Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 58

Morgunblaðið - 27.05.2000, Page 58
58 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 ----------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Drengjabekkur 8. A í umsjón Aðalsteins Sigmundarsonar árið 1933. Austurbæjar- skóli 7 0 ára FYRSTA og bezta prýði hverrar bygging- ar er hreinn heildar- svipur og vel vegin hlutföll. Og miklu varð- ar það, að húsið sje í _>eamræmi við sinn stað og njóti sín sem bezt þar sem það er sett. Þetta hefír vakað fyrir mjer. Skólahúsið og um- hverfi þess - heilar, langar línur og stórir fletir - sýnist mjer vel til fallið að gera undir- stöðu eða aðdraganda að þyrpingu hinna við- hafnarmeiri stórhýsa, sem von er á uppi á hæðinni kring- ^Tm Skólavörðutorgið. Svo farast Sigurði Guðmundssyni, arkitekti orð í niðurlagi greinar er hann nefndi Barnaskólinn nýi í Reykjavík og birtist í tímaritinu Mentamál, mars-apríl 1928. Það má lesa út úr þessum orðum að hug- mynd Guðjóns Samúelssonar um „háborg íslenskrar menningar" hef- ur verið mikilvæg forsenda við hönmm nýja barnaskólans er nú nefnist Austurbæjarskóli. Yfirvöld bæjarins sáu fyrir sér aðalálmu hússins niður með Bergþórugöt- unni. Vegna mikils landhalla kaus Sigurður fremur að koma skólanum fyrir samsíða Vitastíg, enda þótt það kostaði niðurrif nýreistrar aðveit- * ustöðvar rafveitunnar sem lenti upp undir vegg inni í miðju skólaportinu. Á fundi byggingarnefndar barna- skólans við Vitastíg þann 31. maí ár- ið 1927 voru lögð fram tilboð í bygg- ingu kjallarans ásamt tilboðum um Maéstro rafmagns- og pípu- leiðslur. Risgjöld voru haldin laugardag- skvöldið 13. október 1928. Kennsla hófst rúmu ári síðar laugar- daginn 9. nóvember 1929. Þar voru 20 deildir í 7 kennslustof- um en kennarar voru frá bamaskólanum við Tjörnina. Kennt var í norðurálmu og í fjór- um nyrstu stofum á fyrstu hæð í miðálmu. Formlega var skól- Pétur Hafþór inn settur í fyrsta sinn Jónsson haustið 1930. Um sumarið hafði leiðsla með heitu vatni frá Laugunum verið tekin í notkun og var skólinn fyrsta húsið sem tengdist þeirri hitaveitu. Sama sumar vom keypt í Þýska- Afmæli Nýi barnaskólinn var reistur, segir Pétur Hafþór Jónsson, af miklum stórhug og framsýni. ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT landi húsgögn og tæki. Skólaborðin vora af sex mismunandi stærðum og stólar ekki áfastir borðum eins og áður hafði þekkst hér á landi. Sér- stök áhöld vora keypt í teiknistofu, náttúrufræði- og landafræðistofu auk sýningarvéla fyrir skugga- myndir og kvikmyndir. Nýi barnaskólinn var reistur af miklum stórhug og framsýni. í sept- ember 1931 kom byggingarnefndin saman í skólanum, gekk þar um öll húsakynni og ræddi um það sem enn var ógert. Auk sundlaugar og kvik- myndasalar sem enn eru í notkun var það ýmislegt smávegis. Var ákveðið að ljúka því fyrir næsta haust. Ásmundi Sveinssyni, mynd- höggvara, hafði áður verið falið að gera lágmyndir yfir báðum aðaldyr- um skólans og dyrum á austurgöfl- um. 22. september 1930 setti mennta- málaráðuneytið Sigurð Thorlacius til þess að vera skólastjóri frá 1. október að telja. Sigurður fæddist fyrir 100 árum þann 4. júlí árið 1900 á Djúpavogi og