Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fyrsti aðalfundur verkalýðsfélagsins Einingar - Iðju Fjárhagsleg afkoma lakari en vonast var til FJÁRHAGSLEG afkoma verka- lýðsfélagsins Einingar-Iðju á síðasta ári var lakari en vonast hafði verið eftir. Tæplega 6,5 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi félags- ins en vegna mikilla endurbóta á or- lofshúsum félagsins, sem allar eru gjaldfærðar á árinu, samtals að upp- hæð 21,7 milljónir króna, varð 20,7 milljóna króna halli á orlofssjóði. Petta kom fram á fyrsta aðalfundi Einingar-Iðju í vikunni en sem kunnugt er var félagið stofnað fyrir ári við sameiningu Verkalýðsfélags- ins Einingar og Iðju, félags verksm- iðjufólks á Akureyri og nágrenni. Eining-Iðja er þriðja stærsta stétt- arfélag landsins og það langstærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Aðalfé- lagar eru nú 4.596 og aukafélagar 652, samtals 5.248. Er það fækkun um 306 milli ára. Björn Snæbjömsson, formaður Einingar-Iðju, sagði að síðasta ár hefði verið félaginu dýrt að ýmsu leyti. Þótt sameining félaganna hefði gengið vel, þá kostaði hún engu að síður töluverða fjármuni og þótt fjárhagslegur ábati yrði af samein- ingunni til lengrí tíma litið væri hann ekki farinn að koma fram í reikningum síðasta árs. Bjöm sagði að undirbúningur kjarasamninga og kjarasamningaviðræður hefðu líka kostað sitt, sem og endurbætur á Al- þýðuhúsinu. Félagsgjöld hækkuð Stjórn félagsins hefur nú ráðist í ákveðnar aðgerðir sem eiga að snúa þessu við en þó er ljóst að yfirstand- andi ár getur einnig orðið kostnað- arsamt. Síðasta ár einkenndist af því hversu marga fundi félagið hélt og þar bar hæst undirbúning kjara- samningaviðræðna. Sagði Björn að félagið hefði aldrei staðið jafn vel að þeim málum. Niðurstöður samninga hefðu hins vegar þurft að vera betri. Tap félagssjóðs jókst einnig nokk- ------------------------;-------- uð á milli ára, úr 6,3 milljónum króna í 10 milljónir króna. Hins veg- ar jókst hagnaður vinnudeilusjóðs og var 6,3 milljónir króna á árinu. Fræðslusjóður skilaði einnig nokkr- um hagnaði. Rekstur sjúkrasjóðs var áfram lítillega neikvæður en greiðslur dagpeninga úr sjóðnum, sem vega langþyngst í rekstri hans, námu rúmum 25 milljónum króna á árinu. Á aðalfundi félagsins var sam- þykkt að hækka félagsgjald í 1,3% og er tilgangur þess tvíþættur. Ann- ars vegar er ákvæði í síðustu samn- ingum um hærra framlag í starfs- menntasjóð og hins vegar er verið að hækka framlög í vinnudeilusjóð, úr 0,1% og í 0,25%. Markmiðið er að tvöfalda vinnudeilasjóðinn á samn- ingstímanum en hann er nú um 60 milljónir króna. Stjóm félagsins, þ.e. formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, var öll endurkjörin á aðalfundinum. Morgunblaðið/Kristj án Harður árekstur á Akureyrí Fjónr fluttir FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ákureyri eftir mjög harðan árekstur tveggja fólksbfla á gatnamótum Smárahlíðar og Skarðshlíðar skömmu eftir há- degi í gær. Höggið var svo mikið að annar bfllinn valt á hliðina og þurfti að nota tækjaklippur Slökkviliðs Akureyrar á sjúkrahús til þess að ná ökumanni bflsins út. Tvennt var í hvorum bfl og voru allir fluttir á slysadeild FSA. Annar far- þeginn fékk að fara heim að lokinni skoðun en hinir þrír sem í slysinu lentu voru áfram til skoðunar á slysadeildinni. Auk lögreglu og tækjabfls slökkviliðsins komu þrír sjúkrabflar á slysstað. /------------------------- VSÓ RÁÐGJÖF A K U R E Y R 1 ehf KAUPANGi SÍMI: 460 4404 FAX: 460 4401 VSÓ Ráðgjöf Akureyri óskar eftir tækni- eða viðskiptamenntuðum starfsmönnum á sviði rekstrarráðgjafar til starfa á Akureyri. Leitað er eftir jákvæðum og sjálfstæðum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að ferðast innanlands og erlendis. VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. er ungt ráðgjafarfélag á Norðurlandi í samstarfi við leiðandi ráðgjafar- fyrirtæki á íslandi. Félagið býður ráðgjöf á sviði rekstrar, gæða- og umhverfisstjórnunar og þjónustu við sveitarfélög. Umsóknir sendist: VSÓ Ráðgjöf Akureyri, Kaupangi v. Mýrarveg, 600 Akureyri. Vinsamlegast merkið umsóknir „Ráðgjafi" og látið ferilskrá fylgja. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. __________________________________________________J Yallakirkja vígð Dalvík. Morgfiinblaðið. VALLAKIRKJA verður vígð þann 28.maí næstkomandi kl. 14. Biskup íslands herra Karl Sigurbjörnssson vígir kirkjuna. Sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, sóknarprestur og Sr. Jón Helgi Þórarinsson fyrrverandi sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli þjónavið altarisgönguna. Viðstaddir verða nokkrir núver- andi og fyrrverandi prestar sem búa í Eyjafjarðarprófastsdæmi, svo og Prófastur Eyjafjarðarprófastsdæm- is sr. Hannes Örn Blandon. Samkór Svarfdæla syngur við athöfnina, und- ir stjórn Rósu Kristínar Baldursdótt- ur organista og söngstjóra. Einnig munu nokkur börn úr Húsabakka- kórnum Góðir hálsar syngja við at- höfnina. Kaffisamsæti verður eftir vígsluna að Rimum í Svarfaðardal. Sóknamefnd Vallakirkju vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem á einhvern hátt hafa stutt endur- byggingu kirkjunnar. ---------------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fermingar- messa í Akureyrarkirkju kl. 10.30 í dag, laugardag. Kvöldmessa í kirkjunni kl. 20.30 á morgun, sunnu- dag. Taize-tónlist. