Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________LÁUGARDAGUR 27. MÁl 20Ó0 75 FÓLK í FRÉTTUM Kent endurgeldur Islendingum traustið á Tónlis Eskilstuna, Reykjavík, Los Angeles Sænska sveitin Kent er á barmi heims- frægðar... á Islandi í það minnsta. Hún hljómar ótt og títt í útvarpinu og stemmn- ingin fyrir Islandsför hennar er að ná há- marki. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við aðalsprautur Kent í langferðabíl sveitar- — -p . —---- innar, um þakklæti í garð Islands, þungan hníf og ávexti frægðarinnar. |V Morgunblaðið/Skarphéðinn KENT var að ljúka sér af í hljóðveri þegar blaðamann bar að. Þeir voru á hraðferð því dagskráin hjá alvöru poppurum er stíf og ströng. Söngv- arinn og aðallagahöfundur sveitar- innar Joakim Berg og æskuvinur hans Sami Sirviö gítarleikari gáfu sér þó smátíma til þess að spjalla við þennan langtaðkomna snáp um væntanlega Islandsreisu, nýju plöt- una Hagnesta Hill og heimsfrægðina sem sögð er innan seilingar. Fyrir utan hljóðverið stóð glæsi- leg langferðabifreið og Joakim tjáði blaðamanni að hún væri ætlum sveit- I inni fyrir væntanlegt tónleikaferða- lag og þótti tilvalið að afgreiða spjall- ið þar. „Við erum um þessar mundir að hefja kynningu á nýju plötunni Hagnesta Hill,“ skýrði Joakim út þegar blaðamaður innti hann eftir því hvað sveitin væri að bralla þessa dagana. Þeir Sami viðurkenndu reyndar fúslega og með afsökunar- | tón að allt þetta kynningarstúss og I tilheyrandi viðtöl við fjölmiðla væri Ísíður en svo það skemmtilegasta sem þeir tækju sér fyrir hendur. ,,Við fórum ekki út í poppbransann til að gera þetta heldur til að semja og spila tónlist sem okkur er helst að skapi,“ sagði Joakim. „En taktu það ekki persónulega," bætti hann við og blaðamaður lofaði að gera það ekki og hóf kvölina. Verðum alltaf jafnsænskir A hvern hátt er nýja platan, sem I er ykkar fjórða í röðinni, frábrugðin I þeirrisíðustu, Isola? „Við urðum alveg ferlega þreyttir á því hvemig við hljómuðum á Is- ola,“ segir Joakim. „Á síðustu tón- leikaferð okkar um heiminn spiluð- um við svo rosalega oft og höfðum aðeins lögin af þeirri plötu til að spila þannig að við fengum eiginlega nóg af þeim. Því vildum við gera eitthvað Iallt annað, eitthvað miklu einfaldara og hrárra." „Eitthvað sem yrði skemmtilegra að leika á sviði,“ bætir Sami við, „það var nefnilega allt of mikið krukkað í lögin á Isola í hljóð- verinu. Svo mikið að það er varla hægt að koma þeim á sama hátt til skila á tónleikum, sem er synd.“ Sveitin vildi þannig finna kjarn- ann á nýjan leik, komast að uppruna sínum. Það heyrist líka vel. Þrátt fyrir að vera afar fagmannlega unnin Íog útpæld þá eru útsetningar á >,Hagnesta Hill“ allar mun einfaldari en á Isola, hljóðfæraleikurinn lát- lausari og stórsveitarbragurinn og strengjadramatíkin sem fyllti upp í hvert tómarúm á bak og burt. Vísar titillinn Hagnesta Hill á ein- hvern hátt tilþessara breytinga? „Já,“ segir Joakim, „þetta er nafn- ið á æfingarhúsnæði rétt hjá heima- bæ okkar Eskilstuna (sem er smá- bær nálægt Stokkhólmi), þar sem Ívið Sami og Martin (Sköld bassaleik- ari Kent) fórum fyrst að fikta við tónlist árið 1988. Okkur var mikið í mun að endurvekja andann sem ríkti þegar við vorum að byrja. Finna á ný ánægjuna af því að búa til tónlist og vera í hljómsveit.