Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Langholtskirkja Safnaðarstarf Kórsöngur og tónleikar í Hallgríms- kirkju Á MORGUN, sunnudaginn 28. maí, verður messa kl. 11.00 í Hallgríms- kirkju og orgeltónleikar kl. 17. í messunni syngur Samkór Kópa- vogs, en kórinn er á leið í söngför til Austurríkis og Ungverjalands. Stjórnandi kórsins er Dagrún Hjartardóttir. Prestur verður sr. Gylfi Jónsson héraðsprestur og organisti Hörður Áskelsson. Orgeltónleikarnir kl. 17 eru þeir fjórðu á þessu ári í tónleikaröð þar sem íslenskir organistar leika á org- el kirkjunnar. Að þessu sinni leikur Kári Þormar organisti Fríkirkjunn- ar í Reykjavík verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Duruflé og Pál ís- ólfsson. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja Hafnar- fjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 28. maí, 5. sunnudag eftir páska sem er Bænadagur þjóðkirkjunnar munu 50, 60 og 70 ára fermingarbörn Hafnarfjarðarkirkju sækja hana heim, en þau voru fermd í henni vor- in 1930 í upphafi kreppu, 1940 í byrj- un stríðs og svo í byrjun kaldastríðs og endurreisnarára. Þau munu taka þátt í messu, sem hefst kl.l4:00, sem sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur annast og hittast eftir messuna í kaffisamsæti í Hásölum Strand- bergs, hins nýja Safnaðarheimils kirkjunnar og rífja upp fyrri tíð og kynni. Tíðkast hefur síðustu undanfarin ár, að afmælisárgangar Hafnar- fjarðarkirkju hittist á slíkum tíma- mótum á Bænadegi þjóðkirkjunnar og hafa endurfundir þeirra jafnan verið gleði- og blessunarríkir. Prestar Ilafnarfjarðarkirkju. Árleg kirkju- reið til Lang- holtskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 28. maí, eru hestamenn boðnir sérstaklega velkomnir í Langholtskirkju. Hesta- menn leggja af stað á gæðingum sín- um frá félagsheimili Fáks kl. 9:30 og kl. 10:30 frá hesthúsunum við Bú- staðaveg, en messan hefst kl. 11.00. Fimmtán ár eru síðan þessi siður var tekinn upp og hefur haldist nær óslitinn síðan. Hestamannafélagið Fákur setur upp rafmagnsgirðingu við kirkjuna og sér um gæslu hestanna meðan á messu stendur. Lesarar og tónlist- armenn koma úr röðum hesta- manna. Lárusar Sveinssonar tromp- etleikara verður minnst sérstaklega í messunni, en hann lést s.l. vetur. Hann var, ásamt séra Sigurði Hauki, Jóni Stefánssyni, Ólöfu Kol- brúnu og Garðari Cortes upphafs- maður þessarar messu og mætti ríð- andi úr Mosfellsbæ í nánast öll skiptin og lék á trompet. Dætur hans Hjördís Elín, Ingibjörg og Þór- unn leika á trompeta í þessari messu. Bjarni Eiríkur Sigurðsson skól- astjóri reiðskólans Þyrils flytur ræðu og Garðar Cortes og Ólöf Kol- brún Harðardóttir syngja einsöng. Gunnar Eyjólfsson leikari les ritn- ingarlestur en séra Kristján Valur Ingólfsson messar. Eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að kaupa sér kjötsúpu í safnaðarheimili kirkjunnar á kr. 800. