Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________LAU.GARDAGUR 27. MAÍ 2000. 11 FRÉTTIR Kaffíhús í Láruhúsi á Seyðisfírði Hyggst framleiða E1 Grillo- og Þokubjór Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eyþór Þórisson hótelstjóri hefur opnað kaffihús í hinu sögufræga Láruhúsi. Hann stendur hér fyrir framan húsið. • • Okumað- ur bif- hjóls slas- aðist alvarlega ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist al- varlega í árekstri við bifreið í Hafnarfirði í gær. Hann var flutt- ur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og síðan lagður inn á gjörgæsludeild þar sem hann átti að gangast undir aðgerð. Að sögn læknis á slysadeild hlaut ökumaðurinn alvarlega áverka en var þó ekki í bráðri lífs- hættu. Við áreksturinn kastaðist ökumaðurinn af hjólinu en öku- maður bifreiðarinnar slapp með minniháttar meiðsl. Bæði ökutæk- in eru óökufær eftir áreksturinn. Areksturinn varð með þeim hætti að bifreiðinni var ekið út frá Húsagötu á móts við Sparisjóð Hafnarfjarðar yfir Reykjavíkurveg í veg fyrir bifhjólið, sem ók norður Reykjavíkurveg og skall á bifreið- inni með fyrrgreindum afleiðing- um. EYÞÓR Þórisson hótelstjóri á Seyð- isfirði hefur opnað kaffihús í húsi frú Láru, Kaffi Láru. Hann er einnig að byggja við Hótel Seyðisfjörð og hyggt láta framleiða fyrir sig seyð- firskan bjór, E1 Grillo og Þokuna. Láruhús er liðlega 100 ára gamalt. Það er kennt við frú Láru Bjarna- dóttur sem rak þar verslun og var einnig með veitingarekstur. Eyþór keypti húsið og lagði í nokkurn kostnað við endurbætur og hefur nú sett þar upp kaffihús. Kaffihúsið er á neðri hæð hússins. Eyþór er með áform um að vera þar einnig með aðstöðu til að skipta gjaldeyri fyrir ferðamenn og kallar það Síldarbankann. Niðri í kjallara á að vera brugghús, eins og einu sinni var í húsinu, og vonast Eyþór til að geta framleitt þar eigið öl í framtíð- inni. A efri hæðinni eru Veiðimanna- stofa, Sjómannastofa og Vínstofa frú Láru. Hann á húsið við hlið Láru- húss og stefnir að þvi að setja þar upp ullarvöruverslun. Telur hann að með fleiri verslunum og öflugra starfi verði hægt að fá fleiri ferða- menn til að staldra við í götunni og á Seyðisfirði. Eyþór er að byggja veitingaskála við Hótel Seyðisfjörð, sem fram und- ir þetta hefur heitið Hótel Snæfell. Hann segist hafa verið í vandræðum með að taka á móti stórum hópum. Með kaffihúsinu og stækkun hótels- ins telur hann sig geta tekið við 100 manns í einu. Ferðamál á Seyðisfirði snúast töluvert um að þjóna farþeg- um Norrænu. Þannig er hlaðborðið á Hótel Seyðisfirði á miðvikudags- kvöldum, daginn fyrir ferjudaginn, afar vinsælt. Eyþór er með margt á prjónunum sem hann telur að geti orðið til að efla ferðaþjónustu á staðnum. Hann verður með hestaleigu í sumar og heldur víkingahátíð 16. til 20. ágúst, svo dæmi séu nefnd. Sem dæmi um hugmyndir Eyþórs má nefna áform hans um að fram- leiða og selja seyðfirskan bjór. Og Seyðfirðingar segja að hann fram- kvæmi ótrúlega margar hugdettur sínar. Bjórinn verður kyrfilega merktur Seyðisfirði. Önnur tegundin á að heita E1 Grillo, í höfuðið á skipi sem liggur á botni fjarðarins. Sá bjór verður sterkur og að sjálfsögðu dökkur eins og olían sem rennur úr skipinu. Hinn bjórinn á að heita Þok- an, í höfuðið á Austfjarðaþokunni, og hann á að vera léttari. Á flöskumið- um beggja tegundanna á að standa: Kveðja frá Eyþóri v/v, sem stendur fyrir Eyþór vinur vina sinna. Bjórinn verður framleiddur í inn- lendu brugghúsi. Eyþór hyggst hafa hann til sölu á veitingastöðum sínum í sumar og reyna að koma honum líka inn í ríkið og á sem flesta veit- ingastaði. „Austfirðingar þurfa að fá eigið öl,“ segir Eyþór. