Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 48
^48 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EMANÚEL GUÐMUNDSSON + Emanúel Guð- mundsson, sjómað- ur og vélstjóri, fæddist á Búðum í Staðarsveit, Snæfellsnesi 16. 1911. Hann lést á Landspítalanum 20. maí síðastliðinn. For- eldar hans voru hjónin Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur Ásgríms- son frá Bakkabúð á Búðum á Snæfellsnesi. Emanúel var einn af ellefu systkinum. Þau sem komust á legg voru Ósk Jónína Sig- ríður, Svanhvít, Gyða, Emanúel, Hjörtur og Sigurður, en hann er einn eftirlifenda af systkinahópnum. Eiginkona Eman- úels var Ásta Krist- jánsdóttir, f. 7.7. 1907 í Miklaholtsseli, Mikla- holtshreppi, d. 29.5. 1979. Börn þeirra: 1) Ellert Rögn- valdur, f. 27.11. 1933 í Ólafsvík. 2) Hjörtur Unnar, f. 1.7. 1936, d. 22.11. 1936 í Ólafsvík. 3) Sunna, f. 29.12.1942 í Ólafsvík. 4) Guðmund- ur Hreinn, f. 10.8. 1946 í Ólafsvík, d. 27.10. 1996 í Reykjavík. Emanúel og Ásta bjuggu í 10 ár í Ytri-Bug í Fróðárhreppi og voru þar með búskap. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Hrings í Ólafsvík. Afkomendur Emanúels og Ástu eru nú 20. Útför Emanúels fer fram frá Ól- afsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar með fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns, Em- anúels Guðmundssonar, sem verður til moldar borinn frá Ólafsvíkur- kirkju í dag. Kynni okkar hófust fyrir þrjátíu og fimm árum. Þá fluttist ég til Ól- .afsvíkur að hefja búskap með yngri syni hans Guðmundi. Vinátta okkar var góð, sterk og án margra orða. Emmi var ekki orðmargur maður en meinti það sem hann sagði. Saga hans og uppvöxtur er efni í stóra og merkilega bók. Merkilegri bók en margt sem gefið er út í dag. Saga alþýðumans sem fæðist í upphafi síðustu aldar og kynnist í raun öllu því sem við sem yngri er- um eða á miðjum aldri, að ég tali nú ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. \ * ' k 5 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sáimaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ekki um barnabörnin hans, höldum að hafi bara gerst endur fyrir löngu. Emmi gerði ekki mikið úr því þegar ég var að fá hann til að segja mér frá uppvaxtarárum sínum. Hann var úr stórum hópi systk- ina. Vegna veikinda og erfiðra heimilisaðstæðna þurfti að koma honum í fóstur í lengri eða skemmri tíma frá því hann hann var sjö eða átta ára gamall. Fram undir ferm- ingu ólst hann upp á nokkrum bæj- um í Staðarsveit og Breiðuvík. Emmi var ekki með neinar há- stemmdar lýsingar eða mörg orð, það var ekki hans vani. En setning- ar eins og „þar var alltaf nóg að borða“ eða „það sumar var ég látinn vera skólaus" segja meira en mörg orð. Frásagnirnar af dvöl á hinum og þessum bæjum enduðu oftast á orðunum „það voru allir góðir við mig þar“. Um fermingu fór Emmi til Guð- rúnar og Jóns á Stapa og Jón býður honum skipsrúm hjá sér. Þegar kemur að þessum kafla í frásögninni varð svo gaman að hlusta á hann. Þetta voru bestu árin í uppvextinum og orðin urðu fleiri en „þarna voru allir góðir við mig“. Emma þótti svo vænt um þetta fólk að þarna var auðheyrt að hann eign- aðist heimili og vini. Mestan hluta starfsævinnar vann hann svo hjá þeim bræðrum, Tryggva og Víg- lundi, sonum Jóns á Stapa. Ég ætla ekki að rekja æviferil Emma hér, til þess eru aðrir færari en ég, en alltaf finnst mér sagan af bernsku hans og uppvexti jafn merkileg. Emmi átti talsvert af bókum Halldórs Laxness. Snilldarlegar lýsingar skáldsins á kjörum fólks hafa ef til vill náð svo vel til hans vegna þess að hann þekkti það af eigin