Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 31
MÓRGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 31 EMU-and- staðan sú mesta í tvö ár Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ANDSTAÐA Dana við aðild að Efna- hags- og myntsambandi Evrópu, EMU, er nú sú mesta sem verið hefur í tvö ár. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Berlingske Tidende eru 47 prósent Dana andsnúnir aðild og 43 prósent fylgjandi. Jafnaðarmenn taka þessu illa og kenna Vensti’e og Ihaldsflokknum um. I gær birtu þrír óháðir ráðgjafar um efnahagsmál skýrslu um áhrif EMU-aðildar. Þeir hafna rökum rík- isstjórnarinnar um að það hafi slæm efnahagsleg áhrif að ganga ekki í EMU. Mogen Lykketoft fjármálaráð- herra kallaði í gær niðurstöður þeirra „æfingu í hinu tóma fræðilega rými“. Jafnaðarmenn kenna hægrimönnum um Af hálfu jafnaðarmanna er óspart látið í veðri vaka að slakar undirtektir Dana við EMU-aðild stafi af því að hægrimenn hafi misst sjónar á hug- sjónunum að baki EMU og Evrópu- sambandinu, EMU. Hægrimenn hafi síðan bætt gráu ofan á svart með því að tala um EMU og ESB sem sérleg hjartansmál jafnaðannanna. Þessi málflutningur hafi grafið undan áhuga á hægrivængnum. Hægrimenn hafa hvað eftir annað beðið jafnaðarmenn að hætta þessum Gorbatsjov stofnar jafnað- armannaflokk MIKHAIL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, skráði stjórn- málaflokkinn sem hann stofnaði í desember sl., Rússneska jafnaðar- mannaflokkinn, formlega í gær. Við það tækifæri sagði hann að hugsjón- ir jafnaðarstefnunnar væru best til þess fallnar að forða Rússum frá öfg- um til hægri eða vinstri. Gorbatsjov átti í gær langt símaviðtal við Vladí- mír Pútín forseta um landsins gagn og nauðsynjar, en með þeim Jeltsín voru aftur á móti litlir kærleikar. málflutningi. Hann sé ómaklegur því stuðningur við aðild sé mun meiri á hægri- en vinstrivængnum, svo jafn- aðarmönnum væri nær að snúa sér að eigin kjósendum. Auk þess sé hann vatn á myllu EMU-andstæðinga því hann dragi úr trausti kjósenda. Nær væri að hægrimenn og jafnaðarmenn ynnu saman í stað þessa hnútukasts. Andstaðan á hægrivængnum hefur þó haft áhrif á leiðtoga þar. Nýlega sagði Anders Fogh Rasmussen, leið- togi Venstre, að nú þegar EMU væri komið á væri ekki ástæða til að ráðast í fleiri stórræði. Samruni ESB ætti ekki að vera meiri en orðið væri með EMU. Þetta er tekið sem merki um að Anders Fogh hafi hlustað á áhyggjuraddir í flokki sínum og vilji gjaman koma til móts við þær. En hægrimenn eiga sér þó mögu- leika á að halda sig á hægrivængnum og geta þó verið á móti EMU. I vik- unni samþykkti Kristilegi þjóðar- flokkuiinn að opinber stefna flokksins fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna væri að vera gegn EMU-aðild. í nýrri skýrslu efnahagsráðgjaf- anna er því haldið fram að það muni ekki hafa alvarleg áhrif á danskt efna- hagslíf þótt Danir hafni aðild að EMU. Bent er á að hægt sé að grípa til sömu ráða og 1982 og láta gengi krónunnar fljóta. Þetta álítur Lykketoft út í hött því þeir valkostir, sem verið hafi fyrir hendi í þessum efnum 1982, séu ein- mitt ekki lengur til staðar. Sérfræðingamir vísa gagnrýni Lykketofts á bug. Þeir benda á að þeir hafi eingöngu tekið tillit til efna- hagslegra forsendna en reyni ekki að spá í aðrar forsendur. Út