Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 76
76 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Það tókst! TÖNLEIKAR It o r g a r 1 e i k h ú s i ð DÚNDURFRÉTTIR „ÞÚ KEMST ekki mikið nær því,“ sagði glöggur kunningi minn að loknum fyrri tónleikum Dúndur- frétta í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum vikum. Ég heyrði raunar varla hvað hann sagði, slíkt var suðið sem kraftmiklir tónar meist- araverks Pink Floyd, Dai’k Side of the Moon, skildu eftir sig í hlustun- um. En ég var sammála, og greip fegins hendi tækifæri til að sjá Dúndurfréttir endurtaka leikinn í vikunni sem leið. Það hlýtur að hafa verið ærið umhugsunarefni fyrir sveitina hvort það væri áhættunnar virði að flytja þetta merka verk á „alvöru" sviði. Piltarnir hafa að vísu um nokkurra ára skeið flutt þessi lög og fleiri við góðan orðstír á tónlist- arknæpunni Gauknum. En þar er andrúmsloftið allt annað og gestir ekki eins kröfuharðir og þeir sem sitja í tónleikasal. Hættan á að misbjóða dyggum unnendum tónl- -Nstarinnar eykst eftir því sem fleiri sitja spakir og allsgáðir og leggja grannt við hlustir. Eg er ekki viss um að Pink Floyd myndu sjálfír treysta sér til að flytja verkið skammlaust fjórir. Ég var þess vegna talsvert taugaveiklaður fyrir hönd sveitar- innar þegar fyrri tónleikarnir hóf- ust. Og hvorki ég né aðrir tónleika- gestir vissum hvernig við áttum að bregðast við þegar hún steig á svið (þetta eru sannarlega engar stór- stjörnur), lófatakið hófst svona ’smám saman og með hálfgerðum semingi. Dúndurfréttir létu sér hins vegar hvergi bregða og sinntu spilamennskunni af öryggi þannig að áhorfendur hrifust með undir eins. Svipaða sögu er að segja af síðari tónleikunum, en um frávikin get ég eins og tilefni er tíl. Fyrri hluti tónleikanna var í hálfrafmögnuðum stíl og helgaður lögum Pink Floyd af öðrum plötum en Dark Side of the Moon; kassa- gítarar og tambúrína réðu för en rafmagnsgítar og orgel veittu hófstilltan stuðning þar sem það átti við. Sveitin fór fimum höndum um lög eins og „Hey You“, „Wish You Were Here“, „Nobody Home“ og „Goodbye Blue Sky“. Mér fannst henni takast einna best upp í laginu „Have a Cigar“, en það einkennist af þéttum takti sem tókst að koma til skila þrátt fyrir að engar væru trommurnai’. Þá kom það skemmtilega á óvart að heyra „Pigs on the Wing“ af Anim- als-plötunni og gítarleikarinn Ein- ar Þór Jóhannsson með sína djúpu rödd átti fullt erindi að hljóðnem- anum í „Mother“. Þeir Matthías Matthíasson og Pétur Örn Guð- mundsson sáu annars um sönginn og það vel, og unun var að fylgjast með Ingimundi Óskarssyni renna stoðum undir lögin með fimlega leiknum og frjálslegum bassalínum. Frávikin frá fyrri tónleikunum urðu öll í þessum hluta: Kassagítar var vanstilltur í upphafi sem trufl- aði aðeins flutning á „Hey You“ og líka einbeitingu þeirra tónleika- gesta sem tóku eftir því; sveitin virtist hafa náð sér á strik á ný þegar bagaleg feilnóta var slegin í „Pigs on the Wing“ og raddir virt- ust ögn óstyrkar í „Goodbye Cruel World“. Það læddist að mér sá grunur að eftir frábæra