Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NEYTENDUR Kári Þormar á orgeltónleikum KÁRI Þormar leikur á orgel Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Þetfa eru fjórðu tónleikar í röð sem Hallgrímskirkja stendur fyr- ir með íslenskum orgelverk- um í tengslum við 250. dán- arár J. S. Bach. Kári Þormar er orgariisti Fríkirkjunnar í Reykjavík. Á tónleikunum flytur hann orgelverk eftir þrjú tónskáld frá þremur löndum, Johann Sebastian Bach, Maurice Duruflé og Pál ísólfsson. Á meðal verk- anna er eitt af stærstu orgel- verkum Bachs, Prelúdía og fúga í Es-dúr úr svokallaðri „orgelmessu". Verk franska tónskáldsins Maurice Duruflé er Prelúd- ía, adagio og sálmtilbrigði óp- us 4. íslensku verkin á efnis- skránni eru þrír forleikir og Introduktion og passacaglia í f-moll eftir Pál ísólfsson. Kári Þormar lauk A-prófi í kirkjutónlist frá Robert Schumann-tónlistarháskól- Morgunblaðið/Ásdís Kári Þormar organisti á æfingu í Hallgrímskirkju. anum í DUsseldorf árið 1998. Hann tók við starfi organista við Frí- kirkjuna í Reykjavík á síðasta ári. Árni Heiðar á Múlakvöldi Á NÆSTSÍÐASTA tónleikakvöldi á þessari vorönn á Múlanum á Sólon Islandus sem haldið verður annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30 leikur Ámi Heiðar Karlsson ásamt hljómsveit. Ámi Heiðar Karlsson píanóleikari er nýútskrifaður úr klassískum píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en áður lauk hann djass- deild Tónlistarskóla FÍH, auk þess að hafa verið eitt ár í framhaldsnámi í Hollandi. í vetur hefur hann starf- rækt eigið tríó ásamt Matthíasi Hemstock trommuleikara og Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara. Að þessu sinni er bandið í aðeins breyttri mynd, á trommur er Matt- hías Hemstock, kontrabassa Valdim- ar Kolbeinn Sigurjónsson, píanó Ámi Heiðar og á tenórsaxófón leikur Jóel Pálsson. Á þessum tónleikum mun hljóm- sveitin flytja lög eftir Árna Heiðar en þau eru samin á síðustu fjórum árum og sækir hann áhrif úr ýmsum áttum, allt frá negrasálmum í evrópskan „ECM“-djass. Að þessu sinni hefjast tónleikamir og er miðaverð 1000 kr., 500 kr. fyrir nema og eldri borgara. ------+++-------- Strengir í Salnum STRENGJASVEIT Tónlistarskól- ans í Reykjavík heldur tónleika í salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á mánudag, kl. 20.30. Á efnisskrá em Appolon Mus- agéte eftir I. Stravinsky og Chamber Symphony op. 110 eftir D. Sjostakovitsj í úts. Rudolfs Barshai. Stjórnandi er Mark Reedman. opmoumouiTiL Jlf>.METRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 Fyrir sumarbústaði, heimahús, sundstaði og hótel Uppsettir í sýningarsal Gífurleg fjölgun á umhverfis- merktum vörum Vörum með fjölþjóðleg um- hverfísmerki hefur fjölgað bæði hér heima og erlendis. Hrönn Indriðadóttir sló á þráðinn til Tore Skjenstad hjá Hollustuvernd ríkisins til að fræðast meira um umhverfísmerkingar. Tore Skjenstad „VÖRUR merktar fjöl- þjóðlegum umhverfis- merlg'um hafa aukist mik- ið hér á landi og erlendis," segir Tore Skjenstad, um- sjónarmaður umhverfis- merkinga hjá Hollustu- vernd ríkisins. Umhverfismerktar vör- ur eru á markaðnum til að einfalda neytendum val á vörum, að sögn Tore. „Fjölþjóðlegu opinberu umhverfismerkin eru tvö, annars vegar Norræna umhverfismerkið Svanurinn og hinsvegar umhverfismerld Evrópu- sambandsins, Blómið. Norræna um- hverfismerkið hefur 52 vöruflokka en umhverfismerki Evrópusam- bandsins fimmtán og er ekki eins út- breitt. Sem dæmi um vöruflokka þar sem viðmiðanir hafa verið sam- þykktai’ eru ýmis alhliða hreinsiefni, uppþvottaefni, sápur, gólfhreinsi- efni, einnota- og margnota bleiur, hljómflutningstæki, sjónvörp, ljósa- perur, bfldekk, bflhreinsivörur og sláttuvélar." Meginregla beggja umhverfis- merkjanna er að uppfylla stranga umhverfisstaðla við framleiðslu, notkun og eyðingu og segir Tore, fyrirtæki þurfa yfirleitt að leggja mikla vinnu á sig til að sækja um umhverfismerki. Tvö íslensk fyrirtæki hafa fengið norræna umhverfismerkið hér á landi en það eru Frigg hf., fyrir Maraþon milt þvottaefnið, og prentsmiðjan Hjá Guðjón Ó fyrir prentverk. Þá eru fleiri íslensk fyrir- tæki líkleg til að fá umhverfismerki, að sögn Tore. Nýr vöruflokkur, hótel, hefur bæst í vöruflokk Norræna umhverf- ismerkisins. „Gífurleg fjölgun hefui’ verið á undanfömum árum á um- hverfismerktum vöram. Frá árinu 1997 hafa vörar merktar Norræna umhverfismerkinu meira en tvö- faldast. Þær era nú á þriðja þúsund á Norðurlöndunum." Hvorki