Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 38
VIKII IM 38 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 Visindavefur Háskóla íslands Grænmetisætur og næringarefni www.opinnhaskoli2000.hi.is VISINDI Allt virðist nú stefna að þeim ósi að Vísindavefurinn verði innan tíðar að eins konar fróðleiksnámu eða uppflettiriti á Veraldarvefnum. Efnið sem þar er saman komið er orðið á við tvö væn bindi af bókum en auk þess hefur efnisval ráð- ist af því sem hinn almenni lesandi hefur spurt að sjálfsögðu að velta fyrir sér sömu hlutun- ætla að ýmsir geti nú þegar fundið þarna svör ingum sem koma upp í hugann. Með hverjum mánuðinum fjölgar svörum einnig verulega og þá aukast enn líkurnar á því að gesturinn geti þegar í stað fundið svarið við spurningunni sem leitar á huga hans. Að sögn Þorsteins Vilhjáimssonar ritstjóra er stefnt að því að koma fyrir tæknibúnaði sem auðveldar gestinum þetta. um. Margir eru um og því má við þeim spurn- Fá grænmetisætur öll þau nær- ingarefni sem líkaminn þarfn- ast? SVAR: í flestum tilfellum geta grænmetis- ætur uppfyllt næringarþörf sína. Þeir sem ástunda slíkt mataræði þurfa þó að kynna sér vel hverjir annmarkar grænmetisfæðisins eru með tilliti til þarfa líkamans. Því takmarkaðra sem fæðuval þeirra er, þeim mun bet- ur þurfa þeir að vera að sér um nær- ingarinnihald matvæla. Grænmetisætur eru engan veginn einsleitur hópur, heldur skiptist hann í undirhópa eftir því hversu strangt fæðuvalið er: • „Semivegetarian" er sá sem neytir jurtafæðu og útilokar sumar dýraafurðir úr neyslu sinni. Algengt er að neyslu á rauðu kjöti sé sleppt en fuglakjöt og sjávarfang sé stundum á borðum. „Semivegetarian" neytir mjókurafurða og eggja. • „Lacto-ovo-vegetarian“ neytir eggja og mjólkurafurða úr dýrarík- inu en annars eingöngu jurtaafurða. • „Lacto-vegetarian“ neytir mjólkurafurða en þar íyrir utan ein- ungis jurtaafurða. • „Vegan“ útilokar allar dýraaf- urðir úr fæðu sinni, en neytir allra jurtaafurða. • „Fructarian" borðar eingöngu jurtaafurðir sem má tína án þess að skemma móðuijurtina, samkvæmt mismunandi þröngum skilgreining- um. Almennt gildir að fjölbreytni í fæðuvali er besta leiðin til að full- nægja næringarþörf líkamans og á það líka við um grænmetisfæði. Það hvort grænmetisætur fái öll næring- arefnin sem líkaminn þarfnast ræðst meðal annars af strangleika þeirra í fæðuvali, samanber flokkunina hér á undan. Þegar sú ákvörðun er tekin að hætta neyslu á ákveðinni fæðuteg- und/fæðutegundum verður að finna aðra sem bætir upp þau næringarefni sem falla út. Það er tiltölulega auð- velt að fá fullkomna fæðu úr jurta- fæði að viðbættum mjólkurafurðum eða bæði eggja- og mjólkurafurðum. Fæði án allra dýraafurða gefur hins vegar tilefni til að huga sérstaklega að næringarefnum sem þá gæti skort í fæðið. Grænmetisætur þurfa að beina at- hyglinni að próteinum, jámi, sinki, kalki, joði, B12-vítamíni og D- vítamíni. Hér á eftir er fjallað nánar um þessi næringarefni. Prótein finnast í flestum fæðu- flokkum en nýtast misvel til upp- byggingar. Dýraprótein nýtastyfir- leitt betur í líkamanum en jurtaprótein, auk þess sem dýraaf- urðimar em yfirleitt próteinríkari. Baunir og hnetur era próteinríkustu jurtaafurðimar og er mælt með því að baunir séu notaðar í jurtafæðinu í sama