“ Sami grettir sig og bætir við grafalvarlegur: „Við er- um skíthræddir við að lenda í þeirri gryfju að fara að líta á hljómsveitina sem byrði og kvöð, einhverja hund- fúla vinnu sem heldur okkur að heiman svo mánuðum skiptir." Kent var stofnuð 1993 af þeim Joakim, Sami og Martin að viðbætt- um gítarleikaranum Harry Manty og trommaranum Markus Muston- en. Eftir talsvert streð fengu þeir plötusamning og gerðu tvær fyrstu plöturnar á sænsku eingöngu. Sú þriðja, Isola, var hinsvegar einnig tekin upp á engilsaxnesku sem varð til þess að aðrir en Svíar tóku að leggja við hlustir. Hvers vegna gerið þið bæði enska og sænska útgáfu afplötum ykkar? „Þegar ég fór að semja enska texta eftir að við höfðum gefið út tvær sænskar plötur ákvað ég að sænskir unnendur okkar ættu ekki skilið að við tækjum slíkum skyndi- breytingum að hætta allt í einu að syngja á móðurmálinu," segir Joak- im. „Því samdi ég einnig sænskar út- gáfur bæði af lögunum á Isola og Hagnesta Hill.“ Joakim segir landa sína sannarlega hafa kunnað að meta þá viðleitni en samt sé ekki víst að hann muni halda áfram að færa text- ana yfir á sænsku: „Það er einfald- lega allt of erfitt og tímafrekt fyrir okkur að þurfa að semja tvöfalt fleiri texta, taka sönginn upp helmingi oft- ar og gera tvær útgáfur af mynd- böndum. Því miður. En við verðum alltaf jafn sænsk sveit þótt við hætt- um að syngja á sænsku og stoltir af því!“ Mustang og húsaleiga Hvenær uppgötvuðuð þið að þið væruð búnir að slá í gegn ? Joakim þarf ekki langan tíma til að hugsa sig um: „Þegar við spiluð- um fyrir troðfullu húsi í stærstu hljómleikahöll Svíþjóðar, Hovet. Við erum nýbúnir að gera það og tilfinn- ingin var ótrúleg." Hvaða draumar hafa ræst í kjöl- farið? „Ég keypti mér draumabílinn, Ford Mustang," segir Sami. Joakim var ekki alveg eins viss: „Kannski einna helst að vera í hljómsveit og hafa samt efni á húsaleigunni.“ Hvert sækið þið innblástur? „Nú orðið reynum við að leiða alla gömlu áhrifavaldana hjá okkur,“ segir Sami. >rÁður fyrr horfðum við upp til sveita á borð við Depeche Mode, The Cure og U2 en við gerð Hagnesta Hill lögðum við okkur fremur fram um að líta okkur nær.“ Joakim bætir við að gömlu áhrifa- valdamir hafi einmitt verið hluti af þeim hljómi sem sveitarmenn vildu losna við og breyta. Nú fyrst væri Kent undir áhrifum frá Kent: „Áður fyrr höfðum við með okkur í hljóð- verið fullt af efni sem við höfum dá- læti á og sóttum í er innblásturinn vantaði en nú gætum við okkur sér- staklega á slíkum vinnubrögðum. Ef á annað borð við hlustuðum á eitt- hvað þá var það eitthvað allt annað og gjörólíkt okkar tónlist eins og t.d. reagge og þungarokk." Hljómurinn og einstaka útsetn- ingar á Hagnesta Hill minna um margt á áttunda og níunda áratug- inn, einkum smellurinn „Music Non Stop“. Var það með vilja gert? „Eins og Joakim sagði hér á und- an gerðum við í því að hlusta á eitt- hvað allt annað en við höfum gert og þar á meðal diskóskeið stóru rokk- sveitanna," segir Sami. „Þegar sveit- ir á borð við Rolling Stones og Kiss reyndu að búa til diskólög. Þetta var eitthvað sem okkur þótti fyndið og fáránlegt en um leið undarlega flott.