Morgunblaðið - 27.02.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 27.02.1998, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ fhhon/uve BORÐ 00 TVEIfl SENNIK STOLflfl Hvítlökkuð borðplata með svartlökkuðum stálfótum. Stærð 120 sm. X 80 sm. Verð 2.990 kr. Borðið má setja saman í mis- munandi lit'jm og stærðum. Sennik fellistólar. VerS 1.450 kr. stk. f INOO BORÐ 00 TVEIR ROBERTO STÓLflfl Ólökkuð fura. Má bæsa með IKEA Natur viðarbæsi. L 75 sm, B75 sm, H73 sm. Verð 3.900 kr. Roberto stólar úr ólökkuðu beyki meS sefsetii. VerS 2.900 kr. stk. -- VANSBRO BOAÐ OG FJÓRIR TERJE STÓLRR Hvít, plasthúðuð plata á glærlakkaðri beykigrind. L115 sm, B100 sm, H70 sm. Vængina má leggja niður og spara rými. Verð 11.900 kr. Terje fellistólar úr glœrlökkuSu beyki. VerS 1.950 kr. stk. r HEPOLR BORÐ 00 FJORIA HEPOLfl STOLRR Eldhúsborð úr sérvöldum og gegnheilum harðviði. Þvermál 107sm. Hæð 77 sm. Verð 12.900. Hepola stólar úr gegnheilum harSviði. VerS 3.000 kr. stk. Sígild og pottþétt gæði á sérlega hagstæðu verði. GflEÐI EflU GOÐ KflUP FRflBflEflT VERÐ, HÖNNUN, URVflL OG NOTflGILDI Það er gott að sitja til borðs með IKEA. Eldhúsborðin og stólamir í IKEA eru á mjög góðu verði og ekki verður deilt um gæðin. Komdu í IKEA og fáðu þér sœti því úrvalið er engu líkt. OPIÐ RLLR OROR 10:00 - 18:30 VIRKH OftOfi 10:00 - 17:00 LflUOftftDflOft 13.00 - 17:00 SUNNUDftOfl IKill -fyrir alla muni Tilboð 27. feb. - 2. mars HINUSKEL MflTflftSTELL FYRIfl FJÓflfl 1990» VEflO OÐUR 3.490 kh. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnbofflnn sýnir Good Will Hunting, nýjustu mynd leikstjórans Gus Van Sant. Myndin fjallar um allsérstæðan ungan mann og hefur verið tilnefnd til 9 óskarsverðlauna. Einfaldur snillingur ÞEGAR Matt Damon var að skrifa smásögu á háskólaárum sínum hefur hann væntanlega aldrei látið sig dreyma um að úr henni yrði gert kvikmyndahandrit. Hvað þá að Gus Van Sant myndi leikstýra mynd eftir handritinu og Robin Williams leika í henni, en sú varð þó raunin. Myndin heitir Good Will Hunting og fer Matt Damon með aðalhlutverkið. Matt fannst sagan um einfeldning- inn sem er í raun snillingur það snið- ug að hann sýndi elsta og besta vini sínum Ben Affleck söguna, en þeir voru báðir að reyna að fóta sig í leik- listinni og voru búnir að lesa fleiri hundruð lélegra kvikmyndahandrita. Þeim datt þá í hug að kannski væri ekki svo vitlaust að þeir reyndu að gera eigið handrit þar sem það yrði varla lélegra en ruslið sem þeir höfðu lesið á undanfórnum árum. Þeir settust því niður og fullklár- uðu handritið, sem í byrjun átti raunar að vera spennutryllir, en end- aði sem dramatísk saga með gaman- sömu ívafí um þroskaferil ungs manns. Þegar handritið var að verða tilbúið fékk Affleck hlutverk í óháðu myndinni Glory Daze og sýndi hann framleiðandanum Chris Moore handritið sem hann hreifst strax af. Hann kom því á framfæri við rétta aðila og svo fór að Castle Rock Entertainment keypti það og þar lá það í dvala í nokkurn tíma. Þeir félagarnir gáfust hins vegar ekki upp og að lokum komust félag- arnir Scott Mosier og Kevin Smith í handritið, en þeir eiga heiðurinn að myndunum Clerks, Mallrats og Chasing Amy, en Affleck lék einmitt í Mallrats og Chasing Amy. Þeim fannst handritið hrein snilld og komu þeir því á framfæri á rétt- um stöðum þar sem það hlaut verð- skuldaða athygli. Þá loks komst skriður á málið og að endingu ákvað leikstjórinn Gus Van Sant að gera myndina um Will