Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís Á Rofaborg í Árbæ var sungið um loft, vatn, eld og jörð eins og á öllum leikskólum borgarinnar. Morgunblaðið/Asdís Bömin á leikskólanum Hofi við Gullteig æfðu sig af kappi í gær. TVö þúsund börn flytja Þúsaldarvísur ÞAÐ eru öll börn í leikskólum Reykjavíkur fædd árið 1994 sem taka þátt í verkefiiinu en að því standa sameiginlega Leikskólar Reykjavíkur, Kramhúsið og Reykja- vík - menningarborg Evrópu 2000. Flutningur Þúsaldarvísnanna á Am- arhóli í dag er þó aðeins hápunktur gríðarmikils starfs sem unnið hefur verið á öllum leikskólum borgar- innar frá ársbyijun undir stjórn leikskólakennara og starfsmanna Kramhússins. Elfa Lilja Gfsladóttir er verkefiiis- stjóri og hún segir að strax í upphafi hafi verið ákveðið að verkefhið skyldi ná yfir fjórar helstu listgrein- arnar; tónlist, myndlist, dans og Ieiklist. „Bömin hafa unnið með náttúmöflin; vatn, eld, loft og jörð undir stjóm leikskólakennaranna sem við fengum á námskeið til okkar í Kramhúsið í ársbyrjun og kynntum fyrir þcim hugmyndina. Við lögðum upp með það að hugmyndir bam- anna fengju að njóta sín og þau hefðu tækifæri til upplifa hið skap- andi ferli sjálf. Reynt var að opna augu bamanna fyrir borg og nátt- úm, gefa þeim tækifæri á að kynn- ast því hvað borgin hefur að geyma og bera virðingu fyrir því umhverfi sem þau alast upp í. Þau hafa farið í alls kyns rannsóknarleiðangra og tekið sýni af ýmsu sem tengist nátt- úruöflunum og má nefna að Heklug- osið hafði mikil áhrif og ól af sér alls kyns myndir og skúlptúra.“ Sýningar á fimm stöðum Afrakstur þessarar sköpunar- vinnu verður til sýnis í dag í Lista- safni íslands, Listasafni Reybjavík- ur, MIR-salnum, Ráðhúsinu í Reykjavík og Kramhúsinu. „Þetta em alveg frábær verk og afskaplega fjölbreytt, þama em ljósmyndir, veggteppi, Ieir- og glermunir og Það verður stór dagur 1 lífi 2.000 barna 1 Reykjavík þegar þau munu safnast saman á Arnarhóli klukkan 14 og syngja Þúsaldarvísur Sveinbjörns I. Baldvinssonar við tónlist ---------*-----------------------------7---- Tryggva M. Baldvinssonar og dans eftir Olöfu Ingólfsdóttur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ljóðskáldið og tónskáldið, bræðumir Tryggvi M. og Sveinbjörn I. Baldvinssynir. fjölmargt annað,“ segir Elva. Þegar flutningi Þúsaldai-w'siianna lýkur á Amarhóli verður boðið upp á ratleik um miðborginaþar sem foreldrar geta ásamt bömunum fengið leið- sögukort af miðbænum og leitað uppi verk bamanna sinna. Á kortinu eru einnig merkt inn þau kaffihús sem bjóða böraunum ókeypis kakó í tilefni dagsins. Tónskáldið Tryggvi M. Baldvins- son segir að tónlistin taki mið af flytjendunum að nokkm leyti. „Þetta em fjögnr lög, eitt fyrir hvert efni og ég reyndi að hafa þau auðlærð og þannig að þau höfðuðu tU barnanna. Hvert lag tekur svo mið af efninu, Iagið um vatnið líkir eftir vatnsdropunum og lagið um eldinn er kröftugast. f laginu um loftið er tekist á loft og svifið um.“ Tryggvi mun sjálfur stjóma flutn- ingnum á Amarhóli í dag en börnin hafa æft lagið og ljóðið ásamt dans- sporum og verða ldædd í sérstakar húfur og skikkjur í tilefni dagsins. „Ég ætla að vera í kjólfötum með pipuhatt svo að ekki fari á miili mála að hér sé alvöra stjómandi á ferð- inni. Ég hlakka mikið til,“ segir Tryggvi. Þess má jafnframt geta að gefinn hefur verið út geisladiskur með söng bamanna á Þúsaldar- kvæðinu og verður hann til sölu í dag. Ekki á barnamáli Sveinbjöm I. Baldvinsson samdi Þúsaldarvísurnar og segir að sér hafi strax fundist rétt að semja þær ekki á „bamamáli“. „Böm á þessum aldri em oft að syngja Ijóð sem fjalla urn hluti sem þau skilja ekki alltaf strax í byrjun og þau mega aðeins reyna á sig og hafa svolítið fyrir hlutunum. Annars vora þau víst ekki lengi að læra þetta, enda em börn yfirleitt eldfljót að tileinka sér nýja hluti,“ segir Sveinbjöm sem kveðst einnig hlakka mjög til. Þeir bræður em sammála um að líklega eigi þeir ekki eftir að verða vitni að fjölmenn- ari flutningi á verkum sínum en á Amarhóli í dag. ÞÚSALDARVÍSUR Hér fer á eftir þriðja Þúsaldarvisan eftir Sveinbjöm Baldvinsson. 