Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ Sálarfræði Um varnarhætti og skyn- semingu Þunglyndi Tengsl þunglyndis og hjartveiki Gallsteinar Hefur c-vítamínmagn í blóði áhrif? 40 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 Blöðruhálskrabbi AUt mælir með reglulegu eftirliti Associated Press. FREGNIR hafa borist af fjórum tilfellum óvenjulegra smitsjúk- dóma víðs vegar í heiminum, og vakið athygli á því hvernig nýir sýklar geta skotið upp kollinum og þekktir sýklar látið til sín taka svo um munar. „Þegar vel árar getum við haldið þeim í skefjun. Þegar hart er í ári hafa þeir betur,“ sagði dr. Michael Osterholm, starfsmaður banda- ríska netupplýsingafyrirtækisins ican, sem einbeitir sér að smit- sjúkdómum. Osterholm var faraldursfræðing- ur á vegum Minnesotaríkis í Bandaríkjunum í 24 ár. Hann skrifaði leiðara um nýjar sýkingar í nýjasta hefti læknaritsins New England Journal of Medicine, þar sem greint var frá tilfellunum fjór- um. Drengur í Nebraska í Banda- ríkjunum sýktist af salmonellu, sem lyf bitu ekki á. Smitaðist hann af kúm sem mun hafa verið gefið sýklalyf. Malasískir svínabændur létust af völdum sýkla sem þeir fengu úr svínunum. Mörg hundruð ítölsk skólabörn veiktust af völd- um sýkla í maíssalati. Sykursjúkur drengur í Atlanta í Bandaríkjun- um þurfti tvisvar að gangast undir aðgerð eftir alvarlega veirusýk- ingu. Veirur fjölga sér hratt og eru þess vegna fljótar að þróa ágeng- ari stofna. Veirusýkingar eru al- gengasta dánarorsök í heiminum, og verða 13 milljónum manns að bana á hverju ári. Sérfræðingar telja að ýmsar or- sakir séu til þess að nýjar gerðir sýkla koma fram og eldri gerðir skjóta upp kollinum á ný. Þar á meðal er fjölgun ferðalaga milli landa og auknir flutningar á mat- vælum. Þá hefur gífurleg fólks- fjölgun leitt til þess að fleira fólk býr við meiri þrengsl og heilsu- spillandi aðstæður. Reuters Við öllu búnir á slóðum heilabólgufaraldurs í Malasiu. Ennfremur hefur heilbrigðis- kerfum víða hnignað, og fleira fólk hefur heft ónæmiskerfi af völdum alnæmis, krabbameins, sykursýki C-vítamín gegn gallsteinum og líffæraígræðslu. Þá er sífellt fleira fólki og fleiri húsdýrum gef- in sýklalyf, sem gerir að verkum að veirur þróa með sér mótstöðu- afl við lyfjum. „Að eiga í höggi við alla þessa þætti í einu er eins og að slökkvilið sé að reyna að slökkva 30 elda á sama tíma með bara einum slökkviliðsbíl,“sagði Osterholm. • Tenglar Landlæknir: www.landlaeknir.is New York. Keuters Health. Heiftarlegir smitsjúkdómar Krabbamein í blöðruhálskirtli Leitin bjargar mannslífum Reuters Rudolph Giuliani borgarstjóri New York skýrði frá því fyrr í mánuðinum að hann hefði greinst með krabbamein í blöðru- hálskirtli. Af þessum sökum ákvað Giuliani að sælqast ekki eftir því að verða fulltrúi Repúlíkanaflokksins í kosningum til öld- ungadeildarinnar í ár en ella hefði hann att kappi við Hillary Clinton forsetafrú. Washington. Reuters. SÉRFRÆÐINGAR segja rannsóknir hafa sannfært þá um að regluleg leit að krabbameini í blöðru- hálskirtli geti bjargað mannslífum, líkt og leit að brjósta- og legháls- krabbameini í konum. Sérfræðingamir segja einnig að vegna bættrar meðferðar við krabba- meininu þurfi flestir sjúkl- inganna ekki að gjalda fyrir líf sitt með getuleysi eða þvagleka. Nokkrar rannsóknir, sem kynntar voru á fundi samtaka bandarískra þvagfæralækna nýlega, hafa leitt í ljós að dánar- tíðnin vegna krabbameins í blöðruhálskirtli minnkar verulega þegar miðaldra og eldri karlmenn gangast undir rannsókn á mótefn- isvakanum PSA, sem krabbameinsfrumur í blöðruhálskirtli framleiða í miklum mæli. Þótt hægt sé að tengja PSA- magnið við krabbamein voru lækn- ar ekki vissir um hvort rannsóknin borgaði sig þar sem krabbamein í blöðruhálskirtli er yfirleitt hægfara sjúkdómur. Þeir höfðu áhyggjur af því að karlmenn myndu gangast undir erfiða skurðaaðgerð að ástæðulausu. Nýjustu rannsóknir sýna