Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞAÐ voru óneitanlega stórar spurningar á kreiki á Listamannaþingi Listahá- tíðar á Hótel Borg á mið- vikudagskvöldið. Kallaðir voru til sjö frummælendur sem glímdu hver með sínum hætti við málefni þings- ins sem var „List og menning 21. al- dar“. Tinna Gunnlaugsdóttir leik- kona og formaður Bandalags íslenskra listamanna reið á vaðið og kom víða við í erindi sínu. Að hennar mati auðgar listin líf okkar, bæði fagurfræðilega og vitsmunalega, og hjálpar okkur við að gæða tilveru okkar stefnu og merkingu. Að örva fólk til listiðkunar og þess að njóta góðrar listar er að mati Tinnu mik- ilsverð verðmæti sem nútímasamfé- lag getur ekki farið á mis við. Frum- kvæði og skapandi hugsun er verðmætasti eiginleiki mannsins og verður sérhveijum einstaklingi æ dýimætari með hveijum deginum sem líður. Tinna vill auka til muna vægi skapandi starfs í skólum lands- ins. Við stefnum hraðbyri til alþjóða- væðingar á öllum sviðum. Hehnur- inn er allur að verða keimlíkur og sérkenni að þynnast út. Við horfum öll meira og minna á sömu sjón- varpsþættina og borðum sama mat- inn hvar svo sem við erum stödd á hnettinum. Skapandi hugsun er á undanhaldi og tómhyggja og til- gangsleysi gegnsýrir hjarta og huga nútímamannsins. Börnin eru fram- tíðin og við eigum að stórauka list- kennslu í skólum ef okkur á ekki að daga uppi sem nátttröll í þröngum heimi auglýsinga og ofbeldis. Tinna taldi að vænlegasta leiðin væri ný menningarstefna sem móta myndi samfélagið frá grunni. Menningar- stefna sem tæki mið af „mennskunni og stuðlaði að vel upplýstum ein- staklingum sem horfðu á heiminn og tilveruna frá víðu sjónarhomi“. Ólöfu Nordal myndlistarmanni varð tíðrætt um heim tölvunnar og alla þá möguleika sem í þeim heimi búa. Hún sagði þó áhuga sinn bein- ast meir að fortíðinni en fi'amtíðinni. Þó var hún nýbúin að fá sér nýja og öfluga tölvu, en viti menn: „Eva var ekki lengi í Paradís." Ólöf brá sér á veraldarvefinn og sá sér til undrun- ar helmingi öflugri tölvu sömu gerð- ar og hún var að festa kaup á, og auðvitað helmingi ódýrari líka. Svona eru handtökin nú snör í heimi tölvuviðskiptanna. Ólöf taldi þá tíma í augsýn sem menn gætu bara dvalið heima hjá sjálfum sér án nokkurra verulegra tengsla við annað fólk. Hún taldi óhugsandi að mestu lista- menn okkar samtíðar væru komnir fram í dagsljósið. Slíkt væri framtíð- arinnar að meta og hún vitnaði í tvo stóra gjörninga sem notið hefðu óskiptrar athygli fjölmiðla undan- farnar vikur; annars vegar ferðalag manns sem fór einn og óstuddur á Norðurpólinn og hins vegar Ástar- orminn illræmda sem fór með leift- urhraða um heimsbyggðina. Ólöf hvatti listamenn til að vera óhrædda við að tileinka sér tölvutæknina. Hingað til hefur tölvuhugbúnaður- inn verið meira og minna þróaður af tækni- og vísindamönnum en Ólöf taldi það mun æskilegri þróun að listamenn kæmu þar líka við sögu. Ragnar Bragason er ungur kvikmyndaleikstjóri og hefur þegar látið að sér kveða, m.a sem leikstjóri myndarinnar Fíaskó. Ragnar sagði að menn í hans grein væru þrælar tækni og fjármagns. Hann taldi að list í framtíðinni myndi byggjast á markaðssetningu og umgjörð. Kvik- myndataka er annmörkum háð, við tökuna þurfa menn enn að nota filmu sem að dómi Ragnars er dýrt spaug og fyrir löngu úrelt. En ný tækni er á leiðinni sem gera mun kvikmyndavinnsluna ódýrari og að- gengilegri á allan hátt. Ragnar sagði sögu af starfsbróður sínum vestur í Bandaríkjunum, sagan