Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.05.2000, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Morgunblaðið/Ágúst Þórður Þórðarson tekur fyrstu skóflustunguna að frysti- og kæligeymslu Sfldarvinnslunnar. Stór kæli- og frystigeymsla reist í Neskaupstað Neskaupstað. Morgunblaðið. Norskur eldislax sagður vera krabbameinsvaldandi Deilt um efni í laxa- fóðri í Noregi FYRSTA skóflustungan að nýrri 4.000 fermetra kæligeymslu, sem Síldarvinnslan hf. ætlar að byggja í sumar, var tekin 20. maí sl. Það voru þeir Þórður Þórðarson, fyrr- verandi skrifstofustjóri Síldar- vinnslunnar, og Haraldur Jörgen- sen, verkstjóri hjá fyrirtækinu, sem tóku skóflustunguna, Þórður með skóflu en Haraldur með stór- virkri gröfu. Hin nýja bygging mun rísa vest- an við fiskiðjuver fyrirtækisins og tengjast því með tengibyggingu. í ávarpi Smára Geirssonar, stjórnarmanns í Síldarvinnslunni, kom meðal annars fram að þetta muni verða stærsta bygging sinn- ar gerðar á landinu og í henni verður hægt að geyma 4.500 tonn af frystum afurðum og 40 þúsund tonn af saltsfld eða 9.000 tonn af frosnum afurðum og 20 þúsund síldartunnur, samtímis. Áætlað er að ljúka framkvæmd- um í haust og taka bygginguna í notkun 1. nóvember næstkomandi. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdir er um 600 milljónir króna. í GREIN, sem Odd Lindberg, fyrr- verandi fiskieftirlitsmaður í Noregi, skrifar í sænska dagblaðið Dagens Nyheter, segir hann að margt sé at- hugavert við þær aðferðir sem notað- ar eru við laxeldi í Noregi og jafnvel sé hætta á því að krabbameinsvald- andi efni sé að finna í laxinum sökum þeirra. Lindberg segir í grein sinni að mikið af vafasömum efnum sé beitt á laxinn, bæði við fóðrun og eins til að meðhöndla sjúkdóma en sérstaklega hefur lús verið vandamál í Noregi undanfarið. í greininni segir að stór hluti prót- einsins, sem notað sé í laxafóður, sé erfðabreyttur en of mikil neysla þess- ara próteina getur haft alvarleg áhrif á menn. Jafnframt segir Lindberg að óhófleg notkun litarefna í laxafóðri geti haft slæmar afleiðingar og ásakar hann norska eldisbændur og fóðurframleiðendur um að nota meira en leyfilegt er af þessum efnum. Laxalús hefur verið talsvert vanda- mál í Noregi og segir Lindberg að til að drepa hana noti menn hættuleg lyf sem geti haft fjölda aukaverkana. Lyf þessi innihalda hættuleg efni sem geta drepið skeldýralíf í kringum eldi og eins brotni þessi efni hægt niður í náttúrunni. Það sem alvarlegra er séað þessi efni geta tekið þátt í efna- hvörfum í laxinum sjálfum og mynd- að þar krabbameinsvaldandi efni sem hafa langan dvalartíma í laxinum sjálfum. í kjölfar lyfjagjafar vegna laxalús- arinnar koma oft upp bakteríu- og veirusýkingar sem eru meðhöndlaðar með fúkkalyfjum og bendir Lindberg á að á stuttum eldistíma laxins sé hann að fá í sig mikið magn af óæski- legum efnum sem hljóti að hafa slæmar afleiðingar bæði fyrir um- hverfið og neytendur. Hörð viðbrögð í Noregi Grein Lindbergs hefur vakið hörð viðbrögð í norskum fjölmiðlum og hafa eldismenn sem og umhverfis- vemdarsinnar í Noregi lýst furðu sinni á skrifum Lindbergs. Haft er eftir Bjame Boe, yfirmanni rann- sóknasviðs Fiskeridirektoratet í Nor- egi, í netútgáfu norska blaðsins Aftenposten, að mjög gott eftirlit sé með eldislaxi í Noregi. Bpe segir að 3.900 prófanir séu gerðar árlega til að kanna hvort lyfjaleifar eða önnur framandi efni sé að finna í eldislaxi og svo sé ekki. Auk þess styðja engar rannsókir að lax geti verið krabba- meinsvaldandi. Boe segir að notkun fúkkalyfja hafi dregist gífurlega saman undanfarin ár í laxeldi en að sama skapi hafi orðið talsverð aukning á efiium til að aflúsa lax. Hann segir þó að engar rann- sóknir sýni fram á