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Farið í heimsókn til Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. Sýningin í Gjánni skoðuð. Kaffiveitingar í Bláa lóninu. Allir velkomnir. Frank M. Halldórsson. KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur 27. maí: Samkoma kl 14. Ræðumaður: Helga R. Ár- mannsdóttir. Söngur, lofgjörð og fyrirbæn. Mánudagurinn 29. maí: Kvennabænastund kl. 20:30. Þriðjudagur 30. maí: Bænastund kl 20:30. Miðvikudagur 31. maí: Samverustund unga fólksins kl 20:30. Föstudagur 2. júní: Bæna- stund unga fólksins kl 19:30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. ll.TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjómandi Elín Jóhannsdóttir. Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. r* Nakamichi Bíltæki 6 diskar í tækið að framan... Armúla 38,108 BBykJavík, Síml: 588-5Ð10 VELVAKAIMBI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góður bflsljóri VIÐ vorum vinkonumar að keyra Keflavíkurveginn laugardaginn 20. maí sl. kl. 18.30 er við tókum eftir rútu sem virtist rása af og til á veginum. Við vomm að spekúlera hvað bílstjórinn væri eiginlega að gera. Þá tókum við eftir því að hann var að forða þvi að bílar fæm framúr. Þarna á veg- inum var brjáluð umferð og fólk keyrði eins og brjálæð- ingar og að sjálfsögðu að reyna að taka framúr. Okk- ur langar til að láta þá vita hjá Hópferðamiðstöðinni hvað þeir eiga frábæran bílstjóra. Hann vissi ná- kvæmlega hvað hann var að gera og hefur örugglega forðað einhverju slysi þennan daginn, eins og fólk keyrði. Bílstjórinn var á rútu með númerið G-9526. Okkur langar að senda hon- um okkar bestu þakkir fyr- ir frábæran akstur og það mega margir taka hann sér til fyrirmyndar. Anna Ingvadtíttir. Hvar eru verðlaunin? EG tók þátt í könnun hjá Hagstofunni fyrir nokkru og í verðlaun fyrir þátttök- una var meðal annars sím- númerabirtir, sem ég valdi mér. Það var heilmikil vinna að svara þessari könnun og stúlkurnar hjá Hagstofunni vora í stöðugu sambandi við mig. Nú er mig farið að lengja eftir verðlaununum sem mér voru lofuð, en nú virðist vera fátt um svör. Þegar ég hef samband við Hagstof- una vísar hver á annan og enginn virðist vita neitt. Ég er afskaplega ósátt við þessa framkomu. Jtíhanna. Tapad/fundið Fjarstýring týndist í Kópavogi SCANRECO-fjarstýring af Fassi-bílkrana týndist í Kópavogi. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 554-0200 milli klukkan 7.30-17 virka daga eða í síma 892-8215. Fundar- laun. Trek-barnahjól týndist TREK-barnahjól fyrir 5-7 ára, með bláum lás á stýri og hjálpardekkjum, týndist frá leikskólanum Jöklaborg í Seljahverfi miðvikudaginn 25. maí. Hjólsins er sárt saknað af Trausta Þór 6 ára, Flúðaseli 71, sími 587- 3187. Dýrahald Nala er týnd NALA er rauðbröndótt læða, sæt og góð, með rauða ól sem er merkt að innan.Hún týndist frá Ás- vallagötu 59, ef þú hefur séð hana vinsamlegast látið vita í síma:6963845 því hennar er sárt saknað. BRIDS Umsjón Gnðmundnr Páll Arnarson EITT af því sem gerir brids að spennandi spili er hin hárfína lína sem skilur á milli feigs og ófeigs. Þetta kemur einna mest fram í sagnbaráttu, þegar taka þarf síðustu ákvörðun. Hér er gott dæmi frá landsliðs- æfingunni í síðustu viku: Vestur gefur; AV á hættu. Noj-ður * AG6 v D5 ♦ G6 + G98432 Vestur Austur «9 +D52 ♦K98762 ♦Á4 ♦ 9874 ♦ K532 +107 +ÁKD6 Suður áK108743 vG103 ♦ÁD10 *5 AV eru Sverrir Armannsson og Aðalsteinn Jörgensen, en NS Ás- mundur Pálsson og Ragn- ar Hermannsson: Vestur Norður Austur Suður Sverri Ásmundur Aðalsteinn Ragnar Pass Pass llauf* 2spaðar Pass 3 spaðar Pass Pass 4lyörtu Pass Pass 4spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Opnun Aðalsteins á einu laufi er sterk (Precision) og Ragnar hindrar taktískt með stökki í tvo spaða. Hann gæti átt veikari spil fyrir þeirri sögn, en á móti sterku laufi er besta vömin ætíð sú að taka sem mest rými. Sverrir má ekkert melda enn sem komið er og Ásmundur hækkar hindr- andi í þrjá spaða. Við því getur hinn sterki ekkert sagt, en nú loks fær Sverrir tækifæri til að tjá sig. Hann getur ekki þagað yfir þessum hjartalit og í ljósi íyrri sagna veit Aðalsteinn að styrkurinn er skorinn við nögl. En nú kemur að úrslitaákvörðun. Hvað á suður að segja við fjórum hjörtum? Frá bæjardyrum Ragn- ars gátu fjögur hjörtu unn- ist í AV og ennfremur fjór- ir spaðar í NS. Hann tók því skiljanlega ákvörðun þegar hann sagði fjóra spaða. En hér hefði verið gott að geta notað einhvers konar „samvinnudobl“ í merkingunni: „Makker, þú ræður hvort við berjumst eða verjumst!" Eins og spilið er, fara fjögur hjörtu tvo niður (sem er 500 í dobluðu spili), en fjórir spaðar leka einn niður. SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐFYLGJANDI staða kom á milli stórmeistaranna Nigel Davies, hvítt (2.497), Reynar þarf til þess góða vöm, en hún vafðist ekki fyrir Sverri og Aðalsteini. Ut kom lauftia, sem Aðal- steinn tók og skipti strax yfir í hjartaás og meira hjarta. Sverrir spilaði þriðja hjartanu og nú ræð- ur sagnhafi ekki við spilið, þó svo að hann stingi frá með ás. Hann getur ekki bæði unnið taplaust úr tígl- inum og trompinu. og Bogdan Lalic (2.548) í ein- vígi þeirra í Redbus-mótinu sem lauk fyrir nokkra í Eng- landi. 26. He7! Df5 Ekki gekk upp að þiggja hrókinn þar sem eftir 26. ...Rxe7 27. Dxf7+ Kh6 28. Df4+ Kg7 29. De5+ Kh6 30. Dg5+ Kg7 31. Dxe7+ Kh6 32. Be6 hef- ur hvítur myljandi sókn. Eft- ir textaleikinn situr svartur uppi með tapað endatafl. 27. Dxf5 gxf5 28. Bxdð! Rxd5 29. Hxb7 Rf4 30. Rd7 Re2+ 31. Kh2 Rxd4 32. Re5 Hd5 33. f4 Hb5 34. Hxf7+ Kg8 35. Hxa7 Hxb2 36. h5 h6 37. a4 Ha2 38. a5 c5 39. a6 Re6 40. Ha8+ Kg7 41. a7 Rc7 42. Hc8 Hxa7 43. Rc6 Hb7 44. Rd8 og svartur gafst upp. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ekki í nokkrum vafa um að Björk Guðmunds- dóttir er frægasti Islendingur sem uppi hefur verið, fyrr og síðar. Hún er miklu frægari en Snorri og Krist- ján Jóhannsson til samans, enda hafa þeir líklega hvergi verið heimsfrægir nema á íslandi, - jú, ef til vill Snorri, sem var víst einhvem tíma þekktur í Noregi. Með þessu er Vfkverji þó ekki endilega að segja að Björk sé meiri listamaður en þeir, enda er list teygjanlegt hugtak og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Víkverji er þó sannfærður um að Björk hefur í sér náðargáfu snillingsins. Það hefur hún sýnt með tónlistarsköpun sinni og nú hefur henni hlotnast ein mesta viðurkenning kvikmyndaheimsins, og það án þess að vera leikkona eða gefa sig út fyrir að vera það. Um afrek Bjarkar