hins vegar að krabbameinsleitin bjargar mannslifum og sérfræðingar á fund- inum sögðu að hægt væri að komast hjá aukaverkununum með nýrri tækni í skurðaðgerðum og öðrum læknisaðgerðum. Georg Bartsch, við Innsbruck-há- skóla, og Peter Boyle, við Evrópsku æxlafræðistofnunina í Mílanó, skýrðu frá rannsókn sem gerð var í Týról í Austurríki. Bartsch sagði að skipuleg leit að krabbameini í blöðruhálskirtli hefði hafist þar árið 1993 og fjórum árum síðar hefðu tveir þriðju allra karlmanna í Týról á aldrinum 40-79 ára gengist undir slíka rannsókn. Aðeins 30 karlmenn hefðu dáið af völdum krabbameins- ins árið 1998 en búast hefði mátt við 52 dauðsföllum miðað við höfðatölu og dánartíðnina á öðrum svæðum Austurríkis. „Þetta er mjög eftir- tektarverður munur,“ sagði Boyle. Geislameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli og skurðaðgerðir til að fjarlægja kirtilinn geta leitt til getuleysis eða kyndeyfðar og þvag- leka. William Catalona, við Was- hington-háskóla í St. Louis, sagði þó að 90% karlmanna sem gengjust undir skurðaðgerð hjá læknum, sem þjálfaðir væru í að hlífa taugum sem liggja til getnaðarlimsins, yrðu ekki getulausir eftir aðgerðina. Thomas Brady, prófessor í skurð- lækningum við Nevada-háskóla, kvaðst vera sannfærður um að full ástæða væri til að karlmenn gengj- ust undir slíkar rannsóknir. „Ef við greinum krabbameinið snemma eru góðai- líkur á að við getum læknað það og með fáum aukaverkunum." • Tenglar Krabbameinsfélagið: www.krabb.is Heimasíða Magnúsar Jóhanns- sonar:www.hi.is/~magjoh/ Rannsókn á tengslum hjartveiki og þunglyndis Karlar í meiri hættu NIÐURSTÖÐUR nýlegrar rannsóknar bcnda til þess að konur, sem hafa mikið magn c- vitamfns f blóðinu, eigi síður á hættu að fá gallsteina en konur sem hafa minna magn. Aftur á móti virðast engin t engsl vera á milli c-vítamíns og hættu á gallsteinamyndun í körlum. Skoðaðir voru rúmiega 13 þúsund þátttakcndur í yfir- standandi heilsufarskönnun í Bandaríkjunum, og er greint frá niðurstöðunum í tímaritinu Archives oflnlernal Medicine. Þátttakendurnir fengu c- vítamín með ýmsum hætti, þ. á m. úr c-vítamínríkum ávöxtum, grænmeti og bætiefnum. Konur sem höfðu mest magn c-vítamíns í blóðinu voru 39% ólíklegri til að hafa greinst með gallsteina en þær sem höfðu minna magn, og 33% líklegri til að hafa gailsteina án einkcnna, sem geta verið mjög kvalafuil, en þær konur sem höfðu minnst magn. Vísindamennirn- ir, sem unnu að rannsókninni, taka aftur á móti fram, að eng- in tengsl hafi fundist á milii c- vítamíns og gallblöðrusjúk- dóma hjá körlum. • Tenglar Heimasíða Magnúsar Jó- hannssonar:www.hi.is/ -magjoh/ Gallsteinar:www.netdokt- or.is/Sjukdomar/Efni/ Galisteinar.htm Chicago. AP. NY rannsókn hefur leitt í Ijós, að karlmenn sem þjást af þunglyndi eiga fremur á hættu að deyja af völd- um hjartasjúkdóma en aðrir. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli þunglyndis og hjartasjúkdóma, bæði hjá körlum og konum, en þessi nýja rannsókn leiðir í ljós að einungis karlar eru í aukinni lífshættu. Greint er frá niðurstöðunum í nýj- asta hefti Archives of Intemal Medicine. Kannaðar voru upplýsing- ar um 5007 konur og 2886 karla, er taka þátt í tíu ára rannsókn á heil- brigði og næringu í Bandaríkjunum. Þunglyndar konur voru í 73% meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma, en konur sem ekki þjáðust af þunglyndi, en voru ekki í aukinni lífshættu. Karlmenn sem þjáðust af þung- lyndi voru í 71% meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma og 2,34 sinnum meiri hætta var á að þeir létust af þeim völdum en menn sem ekki voru þunglyndir. Höfundar rannsóknar- innar segja, að þótt sýnt hafi verið fram á að þunglyndi hafi mismun- andi áhrif á hjartasjúkdóma í konum og körlum sé ekki ljóst hverjar séu orsakir þessa munar. • TENGLAR Archives of Internal Medicine: archinte.ama-assn.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.