Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 70
- ,70 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Smáfólk I THINK I LL 6ET ON IT( ANP 60 TO ANOTHER 5TATE, ANP LIVE INTHE W00P5 ANP EAT BERR.IE5Í Er þetta skóla- Nei, þetta er bara bfllinn sem venjulegnr strætd. kemur þarna. Ég held fari með honum, til annars ríkis, lifí í skdginum og borði ber. Ertu enn og aftur í vandræðum með tugabrotin, ha? BRÉF ITL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Athugasemd til varnar síðasta bænum í dalnum Frá Jóni Grétari Hafsteinssyni: NÚ STENDUR til að brjóta niður eitt af síðustu nýbýlunum svoköll- uðu, þ.e. Hjarðarholt (Skógarhlíð 12), steinhús byggt 1928 af Wilhelm Bemhöft bakara. Nýbýlin voru byggð um og eftir áramótin 1900 og sáu Reykvíkingum fyrir landbúnað- arvörum í áratugi. Einungis fimm eru eftir: Eskihlíð, Háteigur, Hjarð- arholt, Hlíðarendi og Þóroddsstaðir. Aðeins elsti hluti Eskihlíðar er frið- aður. Árbæjarsafn hefur lagt til að öll húsin verði friðuð. Hjarðarholt hefur sérstöðu að því leyti að það stendur eitt á tiltölulega stórri lóð eða hátt í 8000 m2. Til stendur að reisa á lóðinni sex hæða skrifstofu- byggingu og var breyting á deili- skipulagi (illa) auglýst síðasta haust. Fjölmargar athugasemdir bárust og í kjölfarið var húsið fært til um þrjá metra og lækkað um eina hæð að hluta. Nú virðist eiga að hefja fram- kvæmdir án frekari auglýsingar. Undirritaður mótmælir harðlega þeirri stefnu borgaryfirvalda að láta gömul hús sífellt víkja fyrir nýjum. Það virðist ekki skipta máli hverjir ráða borginni, herferðin gegn menn- ingarsögu okkar heldur áfram. Hins vegar dáumst við gjaman að því ef við sjáum ræktarsemi við gömul hús erlendis. Islenskir ferðamenn í Fær- eyjum mega vart vatni halda af hrifningu yfir öllum gömlu húsunum. En þannig útkjálkastíll hæfir víst ekki í höfuðborg íslands; hér ríkir gróðahyggjan. Það er fleira menning en það sem fram fer í listahöllunum. Verk- og þjóðmenning er ein tegund menn- ingar. Komið hefur fram hugmynd um að gera Hjarðarholt að verk- og þjóðmenningargarði þar sem fólk byggi og starfaði við handverk og listir. Verkstæði sem byggðu á forn- um aðferðum væru þar starfrækt s.s. eldsmíði, bátasmíði, glerblástur, leirkeragerð og fleira. Veitingastað- ur með fornar matreiðsluaðferðir, baðstofa, leiksýningar og tónleikir. Tengja má staðinn menntakerfinu með starfskynningu og námskeiðum. íbúar hússins ásamt vinum þess og velunnurum sóttu um styrk í sjóði menningarborganna til undirbún- ings þessarar hugmyndar en var synjað. Hjarðarholt er að mörgu leiti vel í sveit sett fyrir svona starfsemi. Mikil umferð hjólandi og gangandi fólks er framhjá húsinu og þar af margir ferðamenn. Þá er húsið mjög miðsvæðis í borginni og jafnlangt að sjó hvort sem er í suður eða norður. Fyrir þá sem hafa áhuga á rúmfræði þá mynda býlin Eskihlíð, Hjarðar- holt og Þóroddsstaðir nokkurn veg- inn jafnarma þríhyrning. Undirritaður mótmælir sérstak- lega því menningarsögulega slysi sem niðurrif Hjarðarholts er og telur skynsamlegt að friða það og færa í upprunalegt horf. Fáir draga nú í efa réttmæti þeirrar ákvörðunar að gera upp Bernhöftstorfuna en vert er að muna að margir töldu þessi hús einskis virði. JÓN GRÉTAR HAFSTEINSSON, Hjarðhyltingur, Skógarhlíð 12, Reykjavík Hvar stendur Magrnís í dag? Grétar Amazeen ogJens Þórðar- son skrifa: ÞETTA bréf er ætlað sem svar við bréfi Magnúsar Guðmundssonar, um samkynhneigt fólk, sem birt var þann 20. maí síðastliðinn.Við vonum að Magnús vakni og átti sig á því hvar hann stendur í dag. Það er ekki nóg að eiga Hreint land, Fagurt land ef menn eins og hann ætla að óhreinka það með ósæmilegum munnsöfnuði og fom- eskjulegum hugsunarhætti. Árið 2000 er gengið í garð og ber Magnúsi, sem öðrum, að átta sig á því að við lifum á tímum írelsis og félagslegs jafnréttis. í bréfi sínu líkir Magnús samkyn- hneigð við marga af alvarlegustu glæpum sem framdir eru í dag jafnvel þó að hann viti mæta vel að samkyn- hneigð er ekki glæpur. Þangað til að Magnús getur sýnt íram á að sam- kynhneigðir fremji fleiri alvarlega glæpi en gagnkynhneigðir hefur hann engan rétt til að líkja þessu saman. Magnús gagnrýnir einnig það að í „menningarborg" þrífist slíkur „saur- lifnaður" sem hann telur samkyn- hneigð vera, en í nútímanum er mjög eðlilegt að samkynhneigð fái að þríf- ast samhliða gagnkynhneigð. Þjóðfé- lagið hefur þróast í átt til jafnréttis milli kynja og kynhneigða og við verð- um að fylgja þeirri þróun. Við vitum ekki um Magnús, en okkur þykir mun stærri glæpur að ala böm upp í hatri gagnvart náunganum, „sem guð skapaði", heldur en það eitt að vera samkynhneigður. Ef Magnús ætlar að nota Biblíuna sem sína lögbók, er þá ekki rétt að benda honum á að í henni stendur að menn eigi að elska náungann, að allir menn séu skapaðir jafnir og að menn eigi ekki að fordæma aðra? Kannski man hann bara eftir þeim köflum sem þjóna hans hatursfulla málstað. Alþingi Islendinga hefur nýlega fjallað um stjúpættleiðingar samkyn- hneigðra og þykir okkur það lofsvert að yfírgnæfandi meirihluti þing- manna okkar skuli ekki vera það aft- urhaldssinnaður að leggjast gegn slíkri tillögu. Við ætlum okkur ekki að leiða ykk- ur í bæn, en þó viljum við biðja Magn- ús og aðra með sama hugsunarhátt að endurskoða afstöðu sína í takt við nýja og breytta tíma ef þeir vilja leita lausnar sinnar til guðs síns. Hér látum við staðar numið og von- um að Magnús gefi sér tíma til að hugleiða mál sitt betur áður en hann skrifar næst í blað allra landsmanna. GRÉTAR AMAZEEN, Krummahólum 8 og JENS ÞÓRÐARSON, Hellulandi 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.