opinberaði öðrum þræði þær róttæku breyting- ar sem í nánd eru. Hann taldi að all- ar listgreinar fyndu sér sinn farveg og tók sem líkingu eilífan ótta manna um dauða ljóðsins. Þegar Netið kom til sögunnar kom í ljós að mikið er ort. Ljóðið hentaði netverj- um ákaflega vel að dómi hans vegna þess hve nota þyrfti fá orð! Ragnar óttaðist ekki um mannleg samskipti OFGNOTT OG ALLSNÆGTIR A Hótel Borg fór á miðvikudagskvöldið fram umræðufundur um list o g menningu 21. aldar undir stjórn Sveins Einarssonar, for- manns framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík árið 2000. Fulltrúar ýmissa listgreina tóku þar til máls og skiptust á skoðun- um. Þorvarður Hjálmarsson sótti þingið. Hjálmar H. Ragnarsson þótt upp væri runnin tækniöld. Maður væri manns gaman og menn myndu leita sér félags- skapar sem fyrr. Hann lagði á það ríka áherslu að menn yrðu að kvikmynda þann veruleika sem þeir lifðu og hrærðust í. Þannig yrðu myndir þeirra sannar og vektu um leið áhuga manna frá öðr- um löndum. Ragnar tiltók tvær nor- rænar myndir sem vegnað hefði mjög vel í heimalöndum sínum sem og í Evrópu, en hlotið miður góðar undirtektir í Ameríku. Hann ítrek- aði að sjálfræði og sjálfstæði kvik- myndamanna væri mikils virði og það að þeir byggðu verk sín á samfé- lagi sínu og menningu. Pétur Armannsson arkitekt og deildarstjóri bygging- arlistadeildar Listasafns Reykjavíkur, tók næstur til máls. Hann vitnaði í erlendan fræðimann sem verið hefði hér á ferð og sagt, að ísland væri merki- legt land, ekki fyrir þær byggingar sem búið væri að byggja, heldur þær sem ætti eftir að byggja. Pétur taldi að húsagerðarlist Islendinga hefði farið nokkuð vel af stað í upp- hafi aldarinnar en síðan hefði tekið að halla undan fæti. Enn vitnaði hann í erlendan mann sem skoðað hefði nýjustu hverfi Reykjavíkur og sagt að þangað ætti hann ekkert er- indi aftur. Pétur gagnrýndi harð- lega, að á tímum ört vaxandi áhuga fólks á umhverfi sínu þyrftu arki- tektar enn að sækja nám sitt til ann- arra landa. Menn sæktu áhrif víða að og fjölbreytni væri innan ákveð- inna marka góð, en heildarsýn og stefnumótun vantaði. Hann taldi það þjóðarhneisu að ekki væri boðið upp á nám í arkitektúr á háskólastigi í upphafi nýrrar aldar. Þessu ástandi yrði að ráða bót á og það fyrr en síð- ar. Pétur taldi okkur þó ekki án menningarverðmæta á þessu sviði frekar en öðrum og tiltók íslenska torfbæinn sem dæmi um vel heppn- aða byggingarlist. Hann endaði tölu sína á jákvæðum nótum og taldi þrátt fyrir allt að spennandi tímar væru framundan, þar sem margt vel menntað og hæft fólk helgaði sig húsagerðarlist nú um stundir. Aino Freyja Járvela, leikari og listdansari, dvaldi dulítið við tækni- hyggjuna í ávarpi sínu. I samfélagi þar sem tæknin er allsráðandi fara samskipti manna í æ ríkari mæli fram í gegnum tölvur og skilaboðum frá öllum heimshornum er hægt að koma til skila á örstuttum tíma. Það er í rauninni orðinn óþarfi fyrir fólk að standa augliti til auglitis hvað við annað. Aino Freyja taldi að tæknin myndi enn aukast og verða sífellt nauðsynlegri, en þá yrði eitthvað mannlegt að koma til skjalanna; eitt- hvað sem rífur fólk frá tölvunum og minnir það á að það er mannlegt. Að dómi Aino Freyju þarf að hlúa að sköpun og ímyndunarafli allra þjóða, beina fólki að listsköpun til að ala upp hugmyndaríka og skapandi einstaklinga sem standast munu þau áreiti sem við blasa í framtíðarþjóð- Andri Snær Magnason félaginu. Hún áleit það hlutverk