mæli og kjöt og fiskur í blönd- uðu fæði. Svo era mjólk, mjólkur- afurðir, sojamjólk og egg mjög góðir próteingjafar. Jám er í einhveiju magni í flestum fæðutegundum og má þar nefna gróft kom, sojabaunir, hnetur, grænar baunir, spínat, brokkolí, grænkál og þurrkaða ávexti, svo sem rúsínur. Einnig er flestallt morgunkom jám- bætt. C-vítamín eykur nýtingu lík- amans og upptöku þarmanna á jámi, en það má meðal annars finna í ávöxt- um, grænmeti og ávaxtasöfum. Þeir hópar sem sérstaklega þurfa á jámi að halda era böm, unglingar, konur á bameignaraldri og ófrískar konur. Sink er að finna í mjólkurvöram, komi, baunum og grænmeti. Aðal- uppsprettur sinks era þó í kjöti og sjávarfangi. Kalk: Mjólk og mjólkurafurðir (svo sem ostur) era langmikilvægustu kalkgjafarnir. Þeir sem útiloka þær verða að gera ráðstafanir til að fá kalk annars staðar frá, til dæmis með kalkbættri sojamjólk. Joð: Fiskur og annað sjávarfang era bestu joðgjafamir. Plöntuafurðir geta einnig verið góðir joðgjafar en það fer eftir því hve joðríkur jarð- vegurinn er þar sem plöntumar vaxa. B12-vítamín: Það er það vítamín sem mest er rætt um í sambandi við jurtafæði enda finnst það eingöngu í dýraríkinu. B12-vítamínskortur get- ur valdið blóðleysi og hrömun út- taugakerfis sem leitt getur til lömun- ar. Þeir sem drekka mjólk era í lítilli hættu á skorti þar sem mjög htið magn þarf til að fullnægja þörfinni (um 2,0 míkrógrömm á dag, en míkrógramm er einn milljónasti úr grammi). Líkaminn geymir birgðir af B12-vítamíni til nokkurra ára þannig að langur tími getur liðið áður en skortseinkenni koma fram. Þeir sem útiloka dýraafurðir til langs tíma verða því að fá B12 -vítamín annað- hvort með vítamínbættum afurðum, svo sem sojamjólk, eða með bæti- efnatöflum. D-vítamín finnst fyrst og fremst í feitum fisktegundum, lýsi, vítamín- bættu smjörlíki og fjörmjólk. Einnig getur húðin myndað D-vítamín með hjálp sólarljóss. Því er nauðsynlegt að fá meira D-vítamín úr fæðunni á vetuma fyrir okkur sem búum héma á íslandi. Ef einhver neytir engrar af áðumefndum fæðutegundum verður hann að fá D-vítamín með bætiefna- töflum. Það er því ljóst að jurtafæði getur gefið fuhkomna næringu og er fjöl- breytnin lykillinn að því. Auðveldast er að viðhalda góðu næringarlegu ástandi ef mjólkurafurðir fá að fylgja með í fæðunni. Einnig kemur glöggt fram hér á undan að það kemur sér vel að hafa kynnt sér eiginleika hinna ýmsu fæðutegunda. Jóhanna Eynín Torfadóttir meistaranemi í nœringarfrœði við Háskóla íslands. Er hollt að stunda kynlíf? SVAR: Kynlíf er heUsusamlegt svo fram- arlega sem það byggist á eðUlegum samsldptum, er tUfinningalega gef- andi, innan þeirra marka sem ein- staklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega eða líkamlega. Að lifa heUbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri velhðan sem gefur fólki orku og lífsgleði. Hér á landi hefur umfjöllun um kynlíf mikið verið bundin við vanda- málahhðar þess. í kennslu, tU dæmis í háskóla, kemur í Ijós að vandamál kynlífsins era nemendum mun hug- stæðari en hin hhðin er lýtur að heil- brigði þess. Nemendur era sjaldnast í vandræðum með að nefna þætti eins og kynferðislegt ofbeldi, vændi, klám og kynsjúkdóma en geta vart nefnt nokkurt atriði þegar kemur að um- ræðu um heUbrigt