Hunting. Hún er nú tilnefnd til 9 Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd, besta WILL kemst í kast við lögin þegar hann lendir í slagsmálum á krá og lendir hann í erfiðleikum með að koma sér út úr þeirri klipu. handrit, besti leikur í aðalhlutverki, besta leikstjórn og bæði fyrir leik konu og karls í aukahlutverkum. I myndinni leikur Matt Damon húsvörðinn Will Hunting sem eng- inn tekur eftir. Hann hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir lífinu þau tuttugu ár sem hann á að baki og einhvem veginn flotið með straumnum. Hann gekk ekki mennta- veginn og komst næst háskóla þegar hann skúraði gólfin þar. Will hefur flækst á milli starfa og aldrei tollað lengi á sama stað þrátt fyrir afburða gáfur og einstakt minni, en hann fer létt með að leysa stærð- fræðiþrautir sem Nóbelsverðlauna- hafar og prófessorar lenda í stökustu vandræðum með. Hann hefur aldrei unnið við neitt sem krefst raunveru- legrar hugsunar og því veit enginn af þessum einstöku gáfum hans. En eftir að hann lendir í slagsmálum á krá og lögreglan hirðir hann tekst honum ekki að tala sig út úr klípunni og verður hann að fá hjálp hjá Sean HÆFILEIKARNIR sem Will býr yfir eru einstakir og slær hann færustu vísinda- mönnum við. McGuire (Robin Williams) háskóla- prófessor, sem tekur strax eftir óvenju miklum gáfum drengsins. Gus Van Sant leikstjóri myndar- innar fæddist í Louisville í Kentucky 1952. Hann flakkaði um landið með foreldrum sínum þangað til hann hafði lokið BA-prófí í hönnun og flutti hann þá til Hollywood þar sem hann fékkst við gerð stuttmynda og tónlistarmyndbanda þangað til að hann sló í gegn. Hann gerði til dæm- is myndbandið við Under The Bridges með Red Hot Chili Peppers. í Good Will Hunting er Gus Van Sant að takast á við eitt af uppáhalds vekefnum sínum, en það er að fjalla um þá sem eru á einhvern hátt utan- gátta í þjóðfélaginu. Af þeim toga var Drugstore Cowboy, sem vann fjölda verðlauna fyrir óvenjulega berorða lýsingu á lífi eyturlyfjafíkla, en þar fór Matt Dillon með hlutverk eiturlyfjaneytanda. Einnig My Own Private Idaho, sem fjallaði um unga pilta sem seldu sig bæði konum og körlum og fóru félagarnir River Phoenix, sem lést síðar úr ofneyslu eiturlyfja, og Keanu Reeves með að- alhlutverkin í þeirri mynd. A eftir þessum myndum sem vöktu tals- verða athygli gerði Gus Van Sant myndina Even Cowgirls Get The Blues, sem hlaut dræmar móttökur, og í kjölfar hennar kom myndin To Die For sem þótti ágæt þótt ekki jafnaðist hún á við tvær þær fyrst nefndu. Leikarar í myndinni eru ekki mjög þekkt nöfn í kvikmyndaheiminum fyrir utan Robin Williams, sem er til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki, en hann á að baki langan og farsælan feril og nokkrar Oskarstilnefningar sem besti leikari. Matt Damon hafði leik- ið í nokkrum sjónvarpsmyndum og örfáum bíómyndum, þai- á meðal School Ties. Hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Minnie Driver, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyi-ir leik sinn í Good Will Hunting, hefur oft sést á hvíta tjaldinu í aukahlutverk- um. Síðast sást hún í Grosse Point Blank með þeim John Cusack og Dan Akroyd, en á undan henni lék hún til dæmis í Sleepers og Bond- myndinni Goldeneye. Húð- og hársnyrtivörur með frískum herrailmi. 10 Útsölustaðir: Apótek, kaupfélög og helstu sérverslanir. Dreifing: Niko ehf. 105 Reykjavík, s:568-0945 Frumsýning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.