Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 50
f 50 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN ÞÓRARINN SIGURÐSSON + Stefán Þórarinn Signrðsson bóndi fæddist á Steiná í Svartárdal, Austur- Húnavatnssýsiu 25. september 1907. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. maí síðast liðinn. Foreldr- ar hans voru Sigurð- ur Jakobsson, bóndi á Hóli og Steiná, f. 16. júní 1859 á Eir- iksstöðum í Bólstað- arhlíðarhreppi, A- Hún., d. 23. maí 1945 á Steiná, kona hans var Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 22. desember 1880 í Hringveri í Hjaltadal, d. 28. júni 1969 á Blönduósi. Stefán gekk að eiga Ragnheiði Rósu Jónsdóttur 15. júlí 1934. Hún var fædd á Skottastöðum i Svart- árdal 10. nóvember 1908, d. 31. mars 1997 á Blönduósi. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Skottastöðum, og kona hans Una Sigríður Jónsdóttir. Börn Stefáns og Ragnheiðar eru: 1) Jóna Anna, f. 13.3. 1935, gift Ólafi Blómkvist Jónssyni, f. 13.11.1934 nú búsett í Hafnarfírði, böm þeirra eru: a) Óskar Eyvind- ur, f. 25.10. 1959, gröfumaður og bóndi á Steiná, kona hans er Herdís Jak- obsdóttir, bóndi og húsmóðir, börn þeirra fimm eru; Jakob Ólaf- ur, f. 1983, Jón Heið- ar, f. 1986, Hafdís Bára, f. 1989, Óskar Eyvindur, f. 1995 og Jóhann Einar, f. 1999. b) Eydís, f. 13.10. 1960, augnskurðlækn- ir í Reykjavík, hennar dætur eru Anna Heið- ur, f. 1986, og Þor- björg, f. 1990. c) Stef- án Þórarinn, f. 14.7. 1964, héraðsdómslögmaður á Blönduósi, sambýliskona hans er Hafdís Elfa Ingimarsdóttir skrif- stofumaður. Þeirra dóttir er Tinna Kristín, f. 1992, en fóstursonur Stefáns og sonur Hafdísar Elfu er Aron Elfar Jónsson, f. 1988. d) Ragnheiður Rósa, f. 11.2. 1967, hjúkrunarfræðingur búsett í Sví- þjóð. Sambýlismaður hennar er Claes Ame Jansson. Þeirra sonur er Ólafur Gustav, f. 1999. 2) Sigur- björg Rannveig, f. 22.5. 1937, gift Sigurði Páissyni, f. 20.11. 1940, þau em búsett í Kópavogi, börn þeirra em: a) Guðrún Margrét, f. 5.6. 1968, dýralæknir í Varmahlíð, Skagafirði. Sambýlismaður henn- ar er Vésteinn Þór Vésteinsson Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og bh'ð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi ég enn þá er aðeins bam, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, Þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun títri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þreldð smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Þessi kveðja er frá okkur öllum bömunum þínum, elsku pabbi minn, og segir allt sem segja þarf. Eg veit að hún mamma hefur tekið vel á móti þér með sínu glaða og hlýja við- móti. Guð blessi minningu ykkar. Þín dóttir, Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir. Elsku afi. Þær voru margar gleði- stundirnar hjá mér, fyrst sem barni og síðar með alla fjölskylduna, þegar komið var á Steiná. Móttökurnar voru líka alltaf alveg yndislegar, og gestrisnin hjá ykkur Rögnu ömmu var engu lík. Aðdráttaraflið sem þið amma höfðuð á ungviðið var alveg magnað og alltaf var hlustað með sömu athyglinni á okkur krakkana og þá fullorðnu. Elsku afi, nú ert þú farinn, og ég veit að