frammi- stöðu í fyrra sinnið hefði hljóm- sveitin ekki talið þörf á að halda sér við - hvað sem því líður heyrð- ust þarna óvæntir brestir, sem þó er ekki vist að allir hafi tekið eftir. En fyrri hluti tónleikanna fellur hvort eð er í skuggann af þeim síð- ari. Nú var Ólafur Hólm sestur til- búinn við trommusettið; hjartslátt- urinn sem markar upphafið að Dark Side magnaðist og þandi hljóðkerfið til hins ýtrasta; og loks brast kunnuglegur hljómur á með miklum þunga, drynjandi bassi og syngjandi ljúfur gítar, og marg- slunginn ljósabúnaðurinn hóf dans- inn. Salurinn tók andköf og fæstir gátu stillt sig um að klappa í hrifn- ingu. „Þú kemst ekki mikið nær því“ - orð að sönnu. Dúndurfréttir fóru létt og leikandi í gegnum lögin hvert af öðru. Allur hljóðfæraleik- ur til fyrirmyndar og söngurinn ör- uggur. Andrea Gylfadóttir, Guð- björg Magnúsdóttir og Regína Oskarsdóttir sinntu bakröddum af stakri prýði og tókst einkar vel upp í krefjandi einsöngsköflum „The Great Gig in the Sky“, sem jafnvel hjálparhellum Pink Éloyd sjálfra hefur í seinni tíð hætt til að hálf- klúðra. Jens Hansson þandi saxó- fón í „Money“ og „Us and Them“ af innlifun að vanda. Vekjaraklukk- um og peningaskrölti var vandlega blandað inn í tónlistina. Tölvugra- fík var varpað á vegginn á bak við hljómsveitina og jók enn á áhrifin. Mikil vinna hafði greinilega verið lögð í að sýna meistaraverkinu til- hlýðilegan sóma. Það tókst. Sú kvöð (óljúfa í þessu tilviki) hvílir þó á gagnrýnanda að geta þess sem hann hnýtur um. Það kann að hljóma undarlega og jafn- vel ósanngjarnt, en mér fannst flutningurinn helst til agaður, eink- um söngurinn. Vitanlega krefst svo flókið verk mikillar nákvæmni, Morgunblaðið/Kristinn Hljómsveitin Dúndurfréttir. Frá vinstri: Pétur Om Guðmunds- son, Ólafur Hólm, Ingimundur Óskarsson, Matthías Matthías- son og Einar Þór Jóhannsson. ekki síst þegar tveir eða fleiri syngja í einu (raunar hafa Pink Floyd sjálfir stundum kosið að njörva niður sönginn á sviði, til dæmis í „Comfortably Numb“), en mér fannst á stundum of mikill „söngleikjastíll“ yfir söngnum og hefði kosið hann óbeislaðri í lögum á borð við „Money“. Ef frá eru taldar bakraddirnar í „Great Gig ...“ fékk innlifunin nær eingöngu útrás í hljóðfæraleik og að minnsta kosti tvisvar sinnum neistaði svo frá sviðinu að mann langaði helst til að standa á fætur og hrópa í hrifningu: I fyiTa sinn í einleik- skafla Einars Þórs í „Any Colour You Like“ og svo aftur í upp- klappslaginu „Comfortably Numb“; þar átti Einar Þór enn stórleik og hreif félaga sína og allan salinn með sér langleiðina til tunglsins. Ég tek undir með öðrum tón- leikagestum, sem voru á einu máli um að Dúndurfréttir hefðu staðið sig stórkostlega. Einn taldi þetta jafnvel bestu rokktónleika sem hann hefði nokkru sinni sótt - í öllu falli hefði lagavalið aldrei verið betra. Ólafur Teitur Guðnason MYNDBOND Vannýttur meistari að verki MYRKRIÐ FELLUR (Darkness Falls) I) R A \1 \ ★★% Leikstjóri: Gerry Lively. Handrit: John Howlett, byggt á leikriti N.J. Crisp. Aðalhlutverk: Ray Winstone, Sherilyn Fenn. (94 