Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 43
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 4 3 ✓ kröfugerðum Islendinga um réttindi á hafsbotnum utan 200 mílna lögsögunnar afsbotna ennidepli Ytri mörk landgrunnsins geta ekki náð lengra en — eða -------- 200 mflna lögsagan náttúrleg framlenging landsins að ytri brún landgrunnsins til landgrunnsins teljast ekki úthafsbotnar og úthafshryggir landgrunnsvæðið nær yfir framlengingu landmassa neðansjávar og er samsett af hafsbotni og botnlögum grunnsins, hlíöinni og hlíðardrögum I strandríkið skal draga ytri mörk landgrunnsins með beinum línum, ekki lengri en 60 sjómflur, á milli staða sem tilgreindir em með hnitum breiddar og lengdar I ------ annaðhvort --------------- þar sem að þykkt setlaga er a.m.k. 1 % af fjarlægðinni frá landgrunnsfætinum (írska reglan) með línu sem dregin er með tilliti til ákveðinna staða sem eru ekki lengra en 60 sjómílur frá rótum landgrunnshlíðarinnar að því gefnu að þessi mörk nái ekki lengra en eða 350 sjómílur frá grunnlínunum sem víðátta landhelginnar er mæld frá 100 sjómílur frá 2.500 metra jafndýptarlínunni, (afmörkun) sem er lína milli staða þar sem dýpi er 2.500 metrar að því undanskildu að ytri mörk landgrunnsins á neðansjávarhryggjum skulu ekki ná lengra en 350 sjómílur frá grunnlínunum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Þetta gildir ekki um neðansjávarhæðir sem eru náttúrulegir hlutar landgrunnssvæðisins, svo sem hásléttur, bungur, kollar, grunn og ranar þess Rockall. írar hafa einnig fullgilt haf- réttarsáttmálann, en það hafa Danir ekki gert ennþá. Kröfur ríkjanna skarast talsvert og þar sem jafn- framt eru taldar líkur á að þarna verði hægt að vinna olíu af hafsbotni er ljóst að framundan eru erfíð deilu- mál sem krefjast úrlausnar. Kröfur íslendinga byggja á því að náttúruleg framlenging Islands er rakin eftir Reykjaneshrygg og Is- lands-Færeyjahryggnum í suðurátt. Sé farið eftir landgrunninu frá Is- landi beint til suðurs koma fyrst miklar hlíðar út frá landinu, þar til fer að slakna á hallanum þegar kom- ið er niður á djúpu slétturnar. Þar neðarlega er brekkufótur land- grunnsins, en frá honum er dregin lína 60 mílum utar sem afmarkar ytri línur landgrunnsins og um leið kröf- ur um yfírráðasvæði. Með þessum hætti verður til svæði sem fellur sjálfkrafa að skil'greiningum hafrétt- arsáttmálans. Færeyingar hafa svipaðan málatil- búnað, en leggja reyndar meira upp úr því að Færeyjar standi á megin- landsbergi sem sé aðgreint frá meg- inlandi Evrópu og Hatton Rockall- svæðið allt upp til Færeyja sé hluti af sama meginlandsbergi með Fær- eyjar sem hæsta punkt. Bretar og írar hafa úthlutað rannsóknarleyfum við Hatton Rockall Úr hafdjúpunum sunnan við Hatt- on Rockall-svæðið ganga tvær djúp- ar buktir eða gjár til norðurs og af- marka svæðið til vesturs og austurs. Önnur þeirra skilur Reykjaneshrygg að stórum hluta frá svæðinu og Rockall-trogið er síðan nokkuð af- gerandi sund sem skilur Hatton Rockall-svæðið frá Bretlandseyjum. Steinar telur líklegast að Irar og Bretar muni byggja sínar kröfur út fyrir 200 mílna mörkin á því að það sé jarðfræðileg samfella frá Bret- landseyjum og vestur á Hatton Rockall-svæðið. Þarna sé megin- landsberg, sömu gerðar og svipaðrar ættar, og Rockall-trogið sé sam- kvæmt því óveruleg misfella á svæð- inu sem ekki beri að taka tillit til. Þar með liggi náttúruleg framleng- ing Bretlandseyja vestur yfir trogið og út á Hatton Rockall-svæðið, þar sem hægt sé að leita að rótum landgrunnshlíðanna. „Þannig held ég að þeir hugsi Hámarks vi ðmiðanir á vtrí mö rkum iandarunnsi ns 1 i SMiBsps na v* Grunnlína 2500 m Hámark 1 dýptarlína Hámark 2 ■ þetta, en þá er til þess að taka að í hafréttarsáttmálanum eru jarðfræði- leg hugtök í rauninni ekki mikið not- uð, þannig að ekki er víst hvernig lit- ið yrði á slíkar röksemdir. Rockall-trogið grynnist til norðurs, þannig að hugsanlega geta Bretar rakið sig út frá Skotlandi og vestur fyrir þannig. Það er hins vegar miklu meira afgerandi hafdýpi á milli ír- lands og Hatton og hætt við að rök- semdin um að Rockall-trogið að- greini Hatton Rockall-svæðið frá Bretlandseyjum geti gert írum erfið- ara fyrir en Bretum.