hún amma tók á móti þér með sínu hlýja faðmlagi. Takk og aftur takk fyrir allar okkar yndislegu samverustundir. Jóhann G. Kristinsson. Hann sofnaði inn í vornóttina. ís- lensku vomóttina, sem er þó engin nótt, því nóttin og dagurinn renna saman í eitt. Nýtt líf að kvikna, hvert sem litið er; lömbin fæðast, fuglar gera sér hreiður, grasið grænkar. Islenska vorið í öllu sínu veldi, mesti annatími íslenska bóndans, þegar nótt er lögð við dag til að koma því frá, sem þarf að koma frá og dugar vart til. Hann hafði lifað mörg vor, þetta var það nítugasta og annað, þegar gjalddagi þess reiknings rann upp, sem við verðum öll að greiða, sumir fyrr, aðrir síðar. Hann hafði marga vomóttina vakað, yfir ám að bera, við ávinnslu og áburðargjöf og á milli var jafavel tekinn tími til að fara á greni og liggja fyrir lágfótu, sem í sjálfsbjargarhvöt sinni vildi ræna bóndann lífsbjörginni. Hörð barátta upp á líf og dauða, þar sem sigur vannst ekki nema með því að þekkja andstæðinginn, háttu hans og hegðun alla og umfram allt að bera fyrir honum fulla virðingu. Líf og starf bóndans er sífelld + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐNI HAFDAL, Gyðufelli 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. maí. Sigurbjörg Pétursdóttir, Svanhvft Jóhanna Jónsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson, Jón Þórir Jónsson, Ellert Högni Jónsson, Vigdís Helga Jónsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson, Katrín Sigríður Jónsdóttir, Lilja Matthíasdóttir, Sigurður Hauksson, Margrét Gunnarsdóttir, Þór Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. rafeindavirki. Þeirra börn em Ragna Vigdís, f. 1997, og Vésteinn Karl, f. 1999. b) Una Aldís, f. 8.6. 1970, skrifstofumaður á Sauðár- króki hjá KPMG Endurskoðun hf., gift Stefáni Sigurbimi Guðmunds- syni húsasmið á Sauðárkróki. Þeirra synir em: Sigurður Páll, f. 1995, og Rúnar Ingi, f. 1999. c) Stefán Þór- arinn, f. 18.4. 1972, hann er í dokt- orsnámi í lífefnafræði í San Antonio í Texas, unnusta hans er Guðbjörg Ludvigsdóttir læknir. 3) Siguijón, f. 19.10.1938, bóndi á Steiná III, kona hans er Katrín Grfmsdóttir, bóndi og húsfreyja. Þeirra synir eru: a) Grímur, f. 1. 2.1965, vélvirkjameist- ari og sölusfjóri í Reykjavík, kona hans er Harpa Lind Guðbrandsdótt- ir. Þeirra böm eru: Berglind, f. 1995, og Arnar, f. 1997. b) Jakob, f. 27.3. 1969, búfræðingur og bóndi á Hóli í Svartárdal, kona hans er Sess- elja Sturludóttir, bóndi og hús- freyja, börn þeirra em; Jakob Skafti, f. 1993, og Rakel Ýr, f. 1995. Stefán átti alla sína ævi heima á Steiná. Hann bjó fyrstu búskaparár- in eða frá 1929 á móti föður sínum þar til hann lét af búskap. Stefán sá um hirðingu á búfénaði sínum í fé- lagi við bróður sinn Jakob síðustu árin eða til 1991 en þá naut Jakobs ekki lengur við og eftir það var Stef- án ekki nema einn vetur við hirð- ingu en þá var hann 85 ára. Stefán var um skeið réttarsijóri í Stafns- rétt, hann fór í göngur og eftirleit á Eyvindarstaðaheiði um árabil. Utför Stefáns fer fram frá Bergsstaðakirkju f Svartárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. barátta við náttúruöflin og með