Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 41 UIIIU m Kaffi vörn gegn Parkinsons? Chicago, New York. Ap, Reutera. Of mikið af því góða The Ncw York Timos Syndicate. SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru stórir skammtar af andoxandi víta- inínum ekki til þess fallnir að bæta heilsuna, heldur geta þvert á móti verið heilsuspill- andi. Þá segir ennfremur í niðurstöðunum að rétt mat- aræði sé besta leiðin til að veijast sjúkdómum ogkvill- um sem fylgja hækkandi aldri. Rannsóknin var unnin af bandarískum og kanadískum vísindamönnum, og kemur m.a. fram í henni, að stórir skammtar af fæðubótarefn- unum selemum, c- og e- vftamínum og betakarotíni kunni jafnvel að vera skað- Iegir. Maret Traber, aðstoð- arprófessor í næringarfræði við Oregonháskóla í Banda- ríkjunum, segir þetta vera í fyrsta sinn sem rannsókn sýni fram á að hægt sé að taka of mikið af bætiefnum. Vísindamennimir könnuðu allt sem skrifað hefur verið um andoxunarefni og fólk. Sagði Traber niðurstöðumar misvisandi. í sumum rann- sóknum hefði niðurstaðan orðið sú, að andoxunarefni væru holl, f öðmm að þau væm óholl. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er óhollt að neyta yfír 2000 milligramma af c-vítamíni á dag. Stórir skammtar geti valdið niður- gangi. Of mikið af e-vítamíni, eða meira en 1000 milli- grömm á dag, getur valdið innvortis blæðingum þar eð vítamínið getur hindrað blóð- storknun. Meira en 400 míkrógrömm af seleníum á dag getur valdið eitrun sem leiðir til hármissis. NY rannsókn sem vakið hefur veru- lega athygli sýnist benda til þess að kaffídrykkja geti komið í veg fyrir að karlmenn veikist af Parkinsons- sjúkdómi. Jafnframt gefur hún til kynna að líkurnar á að Parkinsons- veiki taki að hrjá viðkomandi hald- ist í hendur við það magn kaffis sem menn innbyrða. Greint er frá rannsókn þessari í nýjasta hefti tímarits Bandarísku læknasamtakanna (Journal of the American Medical Associatiorí) sem kom út á miðvikudag. Að henni stóð dr. G. Webster Ross, taugasjúk- dómalæknir, sem starfar í Honolulu á Hawaii. Alls tóku 8.004 karlmenn af jap- önsku og bandarísku bergi brotnir þátt í rannsókninni sem fólst m.a. í því að fylgst var með kaffineyslu þeirra í heil 30 ár og hún borin sam- an við þau tilfelli Parkinsons-veiki sem upp komu á því tímabili. Rúm- lega 100 menn tóku sjúkdóminn. Niðurstöðurnar þykja sérlega forvitnilegar sökum þess hversu af- gerandi þær eru. í ljós kom að þeir menn sem ekki neyttu kaffis voru í þrefalt til sexfalt meiri hættu á að fá Parkinsons-sjúkdóminn sem ein- kennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu og er ólæknanlegur þótt unnt sé að draga úr einkennum hans með lyfjum. Og marktækur munur kom fram að einungis tíu árum liðnum. Líkurnar á að menn tækju sjúkdóminn minnkuðu einnig eftir því sem neyslan jókst. Þeir sem að rannsókninni stóðu sögðu að ekki væri unnt að fullyrða hvort sömu niðurstöður ættu við um konur og fólk af öðrum kynþátt- um. Þeir kváðust ætla að það væri koffln sem hefði þessi áhrif og svo virtist sem þau væru meiri eftir því sem meira magns væri neytt. G. Webster Ross sagði á grund- velli þessara rannsókna væri ekki unnt að hvetja fólk til að stunda kaffidrykkju á þeim forsendum að þannig gæti það dregið úr líkum á Parkinsonsveiki. • Tenglar Um Parkinsonsveiki: www.net- doktor.is/Sjukdomar/Efni/Park- insons.htm Skráning á póstlista um Parkin- sons: http://pdic.jeffreyskaye.