Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 1
121. TBL. 88. ARG. LAUGARDAGUR 27. MAI 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varnar- bandalag Eystra- saltsríkja Tallinn. AFP. EYSTRASALTSRÍKIN ætla að standa saman í varnarmálum og verður litið á árás á eitt þeirra sem árás á þau öll. Kom þetta fram í þing- mannaráði ríkjanna í gær. Mart Laar, forsætisráðherra Eist- lands, sagði á fundi í ráðinu í gær, að Rússar gerðu allt, sem þeir gætu, til að rjúfa samstöðu Eystrasaltsríkj- anna og það væri meginmarkmiðið með hörðum árásum þeirra að und- anfömu á stjómvöld í Lettlandi. Saka þeir þau um að kynda undir andúð á Rússum auk þess að ofsækja gamla skæmliða, sem börðust með Sovétmönnum. Laar sagði, að ríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, ættu sér tvær óskii'. Væri önnur aðild að Evrópu- sambandinu og hin að NATO. Ungur drengur fluttur á sjúkra- hús í Walkerton. Fimm eru látn- ir og óttast er um nokkur börn. Banvænn saurgerla- faraldur Waikerton. AP. LÖGREGLAN í Kanada hefur hafið rannsókn á saurgerlamengun, sem orðið hefur fimm manns að bana í bænum Walkerton í Ontario. Talið er, að upptakanna sé að leita í vatns- bóli bæjarins. Hundmð manna hafa sýkst en fimm hafa látist, fjórir fullorðnir og eitt barn. Óttast er um nokkur börn, sem era á gjörgæslu, því að líðan þeirra versnaði heldur í gær. Haft er eftir David Thomson, bæj- arstjóra í Walkerton, að líklega hefði mátt koma í veg fyrir þetta slys, hefðu starfsmenn vatnsveitunnar látið vita um mengunina en þeir vissu það fyrst 18. þ.m., að vatnið var mengað af saurgerlum (E. coli). Líklegt þykir, að vatnsbólið hafi mengast af yfirborðsvatni vegna rigninga og flóða að undanförnu auk þess sem búnaður, sem bætir klóri í vatnið, virkaði ekki sem skyldi. MORGUNBLAÐIÐ 27. MAÍ 2000 5 690900 090000 Morgunblaðið/Sverrir Síðari umferð forsetakosninga í Perú á morgun Otti við vaxandi ofbeldi í landinu Lima, Washington. AP, AFP, Reuters. Helgi hylltur DANSARAR San Francisco- ballettsins voru hylltir vel og lengi að lokinni frumsýningu á Svana- vatninu í Borgarleikhúsinu í gær- kvöldi. Lengst lófaklapp fókk þó listrænn stjórnandi flokksins, Helgi Tómasson, en áhorfendur risu úr sætum, allir sem einn, er hann steig á sviðið, og hylltu landa sinn með dynjandi lófataki og húrrahrópum. Hér er hann með aðaldönsurun- um, Yuan Yuan Tan og Vadim Solomakha. ■ Listræn veisla/12 GENGI evmnnar fór í gær í rúm- lega 0,93 dollara og hefur ekki verið hærra í meira en mánuð. Vegna gengishækkunarinnar komst á kreik orðrómur um, að seðlabankar hefðu haft hönd í bagga með henni en talsmenn Evrópska seðlabankans og Frakklandsbanka vildu ekkert um það segja. HÆTTA þykir á vaxandi ókyrrð og ofbeldi í Perú vegna óánægju með forsetakosningarnar í landinu en síð- ari umferðin verður á morgun. Hafa Gjaldeyrissérfræðingar segja, að gengishækkun evrannar megi að sumu leyti rekja til ókyrrðar á bandarískum verðbréfamarkaði og tiltölulega lágs gengis dollarans. „Nú era allir að kaupa evrur. Upp- gangi dollarans er lokið,“ sagði Nick Parsons, gjaldeyrissérfræðingur hjá Commerzbank. Alberto Fujimori, forseti Perú, og ríkisstjórn hans verið sökuð um víð- tækt kosningasvindl í fyrri umferð- inni og hefur stjórnarandstaðan skorað á 'kjósendur að sitja heima í þeirri síðari. Dagblöð í Perú sögðu í gær, að yf- irvofandi væri alvarleg stjórnar- kreppa í landinu en þá hafði yfirkjör- stjóm hafnað tilmælum um að fresta síðari kosningaumferðinni. Alejan- dro Toledo, helsti andstæðingur Fujimoris, ákvað þá að taka ekki þátt í kosningunum og skoraði jafn- framt á kjósendur að sitja heima eða eyðileggja kjörseðla með því að skrifa á þá „Höfnum spillingu". Verði Fujimori einn um hituna á morgun, verður hann að sjálfsögðu endurkjörinn en stjórnmálasérfræð- ingar segja, að stjórn hans muni eiga erfitt uppdráttar vegna ótrúverðug- leika. Til að kosningamar verði gild- ar, verður þó þriðjungur kjósenda að taka þátt í þeim en í Perú er það lagaleg skylda að fara á kjörstað og varðar sektum ef út af er bragðið. Kosningafram- kvæmdin fordæmd Samtök Ameríkuríkja, sem ætl- uðu að hafa eftirlit með kosningun- um á morgun, lýstu yfir í tilkynningu í fyrrakvöld, að þau hefðu hætt við það og sögðu, að öll kosningafram- kvæmdin væri „langt í frá heiðar- leg“. Kom yfirlýsingin í kjölfar mik- illa átaka á fimmtudag milli lögreglunnar og þúsunda manna, sem komu saman til að mótmæla Fujimori. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær, að hann harmaði þá ákvörðun að fresta ekki kosning- unum og ítrekaði hótun um að end- urskoða samband Bandaríkjanna og Perú ef granur léki á um, að kosn- ingarnar hefðu ekki farið heiðarlega fram. Talsmaður perúska hersins, sem styður Fujimori, sagði hins vegar í gær, að hann væri fullfær um að tryggja, að kosningamar færa vel fram. Er uppgangi dollarans lokið? Gengi evrunnar fer hækkandi London. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.