nátt- úruöflunum. Barátta, til að sjá fyrir sér og sínum. Lífsbarátta hans var ekki bara háð á heimatúni, heldur líka í högum og heiðum. Á Heiðinni, sem hann þekkti og Heiðin þekkti hann. Hann hafði átt þar sínar stundir við lífsins önn, bæði að vor- inu, þegar fuglar kvökuðu í mó og eins að haustinu, þegar gengið var til fjárleita og arðurinn heimtur af striti vors og þolgæði vetrar. Hann þekkti Heiðina. Þekkti öræfaþytinn, þennan hljóðlausa söng, sem sá einn heyrir er getur samsamað sig nátt- úm landsins. Þegar hann komst á Heiðina skipti hann um fas og svip, augun leiftmðu og bros lék um var- ir, þetta hlýja og bjarta bros, sem náði til augna og allra andlitsdrátta, brosið, sem svo margir afkomendur hans hafa erft og er ættarfylgja. Hann sofnaði inn í vorið. Islenska vorið, norðlenska vorið, húnvetnska vorið, sem á í fómm sínum bæði hret og heiðríkju, hlýja vinda og harð- indi. Hann þekkti allar þess hliðar og hvernig þeim skyldi mætt með þeirri hagsýni og fyrirhyggju, sem kynslóðimar hafa erft og aukið við, hver fram af annarri. Hann kvaddi dalinn sinn og ástvini alla, leið inn í vomóttina, umvafinn ást og um- hyggju fjölskyldu og vina. Hann kvaddi sáttur, og mátti vera sáttur við lífshlaup sitt og það, sem hann skildi eftir. Engin óvild, engin sár- indi, einungis traust, þakklæti og hlýja frá samferðafólki á lífsins leið. Hún Ragna hans hefur nú tekið á móti honum á strönd sólarlandsins, þar sem ríkir eilíft vor og gleðin ein hefur völd. Nú fær ekkert framar aðskilið þau, nú verða þau aftur saman. Alltaf. Það kvöldar í dalnum, komið er sólarlag. Kyrrð færist yfir, nóttin tekur völdin. Lokið er vegferð og eftir vinnudag, verklaunum skilað, innheimt feijugjöldin. Friður nú ríkir, Qarri er sjúkdómsstríð fagnað er vini handan dauðamóðu. Ástvinum, sem hafa unnast langa tíð eiiífð nú skýlir, í vorsins landi góðu. Við Droplaug fæmm fjölskyldu Stefáns Þórarins Sigurðssonar inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim minninguna. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson. Móðurbróðir minn, Stefán á Steiná, er látinn í hárri elli, síðastur Steinársystkinanna. Stefán á Steiná var einstakur öðl- ingur, skapríkur vel en jafnframt ijúfmenni mikið, kappsfullur dugn- aðarforkur, alvörumaður með ríka kímnigáfu. Stefán bjó allan sinn búskap á Steiná, fyrst með foreldrum sínum, en síðan lengi með yngsta bróður sínum Jakobi Skafta er lést í maí 1991. Samvinna þeirra var einstök og eru umræður þeirra um viðfangs- efni komandi dags mér í bernsku- minni. Á umbyltingarárunum eftir stríð gengu þeir bræður í fylkingarbijósti í hvers kyns umbótum í húsakosti og jarðrækt. Þeir voru með fyrstu mönnum í tæknivæðingu þessa tíma og manna framsæknastir í öllum bú- skaparháttum. Þótt Jakob keypti Hól, næstu jörð og samtýnis, breyttu þeir í engu sínu verklagi. Þeir unnu flest saman sem fyrr, ræddu málin og gengu síðan til verka af sama kappi og elju sem fyrr. Síðan uxu börnin úr grasi og tóku smám saman við rekstrinum. Nú búa á þessum tveimur jörðum Sigurjón sonur Stefáns, Óskar dótt- ursonur hans Ólafsson svo og sonar- sonurinn Jakob Sigurjónsson og þeirra