- com/parkinsn.html Heimilið og Parkinsons-sjúkling- urinn: http://www.cnsonline.org/ www/archive/parkins/park-02.txt Skynseming Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: Ég þekki mann sem aldrei haggast þótt eitthvað bjáti á eða hann verði fyrir áföllum. Hann sýnir yfirleitt ekki tilfinningaleg viðbrögð, en hefur alltaf skynsam- legar skýringar á öllum hlutum og tekur því sem að höndum ber af yf- irvegun. Ber þetta vott um per- sónustyrk eða lýsir það tilfinninga- kulda? Svar: Það er okkur eðlislægt að verjast sárum eða óþægilegum til- finningum, annaðhvort með því að bæla þær niður eða færa þær í ein- hvem þann búning sem við getum verið sátt við. Þetta em heilbrigð og eðlileg viðbrögð upp að vissu marki og við nefnum þau varnar- hætti. Sá vamarháttur sem þessi maður beitir að jafnaði er líklega sá sem á útlensku er nefndur „int- ellektualisering“, en ég hef kosið að nefna skynsemingu á íslensku, og er fólginn í því að tilfinningin eða kenndin, sem leitar upp á yfir- borðið og veldur óþægindum, er ávallt færð í skynsemisbúning, en sjálf tilfinningin er bæld. Fólk sem beitir skynsemingu er yfirleitt greint og vel menntað og þolir illa að láta stjórnast af tilfmningum sínum. Það er yfirleitt jarðbundið og vísindalega þenkjandi og finnur sér rök fyrir afstöðu sinni hverju sinni. Þessir einstaklingar þurfa ekki endilega að vera að bregðast við sárum innri tilfinningum held- ur hafa þeir tamið sér að horfa framhjá tilfinningum sínum og Varnar- háttur taka ekki mark á þeim, eins og kann að endurspeglast í eftir- farandi dæmi: „Elskarðu mig?“ spyr hún. - „Ja, hvað er ást?“ segir hann. „Mér finnst þú falleg og við yrðum glæsilegt par. Svo ertu líka skyn- söm og greind, af góðum ættum og átt efnaða foreldra. Þetta hlýtur að vera ást.“ - „Það er ekki þetta sem ég á við með ást,“ segir hún. „Finnurðu aldrei örari hjartslátt þegar þú ert nálægt mér?“ - „Jú, stundum finn ég það. Ég hef verið að hugsa um hvort ég væri að verða hjartveikur." Það er stundum sagt um slíkt fólk að sálarlíf þess sé eingöngu fyrir ofan háls. Það sé aðeins í heil- anum, en ekki í hjartanu. Það get- ur því virst tilfinningakalt eða slit- ið úr sambandi við sinn innri mann. Eins og aðrir varnarhættir ber skynseming vott um persónustyrk, ef hún fer ekki út fyrir hæfileg mörk. Það þykir kostur að geta tekið á hlutunum af raunsæi og yf- irvegun og oft koma slíkir einstakl- ingar betur út úr áföllum en þeir sem að jafnaði bregðast við á sterkan tilfinningalegan hátt. Ef hins vegar raunsæið er alfarið á kostnað tilfinninganna er Ijóst að þeir hafa ekki nægilegt innsæi í sjálfa sig og aðra og eiga því oft í erfiðleikum með tilfinningaleg tengsl. Það ber ekki síður vott um persónustyrk að vera næmur á sín- ar innri tilfinningar, viðurkenna þær og fara eftir þeim. Oft er það einhver óljós tilfinning sem segir okkur að eitthvað sé að í samskipt- um okkar við annað fólk eða að eitthvað sé á seyði, sem sé þess vert að taka mark á og bregðast við. Þroskaðir einstaklingar læra að taka ekki síður mark á tilfinn- ningum sínum en þeim hlutlæga veruleika sem þeim finnst blasa við. Það getur því verið stór ágalli, ef maður getur aldrei komist í snertingu við tilfinningar sínar. í sálfræðilegri meðferð eru slíkir einstaklingar oft erfíðir viðfangs. Sállækning byggist á innsæi í eigið sálarlíf og tilfinningalegri upplifun þess sem gengst undir slíka með- ferð, og veitist oft erfitt að brjótast í gegnum skynsemismúr þessara einstaklinga í sállækningu. Hóf- legt jafnvægi á milli raunsæis og tilfinningareynslu er því affarasæl- ast til að geta lifað í sátt við sjálfan sig og aðra. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á möti spumingum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréf- um merkt:Vikulok, fax: 5691222. fellihýsi Sportbúð Titan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsíða: www.isa.is/titan Kannast þú við einhver eftirfarandí einker ■ Svitaki m Nætursvita m Einbeitingarskort ■ Leiða m Þróttleysi ■ Þurrk í leggöngum Ef þú kannast við einn eða fleiri ofangreindra kvilla þá getur Menopace öfluga vítamín- og steinefnablandan e.tv. hjálpað þér á besta n VITAÐIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman FésstlBÐ og 90 áage skömmtuni Fæst aðeins í lyfjaverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.