Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Grettir Jónsson frá Bakkaflugvelli, Bjarni Sighvatsson, Vestmanneyja- flugvelli, Einar Jónsson, flugumferðarstjóri á Bakkaflugvelli, Kjartan Sigurðsson frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli og Jóhann I. Guð- mundsson, flugvallarstjóri Vestmannaeyjaflugvallar, voru viðstaddir brunaaefinguna. Brunaæfing á flug- vellinum Vestmannaeyjum - Þegar Morgun- blaðsmenn voru á ferð við flugvöll- inn í Vestmannaeyjum rákust þeir á starfsmenn Vestmannaeyjaflug- vallar og starfsmenn frá Bakka- flugvelli í Landeyjum þar sem þeir voru æfðir í meðferð slökkvitækja í Eyjum og slökkvibifreiða vallanna. Kveikt var í tveimur bflum og starfsmenn- irnir æfðir í því að ráða niðurlögum elds í þeim, æfingin tókst vel og er hluti af stöðugri þjálfun starfs- manna flugmálastjórnar við réttum viðbrögðum á hættustund. Vortónleikar í Þórshafnarkirkju Þórshöfn - Vortónleikar Tónlistar- skólans á Þórshöfn voru að þessu sinni haldnir í hinni nýju Þórshafn- arkirkju í fyrsta sinn. Sóknar- presturinn, Sveinbjörn Bjarnason, lýsti ánægju sinni yfir því og sagði meðal annars að fátt ætti betur við á þessu ári kristnihátíðar en að fá börn og unglinga með söng og tón- list inn í kirkjuna. Um tuttugu nemendur stunduðu nám við tónlistarskólann á vorönn og lærðu á ýmis hljóðfæri, einnig stunduðu nokkrir söngnám. Kenn- ari er Aleksandra Pitak frá Póll- andi en hún hefur verið á Þórshöfn í fjögur ár. Hún er nú á förum frá Þórshöfn eftir farsælt starf og þykir að henni mikill missir enda hefur hún unnið frábært starf þessi fjögur ár, svo sem tónleik- arnir bera vitni um. Einnig hefur hún þjálfað kirkjukórinn og sam- kórinn. Áheyrendur voru á einu máli um að tónleikarnir hefðu verið vönduð og góð skemmtun og ekki spillti fallegt umhverfi og góður hljómburður í kirkjunni. Skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans er Ásgrímur Ang- antýsson og upplýsti hann að búið væri að ráða tónlistarkennara í stað Aleksöndru svo uppbygging tónlistarlífs á Þórshöfn heldur áfram. Fyrirhugað er að starfsemi tónlistarskólans flytji í stærra hús- næði á næsta starfsári og verði í næsta húsi við grunnskólann, þ.e. í þeim hluta félagsheimilisins sem áður voru skrifstofur sveitarfélags- ins. Það mun bæta aðstöðuna og hlúa enn fremur að tónlistarstarf- semi í grunnskólanum. Vaknandi tónlistaráhugi er í grunnskólanum en auk Aleksöndru hafa skólastjórahjónin Ásgrímur og Berglind Magnúsdóttir komið með gott innlegg í tónlistarlífið yfir veturinn en þau eru bæði mikið músíkfólk. Á árshátíð grunnskól- ans settu þau upp með nemendun- um atriði úr söngleiknum Gaura- gangur en það heppnaðist sérlega vel og var verkefni sem krakkarnir höfðu mjög gaman af, svo ekki sé talað um áheyrendur. Ágætar horfur eru í kennara- málum á næsta skólaári í grunn- skólanum á Þórshöfn þótt ekki sé búið að fullmanna endanlega í kennarastöður. Þar vegur þungt að skólastjórahjónin Asgrímur og Berglind hafa ráðið sig áfram næsta vetur og er það styrkur fyrir skólann. Mikill mannauður er fólg- inn í ungu og hæfileikaríku fólki og gildir það ekki hvað síst á lands- byggðinni því í fámenninu verður vægi hvers einstaklings mikið. r j i jd’ - . jf F /v- mff 'ÆShBBí &m . V j 1 ymm IV sÆ ILai Morgunblaðið/Silli Útskriftarárgangur Framhaldsskólans á Húsavík. Skólaslit Framhalds- skólans á Húsavík Húsavík - Skólaslit og brautskráning nemenda frá Framhaldsskólanum á Húsavík fóru fram í Húsavíkur- kirkju laugardaginn 20. maí. Fjöl- Kóramót eldri borgara á Selfossi Selfossi - Fimm kórar eldri borgara af suðvesturhorni landsins halda tónleika í sam- komusal Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi laugardaginn 27. maí klukkan 16. Aðgangs- eyrir er kr 1000. Kóramir sem koma fram eru Gafiarakóririn í Hafnarfírði, Vorboðar í Mosfellsbæ, Eldey á Suðumesjúm, Samkórinn Hljómur frá , Akranesi og Hörpukórinn í Árborg. Kórarnir syngja hver fyrir sig og síðan allir saman og að venju er efnisskráin fjölbreytt hjá þessum kórum. Kórarnir hvetja Sunnlendinga til að koma til þessara tónleika. menni var við athöfnina sem var hin hátíðlegasta. 35 nemendur vom brautskráðir, þar af 28 stúdentar, tveir af verknámsbraut, 2 af iðn- braut vélsmíði og 3 með verslunar- próf. Skólameistari, Guðmundur Birkir Þorkelsson, kom víða við í ræðu sinni og lagði m.a. út af hinum tíðu veðra- brigðum sem minna okkur á breyt- ingamar sem mannlífið tekur næst- um dag hvem og spurði hvort þessar breytingar væru ekki nauðsynlegur aflvaki framfara. Gunnar Baldurs- son aðstoðarskólameistari flutti ann- ál skólastarfsins, Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri stjómaði útskriftarathöfn og verðlaunaveit- ingu og Aðalgeir Þorgrímsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd út- skriftamema. Við athöfnina söng Margot Kees við undirleik Valmars Valjouts en þau era bæði búsett í Þingeyjarsýslu. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Sigurveig Gunnarsdóttir frá Húsavík sem var á náttúrufræði- braut og var meðaleinkunn hennar 9,22. Hún fékk fern verðlaun fyrir frábæran námsárangur á náttúraf- ræðibraut frá Landvist ehf., í stærð- fræði og eðlisfræði frá Tækniþingi hf., í efnafræði frá Efnafræðifélagi íslands og í þýsku frá þýska sendi- ráðinu. Aðrir sem hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur voru Krist- ín Sigríður Pétursdóttir í íslensku frá Máli og menningu og í þýsku frá þýska sendiráðinu, Rannveig Guð- mundsdóttir í frönsku frá Islands- banka á Húsavík, Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir í samfélagsgreinum frá Pricewaterhouse Coopers hf. og í dönsku frá danska sendiráðinu, Að- algeir Þorgrímsson í eðlisfræði og tölvufræði frá E.G. Jónassyni ehf., Magnús Halldórsson og Kristinn Haukur Guðnason fyrir félagsstörf frá Tómstundanefnd Húsavíkur, Jóna Árný Sigurðardóttir í ensku frá Skipaafgreiðslu Húsavíkur, Stein- grímur Gunnarsson í stærðfræði og raungreinum frá Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar, Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir í samfélagsgreinum frá Landsbanka íslands hf. og Unn- ur Guðjónsdóttir frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna. Alls hafa 370 nemendur útskrifast írá Framhaldsskólanum á þeim þrettán áram sem skólinn hefur starfað. Þar af era 184 stúdentar, 62 á iðnbrautum og 124 í öðram starfs- námsbrautum. Blómlegt íþróttalíf á Héraði Djúpavogi - Það má segja að eitt af því sem íbúar á Austur-Héraði geta státað af sé bldmlegt íþrótta- líf. Enda var líf og fjör þegar fé- lagar í íþróttafélaginu Hetti héldu árlegan „Hattardag" í íþróttahús- inu á Egilsstöðum, þar sem farið var yfir helstu viðburði síðasta árs. Valdir voru íþróttamenn fé- lagsins fyrir árið 1999. Hlutu eftirtaldir titlana; Hildur Evlalía Unnarsdóttir, frjáls- íþróttamaður Hattar, Erna Frið- riksdóttir, sundmaður Hattar, Val- dís Lilja Andrésdóttir, fimleikamaður Hattar, Stefán Þór Eyjólfsson, knattspyrnumaður Hattar, Margrét Rán Helgadóttir, skíðamaður Hattar og Þorbjörn Björnsson, körfuknattleiksmaður Hattar. Að sjálfsögðu sýndu íþrótta- Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir Iþróttamenn sýndu gestum lítil- lega hvað í þeim bjó, meðal ann- ars með fimleikasýningu, fót- bolta, skotkeppni í körfubolta og svo var farið í létta leiki. mennirnir gestum lítillega hvað í þeim bjó, meðal annars með fim- leikasýningu, fótbolta, skotkeppni í körfubolta auk þess sem farið var í létta leiki þar sem áhorfend- ur fengu að spreyta sig. Að lokum var fólki boðið í sund eftir ánægjulegan dag. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hjúkrunarfræðingar frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mæla blóðþrýsing á fólki við verslun Sparkaups. Heilsudag'ur í Fjarðabyggð Neskaupstað - Að undanförnu hafa staðið yfir heilsudagar í Fjarða- byggð. Umhverfismálanefnd Fjarða- byggðar stendur fyi-ir þeim í sam- starfi við „Staðardagskrá 21“ ásamt félagasamtökum, stofnunum og fyr- irtækjum. Markmiðið með heilsudög- unum er meðal annars að gera íbúana meðvitaðri um umhverfi sitt og að hvetja þá til bættrar heilsu með meiri og markvissari hreyfingu. Meðal þess sem í boði verður á heilsudögunum er að ókeypis verður í sundlaugamar á vissum dögum, veit- ingastaðir bjóða afslátt á heilsusam- legum réttum, ókeypis tilsögn verður í golfi, farið verður í gönguferðir með Ferðafélagi fjarðarmanna og hesta- menn kynna starfsemi sína. Heilsu- gæslustöðvar og verslanir á svæðinu bjóða uppá ókeypis blóðþrýstings- mælingar og létt þrekpróf, starfs- menn garðyrkjudeildar og gámavalla ræða við íbúa um klippingu trjáa og runna og flokkun á úrgangi, verkefn- isstjóri Bamaheilla mun flytja erindi um kynferðisofbeldi gagnvart böm- um og leiðir til að spoma við því og fulltrúar SÁÁ flytja fyrirlestur íyrir íþróttaþjálfara og flokkstjóra vinnu- skóla. Þess má geta að á heilsudögum var haldinn fyrsti borgarafundurinn í Fjarðabyggð. Þar var fjallað um „Staðadagskrá 21“ og umræðuefnið var; Hvemig viljum við hafa sveitar- félagið okkar? Fundurinn var fjöl- sóttur. Heilsudagarnir, sem hófust 25. apríl, munu standa fram eftir sumri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.