í Cannes segir meðal annars í leiðara Morgunblaðs- ins síðastliðinn þriðjudag: „Frami Bjarkar Guðmundsdóttur í Cannes er staðfesting á hæfileikum hennar. Enginn vafi leikur á því að Björk dregur jafnframt athygli að þessari litlu þjóð norður í hafi. I þeim efnum hefur Björk sennilega unnið meira verk en flestir, ef ekki allir, samtíðar- menn hennar, og það af látleysi mik- ils listamanns." Þessi ummæli eru sérstaklega at- hyglisverð í ljósi þess að til skamms tíma hefur sú tónlist sem Björk er fulltrúi fyrir, það er dægurtónlist eða popp-tónlist, verið flokkuð af ákveðnum hópi fólks hér á landi sem svokölluð „lágmenning", en sígild tónlist að sama skapi kölluð „há- menning“. Vonandi heyrir nú slík flokkun tónlistarsköpunar sögunni til. Annað sem Víkverji vill vekja at- hygli á varðandi umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur, og hefur farið mik- ið í taugamar á honum undanfama daga, en það er hvemig sumir fjöl- miðlamenn misþyrma nafni hennar með rangri beygingu. Björk er „Björk“ í öllum follum nema eignar; falli, en þá er sagt „til Bjarkar“. í guðanna bænum reynið nú að koma þessu inn í hausinn á ykkur, ljósvík- ingar! xxx AÐ væri að æra óstöðugan að fara eina ferðina enn að fjalla um nýja „KR-búninginn“ í þessum pistli, enda dettur Víkverja það ekki í hug. I það mál hefur verið eytt mikilli prentsvertu og pappír og málið lík- lega útrætt. Hins vegar hefur enginn minnst á að Skagamenn em líka komnir í nýjan búning og sýnist sitt hverjum þótt hljótt hafi farið. Víkverji verður að segja alveg eins og er að hann vissi ekki hvort hann átti að hlæja eðagráta þegar hann sá glefsur úr leik IÁ og Breiðabliks í sjónvarpi hér á dögunum, en þar höfðu Skagamenn haft endaskipti á litasamsetningunni í búningi sínum. Þeir mættu til leiks-í gulum brókum og svartri treyju með gulum ermum. Þið verðið að fyrirgefa, Akumesing- ar, en í þessari múnderingu minntu leikmenn ÍA Víkverja einna helst á trúða í fjölleikahúsi. Nýi „KR-bún- ingurinn" er þó nýtískulegur og smart að sjá á leikvelli þótt áhöld séu um hvort kalla megi hann „KR-bún- ing“, enda hefur Víkverji það innan gæsalappa. En þessi nýi Skagabún- ingur er að mati Víkverja einhver sá púkalegasti sem sést hefur á íslensk- um knattspymuvelli í háa herrans tíð. Það er ekki af illkvittni í garð Skagamanna sem Víkveiji sér ástæðu til að vekja máls á þessu. Vík- verji hefur alla tíð borið mikla virð- ingu fyrir Skagamönnum á knatt- spymusviðinu, allar götur frá því Ríkharður Jónsson var samnefnari fyrir íslenska knattspymu. En það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er. Það er beinlínis sorg- legt að horfa upp á þessa myndar- legu og laglegu pilta af Skaganum í þessum klæðnaði og Víkverji skilur ekki hvers þeir eiga að gjalda. Hverjir em ábyrgir fyrir svona löguðu? KR-ingar hafa viðurkennt að hjá þeim séu það markaðslögmálin. Forsvarsmenn í A geta tæplega skýlt sér á bak við þá afsökun því enginn heilvita maður getur látið sér detta í hug að fólk fari að kaupa svona trúðs- búning, hvað þá klæðast honum, nema þá fyrir grímudansleik. Vík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.