skaðsemi þessara efna og auk þess vill hann ekki taka undir þá fullyrðingu Lindbergs að hætta stafí af litarefnunum sem séu eins og hin náttúralegu litarefni. Erfðabreytt prótein notuð á íslandi Hvað laxeldi á Islandi varðar, er mikið af sömu efnum notað hér og í Noregi. Þess ber þó að gæta að laxa- lús er ekki vandamál hér við land enda h'tið um sjókvíeldi og því eru efni til að eyða henni ekki notuð hér á landi. Jón Öm Pálsson, fóðurstjóri fóðurverksmiðjunnar Laxái’, segir að erfðabreytt prótein hafi verið notuð í fóður á f slandi. „Það hefur verið flutt inn maís- og sojaprótein í fáein ár frá Ameríku og mikið af því hefur sjálf- sagt verið erfðabreytt. Yfirleitt er þetta prótein mikið unnið þegar það kemur hingað og því erfitt að mæla hvort það er erfðabreytt eða ekki. Það er hins vegar núverandi stefna Laxár að nota aðeins vottuð náttúra- leg prótein í okkar framleiðslu og er stefna okkar að ganga lengra en það og hefja framleiðslu á vottuðu lífrænu fóðri.“ Jón segir að hvað htarefni varði sé Astaxanthin nær eingöngu notað en það efni fyrirftnnst náttúralega í skeldýram. „Eini munurinn á htar- efninu í fóðrinu og náttúranni er að það er efnafræðilega framleitt. Magn efnisins í fóðri fer eftir eldistegund en það er þó meira af þessu efni í fóðrinu en fiskurinn kemst í snertingu við náttúralega. Fjöldi rannsókna hefur hins vegar sýnt að þetta efni er ekki heilsuspillandi og er svipað magn not- að af því í fóður hérlendis eins og í Noregi.“ Hvað fullyrðingar Odds Lindbergs varðar, segir Jón að hann hafi ekki haft tækifæri til að skoða þær mikið. „Gallinn er að maður veit ekki á hvaða rannsóknum hann byggir þess- ar kenningar sínar og það er ekki mikið að mai-ka þær ef hann getur ekki stutt þær vísindalega þar sem fjöldi rannsókna sýnir hið gagnstæða við það sem hann segir.“ Innifaliö í námskeiði: Einkatímar í tækjasal Hóptímar í sal Hreyfing úti Yoga Næringarráðgjöf Fæðubótarefni Sund, gufa og nuddpottur Sloppur, skór og handklæði Topp kennarar Morgun- hádegis- og kvöldtímar 85.000 kröna Spa meðferð í verðlaun fyrir besta árangurinn I Nýbýlavegi 24 - Kópavogi Sim! 564 1011 - spa@meccaspa.is www.meccaspa.is Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Sfldarvinnslunnar hf., Ómar Pét- ursson, sölustjóri Sæplasts hf. innanlands, og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Sfldarvinnslunnar hf., handsala samninginn um kaup Sfldar- vinnslunnar hf. á 1.000 Sæplastskerum. Síldarvinnslan hf. kaupir 1.000 Sæplastsker SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað hefur gert samning við Sæplast hf. á Dalvík um kaup á þúsund 460L fiskikerum til notk- unar um borð í Bjarti NK 121, ís- fiskskipi Sfldarvinnslunnar. Ómar Pétursson, söiustjóri Sæplasts hf. innanlands, segir að fyrirtækið hafi átt áralöng og far- sæl viðskipti við Sfldarvinnsluna hf. „Sfldarvinnslan hefur til þessa einungis notað kerin frá okkur í vinnslunni í landi en nú hafa for- svarsmenn fyrirtækisins tekið þá ákvörðun að skipta út öllum fiski- kössum um borð í Bjarti NK fyrir 460L Sæplastker. Það er mikið hagræði fólgið í notkun fiskikera umfram kassa og ég er sannfærð- ur um að þessi ákvörðun mun reynast Sfldarvinnslunni farsæl, segir Ómar. „Við höfum í nokkurn tíma ætl- að okkur að skipta flskikössunum út og létum verða af því nú f tengslum við flutning frystihúss félagsins í nýtt og glæsilegt fisk- iðjuver. Af fenginni reynslu í vinnslunni vitum við að kerin frá Sæplasti eru gæðaframleiðsla og væntum því góðs af breytingunn- i,“segir Freysteinn Bjarnason, út- gerðarstjóri Sfldarvinnslunnar hf. Byrjað er að framleiða upp í samninginn en lokið verður við af- hendingu keranna í júlímánuði nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.