raun; hann vissi að lífið gat verið saltfiskur. Þegar kynni okkar hefjast eru þau Asta búsett í Ólafsvík þar sem þau bjuggu allan sinn búskap að undanskildum tíu eða tólf árum sem þau bjuggu í Ytri-Bug í Fróðár- hreppi. Bæði töluðu þau um árin í Bug sem góðan tíma. Emmi minntist stundum á að þar hefði hann viljað vera lengur. Þar var hann sjálf- stæður maður í sjálfstæðu landi. Þrátt fyrir að hann ynni alltaf í Ól- afsvík með búinu var hann búinn að gera þar mikið á stuttum tíma. Veikindi Ástu urðu til þess að þau fluttu aftur til Ólafsvíkur um 1960. Síðustu árin bjó Emmi á dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík. Þar gilti ennþá það sama; „það eru allir góðir við mig þar“. Guðmundur minn lést árið 1996 eftir mjög erfið veikindi. Ég held að það hafi verið föður hans þungbær- ara en við áttuðum okkur á. Hann var ekki að fjölyrða um það frekar en annað. Það var Emma líka erfitt að við vorum öll flutt í burtu frá Ólafsvík, Gunni dóttursonur hans flutti síð- Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að þerast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna sldlafrests. astur núna fyrir nokkrum árum. Hann varð svo einn, að það er vont að hugsa um það. En það er gott að hugsa um að þegar ég sagði honum að ég væri búin að gifta mig aftur þá var hand- takið þétt og hamingjuóskirnar ein- lægar. Fyrir stuttu var ég að fletta einni af bókum Halldórs Laxness og tók þá eftir setningunni ,;að hann væri að berja nestið sitt“. Ég mundi ekki hvað þetta þýddi og fór að skoða þetta betur. Það þýddi að hann átti stutt eftir ólifað. Ég held að þessi skipti sem ég heimsótti Emma á Landspítalann höfum við bæði vitað að hann var að berja nestið sitt. Hann var orðinn þreyttur, sáttur við að Ijúka þessari jarðvist, enda búinn að skila löngu dagsverki. Þær breytingar sem hann hefur séð og upplifað á sinni tæplega níu- tíu ára ævi eru meiri en að við skilj- um það: frá því að fæðast í torfbæ, verða í bókstaflegri merkingu að duga eða drepast og fram til dags- ins í dag þar sem tilveran snýst stundum meira um eftirsókn eftir vindi eins og hann sagði stundum. Hann sagði við mig um daginn: „Svava mín, þú ert orðin svo trúuð, það er gott.“ Ekki veit ég hvers vegna hann sagði þetta, ef til vill vegna þess að ég starfa við kirkjuna. Ég man ekki hverju ég svaraði, en við litum bæði í Passíu- sálmana hans sem hann var með á náttborðinu og sögðum ekki fleira um það. Mig langar að þakka Elfari og Gunna alla þeirra væntumþykju og umhyggju við afa sinn sem honum var svo mikils virði. Ég kveð vin minn með þökk. Ég er þess fullviss að þar sem ég trúi að hann sé nú séu allir góðir við hann. Svava. Mér er það mjög Ijúft að minnast Emanúels Guðmundssonar með nokkrum línum. Leiðir okkar lágu saman fyrir u.þ.b. fjórum árum þeg- ar ég tengdist fjölskyldu hans og hóf sambúð með Sunnu dóttur hans. Fyrstu kynnin voru á þá leið að mér gat ekki dulist að þar var á ferð mjög sérstakur persónuleiki, sem gott var að vera í návist við, hann hafði til að bera einstakt næmi fyrir lífinu og tilverunni og í samskiftum símum við fólk gat hann miðað ríku- lega af þeirri lífvisku sinni. Fyrir fjölskyldu sína reyndist hann alltaf sem kletturinn í hafinu, hvað sem annars á gekk „í lífsins ólgusjó", hann var alþýðumaður og stoltur af því að vera í baráttusveit þeirra sem vildu betri heim, og var trúr sjálfum sér alla tíð í þessum efnum. Emmi gamli hefði orðið 89 ára í júlí nk. og bar aldurinn nokkuð vel, hann var myndarlegur á velli og bar með sér meðfædda höfðinglega reisn og ljúfmannlegt viðmót þess manns sem staðið