Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 53
MÖRGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LATÍGARDAGUR 27. MAI2000 53 -------------------------1 málefni á skýran hátt í ljósi sögu og samtíðar og sagði svo: „Vér nútíma- menn höfum séð jámtjaldið hrynja og sameiningarferli Evrópuríkja dafna. Yfirlýsingu kirknanna tveggja má m.a. skoða með hliðsjón af þeirri þróun... Nú er sannarlega gaman að lifa og vera kristinn mað- ur! Þótt margir skuggar grúfi yfir mannkyninu höfum vér ástæðu til að samfagna bömum vorum og barna- | bömum með batnandi heim - þrátt I fyrir allt!“ Eitt af því sem við rædd- I um jafnan er við hittumst síðasta ■ vetur sneri einmitt að samkirkjulegu starfi. Þar vomm við enn á ný samstiga í baráttunni og gaman að lifa. Það er undarlegt að hugsa til þess að fagna Kristnihátíð á Þingvöllum í sumar án Heimis frænda. En sorgin sem fylgir því að kveðja hann er sef- uð með hans eigin orðum, hans eigin É trúarstyrk: Ég vil dvelja í björtu húsi Drottins. Einn vil ég búa í skínandi salkjTinum Drottins. í hvítum súlum vil ég heQast í himininn í óhreyfúum fingrum marmarans vil ég benda í upphæðir og lofa Drottin óumbreytanlega. (Heimir Steinsson.) Ég þakka samíylgdina við frænd- ann og fræðarann Heimi Steinsson og bið Drottin að styrkja alla þá sem Ísyrgja hann. Steinunn Amþrúður Bjömsdóttir. Það er alkunna að áhrif sumra manna fara víðar og eru meiri en annarra. Svo er um Heimi Steinsson. Um það geta margir borið vitni. Af ótal minningum leitar ein upp í hugann nú. Ég var á ferð með kennara frá Hollandi, Spáni, Grikklandi og ít- alíu. Leiðin lá um Gullfoss og Geysi. Þar áttu stórborgarbúamir eifitt um vik að fóta sig á mölinni, vanir sléttum strætum, auk þess sem ís- lenska vorhretið var þeim framandi. Næst lá leið til Þingvalla þar sem Heimir hafði lofað að taka á móti okkur og segja frá landi og þjóð. Það var kalt í litlu kirkjunni á Þingvöll- um. Regn barði rúður og rok hristi húsið. En það gleymdist þegar Heimir hóf upp þægilega raust sína, dálítið hátíðlegur eins og hæfði stund og stað, margfróður, öruggur, sló á létta strengi á viðeigandi stöð- um og sagði frá af virðingu fyrir við- fangsefninu og áheyrendunum. Hann dró upp skýrar myndir af lífi þjóðarinnar, sögu landsins og eink- um Þingvalla. Þær vöktu svo mikinn áhuga hinna erlendu kennara að þeir urðu eins og fyrirmyndarnemendur í bekk, hlustuðu hugfangnir og létu síðan spumingum rigna yfir kenn- arann. Okkur var öllum hlýtt þegar við kvöddum Heimi. í roki og regni á hlaðinu fyrir framan Þingvalla- bæinn. Nokkram mánuðum seinna hitti ég þessa sömu kennara á Spáni. Þeir höfðu margs að minnast úr íslands- heimsókninni og ekki síst stundar- innar í kirkjunni í slagviðrinu á Þingvöllum. Og innihald ræðu Heimis var orð- ið kennsluefni í litlum barnaskóla í þorpinu Estepona á Spáni. Ekki að- eins um sögu íslands heldur ekki síður gamansöm lýsing hans á land- rekskenningunni. Einmitt á Þing- völlum fær sú kenning sérstaka merkingu. Heimir lýsti því hvernig hluti landsins siglir vestur á bóginn, annar partur í austur. „En,“ bætti hann svo við, „landið sem við nú stöndum á verður hér kyrrt. Og þar ætla ég að vera.“ Nú era það orð að sönnu. Það er sama hvað fer í austur og hvað fer vestur. Heimir verður kyrr. Kveðjan er stutt. Vertu sæll, frændi. Einmitt, frændi. Það orð hefur svo sérstaka merkingu. Ég man þegar Heimir sagði eitt sinn að hann væri svo lánsamur maður, því hann væri ekki einungis sonur föður síns heldur frændi hans líka. Ég sendi Dóra og öðram aðstand- endum mínar bestu óskir og fjöl- skyldu minnar. Eiríkur Brynjdlfsson. ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR RAGNAR SIG URÐSSON + Elísabet Gunn- arsdóttir fæddist í Reykjavík 30. des- ember 1934. Hún lést 13. maf síðastliðinn og fór útfor hennar fram í kyrrþey. Nú þegar Elísabet Gunnarsdóttir, hún Beta vinkona hennar mömmu, er öll, langt um aldur fram, finn ég mig knúna til að minn- ast hennar með nokkr- um orðum. Beta var ein þeirra sem á sinn hljóð- láta og hógværa máta markaði eftir- minnileg spor í huga allra sem kynntust henni. Mér og mínum hefur hún í gegnum tíðina sýnt fádæma elsku og höfðingsskap. Mér er sér- staklega minnisstæð óvænt sending sem ég fékk frá henni er ég dvaldi um hríð í Englandi við nám. Eg hafði þá sagt mömmu í símann að ég ætlaði að halda mikla veislu fyrir þá samn- emendur og kennara sem ég hafði eignast að vinum um veturinn. Veisl- an var skipulögð með töluverðum fyrirvara þar sem ætlunin var að sitja lengi undir borðum og snæða marga rétti. Mamma ætlaði meðal annars að sjá um að senda mér ákveðna hluti frá íslandi. Eitthvað hafa þær vinkonumar rætt um veisluhöldin þar heima, því þegar sendingin kom fylgdi henni forláta kökubox, fullt af hinum rómuðu kransakökubitunum hennar Betu. Þannig fylgdist hún með okkur í fjarlægð og lagði sitt fram með hugs- unarsemi sinni sem svo sannarlega varð til þess að kóróna þessa eftir- minnilegu veislu sem vinir mínir era enn að minnast. Er við fluttum heim eftir áralanga dvöl erlendis, lánaði hún okkur einnig unaðsteitinn sinn í sveitinni um tíma, þar sem við höfum notið þess að dytta að húsinu og finna hjörtun slá í takt við íslenska náttúra sem við höfum saknað um árabil. Fyrir velvild hennar alla eram við þakklát og kveðjum gengna sóma- konu með söknuði. Við hjónin send- um Júlíusi, börnum þeirra og fjöl- skyldunni allri okkar einlægustu samúðarkveðjur. Fríða Björk og Hans. Við kynntumst Betu haustið 1954 er við vor- um við nám í Hús- mæðraskóla Reykja- víkur, og meðal okkar fimm myndaðist vin- átta sem aldrei brast né rofnaði. Eftir skóla settum við saman saumaklúbb sem styrkti vináttu okkar enn frekar ásamt kynn- um eiginmanna okkar. Þetta var al- vöra saumaklúbbur þar sem við mættum með handavinnu í öll þessi ár. Oft var slegið á létta strengi, haldnar árshátíðir saumaklúbbsins og ýmislegt var gert til skemmtunar þessa vinahóps. Einnig fórum við nokkrar ferðir saman erlendis og skemmtum okkur konunglega við búðaráp og skoðunarferðir. Rétt áður en Beta veiktist höfðum við ákveðið að fara saman í sumarhús f Danmörku í júní og bjóða eigin- mönnum okkar með. Allt var frá- gengið en enginn ræður sínum næt- urstað. Beta var mjög listfeng, myndarleg og íjölhæf kona, sem best sást í áber- andi fögra heimili hennar og Júlíus- ar. Við áttum margar góðar stundir á heimili þeirra þar sem höfðingsskap- ur var í mat og drykk, sungið og spjallað. Beta var afbragðs húsmóðir og kransakökumar sem hún bakaði fyrir vini og kunningja við hátíðleg tækifæri vora þær bestu sem hugs- ast getur. En hún var einnig gædd fágætu hugarfari sem birtist ekki eingöngu í útsaumi, heldur mun frekar í einstakri góðvild og rausnar- skap. Mikill söknuður er í huga okkar allra, vináttan hefur varað í nær hálfa öld án skugga á vinskap okkar. Það er erfitt að sætta sig við að skarð er komið í hópinn. Við vottum Júlíusi, bömum, tengdabörnum, bamaböm- um og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Svava, Jenný, Erla og Hulda. + Ragnar Sigurðs- son fæddist á Syðra-Hóli í Öng- ulsstaðahreppi í Eyjafirði 27. júní 1916. Hann lést á Landspítalanum 29. mai-s sfðastliðinn og fór útfor hans fram frá Akureyrarkirkju 7. apríl. Vertuyfirogalltum kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Elsku afi, nú ertu farin frá okk- ur. Þótt það sé sárt, vitum við að nú líður þér vel og þú ert komin til ömmu. Við hefðum svo gjarnan vilj- að hafa þig lengur hjá okkur, og við munum sakna þín mikið. Við hlökk- uðum svo mikið til sumarsins, koma til íslands með mömmu okkar, og dvelja hjá þér eins og við gerðum alltaf á sumrin. Fyrst var það á Ak- ureyri og síðan síðustu árin í Kópa- vogi í fallegu íbúðinni þinni í Sunnuhlíð. Þar varstu búinn að koma þér svo vel fyrir. Okkur leið alltaf svo vel hjá þér, þú dekraðir svo mikið við okkur, bjóst til uppáhaldsmatinn okkar, bakaðir pönnukökur, og alltaf var hafra- grauturinn og eggið tilbúið á morgnana áð- ur en við fórum í