Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svissneskur nemi við Háskóla íslands Flutti inn heila lúðrasveit LÚÐRASVEIT frá Sviss, nánar tiltekið bænum Inkwill, nærri Bern, skipuð 41 félaga, er stödd hér á landi. mjómur sveitarinnar fyllti listatjald stúdenta, fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Is- lands, í gærkvöldi. Hvatamaður að komu lúðra- sveitarinnar er Marc Guggcnbu- ehler, en hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Islands í vor. Marc er iiðsmaður í sveit- inni. Hann segist hafa spilað með Lúðrasveit verkalýðsins síðan hann kom til landsins, um ára- mótin. „Ég komst í samband við Tryggva Baidursson, stjórnanda hennar, á Netinu; hringdi í hann og fékk að spila með sveitinni,“ segir Marc, sem stundar nám við háskóla í Sviss, en tók síðustu önn við Háskóla íslands. Spilar í Laugar- dalnum í dag Marc var búinn að koma því til Ieiðar að svissneska lúðrasveitin myndi spila, ásamt Lúðrasveit verkalýðsins, í Laugardalnum í dag. „I framhaldi af því hafði ég samband við Stúdentaráð Há- skóla íslands og óskaði eftir stuðningi, sem var veittur með því að Ieyfa okkur að spila í Iista- tjaldinu," segir Marc. Marc segir að hópurinn láti af- ar vel af dvölinni og hafi hrifist mjög af landinu. Lúðrasveitin heldur af landi brott á morgun. Morgunblaðið/Þorkell Lúðrasveit frá Sviss spilaði í listatjaldi stúdenta fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Islands í gærkvöldi. Marc Guggenbuehler, hvatamaður að komu hennar hingað til lands, er lengst til hægri í næstefstu röð. Gerðu kröfur Kynntu þér staðfestar niðurstöður gæðaeftirlits BM'Vallá 1999 á www.bmvalla.is Söludeild í Fomalundi Brciðhöfða 3 • Sinii 585 5050 www.bmvalla.is Fékk dóm innan sex daga frá handtöku RÚMLEGA þrítugur Hol- lendingur hlaut í gær tíu mánaða fangelsi fyrir tilraun til innflutnings 90 gramma af kókaíni síðastliðinn laugar- dag. Meðferð í máli hans tók skamman tíma og lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur í gær, eða innan við sex dögum eftir að maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflug- velli. Tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli handtók manninn við komuna til landsins grunaðan um að hafa fíkniefni falin inn- vortis og fól fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík málið til rannsóknar. Röntg- enmynd, sem tekin var af manninum, staðfesti grun- semdir tollgæslunnar og skömmu síðar skilaði maður- inn frá sér rúmlega 90 grömmum af kókaíni í plast- umbúðum. Hann viðurkenndi að hafa ætlað efnið til sölu hér á landi og ætlað sér ágóð- ann. Maðurinn var úrskurð- aður í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar til 30. maí nk. og í gærmorgun var gefin út ákæra á hendur honum. í framhaldinu var hann dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur til 10 mán- aða fangelsisvistar. Borgarfjölskyldan í brennidepli í opnum háskóla Barnasmiðja opin í Odda BORGARFJOLSKYLDAN verður í brennidepli um helgina á menningar- og fræðahátíð opins háskóla; Líf í borg, sem fram fer í Odda laugardag og sunnudag. í tengslum við málþing og sýningar þar sem fjallað verður um líf borgarfjölskyldunnar frá ýms- um sjónarhomum, munu bömin einn- ig taka fyrir borgarfjölskylduna í myndlist og sögum í Bamasmiðju í Odda á sama tíma. Að sögn Gerðar Dýrfjörð, sem hef- ur umsjón með Bamasmiðjunni ásamt Helgu Kristínu Friðjónsdótt- ur, verður borgin aðalþemað í Bama- smiðjunni, bæði í myndlistinni og sögunum. „Við ætlum að vera með myndlist og sögustund og þá bæði lesum við fyrir þau, og þau eiga einnig að semja sögur. Og við verðum með sig og úti- leiki og svo verðum við með annan daginn tónlistarsmiðju í afríkönskum stfl.