lést í Reykjavík árið 1945. Hann hafði menntast við Rousseau-stofnunina í Genf og notið m.a. kennslu Jean Piaget. Sigurður bjó í sérstakri skólastjóraíbúð á efri hæð í suðvesturálmu skólans ásamt fjölskyldu sinni. Tvö barna hans, Ornólfur og Kristín Thorlacius, fæddust þar. Sigurður beitti gáfum sínum og skilningi til að leysa mál á jákvæðan hátt. Hér skal nefnt dæmi um slíkt. Vorið 1934 hlupu drengir úr tíma til að fara út í fótbolta Einhverra hluta vegna var skellt í lás svo kennarinn lokaðist inni. Forsprakkinn sagði mér síðar frá: „Svo kom til refsingar. Eg var kallaður upp til skólastjóra. Ég get aldrei gleymt því þegar ég gekk upp stigann, því ég vissi ekki hverju ég mátti búast við við. Þegar ég kom upp á efstu tröppu þá kom þessi heiðursmaður fram og rétti mér höndina. „Vertu velkominn," sagði hann. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Svo var ég leiddur til stofu, frúin kom og mér var boðið kaffi og meðlæti. Þetta var afskap- lega fagur vordagur. Alltaf beið ég eftir því að eitthvað gerðist. Svo lauk kaffidrykkju og ég orðinn svo eirðarlaus að ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Sigurður Thor- lacius fylgdi mér til dyra og ég man ekki eftir að hafa verið kvaddur með öðram eins virktum eins og þarna frammi á pallinum. Þá skammaðist ég mín svo mikið að ég ætlaði ekki að komast niður tröppurnar. Svona tók hann á þessu.“ Sigurður kenndi við Héraðsskól- ann á Laugarvatni veturinn 1929- 30. Þar kynntist hann nemanda að nafni Stefán Jónsson sem réðst síð- ar kennari við Austurbæjarskólann. Stefán varð síðai- þjóðkunnur rit- höfundur og barnavísur hans t.d. Sagan af Gutta era á allra vöram. Saga íslenskra barnabóka og saga Austurbæjarskóla tengjast órjúfan- legum böndum. Gunnar M. Magn- úss, Aðalsteinn Sigmundsson, Mar- grét Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Helgason, Jó- hannes úr Kötlum, Vilborg Dagbjar- tsdóttir og fleiri kennarar skólans urðu kunnir af ritstörfum ekki ljóð- um og sögum handa börnum. Vegna fátæktar í Reykjavík vora mörg börn vannærð og beitti Bríet Bjarnhéðinsdóttir sér fyrir því að teknar voru upp matgjafir í Barna- skólanum við Tjörnina árið 1908. Haldin var skýrsla yfir matgjafar- eldhús Austurbæjarskólans 1931- 32. Þar kemur m.a. fram að í febr- úarmánuði 1933 borðuðu þar að meðaltali 250 börn á dag. Sama ár réðst Aðalsteinn Sig- mundsson í það þrekvirki að fara með 23 drengi úr 8. A (sjá mynd) auk þriggja drengja úr öðrum bekkjum til Færeyja. Með í för var Stefán Jónsson. Rikard Long skrif- aði í Skúlablaðið færeyska: „Tað mest hugnaliga av öllum var tann samkensla, ið var yvir hesum drengjum, tað var skiluligt, at teir kendu seg sum eina heild, og at hvör setti eina æra í at gera sitt til, at átt- undi klassi A skuldi ikki gera sær fyri skommum í hesi ferð.