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Sjálfsstyrk- ingarnámskeiðið „Konur eru konum bestar" verður haldið í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju á mánudag, 29. maí og miðvikudaginn 31. maí, kl. 20 bæði kvöldin. Leiðbein- andi er Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Skráning fyrir hádegi í Akureyrar- kirkju, þátttökugjald er 3000 krónur. GLERARKIRKJA: Fermingarmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju á morgun, sunnudag kl. 14. HJALPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld, sunnu- dagskvöld. HRÍSEYJARKIRKJA: Aðalsafnað- arfundur Hríseyjarsóknar verður haldinn í Hríseyjarkirkju á mánu- dag, 29. maí kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, umræður um viðbygginguna við kirkjuna og önnur mál. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund verður kl. 20 í kvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar verður kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs íyrir alla aldurshópa. G. Theodór Birgisson predikar. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Vakningarsamkoma þar sem Ester Jakobsen og Vörður L. Traustason predika hefst kl. 16.30. Fyrirbæna- þjónusta og bamapössun. Morgunblaðið/Kristján Ráðherra opinberrar þjónustu og landnotkunar á Nýfundnalandi, Ern- est McLean, sem staddur var á Akureyri í vikunni ásamt Beaton Tulk, ráðherra byggðamála, og föruneyti gaf sér tíma til að skreppa í golf á Jaðarsvelli. Með honum spiluðu helstu sfjörnur GA, þeir Ómar Halldórsson og Sigurpáll Geir Sveinsson. Golfklúbbur Akureyrar Metþátttaka í Arctic-golf- mótinu ARCTIC-OPEN alþjóðlega miðnæt- urgolfmótið verður haldið á Jaðars- velli á Akureyri dagana 21.-24. júní í sumar. Rúmlega 200 keppendur munu mæta til leiks að þessu sinni, eða fleiri en nokkru sinrii f 14 ára sögu mótsins. Að vanda koma kepp- endur víða að úr heiminum en flestir erlendu kylfingamar koma frá Bandaríkjunum og Danmörku. Einnig koma á mótið kylfingar frá Japan, Sviþjóð, Bretlandi, Spáni og Þýskalandi. Kolbeinn Sigurbjömsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyr- ar, sagði að á milli 180 og 190 kylf- ingar hefðu þegar skráð sigtil leiks en hægt yrði að ræsa út 208 kylfinga í mótið. „Við treystum okkur ekki til að taka á móti nema 180 keppendum á síðasta ári en þá var í fyrsta skipti biðlisti á mótið. Með örlítið breyttu fyrirkomulagi í ár treystum við okk- ur til að taka á móti 208 keppendum. Við munum örugglega fylla þá tölu og ég er jafnframt handviss um að það verður einnig biðlisti í ár,“ sagði Kolbeinn. General Motors styrktaraðili mótsins Að þessu sinni er mótið í fyrsta sinn eyrnamerkt sérstökum styrkt- araðila en aðalstyrktaraðilinn í sum- ar er bandaríski bílaframleiðandinn General Motors. Kolbeinn sagði að sl. vetur hafi verið gerður samning- ur við fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig m.a. í auglýsingum og leit, að styrktaraðilum, um að það tæki að sér að fínna stórfyrirtæki sem vildi koma inn í þetta al- þjóðamót með GA. Ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til, enda risafyrirtækið General Motors eitt af þekktari fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Kolbeinn sagði að þótt ekki lægi endanlega ljóst fyrir hvað út úr sam- starfinu kemur, væru miklar vonir bundnar við samstarfið og að það yrði mótinu og klúbbnum til fram- dráttar. „Þeir eru alla vega sann- færðir um að á næsta ári þurfum við að ræsa út í mótið að minnsta kosti 300 manns og það gæti orðið hand- leggur.“ Völlurinn aldrei komið betur undan vetri Golfvöllurinn að Jaðri er orðinn sumargrænn og fallegur að sögn Kolbeins „og hér segja langelstu menn klúbbsins að völlurinn hafi aldrei komið jafnvel undan vetri. GA mun því geta boðið upp á gæðavöll í sumar en þar fer einmitt Landsmót- ið í golfi fram í ágúst. Stöðugt er unnið endurbótum á félagssvæði GA og t.d. hefur nýr par 3 æfingavöllur verið tekin í notkun á svæðinu, þannig að bæði nýliðar og aðrir eru þar komnir með mjög góða æfingaaðstöðu.Við teljum að þeir séu mjög margir sem aldrei hafi prófað að spila golf en langi til þess. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á golfkynningu á miðvikudögum kl. 18, þar sem fólki gefst kostur á að kynnast íþróttinni, halda á kylfunni og slá nokkra bolta, fyrir aðeins 500 krónur. Og ég hef haldið því fram að þetta hljóti að vera skemmtilegasta íþrótt sem til er enda ekki til jafn margir brandarar um nokkra aðra íþrótt,“ sagði Kolbeinn. Utskriftar- sýning HALLA Gunnlaugsdóttir held- ur útskriftarsýningu frá Mynd- listarskóla Arnar Inga í Kletta- gerði 6 nú um helgina. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 og stendur til kl. 18. Opið verður á sama tíma á morgun, sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.