sund. Ég, Bjarki, hafði svo gaman af því þegar þú tefldir við mig, og þú kenndir mér margt í sambandi við það. Mér tókst meira að seigja stundum að máta þig. Alltaf varstu þolin- móður við okkur < systkinin, þó við hefð- um oft hátt. Já, afi það eru svo margar minn- ingar frá samverustundunum með þér, og við héldum að þær yrðu miklu fleiri. Þú varst besti afi í heimi, og minningin um þig mun fylgja okkur í lífinu. Hinsta sinni hljóður hjá þér ennþá krýpur nú að leiðarlokum litli drengurinn. Þakkar ástúð alla allt til hinstu stundar. Biður Gud að geyma góða vininn sinn. (Jón Sigfússon, Eiðum.) Bless elsku afi. Bjarki Þór Qvarfot og Bryndís Rut Qvarfot, Danmörku. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGÓLFUR BJARNASON bóndl, Bollastöðum, sem lést mánudaginn 22. maí, verður jarðsett- ur frá Bergsstaðakirku þriðjudaginn 30. maí kl. 14.00. VALGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR + Valgerður Eyj- ólfsdóttir fædd- ist 6. október 1917. Hún lést 9. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 15. mars. Það era liðin rúm 30 ár síðan við hittum hjónin Valgerði Eyj- ólfsdóttur og Jón E. Guðmundsson fyrst. Við fórum um Versl- unarmannahelgi með rútu upp í Veiðivötn og ætluðum að dvelja þar í viku. Þegar helgin sjálf var um garð gengin, en hún var nokkuð hávaða- söm og mannmörg, komst á ró og friður og okkur varð ljóst að við vorum á einhveijum fallagasta stað, sem við höfðum komið á. Þarna kynntumst við Valgerði og Jóni. Kynnin urðu þannig, að næstu níu eða tíu árin fórum við saman upp í Veiðivötn á hverju sumri um mánaðamót júní og júlí og dvöldum þar í rúma viku. Gunn- ar B. Guðmundsson, veiðivörður, sem þarna réð ríkjum, gerði okkur dvölina enn betri með vinsemd sinni og skemmtilegheitum. Þetta voru dýrðardagar og ógleymanleg- ir. Nú var einkabíll farartækið, sem varð aftur til þess, að næstum því undantekningarlaust villtumst við pínulítið á leiðinni upp eftir en það gerði ferðina bara skemmti- legri. Á leiðinni upp í Veiðiuvötn drukkum við alltaf á sama stað kaffi og snæddum góðgæti, sem Valgerður hafði útbúið. Vikan leið yf- irleitt allt of fljótt, það var gengið, málað, spilað, farið í ökuferð- ir, stuttar og langar, oft með Gunnari og svo var mikið hlegið. Valgerður sá oftast um að kokka í okkur enda bjó hún til besta matinn. Fyndist henni einhver ekki gera matnum nógu góð skil, sagði hún með þjósti: Hvað finnst þér að þessu? Og svo skelli- hló hún á eftir. Reyndar ferðuð- umst við fjögur saman víðar en upp í Veiðivötn, svo sem að Kirkjubæjarklaustri og á Snæfells- nesið og oft voram við heima hjá þeim hjónum í góðu yfirlæti. Við fórum upp í Víðines að heim- sækja Valgerði nokkra fyrir síð- ustu jól og höfðum þá ekki séð hana nokkuð lengi. Þar hittum við hana hressilega og sjálfri sér líka. Hún var í rúmgóðu herbergi með fallegt í kringum sig, vel tilhöfð eins og hún var alltaf og auðvitað með veitingar. Þetta var í síðasta sinn sem við sáum hana, hún hafði verið miklu veikari en við gerðum okkur grein fyrir. Við biðjum Guð að geyma hana og sendum Jóni og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Ása og Helga. Guðrún Steingrímsdóttir, Birgir Ingólfsson, Ragna Á. Björnsdóttir, Bjami B. Ingólfsson, og barnabörn. + Hjartans þakkir til ykkar allra, er veittu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, INGA GESTS SVEINSSONAR, Efstalundi 6, Garðabæ. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki öldr- unardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, heima- hjúkrunar í Garðabæ og á hjúkrunarheilmilinu Holtsbúð, Garðabæ. Lilja Eygló Karlsdóttir, Jakobína Ingadóttir, Sveinn Ingason, Gylfi Ingason, Bjöm Ingason, + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför DRAFNAR FRIÐFINNSDÓTTUR myndlistarmanns, Hindarlundi 6, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsmanna heimahlynn- ingar á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Óskar Guðmundsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.