“ Joakim bætir við: „Gott dæmi er einmitt „Music Non Stop“ þar sem við reyndum að endurskapa þennan hallærislega diskótakt sem sveitirnar notuðu. Lagið var því upp- haflega eins konar flipp og það rann ekki upp fyrir okkur fyrr en ég tók upp sönginn að þar færi fyrsta smá- skífan." Smábæj ardrengir með Islandsþrá Má enn greina á tónlist ykkar að þið séuð frá smábæ? „Já, alveg tvímælalaust," segir Sami, „eftir því sem við ferðumst meira komumst við betur og betur að því hversu miklir smábæjar- drengir við í raun erum. Þú losnar ekkert við þær rætur, sem okkur þykir vel.“ Blaðamaður bendir hér á að það sé máske út af þessum smá- bæjarbrag sem Kent höfðar svo sterkt til íbúa litla íslands og taka þeir Joakim og Sami undir það heils- hugar. Ég frétti einhvers staðar að þið væruðspenntir aðkoma til íslands? „Ég er að segja þér alveg satt,“ byrjar Joakim uppveðraður, „ísland er hreinlega einn af draumastöðum mínum. Svona í huganum, því ég hef aldrei komið þangað en hefur alltaf dreymt um það. Ég veit ekki af hverju.“ Kent ætlar að dveljast í þrjá daga á íslandi, tveimur dögum lengur en áætlað var því drengina langar mikið til að kynnast betur landi og þjóð. Hvað á að bardúsa? „Skoða náttúruna, maður,“ svarar Sami ákafur, „eldfjöllin, hverina, allt heila klabbið." „Og náttúrlega læra að bera „þungur hnífur“ rétt fram,“ bætir hann við í gríni, „það er alveg ótrú- lega svöl setning!" Ameríkufrægðin Islandi að þakka Hún er orðin fræg sagan um það hvernig Kent náði til eyma Kana. Hún er eitthvað á þá leið að einn að- algæinn á KROQ, stórri útvarpstöð í borg englanna, var staddur hér á landi þegar hann heyrði í útvarpinu „If You Were Here“. Til að gera langa sögu stutta féll hann kylliflat- ur fyrir laginu, keypti plötuna, tók hana með vestur yfir haf og setti í bullandi spilun. Nú herma fregnir að Kent sé um það bil að vinna banda- ríska gæðapoppunnendur á sitt band. Hafið þið heyrt þessa Öskubusku- sögu, drengir? „Já,“ svarar Joakim, „en það fár- ánlega er að við höfðum ekki hug- mynd um að það væri verið að spila okkur á íslandi!" „Fyrst sigruðu þeir Reykjavík og síðan L.A!“ spaugar Sami með tilgerðarlegri rödd. „En í alvöru lítum við svo á að það sé full- ,< komlega íslandi að þakka að boltinn sé farinn að rúlla vestanhafs," segir Joakim. Það verður því með þakklæti í huga sem þið spilið fyrir Islendinga? Þeir hlæja og Joakim segir: „Já, við munum gera okkar besta til að endurgjalda traustið sem þið hafið á okkur.“ AJœ turqaUnn^ í kvöid leikur stórhljómsveitin Stuðbandalagió frá Borgarnesi. leysir vandann Reflectix er 8 mm bvkk endurgeislandi einanqrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeislo hitonn. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15,38 og 76m. I háoloft, bok við ofno, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoko o.m.fl. Skæri. heftibyssa og límband einu verkfærin. PÞ &CO Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 3640 3 568 6100 HÓTfo HARMONIKUNNák verður haldin í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, í kvöld, 27. maí kl. 20:30. undir stjórn Arnar Fatkner LÉTTSVEIT Harmonikufélags Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar. 22:30 Harmonikudansleikur Fyrir dansi leika félagar úr Harmonikufélagi Rangæinga og Harmonikufélagi Reykjavlkur. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Miðaverð kr. 1.000 Allir velkomnir hvort sem er á tónleikana, dansleikinn eða hvort tveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.