Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 71
v> . W... MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 71 BRÉF TIL BLAÐSINS I I Bréf til forseta Alþingis Frá Guðbirni Jónssyni: AÐ UNDANFÖRNU, í kjölfar Hæstaréttardóma sem kenndir eru við Valdimarsmál og Vatneyrarmál, hef ég verið að skoða réttarstöðu okkar, þegna þjóðfélagsins, eigenda hinnar sameiginlegu auðlindar. Mér er ljóst, eins og öðrum sem fylgjast með, að verulegir fjármunir eru færðir í hendur einstaklinga og fyrir- tækja fyrir nýtingu þessarar auð- lindar, án þess að lagaheimildir séu fyrir því. Eg veit að það þarf ekki að vekja athygli yðar á að fenýting á eignum þjóðarinnar til eiginhagsmuna fyrir einstaklinga eða fyrirtæki, er með öllu óheimil nema að fengnu sam- þykki Alþingis. Þó Alþingi hafi sam- þykkt framsal veiðiheimilda frá út- hlutunaraðila til þriðja aðila, hef ég hvergi séð í lögum heimildir til að út- hlutunaraðilar taki gjald fyrir, um- fram það gjald sem ríkissjóður verð- leggur veiðiheimildimar til þeirra. Hæstiréttur hefur vakið athygli á að ríkissjóði beri að verðmeta veiði- heimildirnar, samkv. 18. gr laga nr. 28/1990. Annað verðmætamat er ekki heimilt á þessari sameiginlegu auðlind, nema með lögfestingu frá Alþingi. Þá vil ég einnig vekja sérstaka at- hygli yðar á að í báðum framan- greindum dómum Hæstaréttar hef- ur verið skýrt tekið fram að úthlutaðar veiðiheimildir skapi ekki eignarrétt. Nú er það ljóst, að um nokkurt skeið hafa útgerðir sem fengið hafa úthlutað veiðiheimildum, fært þessar heimildir til eignar í bók- haldi sínu. Með því hafa þær aukið eiginfjárstöðu sína til aukningar á veðhæfi, en jafnframt notað afskrift- ir þessarar eignfærslu til lækkunar á sköttum sínum til ríkissjóðs. Hér er greinilega um afar vítavert athæfi að ræða, sem tvímælalaust verður að taka á nú þegar vegna álagningar fyrir árið 1999, en vinna ötullega að leiðréttingum vegna fyrri ára. Eg lít svo á að þetta séu verk fyrir Ríkis- skattstjóra og RQdsendurskoðun. I þriðja lagi vil ég vekja athygli yð- ar á lögum um umgengni um nytja- stofna sjávar, nr. 57/1996. Við lestur þessara laga kemur glöggt fram að þau standast ekki ákvæði um að- skilnað framkvæmdavalds og dóm- svalds. Fiskistofu eru fengnir báðir þessir þættir til íramkvæmda. Það er afar greinilegt brot á ákvæðum um algjöran aðskilnað þessara tveggja þátta. Samkvæmt lögunum rannsakar Fiskistofa ætluð brot á nýtingu auðlindarinnar og hefur jafnframt vald til að úrskurða hegn- ingu, sektir og leyfissviptingar, án þess að ætlað brot komi fyrir viður- kenndan dómstól. I 18. gr. laganna segir: „Akvörðunum Fiskistofu sam- kvæmt þessum kafla verður skotið tO sjávarútvegsráðherra, enda sé það gert innan eins mánaðar frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun." Vakin er athygli á að 18. gr. er í III kafla laganna, um framkvæmd og viðurlög. Sjávarútvegsráðherra er ekki viðurkennt dómsvald í stjórn- skipan okkar. Þess vegna er það ein- ungis til að lengja leið til rétts úr- skurðar að vísa ætlaðri rangri framkvæmd Fiskistofu á lögum þessum til sjávarútvegisráðherra. Slíkum ágreiningi á að sjálfsögðu að vísa beint til viðurkennds dómstóls. í niðurlagi 18. gr. segir svo: „Kærur samkvæmt þessari grein fresta ekki réttaráhriíúm ákvörðun- ar.“ Mig undrar að sjá svona texta í nýlegum lögum frá Alþingi. Ég taldi að öllum þingmönnum væru ljós ákvæði stjórnarskrár okkar, að allir menn væru saklausir þar til sekt þeirra hefði verið sönnuð. Ég taldi einnig að þingmönnum væri ljóst að úrskurður um sekt eða sakleysi yrði ekki upp kveðinn nema fyrir viður- kenndum dómstól. í þessum lögum er hvergi vísað til viðurkennds dóm- stóls til ákvörðunar um sekt eða sak- leysi. Slíkt er falið Fiskistofu eða sjávarútvegsráðherra, sem ekki eru flokkuð sem viðurkenndir dómstólar í stjórnskipan okkar. Þá vil ég að lokum vekja athygli yðar á 10. gr. laganna nr. 57/1996. Ekki er hægt annað en líta á þessa grein sem alvarlegt ógætnisverk, þar sem ótengdur aðili, sem engra hagsmuna hefur að gæta og enga af- stöðu til eigin ákvarðana, er dreginn til ábyrgðar. Þarna er verið að vísa til þess að ábyrgð er hengd á öku- mann fiskflutningabfls. Ökumaður bflsins getur hugsan- lega verið starfsmaður útgerðarinn- ar og þar með borið þá skyldu fyrst og fremst að hlýða fyrirmælum Glæsilegri gjafavörur finnast varla HeiðmöpfeöO ára Stangv^i’Örfnót unglinga í íliðavatni Sunnudaginn 28.