skólakerfisins að efla listmenntun í landinu og taldi það mikilvægast að við sæktum efnivið í sköpunina í okkar eigin rætur. Á þann hátt yrði list okkar alþjóðleg. Hún vék að listdansi og taldi möguleika hans mikla í framtíðinni þai' sem hann væri einhvers konar alþjóðatungu- mál án orða. Hún sagði að í dans- leikhúsinu ríkti mikil gróska. Þar væru gerðar tilraunir til að sameina dans, leiklist og tónlist. Að hennar mati verða listamenn framtíðarinnar fjölhæfari en listamenn nútíðarinnar og þeir verða að búa yfir mikilli þekkingu. Hún telur að forðast beri að láta markaðinn ráða listinni, mun dýrmætara sé að láta listina ráða markaðinum. Andra Snæ Magnasyni rit- höfundi varð tíðrætt um tæknina í tölu sinni. Kominn niður á Hótel Borg á tilsettum tíma uppgötvaði hann að hann hefði gleymt fyrir- lestri sínum heima en Andri Snær hélt ró sinni, hringdi heim og fékk fyrirlesturinn sendan í tölvupósti. lÁrátt fyiir hina ótvíræðu kosti tölvualdarinnar taldi Andri Snær þó að digitaltölvutæknin og þrívíddar- grafíkin hefðu ekki breytt eins miklu fyrir rithöfunda og fyrir graf- íska hönnuði og kvikmyndagerðar- menn. Hann sagði síðan skondna sögu af viðskiptum sínum við tölvu- sölumann sem vildi endilega selja honum stærri tölvu en Andri Snær hafði not fyrir. Á Andra Snæ var að heyra að sjónvarpsstöðvar sem sendu út efni sitt samkvæmt fyrir- Tinna Gunnlaugsdóttir fram ákveðinni dagskrá væru orðnar úrelt fyrirbæri. Sá tími myndi koma að hver maður yrði sinn eigin dagskrár- stjóri og réði sínu áhorfi. On- æði eins og símhringingar og bam sem þyrfti að svæfa verða þess ekki valdandi að menn missi af upphafi eða endi þeirra mynda sem þeir hyggjast njóta. Hann taldi að þessu öllu myndi fylgja sú óáran að í framtíðinni yrði tO fólk sem myndi afneita tækninni og gerast einhverskonar Amish-sér- trúarhópur. Hann áleit að það fólk myndi helga sér árið 1986 sem fyrir- mynd og nokkurs konar útópíu. Það var árið þegar allt var orðið nógu gott; ein sjónvarpsstöð og ein út- varpsstöð starfandi í stað þeirra ótalmörgu sem nú bjóðast og lífið á allan hátt mun einfaldara en nú tíðk- ast. Andri Snær telur að tæknin eigi eftir að stóraukast í daglegu lífi og þeir muni sitja eftir sem þráast við að tileinka sér tæknina. Viðkvæði þess fólks verður: „Þið tæknifólkið vitið allt um tæknina en ekkert um lífið og listina.“ Slíku úrtöluhjali verði auðvelt að svara, því í framtíð- inni verði tölvutæknin beintengd við hugsunina. Mæti maður slíku fólki er leikur einn að fletta upp í minninu og fara með kafla úr Guðdómlega gleðileiknum efth' Dante - á kín- versku. Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og rektor Listaháskóla Islands, tók síðastur frummælenda til máls. Hjálmar taldi það óljóst hvert þyngstu straumamir í listunum und- anfama tvo áratugi hafa legið. Allt er orðið leyfilegt, ekkert er rangt og ekkert er rétt. Það sem áður var hei- lagt er orðið að skotspæni, og það sem áður þótti lágkúra er hafið upp til skýjanna. Gömlu helgimyndunum hefur verið tvístrað og nýjum popp- stjömum skotið á loft í staðinn. Tómið sjálft er orðið að innihaldi og um leið hefur formið fengið sjálf- stæða tilveru, að dómi Hjálmars. Listin hefur fengið á sig yfirbragð vömþróunar og framreiðslu. Aldrei hefur þó verið búið til jafn mikið af list og aldrei hefur jafn mikið af vel menntuðu og hæfileikaríku fólki fengist við listsköpun. Listin hefur öðlast víðtækari merkingu og er í krafti alls kyns tækninýjunga við hvers manns dyr. Hjálmar