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Áreksturinn var mjög harður og voru bæði ökutækin óökufær á eftir. Fyrsta flug Go til Islands FYRSTA flugvélin í áætlunarflugi Go, dótturfélags British Airways, milli íslands og Bretlands Ienti á Keflavíkurflugvelli um klukkan eitt í fyrrinótt. Samkvæmt upp- lýsingum frá Kynningu og markaði hf., sem sér um kynnningarmál fyr- ir flugfélagið, var fullbókað í vélina frá Bretlandi, og einnig í flug frá Keflavík til London klukkan tvö um nóttina. Fékk flugstjóri vélarinnar afhent blóm af nýkjörinni ungfrú Islandi, Elínu Málmfríði Magnús- dóttur, við komuna hingað til lands. Vél Go-flugfélagsins, sem er svokallað lágfargjaldaflugfélag, er Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tvær af flugfreyjum Go í fyrsta flugi félagsins til íslands. af gerðinni Boeing 737-300 og tek- þúsund krónur, og flogið er öll ur 148 farþega. Samkvæmt upp- mánudags-, fimmtudags-, föstu- lýsingum Go kostar flugfarið 10-24 dags- og sunnudagskvöld í sumar. Greint frá verkefni Ferðaklúbbsins 4X4 á ráðstefnu um samgöngumál og landupplýsingakerfí Ætla að skrá GPS- hnit slóða á hálendinu Sparar tíma og vinnu FERÐAKLÚBBURINN 4X4 vinn- ur nú að því að safna staðsetningar- punktum, sem fylgja slóðum á há- lendinu og munu ferðalangar geta hlaðið punktunum inn í GPS-stað- setningartæki sín og þannig vitað nákvæmlega hvemig þeim gengur að fylgja slóð sinni á hverjum tíma. Ómar Sigurðsson, tölvunarfræð- ingur í umhverfisnefnd Ferða- klúbbsins 4X4, greindi frá þessu á ráðstefnu Samtaka um landsupplýs- ingar á íslandi fyrir alla (LÍSÁ), á' fimmtudag. Ráðstefnan var liður í því markmiði samtakanna að leiða saman þá fjölmörgu aðila, sem fram- leiða og vinna með landupplýsingar um samgöngumál á þeirri forsendu að möguleikar á samnýtingu og úr- vinnslu aukist ef gagnagrunnar séu aðgengilegir og hægt að tengja þá saman. Hyggjast skrá á neti og gefa út kort „Við erum að byrja að safna GPS- punktum á slóðum á hálendinu og búa til gagnasafn um þessa slóða,“ sagði Ómar. „Við höfum hug á að þetta verði annars vegar gert að- gengilegt á heimasíðunni okkar, f4x4.is og erum hins vegar í sam- starfi við Hans H. Hansen kortag- erðarmann, sem hefur gefið út kort í samvinnu við Mál og menningu og hefur hug á að gefa út svona kort af hálendinu." Ómar sagði að þetta kerfi nýttist með ýmsum hætti. Þegar allir slóð- arnir á hálendinu hefðu verið skráðir vissu menn að hverju þeir gengju og einnig væri öryggisatriði að menn vissu hvemig slóðar lægju ef þeir lentu í þoku. „Stundum er ógreinilegt hvar slóðar liggja,“ sagði hann. „Þetta tryggir það frekar að fólk keyri í slóðanum í stað þess að fara villur vegar og út af honum.“ Hann sagði að með því að kort- leggja hvar slóðarnir liggi væri hægt að flokka þá eftir því hvort þeir eru færir venjulegum bílum eða hvort aðeins væri um að ræða slóða fyrir jeppa eða mjög breytta bfla. Einnig verði hægt að flokka slóðana út frá því hvort yfir höfuð megi keyra þá eða á hvaða árstíma. Meiri nákvæmni eftir að hætt var að rugla GPS-kerfíð Að sögn Ómars er rétt byrjað að vinna að skráningunni. Reyndar hafi menn átt dálítið af slóðum hjá sér, sem þeir hafi farið í gegnum tíðina, en það hafi ekki verið vilji til þess að nota þau hnit vegna þess að Banda- ríkjastjóm hafi ruglað staðsetning- arkerfið. Hins vegar hafi verið slökkt á ruglaranum 1. maí og nú sé öll skráning mun nákvæmari. Ómar sagði að rúmlega 