“ Gerður segir að Bamasmiðjan sé hugsuð fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára og að upplagt sé fyrir for- eldra, sem ætla að sitja dagskrá þeirra fullorðnu á sama tíma, að leyfa bömunum að taka þátt í opnum há- skóla í Bamasmiðjunni. Smiðjan verður einnig opin öllum þeim böm- um sem hafa áhuga á að koma. Það er íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem skipuleggur þenn- an hluta dagskrárinnar og byggjast hugmyndir að dagskránni á sumar- starfí ÍTR fyiir þennan aldur. Hún hefst klukkan tvö á laugardag með myndlistar- og sögusmiðjum, en síð- an verður farið í sig og útileiki, og Morgunblaðið/Þorkell Gerður Dýrfjörð og Helga Kristín Friðjónsdóttir hafa umsjón með Barnasmiðjunni f Odda, en þar munu börn fjalla um borgarfjölskylduna í myndlist og sögum. dagskánni lýkur með sögusmiðju frá klukkan fimm til hálfsex. Á sunnudeginum byrjar dagskráin á sama tíma og verður með svipuðu sniði, nema hvað í stað sögusmiðjunn- ar veður tónlistarsmiðja. Borgarfjölskyldan skoðuð frá ýmsum sjónarhomum í dag klukkan tvö opnar Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi dagskrá borgarfjölskyldunnar í Odda og flyt- ur erindi um íslensku fjölskylduna. Að því loknu verður flutt stutt tónlist- arverk og leiklestur sem nefnist Klára fjölskyldan, en höfundar og umsjónarmenn eru Karólína Eiríks- dóttir tónskáld og Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur og leikstjóri. Þá mun Regína Ásvaldsdóttir fé- lagsráðgjafi flyja erindi um íslensku borgarfjölskylduna, hvemig líf henn- ar er og hvernig að henni er búið. Rannveig Traustadóttir uppeldis- fræðingiu- fjallar um fjölskyldur minnihlutahópa og Helga Þórðar- dóttir félagsráðgjafi flytur erindið „Stjúpfjölskyldur: aldagömul - alltaf ný fjölskyldugerð." Að því loknu verður sýnd fræðslu- mynd um stjúpfjölskyldur, en dag- skrá laugardagsins lýkur með pall- borðsumræðum þar sem rætt verður um þarfir borgarfjölskyldunnar frá sjónarhomi ýmissa fræði- og fag- manna. Á sunnudeginum hefst dagskráin einnig klukkan tvö. Þórhildur Líndal lögfræðingur mun þá flytja erindi um börnin í borginni og hvað á þeim brennur. Silja Aðalsteinsdóttir fjallar að því loknu um bamið í borgarfjöl- skyldunni í bókmenntum og listum og síðan tekur Dögg Pálsdóttir lögfræð- ingur við með erindi um borgarfjöl- skylduna og löggjafann. Eftir kaffihlé mun Þórhallur Heim- isson sóknarprestur taka fyrir mál- efnið „hjónabandið í dag,“ og að lok- um mun Bjami Haukur Þórsson, betur þekktur sem Hellisbúinn, fara með gamanmál um samskipti kynj- anna. Dagski'á sunnudagsins lýkur síðan með pallborðsumræðum þar sem fram munu koma sjónarmið nokkurra fulltrúa almennings og stjómvalda. Sex á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn á gjörgæsludeild eftir þriggja bfla árekstur SEX karlmenn vom fluttir á slysa- deild Landsspítalans eftir geysi- harðan árekstur þriggja bifreiða á Reykjanesbraut snemma í gær- morgun. Einn hinna slösuðu liggur á gjörgæsludeild með margháttuð beinbrot og innvortis meiðsli og tveir vom lagðir inn á sjúkrahúsið til rannsókna og frekara eftfrlits. Þrír hinna slösuðu fengu að fara heim að lokinni skoðun á sjúkrahús- inu. Áreksturinn varð skömmu eftir klukkan sjö í gænnorgun á Reykja- nesbraut við Straumsvík. Að sögn lögreglu virðist sem einn ökumann- anna sem ók norður eftir Reykja- nesbrautinni hafi farið yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðing- um að hann ók utan í aðvífandi bif- reið sem kom á móti. Sú bifreið hafnaði á ljósastaur og valt en fyrr- nefnda bifreiðin lenti síðan framan á enn annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Aðvífandi vegfarendur veittu hin- um slösuðu aðstoð eftir föngum áð- Morgunblaðið/Jón Stofár Reykjanesbraut var lokað fyrir umferð í tvo tíma í gærmorgun vegn aðgerða björgunarliðs á vettvangi. ur en hjálparlið kom á vettvang. Tveir tækjabílar Slökkviliðs Reykjavíkur vom kallaðir á vett- vang til að losa tvo hinna slösuðu úr bílflökunum og var Reykjanesbraut lokað í tvo tíma vegna aðgerða á slysstað. Töluverð biðröð myndaðist lAm'nfrlo noinHl xrirí cKrcofQrSinn umferð framhjá honum eftir m: vegi, gömlu Reykjanesbrautinn Allar bifreiðirnar em ónýtar áreksturinn. Lögreglan í Hafnarfirði ó eftir að ná tali af sjónarvottur slysinu, sérstaklega þeim sem ó eftir bifreiðinni sem kom sunna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.