matvörur né snyrtivörur era í umræddum vöraflokkum. ,Ákvæði Norrænu ráðherranefnd- arinnar kveður á um það. Fara þarf mjög varlega í að umhverfismerkja matvörar vegna þess að flestir binda oft saman heilsu og umhverfi." Svanurinn og Blómið Norræna ráðherranefndin ákvað árið 1989 að taka upp samræmt og valfrjálst umhverfismerki fyrir vör- ur og hefur Island verið með frá upphafi. Umhverfismerkjaráð veitir Norræna umhverfismerkið en Holl- ustuvemd ríkisins hefur umsjón með merkinu. í Umhverfismerkja- ráði sitja meðal annars aðilar frá Samtökum iðnaðarins, umhverfis- ráðuneytinu, Hollustuvemd og Neytendasamtökunum. Þessir aðil- ar veita leyfi samkvæmt ákveðnum viðmiðunarreglum sem era breyti- legar eftir vöraflokkum. Engin al- # © © hliða vinnuregla er fyrir umhverfis- merkingar enda era vöruflokkarnir 52 að tölu. Blómið, umhverfismerki Evrópu- sambandsins, var stofnað árið 1992. Það er opinbert fjölþjóðlegt um- hverfismerki eins og Svanurinn og hefur sama hlutverk. Tore segir að þótt fjölþjóðlegu merkin séu aðeins tvö séu tfl fjölmörg önnur merki eins og t.d. Green Seal í Bandaríkjunum og Bramiljöval í Svíþjóð. Þá era sér- stök umhverfismerki einnig í Kan- ada, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Tékk- landi og Þýskalandi svo dæmi séu tekin. Sumar vörar með þessum um- hverfismerkjum era fáanlegar hér á landi en yfirleitt era þetta vörur sem fást einungis í viðkomandi landi. Kynningar eru á döfinni Tflraunir hafa verið gerðar á að kynna Norræna umhverfismerkið í ljósi þess að þrátt fyrir að það sé best þekkta umhverfismerkið á Norðurlöndunum, þá er það lítið þekkt hér á landi, að sögn Tore. „Við höfum látið gera tvær Gall- up-kannanir til að kanna viðbrögð fólks og þar kom fram að margir höfðu aldrei heyrt á það minnst. Við vfljum breyta þessu og fá fólk tfl að hugsa sig tvisvar um þegar það kaupir vörur. Margir neytendur er meðvitaðir um ýmis vandamál sem íylgja velmegun og því ættu um- hverfismerktar vörar að skipta máli.“ Auglýsingar og kynningar á um- hverfismerkjunum hefur ekki geng- ið nógu vel. „Við voram með skjá- auglýsingar og sérstakan kynningardag Norræna umhverfis- merkisins í fyrra en það gekk ekki eins vel og við áttum von á. Ætlunin er að vera með sérstaka kynningu bráðlega á umhverfismerktum vör- um sem era á markaðnum. Þannig vfljum við efla fólk tfl umhugsunar. Fyrir yngri neytendur má síðan geta þess að á heimasíðu Hollustu- vemdar, www.hollver.is, er að finna sérstaka skólasíðu Norræna um- hverfismerkisins. Um er að ræða námsefni um Svaninn og almennt um umhverfismál og er efnið eink- um ætlað fyrir nemendur í eíri bekkjum grannskólans. Hverju verkefni fylgir einnig glæraefni fyr- ir kennara." Mdrgunblaðið/Haiídór Kolbeins Formleg opnun Garðheima í Mjódd hófst með husblessun í umsjón sr. Gísla Jónassonar. Ný græn verslun og blómakaffí GARÐHEIMAR, fyrrum verslun Sölufélags garðyrkjumanna, er græn verslunarmiðstöð í Mjódd- inni í Reykjavík sem formlega opnaði si. fimmtudag. Starfsemi hófst fyrst fyrir jólin í fyrra en nýjar deildir hafa verið teknar í notkun síðan, að sögn Gísla H. Sig- urðarsonar framkvæmdasljóra, svo sem plöntusala á útisvæði og í gróðurhúsi og sælkeravörur með matvöru til gjafa og heimilsinota. „Kaffihúsið, Blómakaffi var einnig opnað á fimmtudag. Þá var einnig opnað svæði með uppsettu gróðurhúsi, garðskálahúsgögn- um, útiljósum og ýmsu fallegu og nytsamlegu í garðinn,“ segir Gísli. Auk þessa er búið að taka í notkun nýja deild með gæludýrarvörum. Á efri hæð er að finna glænýjan íbúa, hinn litríka fugl, „Toucan- fúgl Ponti,“ sem unir sér vel, að sögn Gísla. Heildarfermetrafjöldi verslunarinnar er um 5.000. Á fímmtudag var einnig útgáfu nýrrar 64 blaðsíðna garðyrkju- handbókar fagnað, sem dreift hef- ur verið inn á heimili á höfuðborg- arsvæðinu. Formleg opnun hófst með húsblessun sr. Gisla Jónas- sonar og Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra flutti ávarp. „Um helgina ríkir hátíðar- stemmning í Garðheimum," segir Gfsli, „í boði er fjölskylduskemmt- un með „gróðri, gamni, punti og plöntum" ásamt fjölda tilboða." Garðheimar falla vel að lífsstfl fólks sem vill lifa í umhverfísvænu og grænu umhverfi. „Höfðað er jafnt til blómabænda sem og al- mennings. Hugmynd að slíkri verslun er ný af nálinni hér á landi en nýtur mikilla vinsælda erlend- is, svo sem í Frakklandi þar sem á þriðja hundrað grænar verslanir, spretta upp árlega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.