Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 10
MdRGUNBLÁBÍÐ 10 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 FRÉTTIR Forsætisráðherra opnaði iðngarða í eign íslenskra aðila í Lettlandi Islendingar mikil- vægir aðilar í atvinnuuppbygg- ingu Lettlands í heimsókn sinni í Lettlandi í gær opnaði Davíð Oddsson meðal annars iðngarða í eigu íslendinga og kynnti sér blóm- lega starfsemi íslenskra fyrir- tækja. Sigrún Davfðsdóttir var með í for. „ÍSLENSKAR fjárfestingar skipta miklu máli í atvinnuuppbyggingunni í Lettlandi og eru góður grunnur að frekari þróun, sagði Andris Berzins, forsætisráðherra Lettlands, í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var viðstaddur formlega opnun iðngarða, sem Nordic Industries, fjárfestingafélag í eigu Gísla Þórs Reynissonar, hefur sett á stofn í nýuppgerðu iðnaðarhúsnæði í Olaine, hálftíma akstur utan við Riga, höfuðborg Lettlands. Berzins var þarna á ferð með Davíð Oddssyni forsætisráðherra er opnaði iðngarðana. „Fjárfestingar íslendinga hér í Lettlandi eru öðrum Evrópulöndum hvatning að gera hið sama og skapa samkeppni við aðra fjár- festa,“ segir Berzins. Hann segir það sérlega ánægjulegt að sjá að iðngarðamir skapi litlum og meðalstórum fyrirtækjum góðar rekstrar- forsendur. „Þessi fyrirtæki skipta miklu máli í atvinnusköpun og eins í menntakerfinu, þar sem þau gefa tækifæri til verkmenntunar og skapa fjölbreytni á því sviði.“ íspan og Nói-Síríus eru að hefja starfsemi þama í sam- starfi við aðra aðila, en hluti iðngarðanna verður einnig leigður út. AIls eru þarna um 80 þúsund fermetrar undir þaki. „Húsnæðið er á við tólf fótboltavelli," benti Þorsteinn Ólafs- son á, en hann er stjórnarformaður Nordic Industries. Að sögn Þorsteins nema fjárfest- ingar í iðngörðunum um sex milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. Opinberri heimsókn forsætisráðherrahjón- anna lýkur síðari hluta dagsins í dag en í dag hitta þau meðal annars Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands. Nói-Síríus í samstarfi við lettnesk fyrirtæki Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa- Síríus, bauð gesti velkomna í húsakynni fyrir- tækisins og kynnti starfsemina, sem fer vænt- anlega í gang í næsta mánuði. Þegar Davíð Oddsson afhjúpaði veggplötu í húsakynnum fyrirtækisins óskaði hann fyrirtækinu og Finni Geirssyni framkvæmdastjóra til ham- ingju og lýsti ánægju sinn með þessa útrás ís- lendinga. Hann gleymdi ekki að lýsa gæðum sælgætisins frá Nóa-Síríus fyrir lettneskum gestum og blaðamönnum og lét það fjúka að hugsanlega mætti sjá það á vaxtarlagi sínu að sér þætti gottið frá þeim gott. Það er þó mun meira sem stendur til hjá Nóa-Síríusi en aðeins að framleiða sælgæti þama. Fyrirtækið er í samstaríi við innlendan sælgætisframleiðenda og um framleiðslu þess fyrirtækis gat Berzins vottað að hún væri býsna góð. Ásamt Nordic Industries hefur Nói-Síríus keypt ráðandi hlut í kex- og kökufyrirtæki, sem flestir Lettlendingar þekkja, Staburadze. Glæsileg rjómaterta á mörgum hæðum frá fyrirtækinu var á boðstólum fyrir gestina í AFI Davíð Oddsson forsætisráðherra og Andris Berzins, forsætisráðherra Lettlands, bragða hér á góðgætinu frá Nóa-Síríusi. gær. Fyrirtækið framleiðir þrjú þúsund tert- ur á dag, en reyndar minni í sniðum en risa- tertan sem boðið var upp á í gær. Að sögn Þorsteins Ólafssonar gæti þessi samvinna þróast yfir í frekari fjárfestingar Nordic Ind- ustries og Nóa-Síríus í matvælaiðnaði. íspan-gluggar í allar áttir „Það er ekki hægt að hugsa sér betri prófraun á glerframleiðanda en að hann hafi framleitt gler í íslenska glugga með góðum árangri í þrjátíu ár,“ sagði Davíð Oddsson er hann opnaði húsnæði íspan í iðngörðunum í gær. Og hin óeiginlega merking var einnig höfð í huga. „Verksmiðjan verður vonandi nýr gluggi út í heim,“ segir Davíð og Berzins bætti við í sínu ávarpi að Lettar þyrftu sannarlega á nýjum gluggum að halda, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. A ferð um Riga er einfalt að sannfærast um að svo sé. Aðeins í húsum, sem