mín.) Bretland 1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. RAY WINSTONE er framúr- skarandi breskur leikari sem hefur verið glæpsamlega vannýttur. I þeim hlutverkum sem honum hafa boðist hefur hann samt sýnt að þar fer ein- staklega fjölhæfur leikari sem getur skyggt á hvaða leikara sem er. Því til sönnunar nægir að nefna átakan- lega mynd Garys Oldman, en þar fer Winstone ham- förum í hlutverki eins alaumkunar- verðasta skítseiðis sem sést hefur á hvíta tjaldinu og skyggir þar á mót- leikkonu sína, Kathy Burke, sem sjálf er alls ekkert slor í myndinni. Hér endurtekur hann þann leik og skín svo skært að samleikararnir blikna allir með tölu, og myndin eig- inlega h'ka. Þetta er annars prýðilegt spennudrama, en nokkuð hægfara og ómarkvisst og einhvem veginn fulla- ugljóst að hér er byggt á sviðsverki. Ekki að slíkt sé almennt einhver synd en það er einkar vandmeðfarið því sviðsverkið hefur marga kosti framyfír kvikmyndina og öfugt. Eitt af því sem leikhúsið hefur framyfir bíóið er nálægðin við persónurnar, en þar liggur hundurinn einmitt graf- inn, því í þessari mynd er nálægðin einfaldlega ekki nógu mikil. Win- stone er aftur á móti algjör meistari. Skarphéðinn Guðmundsson DÁRKNHSS F A |_ L S Kanada og Geirfuglar fagna saman sumri Glaðloft á Gauknum I kvöld ætla hljómsveitirnar Kanada og Geirfuglarnir að fagna komu sumarsins á Gauki á Stöng. Ragnar Kjartansson og Halldór Gylfason voru þegar komnir í sum- arskapið þegar Birgir Örn Steinarsson hitti þá á kaffíhúsi í miðbænum. Morgunblaðið/Porkell „Sumarið er tíminn.“ Ragnar Kjartansson og Halldór Gylfason í sólskinsskapi. „EINU SINNI Skáti, ávallt Skáti“, þannig hljóðar máltækið sem sam- einar ungmennaanda allra þjóða. Það ætti ekki að vera erfitt að ímynda sér meðlimi hljómsveitanna Geirfuglarnir og Kanada sitjandi við varðeldinn að grilla sykurpúða, syngjandi „Kveikjum eld“ fram eft- ir kveldi. Það ríkir einhver skemmtilegur lífskraftur yfir báðum þessum hljómsveitum sem nú hafa ákveðið að sameina krafta sína og leika saman á fagnaðarhátíð vegna til- komu sumarsins á veitingahúsinu Gaukur á Stöng í kvöld. Geirfuglar í Kanada „Þetta eru tvær hljómsveitir sem eru að spila til að sýna sig og bjóða sumarið velkomið," segir Halldór Gylfason, söngvari Geirfuglanna, |em myndi líklegast fá öll atkvæðin ef hljómsveitirnar myndu efna til kosninga um hver skyldi verða skátaforingi hópsins. „Við ætlum í rauninni bara að halda gott partí.“ „Þetta eru í rauninni bæði mjög ólíkar og líkar hljómsveitir," segir Ragnar Kjartansson, óskabarn þjóðarinnar, í dagsljósi sem á það tÚ að umbreytast í spriklandi skuggasvein á kvöldin. „Þetta eru báðar stuðgefandi hljómsveitir sem heyrast kannski ekki mjög víða,“ segir Halldór. „Þær eru líka líkar hvað varðar stuðið,“ bætir Ragnar við. „Já, það er svipuð orka í þeim,“ segir Halldór og piltarnir kinka kolli hvor til annars. Það er allavega hægt að fullyrða að þegar þessar sveitir koma fram á tónleikum verður útkoman sjald- an hádramatísk. Þeir viðurkenna báðir að hljómsveitarmeðlimir taki spilamennskuna ekki of alvarlega. „Þó