telur að núverandi gróskuskeið eigi sér vart hliðstæðu nema ef vera skyldi tími endurreisnarinnar á fimmtándu og sextándu öld. í umræðunni köllum við þetta skeið póstmódernisma, án þess að vita það gjörla hvað við er átt með því hugtaki. Undir það síð- asta em menn farnir að tala um það sem kallað er póst-póstmódernismi. Ekki er okkur þó með öllu ljóst hvað þessi hugtök merkja, en þau era þó öllu heldur ætluð til að lýsa einhvers konar menningarástandi. Hömlurn- ar em einungis þær sem þú ert svo vitlaus að bera með þér. Teygir þú út höndina færðu það sem þú vilt. Þú berð sjálfur ábyrgð á listsköpun þinni enda er Drottinn almáttugur að sjálfsögðu löngu dauður. í fram- tíðinni munu menn gera uppreisn gegn ofhlæðinu og ofuráreitinu og einbeita sér í staðinn að úrvinnslu eigin efnis og kappkosta að opinbera þá fmmþætti sem liggja verkunum til grundvallar. Fjall fær að vera áfram fjall, himinn himinn og hafið haf. Að tala skýrt, hvort sem er í mynd, tóni eða máli, þýðir í raun að eitthvað sé satt sem hefur víðtæka merkingu. Að mati Hjálmars mun sókn til þessa skýrleika setja svip á listina á næstu áratugum. Þá vék hann að vísindum og tækni, en á þessu tvennu vill hann gera strang- an greinarmun. Hann taldi ekki úti- lokað að framfarir í vísindum myndu enn á ný gerbylta hugmyndum okk- ar um heiminn og tilveruna. Heims- myndin myndi breytast svo mikið að líkja mætti því við heiminn fyrir daga Newtons og þyngdaraflsins. Hér hefur einungis verið stiklað á stóra í erindum frummælendanna. Margt fleira mætti minn- ast á. Að erindunum loknum var tekið örstutt hlé, en síðan efndi fundarstjórinn, Sveinn Einarsson, rithöfundur og leikstjóri, tO áfram- haldandi umræðna pallveija á milli. Er óhætt að segja að þær umræður hafi verið athyglisverðar fyrir margra hluta sakir; einkum þó hvernig þær opinbemðu á fínlegan hátt gerólík sjónarmið þátttakenda. Auðsætt er hvernig tækni og tækni- hyggja hafa fangað huga sums fólks, og það svo mjög að nálgast átrúnað. Áð lokum gafst gestum þingsins kostur á að leggja orð í belg og er óhætt að segja að þær umræður hafi orðið bæði líflegar og á köflum dramatískar. Margar áhugaverðar spurningar skutu þar upp kollinum, eins og til dæmis um hlutverk lista- mannsins í nútímaþjóðfélagi. Auð- vitað em spurningarnar fleiri en svörin en það er áríðandi að umræða að því tagi sem fram fór á þinginu eigi sér stað í samfélaginu. Ewí hvað svo sem hinir glaðbeittu talsmenn sýndarvemleikans segja eigum við, að minnsta kosti enn um sinn, heim- ilisfangájörðinni. Mansöngvar í Borgarnesi MANSÖNGVAR er yfirskrift tón- leika sem þau Hörn Hrafnsdóttir mezzósópran og Jacek Tosik Warszawiak píanóleikari, halda í Borgarneskirkju í dag, laugar- dag, kl. 14. Fyrst á efnisskránni er Ljóða- flokkurinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann. Ljóðaflokkurinn samanstendur af átta ljóðum og lýsir hvert þeirra vissu augnabliki í lifi konu. Næst koma þijú íslensk sönglög en eftir hlé verða fluttar aríur Ur óperum frá mismunandi timum og er tenging þeirra við ástina misjöfn. Byijað er á örvæntingu Orfeos úr samnefndri óperu eftir Gluck og endað á tælandi söngv- um Carmenar úr samnefndri óp- eru eftir Bizet. Höm Hrafnsdóttir mezzósópran og Jacek Tosik Warszawiak píanóleikari. Hörn Iauk áttunda stigi i söng frá söngskólanum í Reykjavik 1993. Hún hefur sótt ýmis nám- skeið og meðal annars numið hjá Svanhvíti Egilsson í Vín. Miðaverð er 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.