“ Bretar og írar hafa þegar samið um uppskiptingu landgrunnsins sín á milli og úthlutað rannsóknar- og ol- íuvinnsluleyfum, sem eftir bestu heimildum eru innan við 200 mílna mörk írlands og Bretlands. Einhver olíufélög, m.a. Statoil, hafa fengið slík leyfi, en ekki upplýst hverjar niðurstöður úr rannsóknunum eru. „Þegar fyrirtækin sækja um slík leyfi þurfa þau að greiða fyrir þau leigu í samræmi við svæðið sem þau fá, og þau myndu nú ekki sækjast mikið eftir slíkum leyfum eða sitja með þau ef þau teldu ekki að svæðið væri áhugavert til olíuleitar, en segja má að áhugaverðasta svæðið sé sjálft trogið. Uppi á Hatton Rockall-bank- anum er líklega fomgrýti með skæni af yngri setlögum og hraunum. Þar er því ekki eins bjart útlit með olíu- leit, þetta er í jöðrum svæðisins að austanverðu og þar eru kröfur okkar kannski ekki eins sterkar.“ Norðmenn bjóða samstarf í síldarsmugunni íslendingar hefja rannsóknir í sumar í samstarfi við Norðmenn á hafsbotninum í síldarsmugunni, en ríkisstjórnin samþykkti nýlega að veita 16 milljóna króna viðbótarfram- lagi til undirbúnings landgrunns- krafna þar. Samráðsnefnd um land- gmnns- og olíuleitarmál, sem í eiga sæti fulltrúar utanríkis-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Orkustofnun- ar, átti nýlega fund með norsku olíu- stofnuninni um landgrunnsmál. Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðing- ur, deildarstjóri auðlindadeildar Orkustofnunar og formaður nefndar- innar, segir að á þeim fundi hafi komið fram að íslendingar gætu lík- lega gert víðtækari kröfur í sfldar- smugunni en áður var talið. Sá möguleiki byggist á ákveðinni túlkun á „frsku reglunni" svokölluðu í hafréttarsáttmálanum, þar sem fjallað er um skilgreiningu land- gmnnsins. Samkvæmt henni geta strandríki ákveðið ytri brún land- grannssvæðisins með tveimur við- miðunarreglum. Annars vegar með því að draga línu 60 mflur út frá landgrannsfætinum, líkt og íslend- ingar gera á Hatton Rockall-svæð- inu, og hins vegar með því að fá fram línu þar sem þykkt setlaga er a.m.k. 1% af fjarlægð frá landgrannsfæti. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði í greinargerð með þingsályktunartil- lögu um gæslu hafsbotnsréttinda ár- ið 1993, að írar myndu hafa áttað sig á veikleika sínum vegna Rockall- trogsins og þar sem allmikil setlög væru í Rockall-troginu hefðu þeir talið sig getað öðlast tengingu við neðansjávarhásléttuna. Hann benti hins vegar á að setin bærust norðan úr höfum, að miklu leyti að minnsta kosti, og jafnframt að í upphafi 76. greinar hafréttarsamningsins segði að gengið væri út frá því að fram- lenging botnsins væri samfelld frá landhelgismörkum, en einmitt vegna Rockall-trogsins væri ekki hægt að líta á þessa framlenginu sem óslitna frá írlandi. Ytri mörk landgrunnsins skríða fram í síldarsmugunni Steinar Guðlaugsson segir að ís- lendingar hafi í upphafi litið svo á að ísland myndi aðallega gera kröfur á grundvelli landslags, en síðan hafi komið fram í viðræðum við Norð- menn að þarna myndi setþykkt vera það mildl að hagstætt væri fyrir ís- lendinga, Norðmenn og Færeyinga að gera kröf- ur sem byggja á set- ......... þykkt. Ný túlkun á „írsku reglunni" felst í því að þykkt setlaganna þarf ekki að vera jafnmikil eða meiri frá. setþykktarpunkti, sem er a.m.k. 1% af fjarlægðinni frá