3. Loft Ef langar mig burt út í buskann að berast, og stundum er það, ég teygi mig lengst upp í loftið og læt sem ég fljúgi af stað. Handleggir verða að vængjum í vetfangi sprettur mér stél. Og ioks er ég augunum loka ég lyftist af hnattarins skel. Vindurinn vængina fyllir og veitir mér stórbrotna sýn yfir landið mitt lúið og veðrað sem ljómar þó ennþá og skín. Því björgin og víðemin bláu bera þess ómyrkan vott að aldanna veður og vindar veittu því uppeldið gott. Flug- menn vísa til sátta- semjara FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna vísaði í gær kjaradeilu þeirra við Flugleiðir og Flugfélag íslands til ríkissáttasemjara. Kjarasamning- ur flugmanna rann út 15. mars sl. Franz Ploder, formaður FÍA, seg- ir að það sé mat samninganefndar flugmanna að það sé nauðsynlegt að kalla eftir verkstjórn sáttasemjara ef takast eigi að ná samningum. Hann segir að miðað hafi sæmilega í viðræðum við atvinnurekendur á fundum að undanförnu, en samn- ingsaðilar hafi mismunandi mat á hagræðingu sem rætt hafi verið um í viðræðunum. Eins hafi ekki náðst samkomulag um launabreytingar. Franz segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um boðun verkfalls en samkvæmt lögum verði verkfall ekki boðað nema að kjaradeilu hafi áður verið vísað til sáttasemjara. Bræðslumenn boðaðir til fundar Ríkissáttasemjari ræddi í gær við vinnuveitendur og fulltrúa stéttarfé- laganna á Norður- og Austurlandi sem standa að verkfalli í átta fiski- mjölsverksmiðjum. Að samkomulagi varð að boða til nýs fundar nk. sunnudag. Stuttur árangurslaus fundur var hjá ríkissáttasemjara í gær í kjara- deilu bifreiðastjóra í Sleipni og vinnuveitenda, en Sleipnismenn hafa boðað verkfall 8. júní. Næsti fundur í deilunni verður nk. miðvikudag. Á mánudag koma sjómenn og út- gerðarmenn saman til fundar hjá sáttasemjara. Pólverjar sekt- aðir fyrir áfengissölu FJÓRUM Pólverjum úr áhöfn salt- skips sem lá við bryggju á Þingeyri í fyrradag hefur verið gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir ólög- lega áfengissölu á Þingeyri. Þeir voru handteknir seint í fyrrakvöld fyrir áfengissöluna og lagði lög- reglan á ísafirði hald á fjörutíu flösk- ur af sterku áfengi. Mönnunum var sleppt á öðrum tímanum í fyrrinótt eftir yfirheyrslur og lauk málinu með sátt og greiðslu sektarinnar. Lögreglunni á ísafirði barst ábending frá tollgæslunnni vegna málsins og vai- einn bæjarbúi tekinn með tvær flöskur af áfengi í fórum sínum sem hann hafði keypt af skip- verjunum, en ekki er vitað hvort þeir seldu meira. Tilvalin studentsgjöf 1ÍI|0% raaoniÖL Umfangsmesta safn íslenskra og erlendra tilvitnana og fteygra orða sem komið hefur út á íslandi. Ómissandi menningarsjóður á hvert heimili. Mól 09 rrtennlngl malogmenníng.lsl Laugavegi 18 • Sfml S1S 2600 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Spáð að 730 bflar fari dag- lega um Vaðlaheið- argöng AF þeim hugmyndum um jarðgöng sem lagðar eru fram í skýrslu Vega- gerðarinnar og mest hafa verið til umræðu yrði mest umferð um Vaðla- heiðargöng eða 730 bílar að meðal- tali á dag. Sumarumferð þar er áætl- uð 1.240 bílar á dag. í tillögu Vegagerðarinnar er lagt til að byrjað verði á göngum á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og á göngum á milli Dýrafjarðar og Amarfjarðar. Spá Vegagerðarinnar VESTFJARÐAGÖNG Lengd ganga; 8,7 km Fjöldi blla að meöaltali á dag: Tungudalur: 560 bílar Breiðdalur: 400 bílar Bolnsdalur: 200 bílar 1— ■ ARNARFJ.-DYRAFJ. Lengd ganga: 5,1 km STRÁKAGÖNG Lengd ganga: 0,8 km Fjöldi bíla að meðaltali á dag: 220 bílar r-^c/'-v- i ■ % '“sWks .. f\ y.1:1 SIGLUFJ.-ÓLAFSFJ. Lengd ganga: 10,2 km ' Fjöldi bfla að meöaltali á dag: 350 bílar r/ í HVALFJARDAGÖNG Lengd ganga: 8,5 km Fjðldi bíla að meðaltali á dag: 2.900 bílar Helmild: Vegagerðin MULAGONG Lengd ganga: 2,4 km Fjöldi bila að meöaltali á dag: 350 bílar VAÐLAHEIÐI ‘ Lengd ganga: 7,2 km Fjöldi bíla að meðaltali á dag ODDSKARÐ Lengd ganga: 0,6 km Fjöldi bíla að meöaltali á dag: 280 bílar 3 ' Tfcé*5" xnr— ....Sfc " ■ tr REYÐARFJ.-FÁSKRÚÐSFJ. Lengd ganga: 5,3 km Fjöldi bíla að meðaltali á dag: 200 bílar öng á íslandi - núverandi - í athugun ,50 km gerir ráð fyrir að umferð um göngin á Austurlandi verði 200 bflar á dag að meðaltali og að sumarumferð verði 270 bflar. I skýrslu Vegagerð- arinnar segir að talsverð óvissa sé um umferð um Siglufjarðargöng, en reikna megi með að umferð í upphafi verði 350 bflar á dag. í skýrslunni er ekki sett fram spá um umferð um Dýrafjarðargöngin. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.