fjölskyldur. Halda þau uppi merki frumkvöðlanna með sömu reisn og myndarskap og búnast vel. Ég var lengi í sveit hjá Stefáni frænda og Ragnheiði konu hans, Ijúfri og hógværri sæmdarkonu. Bernskuminningarnar frá Steiná eru mér afar dýrmætar, enda fékk ég þar einstaka skólun fyrir lífið. Gerðar voru miklar kröfur til manns, enda ætlast til að verki væri vel skilað. Ef svo fór ekki fékk ég að heyra það umbúðalaust, en jafn- framt skorti hvergi uppörvun né hól væri rétt og vel að verki staðið. Á Steiná lærði ég að vinna og að taka ábyrgð á því sem mér var falið. Tel ég að uppeldið á Steiná hafi nýst mér betur en flest annað á lífsleið- inni. Stefán á Steiná var einstakur áhugamaður um marga hluti. Tel ég að lífsviðhorf hans og áhugi á málum líðandi stundar hafi sannað mér end- anlega að látlaus heilaleikfimi sé best í glímunni við ellihrumleikann. Frændi hafði brennandi áhuga á búskapnum, hvort heldur var á eigin vegum eða í höndum afkomendanna. En Stefán hafði einnig lifandi áhuga á hvers kyns þjóðmálum. Hann naut þess að hafa gesti til að spjalla við um landsins gagn og nauðsynjar. Hann var óforbetran- legur framsóknarmaður og þótti gjarnan kommarnir, kratarnir og íhaldið óttalegur vonarpeningur og flestir þeirra hálfgerðir gisinlerar. Hann naut þess að ræða pólitík dagsins og gat þá stundum verið meinstríðinn. Stefán frændi var líklega það sem nú kallast fréttafíkill. Hann fylgdist afar vel með þjóðmálum í blöðum, útvarpi og síðar sjónvarpi og mynd- aði sér skoðun á flestum hlutum og til að auka heiialeikfimina og storka enn frekar elli kerlingu gerðist hann á gamals aldri slíkur áhugamaður um íþróttir að með ólíkindum var. En með áhuga sínum á öllum þáttum mannlífsins tókst honum flestum betur að halda skerpu sinni óskertri til hinstu stundar. Áð kynnast slík- um manni, frá margra ára sumar- fóstri til alltof stopulla funda síðar, var mér ómetanleg reynsla. Minningin lifir um einstakan mann og góðan dreng. Far vel frændi og takk fyrir uppeldið. Við hjónin sendum afkomendum öllum og venslamönnum innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Hjartarson. Ég hitti Stefán bónda á Steiná fyrst fyrir 43 árum þegar ég kom þangað til sumardvalar. Þau sumur urðu níu talsins. Það var nefnilega svo gaman að fá að vera í sveit á Steiná hjá Stefáni bónda og hans góðu eiginkonu, Ragnheiði Jónsdóttur, sem lést fyrir fáum árum. Eftir á að hyggja man ég ekki annað en það hafi oftast ver- ið fallegt veður og alltaf skemmti- legt þau sumur sem ég dvaldi þar. Kaupstaðardrengurinn ungi var fyrst kannski ofurlítið feiminn við þennan snarlega mann sem stund- um lá dálítið hátt rómur þegar reka þurfti fé í rétt eða bjarga heyi undan rigningu. Þá fór ekkert á milli mála að fólk átti að flýta sér. En þessi öndvegismaður sá til þess að sú tilfinning hvarf fljótt. Gæskan og glettnin sem skein úr andliti hans sá um það. Ef Stefáni fannst drengurinn eitt- hvað alvörugefinn þá var honum sögð eins og ein ýkjusaga, strítt góð- látlega eða gefið í nefið. Þannig hvarf feimnin fljótt. Á Steiná var búið góðu búi og hjá þessu myndarfólki var alveg ein- stakur heimilisbragm-. Þar ríkti glaðværð