\maí verður haldið stang- veiðimót fyrr unglinga 16 ára og yngri. Keppt verður í tveimur floklcum, 10 ára og yngri og 11-16 ára. Mótið hefst kl. 13.30. Keppendur mæti kl. 13.00 til skráningar í skýlið við Helluvatn. Ekk- ert þátttökugjald. I. Guðmundsson ehf., umboðs- maður Shakespeare á íslandi, veitir glæsileg verð- laun fyrir stærsta fiskinn og flesta fiskana í hvorum flokki. Einnig verður keppt í kastkeppni í báðum flokkum og fær sá er lengst kastar stöngina með öllu í verðlaun.Grillaðar SS pylsur og Coca Cola. Skógræktarfélag Reykjavfkur Stangaveiðifélag Reykjavíkur Veiðifélag Elliðavatns I. Guðmundsson ehf., umboðs- maður Shakespeare á íslandi www.heidmork.is. vinnuveitanda síns. í þessu sam- bandi vil ég vekja athygli á því sem fram kemur í Hæstaréttardómi nr. 1328/1977, en þar segir að starfs- maður verði að hlýða öllum eðlileg- um og venjulegum fyrirskipunum at- vinnurekanda um framkvæmd og tilhögun vinnunnar og hann eigi það á hættu að vera rekinn úr starfi brjóti hann gegn þessu. Ég lít á það sem afar alvarlegt mál ef löggjafarvaldið laumar ábyrgð á óskylda aðila, með einni lagagi’ein, inn í lagabáfk. Þessi aðili hefur enga möguleika á að framfylgja þeirri ábyrgð sem á hann er lögð, þar sem hann kemur ekki nálægt málinu sem sjálfstæður aðili. Hann kemur ein- ungis að því sem starfsmaður eða óviðkomandi aðili sem fenginn er til aksturs fyrir útgerðina. Ég vænti þess að þér sem forseti Alþingis sjáið að hér eru alvarlegir meinbugir á þessum lögum. Þeir ágallar sem hér hafa verið raktir eiga eðlilega að gera þessi lög ógild, í það minnsta 10. greinina og þann hluta þeirra sem varðar ákvörðun og framkvæmd refsinga. Ég vænti þess að þingmenn líti það alvarlegum ^ augum á ábyrgð sína að þeir taki' þetta til athugunar og leiðréttingar þegar í stað, en láti þjóðina ekki hafa þennan óskapnað lengi í formi laga- bálks. Virðingarfyllst. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Það er gaman að kíkja í Kolaportið Pap er komin sumarstemmning í Kolaportið. Á meðan krakkarnir fá sér ís gramsar þú i kompudótinu. Qunni fer í verkfærin, afi í hákarlinn og Sigga amma lítur við í geisla- diskunum og teppabásnum. Maggi litli fer í leikföngin, Einar frændi á kaf í raftækin og Agga frænka skoðar skartið og skóna. Það er ekki bara gaman að kíkja í Kolaportið, þar er líka hægt að gera góð kaup. Matvælamarkaðurinn er bara opinn laugardaga og sunnudaga. Saltfisksbollur - Geisladiskar - Mottur - Skartgripir - Fatnaður - Antik - Postulínsslyttur - Hákarl - Vynilhljómplötur - Rattœki Marineraður - saltfiskur - Skófatnaður - Rœkjur - Útskorin trévara - Hangikjöt - Knattspyrnubúningar - llmolíur - Egg Fataefni - llmvötn - Rúnakerti - Harðfiskur - Leikföng Ljós - Verkfaeri - Gjafavara - Flatkökur - íöskur - Vatnabuffaióhorn Skelfiskur - Safnaravara - Dömuhattar - Cobraslöngur - Draumafangarar - Kartöflur - Málverk - Videóspólur - Lax Orkusteinahálsmen - Kerti - Englamyndir - Bœnaspjöld - Heimilistœki - Kompudót - Frimerki - Innrömmuð skordýr Humar - Páfuglafjaðrir - Gerfiblóm - Blœvœngir - Búsáhöld - Handverk - Handprjónaðir dúkkukjólar - íslenskt grjót Bastkörfur - löskur - Slökunartónlist - Sœlgœti - Ljósakrónur - Hörpuskel - Kaffi Port - Lesgleraugu - Andlitsmyndir Opið föstudaga kl, 12:00-18:00 og um helgar kl, 11:00-l 7:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.