“ Þannig mætti lengi halda áfram að rekja sögu skólans en hér verður látið staðar numið. Senn lýkur 70. starfsárinu. Af því tilefni verður op- ið hús í Austurbæjarskóla í dag ki. 12-16. Foreldrar, velunnarar og gamlir nemendur era sérstaklega boðnir velkomnir. Einn þeirra síð- astnefndu, Megas, hefur gefið út bemskuminningar, Sól í Norður- mýri skráðar af Þórunni Valdimars- dóttur. Þar segir í 13. kafla: Austurbæjarskólinn er risastór ferhymingur, virki, völundarhús. Hann hýsir barnaskólaárin í draumi og djúpminni alla tíð síðan. Hann er kastali, lítil veröld, einn heimur með öllu. Höfundur er tónmenntakennari { Austurbæjarskóla. Gœðavara Gjafavara- malar- og kaílistell. He Allir veröflokkar. ^ m.i /iv)^/V.X\y\V , VERSLUNiN Lnngnvegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuóir m.a. Gianni Versace. Ekkert val? SJÖGRENS-sjúkdómur er lang- vinnur bandvefjasjúkdómur af ónæmisfræðilegum toga. Sjúkdóm- urinn einkennist fyrst og fremst af þurri slímhúð í augum, munni og loftvegum, ásamt slímhúðarþurrki í kynfæram kvenna. Einnig er áber- andi hamlandi þreyta ásamt þrautum frá stoðkerfi þ.e.a.s. lið- og vöðvaverkir. Sjö- grens-sjúkdómurinn flokkast sem fjölkerfa- sjúkdómur, enda getur sjúkdómurinn gefið sjúkdómseinkenni frá flestum líffærum lík- amans, t.d lungum, meltingafæram og nýrum. Horfur sjúkl- ings með Sjögrens- sjúkdóm byggist á því hvaða líffærakerfi verða undirlögð af sjúkdómnum. Sjúkl- ingar, sem eingöngu þjást af þreytu og hafa einkenni um þurrk í slímhúð ásamt verk, hafa ágætis lífshorfur, þó sjúkdómurinn valdi þeim verulegri félagslegri fötlun, bæði með tilliti til atvinnu og samlífs. Að greinast með ólæknandi sjúk- Sjögrens-sjúkdómur Sjögrens-sjúkdómurinn er sjaldgæfur sjúkdóm- ur, segir Agnes Lára --------------7-7----- Magnúsdóttir. A Islandi er vitað um rúmlega 40 einstaklinga sem haldnir eru sjúkdómn- um, allt konur. dóm, sem leiðir til örorku, er mikil lífsreynsla. Þolendur þurfa yfirleitt að taka mikið magn af lyfjum og nota ýmiss hjálpartæki til að geta lifað eðlilegu lífi. Ólæknandi sjúk- dómar sjást ekki endilega utan á fólki. Flestir reyna að læra að lifa með sjúkdómnum og leita allra leiða til þess að getað nálgast eðlilegt líf. I Svíþjóð er Sjögrens-sjúklingum ráðlagt að taka inn náttúrulyfið Efamol, sem er auðugt af efni, sem heitir gammalínólensýra. Margir Sjögrens-sjúklingar á íslandi hafa prófað að taka inn Efamol með góð- um árangri. Efamol er mjög dýrt en mánaðarskammtur kostar u.þ.b. 3.800 krónur. Það er ekki niður- greitt og vegna þess velja sjúkling- ar oftar en ekki að taka inn lyf sem Tryggingastofnun samþykkir og greiðir niður. Sem dæmi má nefna að mánaðarskammtur af nýja lyfinu Vioxx kostar ríkið nálægt 3.700 krónum en sjúklingurinn borgar sjálfur u.þ.b. 1.000 krónur. Nálastungur hafa reynst mörg- um Sjögrens-sjúklingum vel. Með- alverð í nálastungur er u.þ.b. 4.000 krónur og tekur Tryggingastofnun ekki þátt í þeim kostnaði. Þess vegna velja sjúklingar frekar að fara til sjúkraþjálfara því þjónusta hans er niðurgreidd. Svona á þetta ekki að vera. Sjúklingar eiga að hafa raunverulegt val um það hvort þeir vilja taka inn hefðbundin lyf, sem yfirleitt eru miklu dýrari fyrir samfélagið en náttúrulyfin, eða taka inn náttúralyf og leita óhefðbund- inna lækninga. Sumir kjósa að blanda þessu saman eða prófa hvort tveggja. Það er réttur okkar að hafa val um hvers konar meðferð við kjósum í baráttunni við ólæknandi sjúkdóm. Aðalbaráttumál Sjögrens-sjúkl- inga er að fá Tryggingastofnun rík- isins til að samþykkja okkur sem skjólstæðinga