kynlíf. Miðað við umfjöllun á alþjóðlegum þingum má segja að umræða um heUbrigt kynlíf sé lengst á veg komin í Evrópu og Ameríku. í þeirri um- ræðu er gjaman lögð áhersla á kyn- hfs- og fijósemisheilbrigði (sexual and reproductive health) þar sem þessir tveir þættir era nátengdir. En hvað er þá heilbrigt kynlíf? í þessu svari verður byggt á alþjóðlegri um- ræðu um þetta málefni, skýrslu vinnuhóps um kynheUbrigði, leið- beiningum frá SIECUS og reynslu af því að vinna með ungu fólki á þessu sviði. HeUbrigt kynlíf (sexual health) fel- ur í sér að mynda gott samband, byggt á trausti, við annan einstakl- ing. TU þess þarf að geta tjáð sig á eðhlegan hátt og geta sagt hvað mað- ur vUl og hvað ekki og geta í því sam- bandi meðal annars rætt um notkun Forspá og drmnnar Draumstafir Kristjáns Frímanns ÍSLENDINGAR hafa frá fyrstu tíð þótt skyggnir á það hulda í lífinu og getað hvort sem er í svefni eða vöku „séð“ fyrir óorðna hluti og spáð um örlög manna. Þessi gáfa sem svo mörgum er gefin hér á landi á sér þá eðlilegu skýringu að í hverjum manni búi dulin öfl og einangrun landsins gegnum tíðina, myrkrið og fámennið hafi brýnt þessa krafta og skerpt menn í skilningi á þessu ágæti sínu. Þar hafa draumamir með sitt sér- stæða myndræna mál gefið mönnum undir fótinn ásamt Ijóða- og skáld- skaparlist en einnig sú staðreynd að menn átu tros, hugsuðu og upplifðu. En í dag er aflið deigt enda er nú séð fyrir öllum þörfum manna þessa heims sem annars. í bókinni „Skyggnir íslendingar“ eftir Oscar Clausen era margar áhugaverðar frásagnir af forspáum mönnum svo sem þessi um kraftaskáldið og hag- leiksmanninn Hjálmar Jónsson frá Bólu (fæddan undir lok 18. aldar) eða Bólu-Hjálmar eins og hann var nefndur: „Þessi saga um dulræna hæfileika Hjálmars er frá því hann var á ferm- ingaraldri. Þá átti hann að fá að fara út í Hrísey með formanni sem Jón hét, Loftsson. - Hjálmar varð of seinn til skips og var skipið komið á flot þeg- ar hann kom. - Hann bað þá um að skipið væri fært aftur svo nálægt landi að hann gæti komist út í það. - En Jón aftók það með öllu og hafði um það hin verstu orð. - Þá reiddist Hjálmarogkvað: Jón Loftsson á litla von hjá (júfum Drottni, lánið hans og lífið þrotni, liggi’ hann svo á mararbotni. Jón fór svo áleiðis til Hríseyjar en Hjálmar varð eftir. - Á leiðinni datt Jón útbyrðis og drakknaði. - Vísan flaug víða og héldu margir að Hjálmar væri kraftaskáld og hefði Mynd/Kristján Kristjánsson Skyggnst fram á við. kveðið Jón í sjóinn en aðrir þóttust vita að hann sæi óorðna hluti og væri skyggn." Af frásögninni mætti ætla að Hjálmar hefði verið rammgöldrótt- ur eða mælt fram í reiði sinni þá ólukku sem hann „sá“ í fari Jóns. Það er því spurning hvort menn geti virkjað þessa orku í sér til góðs eða ills og beint draumum sínum í ákveðinn farveg? Draumur „Góu“ Mig dreymdi þennan draum í vet- ur og langar mikið að vita hvort hann merkir eitthvað. Ég var stödd í frumskógi með fjölskyldu minni. Ég hafði aldrei komið á þennan stað áð- ur. Við voram á flótta undan indíán- um sem bjuggu í skóginum og við voram bæði í vöm og sókn, það er að segja við voram líka að reyna að deyða þá með vopnum. Ég og fjölskylda mín fóram inn í ranna og biðum þar góða stund, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.