landgrannsfætin- um, heldur er nóg að rekja samfelld Víðtækari kröfur vegna setþykktar setlög frá þessum punkti að land- grunninu. „Nú er komið í ljós að nóg er að finna þetta bara á einum stað og sýna fram á samfelld setlög fyrir inn- an, ekki að þau þurfi að vera jafn- þykk eða þykkari. Þetta gerir að verkum að ytri mörkin skríða nokkuð fram og þá er komin upp sú staða að meirihluti hafsbotnsins í Sfldarsmug- unni skiptist hreinlega upp á milli Is- lendinga, Færeyinga og Norðmanna. Og vegna þess að Norðmenn eiga kröfur út frá Jan Mayen mun stærsti hlutinn koma í þeirra hlut.“ Tryggja þarf framtíðarréttindi Síldarsmugan er alþjóðlegt haf- svæði og til þess að gera kröfur til hafsbotnsréttinda þar er ljóst að ís- lendingar, Norðmenn og Færeyingar þurfa að koma sér saman um kröf- urnar áður en þær verða lagðar fyrir landgrunnsnefndina. Náist ekki sam- komulag má gera ráð fyrir því að hafsbotn sfldarsmugunnar verði áfram hluti af alþjóðlegu svæði. „Norðmenn líta þannig á að meiri líkur séu á að Sameinuðu þjóðimar úrskurði og úthluti Norðmönnum, ís- lendingum og Færeyingum þessu svæði ef þessi ríki standa saman að beiðninni og byggja hana á sömu rökum. Ef Norðmenn hefðu gert sína kröfu byggða á þykkt setlaga og við síðan mótmælt henni, er líklegt að ákvörðun yrði ekki tekin í málinu," segir Sveinbjörn Bjömsson. Miðað við þá vitneskju sem menn hafa í dag um hafsbotninn í sfldar- smugunni er óMklegt að þar megi finna olíu í jörðu. Hafsbotninn er hluti af úthafsskorpu þar sem lítið er um olíu og segir Sveinbjörn að fyrsta kastið sé þetta í raun landvinninga- stefna í sfldarsmugunni. Steinar tek- ur undir það og telur ekki að hags- munir íslendinga felist fyrst og fremst í því að tryggja framtíðar- olíuvinnslusvæði, heldur byggist hagsmunir okkar á því að jörðin sé endanleg og enginn viti hvers virði réttindi á hafsbotninum í sfldarsmug- unni verða eftir ákveðinn tíma. íslendingar gera einir kröfiir á Reykjaneshrygg Landgrannskröfur íslendinga á Reykjaneshrygg era ólíkar kröfum á Hatton Rockall og í sfldarsmugunni að því leyti að ísland er eina ríkið sem leggur fram kröfugerð á því svæði. Einnig er sú krafa ólík að því leytinu til að Reykjaneshryggur er úthafshryggur og samkvæmt haf- réttarsamningi Sameinuðu þjóðanna eiga úthafsbotn og úthafshryggir ekki að geta talist hluti af landgranni strandríkja. í 3. tölulið 76. greinar hafréttarsáttmálans segir: „Landgrannssvæðið tekur yfir neðansjávarframlengingu landmassa strandríkisins og er samsett af hafs- botni og botnlögum grannsins, hlíð- inni og hlíðardrögunum. Til þess telst ekki djúpsævisbotninn með út- hafshryggjum sínum eða botnlög hans.“ Sumar þjóðir telja þetta eiga við um Reykjaneshrygginn, en að sögn Steinars telja flest strandríkin að svo sé ekki, vegna þess að eyjar í út- hafinu eigi sjálfstæðan rétt til að telja slíka hryggi til síns landgranns. „En það er túlkunaratriði í hafréttar- sáttmálanum og við þurfum að gera ýtrastu kröfur á Reykjaneshrygg. Síðan verður framtíðin að skera úr um hvernig farið verður með þær kröfur. A þessu svæði eram við ekki í baráttu við aðrar þjóðir, heldur má segja að það sé hlutverk landgranns- nefndarinnar að verja hagsmuni al- þjóðahafsbotnsins gagnvart strand- ríkjunum." Reykjaneshryggur nær nokkuð langt suður í haf en kröfur íslend- inga verða þó að takmarkast við 360 mílna mörk frá landinu, samkvæmt 6. tölulið 76. greinar haf- réttarsamningsins. Þar segir að ytri mörk landgrunnsins á neðan- sjávarhryggjum skuli ekki ná lengra en 350 mílur frá þeim grannlínum sem víð- átta landhelginnar er mæld út frá. Þar sem Islendingar eru einir um kröfugerð á Reykjaneshrygg er mik- ilvægt að skila inn kröfugerð fyrir 16. nóvember 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.