sína. Þurr slímhúð í augun veldur því að Sjögrens-sjúkl- ingar þurfa mörgum sinnum á dag að dæla augndropum/aukatárum og ýmis konar smyrslum í augu sín til að halda þeim rökum. Aukatárin og allt sem því fylgir er mjög dýrt og hefur Tryggingastofnun neitað þessu sem frflyfi. Einn Sjögrens-sjúklingur fékk þau svör frá Tryggingastofnun að aukatárin væra ekki lífsnauðsynleg og þess vegna væri þetta ekki frflyf, en samkvæmt reglugerð Trygging- astofnunar rfldsins greiða þeir að fullu fyrir lyf sem sjúklingi er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri, t.d sykursýkis-, krabba- meins- og glákulyf. Meðferð gegn tann- losi er greinilega ekki lífsnauðsynleg heldur að mati Trygginga- stofnunar. Sjögrens-sjúklingar þjást af tannlosi og missa margir tennur sínar alltof ungir. I barátt- unni við að halda tönnum sínum þurfa þessir einstaklingar á mikilli og dýrri tannlæknaþjónustu að halda og hafa margir Sjögrens- sjúklingar fengið neitun frá Trygg- ingastofnun varðandi þátttöku í tannlæknakostnaði. Þó er vitað um einstaklinga sem sótt hafa mál gegn Tryggingastofnun vegna þessa og unnið. Það er sárt að kyngja því að okkur sé neitað um þátttöku í kostnaði vegna þeirrar tannmeð- ferðar sem við þurfum, því Sjö- grens-sjúklingar geta alls ekki not- að lausan gerfigóm. í reglugerð frá Tryggingastofnun ríkisins er talað um endurgreiðslu í sérstökum til- vikum, vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla (s.s. tannvöntunar), sjúkdóma og slysa. Á sama tíma er ljóst að áfengis- og fíkniefnaneyt- endur, sem eyðilagt hafa tennur sínar á neyslu, geta fengið meðferð hjá tannlækni þeim að kostnaðar- lausu (jú, er ekki ofnotkun á áfengi/ fíkniefnum sjúkdómur?) og fá því niðurgreiðslu, jafnframt aðstoð til greiðslu á tannviðgerðum hjá Fé- lagsmálastofnun. I byrjun aprfl pantaði ég viðtal hjá Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra til að ræða ofan- greind málefni. Ritari heilbrigðis- ráðherra tjáði mér að innan fárra daga yrði hringt í mig og mér til- kynnt hvenær að viðtalinu kæmi. Stuttu síðar hringdi starfsmaður frá ráðuneytinu til að kanna hvort hann gæti aðstoðað mig. Ég þakk- aði fyrir og sagði nei takk, ég hafði pantað tíma hjá heilbrigðisráðherra og vildi tala við Ingibjörgu sjálfa. Þá var mér sagt að ég færi á biðlist- ann, sem hlýtur að vera nokkuð langur því enn hef ég ekki verið boðuð í viðtalið. Er þetta ísland í dag? Er ekki sama hver maður er? Sjögrens-sjúklingur? Áfengis/ fíkniefnasjúklingur? í dag, 27. maí, er ár liðið síðan áhugahópur um Sjögrens-sjúkdóm- inn var stofnaður í samvinnu við Gigtarfélag Islands. Til allra þeirra, sem berjast fyrir því að láta sér líða vel, langar mig að vitna í orð Emily Dickinson. „Vonin er sá vængjaði hnoðri sem hreiðrar um sig í sál minni og syng- ur þar söngva án orða og þagnar aldrei. En fegurst syngur hann þó þegar á móti blæs.“ Þeim, sem langar til að fræðast betur um Sjögrens-hópinn, er bent á að hafa samband við Gigtarfélag íslands. Til að fræðast betur um Sjögrens-sjúkdóminn: www.net- doktor.is og www.sjogrens.com Höfundur er formaður Áh ugahóps- ins um Sjögrens-sjúkdóminn. Agnes Lára Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.