þetta sé allt mjög alvarlegt undir niðri,“ bætir Ragnar þó við. „Við bölvum og grátum á hljóm- sveitaræfingum." „Þá tökum við af okkur farðann," bætir Halldór svo við. Hver spilar hvað? Það er augljóst að hljómsveitirn- ar finna einhvern streng sín á milli sem myndar sama tóninn. En hvað er ólíkt við sveitirnar? „Músíkin að- allega," svarar Halldór snöggt. „Reyndar eru Geirfuglarnir með allar tegundir tónlistar á tónleika- dagskránni. Við spilum polka, vals, írskt rokk, rokk og ról og jafnvel klisjupopp. Það er mikil óreiða í okkur og þess vegna virkum við ef til vill ófókuseraðir stundum. Það er líka út af því að enginn hljóm- sveitarmeðlimur hefur fengið sama tónlistaruppeldið. En Kanada er rokk og ról hljómsveit, er það ekki Ragnar?" „Jú, þetta er rokk og ról en samt á svoldið furðulegum forsendum," svarar Ragnar og blaðamaður áttar sig á því að hlutverki hans hefur verið hnuplað. Ragnar segir hljóm- sveitina spila nokkurs konar technorokk og skýrir það ef til vill muninn á atferli hljómsveitarinnar uppi á sviði og í hljóðverinu. „Til dæmis þegar við erum uppi á sviði er þetta klikkað rokk og ról en nú þegar við erum að taka upp plötuna okkar liggjum við ofboðslega mikið yfir henni. Hún er orðin ótrúlega of-útsett. Það eru því tvær hliðar á hljómsveitinni, það er þessi klikk- aða einbeiting í hljóðverinu en þeg- ar við spilum er þetta bara tómt rugl.“ Kanadamenn eru þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu sem kemur út á vegum Thule Records í sumar. „Tími til að fá sér bjór,“ staðhæfir Ragnar og það má sjá það á piltinum að eftir allar andvökunæturnar í hljóðver- inu finnst honum hann eiga mjöð- innskilið. Snyrtimenni sletta líka úr klaufunum Blaðamanni hefur ávallt fundið eitthvað sérstakt herramanna- bragð af hljómsveitinni Kanada, enda hafa nokkrir liðsmenn hennar unnið sem afgreiðslumenn í herra- fataverslunum og bókaverslunum borgarinnar. Hvernig skyldi Ragn- ar bregðast við þeirri ásökun að þótt hljómsveitarmeðlimir hans sletti úr klaufunum sé þó alltaf snyrtimennskan höfð í fyrirrúmi? „Ég segi það nú ekki alveg. All- avega ekki með snyrtimennskuna. Það er bara ég sem er vandamálið. Það er ekki hægt að kalla okkur snyrtimennskuband því það er bara einn fimmti af hljómsveitinni sem angar ekki af táfýlu,“ segir Ragnar og glottir. Eitt er þó víst, hvort sem er verið að ræða um snyrtimenni eða sóða, að hljómsveitirnar ætla að leggja sig allar fram við að fanga suma- randann á Gauknum í kvöld. Asamt hljómsveitunum tveimur mun skífuþeytarinn „Erlendur plötusn- úður“ fylla upp í þögnina á milli atriða. Á undan sveitunum spilar dægurlagapönksveitin Húfan. „Síðan er hugmyndin að báðar þessar hljómsveitir komi saman í lokin og spili blús þar sem allir hljóðfæraleikararnir taka margra mínútna sóló,“ segir Halldór. „Mér líst ótrúlega vel á það,“ svarar Ragnar, glaður í bragði. „Blús er besta tónlist í heimi. „You gotta love it.“ Skál fyrir blús,“ hrópar Ragnar og sýpur af svell- köldum miðinum á meðan Halldór sýgur svalan djús úr röri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.