eru nýuppgerð eru góðir gluggar. Flest húsanna þurfa sár- lega nýja glugga. Og Berzins hefur ekki síður gaman af að sjá nýuppgert verksmiðjuhús- næðið, stórt, bjart og snyrtilegt í húsnæði, sem tilheyrði plastverksmiðju í eigu ríkisins, sem nú hefur verið einkavædd. Hjörtur Bergstað er stjórnarformaður ísp- an Baltic og hefur sem slíkur komið að upp- setningu verksmiðjunnar. í samtali við Morg- unblaðið segir hann að verksmiðjan muni starfa í samstarfi við þýskt fyrirtæki, Kom- merling, sem er stærsta fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu plastlista og svo við íspan á ís- landi. Fjárfestingin er upp á 40-50 milljónir íslenskra króna. Síðdegis í gær var forsætisráðherra í mót- töku íslensku fyrirtækjanna, sem þau héldu viðskiptaaðilum sínum og þar var Andris Berzins, forsætisráðherra Lettlands, einnig meðal gesta. Þessum degi opinberu heimsókn- arinnar lauk með því að lettnesku forsætis- ráðherrahjónunum buðu Davíð, Ástríði og för- uneyti þeirra á sýningu lettneska ballettsins á Svanavatninu í lettnesku þjóðaróperunni, einni af mörgum glæsibyggingum Riga. Á dagskránni í dag er heimsókn í timbur- verksmiðju Byko, auk þess sem farið verður á söfn og sögustaði. Byko hefur verið með starf- semi í Lettlandi síðan 1993, þurrkar, heflar og sagar timbur og er nú í hópi tíu stærstu fyrir- tækja landsins á sínu sviði. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 800 milljónir íslenskra króna. Tillögur lagðar fram um breytingar á skipulagi Alþýðusambands íslands SAMBANDSSTJÓRNAR- og for- mannafundur Alþýðusambands ís- lands samþykkti í gær að lýsa yfir stuðningi við nýjar tillögur um skipu- lagsmál, en þær gera ráð fyrir veru- legum breytíngum á skipulagi sam- bandsins. I stað þinga á fjögurra ára fresti verða haldnir ársfundir. Fækk- að-verður í miðstjóm. Róttækasta breytingin er þó sú að gert er ráð fyr- ir að stéttarfélög sem starfa á samn- ingssviði þar sem sviðin skarast geri með sér samstarfssamning. í drögum að slíkum samningi er gert ráð íyrir að settur verði á fót gerðardómur ef ekki tekst að leysa ágreining milli fé- laga með samningum. Ágreiningur hefur verið innan ASÍ um skipulagsmál sambandsins til margra ára. Ágreiningurinn blossaði upp á síðasta ári m.a. vegna umsagn- ar laganefndar ASÍ um lög Matvís og vegna inngöngu Félags íslenskra símamanna í Rafiðnaðarsambandið. Ágreingurinn olli því að RSÍ hætti samstarfi innan ASÍ. Eftir þessi átök og hörð orð sem féllu í kjölfarið var flestum ljóst að ASÍ gat ekki dregið lengur að taka á skipulagsmálunum. Þetta endurspeglaðist í orðum Grét- ars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, á sambandsstjómarfundinum í gær. „Nú er svo komið að við getum ekki lengur beðið með að taka á skipulagi og starfsháttum heildar- samtaka okkar, ASÍ, ef við viljum áfram búa að þessu verkfæri og sam- einingarafli íslensks launafólks. Sá ágreiningur sem hefur komið upp á yfirborðið undanfarin misseri er enn ein staðfestingin á þessu. Við erum því á vissan hátt á ögur- Hstundu. En ég legg höfuðáherslu á að við lítum á þessa stöðu fyrst og fremst sem ögrandi viðfangsefni.“ Sl. haust fól sambandsstjóm ASÍ forsetum sambandsins að leggja Fækkað í miðstjórn og ASÍ-þing lögð af Tillögur um lagabreytingar og skipulagsmál ASÍ fengu góðar viðtökur á sambands- stjórnar- og formannafundi ASI í gær. For- seti ASÍ er bjartsýnn á að sambandinu tak- ist að leysa erfíðar deilur um skipulagsmál. fram tillögur að skipulagi og starfs- háttum ASÍ. Mikil vinna hefur verið lögð í tillögumar. Þær hafa verið ræddar á þrennum sambandsstjóm- arfundum. Forysta ASÍ hefur heim- sótt nær öll aðildarfélög til að kalla eftir viðhorfum tíl skipulagsmálanna og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Gerð var yfirgripsmikil viðhorf- skönnun meðal almennings. Þá hefur ítrekað verið rætt við fulltrúa lands- sambanda og stærstu aðildarfélaga. Auk þess fór hópur forystumanna í heimsókn til systursambanda á hin- um Norðurlöndunum. Samið verði um starfssvið í samstarfssamningum Tillögumar sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að skipulag ASI og starfshættir hvíli á tveimur stoðum, annars vegar lögum ASÍ og hins veg- ar samstarfssamningi milli aðildarfé- laganna. Með samstarfssamningum er lögð til ný leið til að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma milli aðildarfélaganna. í samningnum á meðal annars að kveða á um samn- ingssvið félaga innan sambandsins og þar sem sviðin skarast er gert ráð fyrir að viðkomandi félög semji sín á milli um mörk og meðferð mála, sem og um ný samningssvið sem kunna að verða tíl. Takist félögunum ekki að leysa úr ágreiningsmálum fyrir til- tekinn tíma er gert ráð fyrir að full- trúi ASÍ verði fenginn til að miðla málum. Leiði það ekki til niðurstöðu er gert ráð fyrir að gerðardómur fái deiluna til meðferðar og eru málsað- ilar bundnir af niðurstöðu hans. Drög að samstarfssamningi voru lögð fyrir fundinn í gær, en stéttar- félögin eiga eftir að skilgreina samn- ingssvið sitt. Gert er ráð fyrir að fé- lögin skili til forseta ASÍ lýsingu á samningssviði sínu fyrir 1. júlí nk. í tillögunum er gert ráð fyrir að ASÍ fái mun skýrara umboð í sameig- inlegum málum en nú er, til dæmis hvað varðar mál sem snúa að stjórn- völdum. Allar ákvarðanir um þetta efni verða teknar á grundvelli sam- starfssamningsins á hveijum tíma. Þannig má gera ráð fyrir því að aðild- arfélögin gangist undir það að samn- ingsréttur um tiltekin sameiginleg mál skuli vera í höndum samninga- nefndar sem kjörin er af miðstjóm. Þetta gæti til dæmis átt við um samn- ingafprsendur aðalkjarasamninga, s.s. um tryggingaákvæði samninga, og gildistöku reglna á borð við EES- reglur sem eiga að hafa almenn áhrif á allan vinnumarkaðinn. Opnað fyrir beina aðild að ASÍ Gert er ráð fyrir að aðild að ASÍ geti átt landssambönd stéttarfélaga, eins og nú er, og landsfélög sem skipulögð eru í samræmi við sam- þykktir ASÍ. Með þessu er verið að tryggja að öll núverandi aðildarfélög ASI geti áfram verið aðilar og einnig að opna á aðkomu annarra félaga sem kynnu að hafa áhuga á aðild. Meðal félaga sem hafa beina aðild að ASÍ eru Flugfreyjufélag íslands, Mjólk- urfræðingafélag íslands, Flugvirkja- félag íslands, Félag íslenskra hljóm- listarmanna og Félag leiðsögu- manna. Flest bendir til að öll þessi félög getí áfram átt beina aðild að ASI enda er félagssvæði þeirra allt landið. Öljóst er hins vegar hvort bif- reiðastjórafélagið Sleipnm getur áfram átt beina aðild að ASÍ, en fé- lagssvæði þess nær ekki til landsins alls. Skipulagstillögumar miðast að því að gera stjómskipulagið skilvirkara og sveigjanlegra. I stað þinga á fjög- urra ára frestí, sem eru bæði mjög fjölmenn og kostnaðarsöm, er gert ráð fyrir ársfundi sem hefur æðsta vald í öllum málum ASÍ. Miðað er við að fulltrúar á ársfundi verði um 250, en fulltrúar á þingi ASÍ í haust verða um 550. Gert er ráð fyrir að miðstjóm stýri allri daglegri starfsemi og verði fá- mennari en nú er, eða með 15 fulltrú- um. Miðað er við að miðstjómin verði kosin á ársfundi í tvennu lagi, forseti og helmingur miðstjómar annað árið og varaforseti og helmingur mið- stjómar hitt árið. „I heimi sem er í stöðugri þróun er óbreytt ástand ekki til sem valkostur. Sá sem reynir að standa kyrr við slík- ar aðstæður verður einfaldlega eftir og ekkert hlutskiptí get ég hugsað mér nöturlegra fyrir það róttæka framfaraafl, sem samtök launafólks hafa verið alla 20. öldina, en að daga uppi sem nátttröll," sagði forseti ASI þegar hann gerði grein fyrir skipu- lagstillögunum í gær. Grétar sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn að tíllögumar hefðu fengið mjög góðar viðtökur og hann væri því bjartsýnn á að tækist að setja niður deilur sem staðið hafa um skipulagsmál hreyfingarinnar. Það væri hins vegar talsverð vinna eftir. T.d. væri vinnu við samstarfs- samninginn ekki lokið. Það væru hins vegar afar góð tíðindi að góð sam- staða væri um lagabreytingamar. Aðeins einn greiddi atkvæði gegn tillögunum á fundinum í gær. Það vai’ Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.