1.300 fé- lagar væru í klúbbnum og ættu margir þeirra GPS-tæki. Hann sagði að hann vonaðist til að nokkuð góðu safni yrði komið upp í sumar, en sennilega tæki verkefnið nokkur ár. Verið væri að huga að samstarfi við Náttúravernd, Landmælingar og Vegagerðina um þetta verkefni. „Eg held að það sé af hinu góða að reyna að safna þessum gögnum,“ sagði Ómar. „Hægt verður að fara inn á vefinn, sækja hnitin fyrir slóð- ann og keyra eftir þeim. Nákvæmnin eftir að hætt var að ragla staðsetn- ingarkerfið er það mikil að það skeikar innan við fimm metrum.“ Allsherjargrunnur í Grindavík Á ráðstefnunni var einnig greint frá því með hvaða hætti Grindavík- urbær hefur tekið upp hið nýja hintakerfi, sem notað verður í fram- tíðinni.Viðar Már Aðalsteinsson, bæjartæknifræðingur og byggingar- fulltrúi í Grindavík, sagði að upplýs- ingagrunnur, sem byggður væri á loftmyndum, væri komin á öll kerfi bæjarfélagsins. „Síðan höfum við verið að byggja ofan á þetta ýmsa grunna, til dæmis vatnsveitukerfi, hitaveitukerfi og sí- makerfi," sagði hann. „Síðan höfum við haldið þessu áfram og eram kom- in með skipulagsgrann fyrir allt svæðið, sem er mjög stórt, á tölvu- tækt form í þessu landshnitakerfi. Við þetta bætist vegagerðargrann- ur.“ Grindavík þykir í fararbroddi í þessum efnum. Viðar Már sagði að Grindavík hefði byrjað á þessu fyrir þremur áram, eins og önnur sveitar- félög, en lagt áherslu á að sinna verkefninu og reka það áfram. „Þetta kemur sér vel til í skipulag- sverkefnum, hvort sem það er vega- hönnun eða hafnargerð," sagði hann. „Hlutirnir komast vel til skila í þessu kerfi og þetta er framtíðarformið.“ Viðar Már sagði að þetta virkaði þannig að öll kort og veitukerfi, skipulag og hönnun, byggðu á þess- um eina granni, sem mætti nýta á ýmsa vegu. Nú væri búið að uppfæra granninn þannig að framvegis yrði hægt að uppfæra hann um leið og breytingar ættu sér stað. Nú væri Vegagerðin til dæmis að vinna að Suðurstrandarvegi og hefði fengið granninn hjá Grindavíkurbæ. Hann fengi síðan gögnin til baka á tölvu- tæku formi og gæti sett nýjustu upp- lýsingar inn í granninn hjá sér. Sama mætti segja um nýtt skipulag, sem tekið hefði verið í gegn um daginn. Það hefði verið byggt á granninum og unnið áfram. „Þetta sparar bæði tíma og vinnu og allt verður mun aðgengilegra og nákvæmara," sagði hann. „Áður fyrr vora sveitarfélögin að notast við 30 ára gömul kort, sem vora bæði úrelt og vitlaus þannig að lítið var hægt að byggja á þeim.“ Hann sagði að einnig væri verið að nýta þekkingu gamalla starfsmanna til að koma inn í kerfið upplýsingum um hvar leiðslur liggi. „Maður sér einnig fyrir sér að þægindi fyrir verktaka, sem hafa þurft að labba milli stofnana til að sjá hvar hinar ýmsu leiðslur liggi,“ sagði hann. „Nú er meiningin að hægt verði að fá allar upplýsingar á einum stað.“ Viðar Már sagði að þetta verkefni hefði sennilega kostað milli fjórar og fimm milljónir króna og býst hann við sú hagræðing, sem af hljótist, skili sér á næstu tveimur til þremur árum. Hann sagði Grindavíkurbær væri einnig á leið í samstarf við Sigling- astofnun, sem ætli að birta kort af öllum höfnum landsins í tölvutæku formi. Ætlunin sé að sveitarfélögin sjái um ákveðinn hluta af þessu og sýndi Viðar Már dæmi um það hvemig sú samvinna gæti farið fram á ráðstefnunni. Á heimasíðu Grindavíkur sjá menn fyrir sér að verði svokölluð Grindavíkursjá. „Almenningur fer nú að sjá þetta með beram augum,“ sagði hann og bætti við að möguleik- arnir væru nánast ótæmandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.