hefur af sér storma og stórsjói lífsins án þess að týnast. Hestamennska var honum í blóð borin frá æsku og hans stóra áhuga- mál í lífinu, hann átti marga lands- þekkta úrvals gæðinga sem gott hrossahlóð er runnið frá og finnst í mörgum efnilegustu gæðingum í dag. Það var ótrúlega gaman að ræða um hesta við hann, kallinn yngdist um 20-30 ár þegar góða gæðinga bar á góma og gat af ótrúlegu inn- sæi lýst lunderni og skapgerðareig- inleikum þeirra, síðan sagði hann við mig þessa gullvægu setningu eitt sinn: „Það er bara til einn gald- ur við að fá fram úrvals gæðing og það er að það sem þú gefur hestin- um af sjálfum þér gefur hann þér mjög ríkulega til baka aftur." Mér var þetta ákveðin hugljómun. Fyrir okkur í fjölskyldu hans verða óhjákvæmilega kaflaskipti nú þegar hann er horfinn af okkar sjónarsviði, við hefðum gjarnan vilja hafa hann lengur hjá okkur og njóta hans andlega styrks, en það er nú einu sinni þannig að þegar tíminn er útrunninn í lífi fólks þá verðum við að kveðjast. Hann var sjálfur mjög þakklátur fyrir að geta haldið þó þetta góðri heilsu og sinni andlegu reisn, en þetta verður að stórum hluta að þakka því að hann átti þess kost að búa á dvalaheimilinu Jaðri í Olafs- vík, þar sem inni ríkti umhyggja og heimilisbragur, sem ég þori að full- yrða að vart verði fundið betra nokkurs staðar. Þökk sé ykkur. Emma gamla þótti vænt um sína heimabyggð og hugleiddi aldrei að flytja, þótt seinasti ættinginn flytti suður fyrir um þremur árum. Hann upplifði þennan stórkostlega tíma í uppbyggingu staðarins, allt frá því er „seglin hvít sjóndeildarhringinn tjalda" og til þess er Ólafsvík er í dag. Svo það erum ekki bara við sem í dag kveðjum ættarhöfðingjann okkar, heldur einnig Ólafsvík sem sér á bak gömlu Ólafsvík inn í sög- una. Nú er komið að leiðarlokum, kveðjustundin upp runnin, niðjar þínir vilja sýna þér sína hinstu virð- ingu í orði og verki á þessum tíma- mótum. Þér verður fylgt úr borg- inni og síðan komið við á þeim stöðum sem þér voru kærir með of- urlítilli þagnarstund á hverjum stað og líkfylgd með forystu góðra gæð- inga staðarins sem munu fylgja þér síðasta spölinn. Ég fyrir mitt leyti verð að segja að ég held að ég sé ögn betri mann- eskja af því að hafa kynnst þér, haf þú kærar þakkir fyrir allt sem okk- ur fór á milli. Pétur Ottesen. Óhætt er að segja að fáir hafi upplifað eins miklar beytingar og sú ANNALISA H. SIGURÐARDÓTTIR + Annalísa H. Sig- urðardúttir fædd- ist í Kaupmannahöfn hinn 4. september 1934. Hún iést á Fjérðungssjúkrahús- inu á Akureyri 5. maí síðastliðinn. Méðir hennar var Thora Agnete Edel Holm, f. 2. nóvember 1909, d. 21. oktdber 1981. Systir Onnulísu er Britt Nyawade, f. 13. oktéber 1948 í Kaup- mannahöfn. Hinn 17. júní 1955 giftist Annalfsa Stefáni Sigurðs- syni, f. 16. oktéber 1919. Foreidr- ar hans voru Sigurður Stefánsson frá Kambfelli, f. 5. september 1889, d. 19. oktúber 1983 og Lilja J. Stef- ánsdúttir frá Stúra- dal, f. 31. oktúber 1894, d. 21. oktúber 1930. Annalísa og Stef- án eignuðust þrjár dætur: Lilju, f. 26. september 1955, gift Karli J. Guðmunds- syni og eiga þau tvö börn og eitt bama- barn; Helgu, f. 26. september 1955 og Súldísi, f. 11. aprfl 1960, f sambúð með Aðalsteini Svani Sigfússyni og eiga þau tvö börn. Útför Önnulfsu fúr fram í kyrr- þey frá Höfðakapellu hinn 11. maf. Þegar tengdamamma, Annalísa ég trúlofaðist yngstu dóttur henn- Sigurðardóttir, skildi við hinn 5. ar og þeirra hjóna. Þá voru kynni maí sl. voru liðin rétt 18 ár síðan okkar Önnulísu rétt að hefjast og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.