland að því er fram kemur í Aftenposten. Er hún 270 becquerel, sem er alþjóðleg mæliein- ing fyrh- geislun, en í Evrópusam- bandinu er leyfilegt hámark í sjávar- fangi 1.250 becquerel í kflói. Á eftir að aukast Per Strand, starfsmaður norsku geislavarnanna, segir, að þótt ekki sé ástæða til að vara fólk við fiski eða öðru sjávarfangi, þá sé það öruggt, að geislunin eigi eftir að aukast enda berst sífeflt meira af henni með haf- straumum úr Irlandshafi. Norskir vísindamenn ætla að fylgjast grannt með geislamengun- inni og þeir benda á, að ekki séu allir á einu máli um hvenær hún verði hættuleg mönnum. Raunar var haf- ist handa við rannsóknirnar þegar árið 1994 en þá leyfðu bresk stjórn- völd Sellafield-stöðinni að 50-falda það magn af teknesíum-99, sem bær- ist þaðan út í náttúruna. Fyrst varð vart við geislunina 1996, i Óslóarfirði og við Vesturlandið, og síðan hefur hún aukist stöðugt. I des- ember sl. var hún 79 becquerel í kflói í þangi við Troms en aðeins mánuði síðar var hún komin í 124 becquerel. Lítið hefur hins vegar mælst í la-æk- lingi og rækju. Til íslands um aldamótin Sigurður Magnússon, forstöðu- maður Geislavarna ríkisins, sagði fyrir skömmu í viðtali við Morgun- blaðið, að geislavirkar teknetínagnir myndu berast að hluta norður og austur fyrir Noreg en að hluta með hafstraumum í vestur og síðan í suð- ur með Austur-Grænlandsstraumn- um. Að íslandsströndum myndu þær líklega ná um aldamótin. GEISLAVIRKT teknesíum-99 frá kjai’norkuendui’vinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi mælist nú í sjávardýrum og sjávargróðri með næstum allri Noregsströnd eða frá Óslóarfirði í suðri til Troms í norðri. Kemur það fram í skýrslu, sem geislavarnir norska ríkisins birtu í fyrradag. Er þessi mengun komin til að vera því að helmingunartími teknesíum-99 er 213.000 ár. Reuters VALDAS Adamkus, nýr forseti Litháens, kyssir eiginkonu sína Ölmu eftir að hann sór embætt- iseið í gær. Nýr forseti Litháens sver embættiseið ESB- og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.