frá þeim séu aðeins takmarkaðir og óvissir efna- hagslegir kostir samfara EMU-aðild. Holger K. Nielsen, formaður Sósía- h'ska þjóðarflokksins, sem er and- stæður EMU-aðild, sagði í viðtali við danska útvarpið að gagnrýni Lykke- tofts væri dæmi um að fylgismenn EMU álitu sér ógnað í viðleitni sinni til að telja Dani á sitt band. Gagnrýni Lykketofts væri fádæma gróf. Allsherjarkosningum í Venesúela frestað Reuters Stuðningsmenn Franeisco Arias, forsetaframbjdðanda í Venesúela, sýna stuðning sinn í Caracas í gær. Tæknilegum örðug leikum kennt um Caracas. AP. HÆSTIRÉTTUR Venesúela frest- aði í gær forseta-, þing- og sveitar- stjórnarkosningum sem fara áttu fram nú um helgina og bar því við að fyrst þyrfti að leiðrétta tækni- lega galla á kosningakerfi landsins. Fresturinn er talinn gefa Francisco Arias Cardenas, forsetaframbjóð- anda og fyrrum ríkisstjóra, færi á að minnka muninn milli sín og Hugo Chavez, núverandi forseta, sem haft hefur um 15-20% meira fylgi í skoðanakönnunum til þessa. Hæstirétturinn sagði í dómi sín- um að tæknilegir gallar í kosninga- löggjöfinni valdi því að „trúverðug- leiki og gagnsæi" komi í veg fyrir réttlátar niðurstöður og fyrirskip- aði þingi landsins að ákveða nýja dagsetningu fyrir kosningarnar. Verða þær haldnar á fimmtudag í næstu viku. Þá sagði í úrskurði dómsins að öll kosningabarátta yrði bönnuð fram að kosningum. Dómnum var ákaft mótmælt í Caracas, höfuðborg Venesúela, þar sem hundruð mótmælenda stóðu fyrir utan skrifstofur kosninga- stjórnar og hrópuðu: „Við viljum kjósa. Burt með kanana,“ og vísuðu til bandarískra kosningaeftirlits- manna sem staddir eru í landinu. Bandarískt tölvufyrirtæki stendur að framkvæmd kosninganna, sem verða afar umfangsmiklar enda kosið um öll stjórnmálastig lands- ins, og hafa tæknilegir örðugleikar við uppsetningu kerfisins átt stór- an þátt í frestun kosninganna. Bil- un í hugbúnaði olli því að ekki var hægt að skrá um 36.000 frambjóð- endur í landinu öllu á tilsettum tima. Hugo Chavez sagðist fallast á skýringar þær er hæstiréttur gaf fyrir frestun kosninganna og sagði að þær yrðu að vera fullkomlega gagnsæjar að öllu leyti. Aum Shinri- trúarreglan Framleiðir sarín-gas? LÖGREGLA í Japan hefur fundið minnisbréf með ná- kvæmum upplýsingum um framleiðslu sarín-gass og er bréfið talið tilheyra Aum Shinri-trúarreglunni, sem boð- að hefur heimsendi og kom sar- ín-gasi fyrir í neðanjarðarlest- arstöð í Tókýó árið 1995 með þeim afleiðingum að tólf manns létu lífið. Lagt var hald á bréfið í bif- reið dóttur yfirmanns trúar- reglunnar og er talið að það hafi verið í eigu farþega í bfln- um, konu á þrítugsaldri, sem er efnafræðingur að mennt. Greint var frá því í gær að kon- an hafi stært sig af því við vini sína að hafa átt þátt í árásinni fyrir fimm árum. 5 DYRA Gunnar Bernhard ehf. RHGGIIR 0G FJOLSKYLDUVÆNN UVlt HONDA Clvlc 5 dyra VTEC 115 hestöfl, 1500 vél, 2 loftpúðar, ABS, styrktarbitar I hurðum, sparneytinn, I blönduðum akstri 6,51/100 km 1,495.000 kr,- Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bílversf., sími 431 1985. AKUREYRI: Höldur hf„ slmi 4613000. KEFLAVÍK: Bllasalan Bílavík, slmi 4217800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðiö Bragginn, simi 481 1535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.