og góðvild. Sem ungum dreng eru mér í fersku minni sam- ræðustundirnar í eldhúsinu á kvöld- in. Þar sátu allir saman, ungir sem aldnir, drukku kaffi, spjölluðu um alla heima og geima, hlógu og skemmtu sér fram á kvöldið. Mál- tækið maður er manns gaman átti svo sannarlega við um þær kvöld- vökur. Þama voru allir með í sam- ræðunum, ekkert kynslóðabil og Stefán bóndi í essinu sínu, glaður og reifur. Á Steiná þótti sjálfsagt að börnin tækju þátt í því sem fram fór á heim- ilinu, bæði í leik og starfi. Ég lærði að vinna hjá Stefáni bónda, en þess var vel gætt að starfíð hæfði aldri mínum og þroska. Vinnan á Steiná varð aldrei að þrúgandi og leiðinlegu skyldustarfi, heldur var hún unnin vegna þess að það þurfti að vinna eitthvert nauðsynlegt verk og það var gert með glöðu geði. En fólkið á Steiná kunni líka að taka sér frí, m.a. farið í útreiðartúra, í berjamó og til veiða. Mér eru minnisstæðar veiðiferðir fram á Eyvindarstaðaheiði með Stefáni og Dadda bróður hans. Þá var flakkað milli ánna og vatnanna og stundum lítið sofið. Það var ógleymanlegt fyrir ungan dreng að fá að vera með þeim bræðrum í þess- um ferðum, heyra frásagnir þeirra og skynja einlæga gleði þeirra og næma tilfinningu fyrir öræfunum og náttúrunni. Og ekki eru mörg ár síð- an við Stefán fórum ásamt fjöl- skyldu minni fram í Bugavatn til veiða. Hann veiddi manna mest, yngdist um 50 ár og lék við hvem sinn fingur. Hann var ekki eins glaður nokkr- um árum áður þegar við fórum fram eftir, sáum vatni veitt yfir Galtar- árflóann og verða að uppistöðulóni fyrir Blönduvirlqun. Þar fannst Stefáni illa farið með gott land. Það var alltaf jafn gaman að hitta Stefán á Steiná. Hann var mjög bamgóður og tók á móti sonum mín- um og öðmm bömum með þeirri hlýju og glettni sem honum var svo eiginleg. Og þótt aldurinn færðist yfir var hann enn til í að ærslast svolítið með þeim og tuskast jafnvel við strákana. Það var engin furða að börn hændust að honum. Stefán var greindur og fróður maður sem fylgdist alla tíð grannt með atburðum líðandi stundar. Og ekki bara það. Hann hafði skoðanir á því sem var að gerast hjá landi og þjóð og hafði unun af að ræða þjóð- mál við gesti sína. Ég hitti Stefán síðast nú í byrjun apríl og við ræddum saman góða stund. Hann vissi þá að hann átti skammt eftir ólifað en ræddi þá staðreynd blátt áfram, í einlægni og óttalaust. Stefán varð aldrei gamall maður í mínum huga þótt árin væra orðin mörg. Hann var jákvæður í anda, sí- ungur í hugsun og glaður í lund. Hann hélt andlegri reisn sinni og heilsteyptri hugsun alla tíð. Stefán bjó á Steiná allt sitt líf og var við góða heilsu vel fram á þetta ár. Hann átti því láni að fagna að sjá börn sín og barnaböm taka við búi eftir sig, fylgjast með og taka þátt í lífí og starfi þeirra og fjölskyldna þeirra. Ég þakka Stefáni kærlega fyrir uppeldið, góðmennskuna og skemmtunina. Ég mun sakna hans næst þegar ég heimsæki afkomend- ur hans, fólkið á Steiná. Þar og í þeim lifir þessi öðlings- maður um ókomin ár. Ég sendi bömum Stefáns og aðst- andendum öllum samúðarkveðjur. Villyálmur H. Vilhjálmsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.