Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 r----------------------- MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ í | I i í j Er þeim loks nóg boðið? „Kannski á þessi undarlegi, kaliforníski snjóbolti eftir að komast á skrið, hlaða utan á sig ogjafnvel skila hugmyndum inn í kjarabaráttu kennara í öðrum löndum. “ Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Kennarar hafa ekki verið metnir að verðleikum í Kalif- orníu frekar en svo víða annars staðar í heiminum og virðast almennt hafa búið við léleg laun og illan aðbúnað. Óánægja þeirra hefur heldur ekki farið lágt og nú er svo komið að ráðamenn þykjast ætla að taka á vandanum í eitt skipti fyrir öll. I Kaliforníu er um þessar mundir nóg til af peningum og ríkisstjórinn, Gray Davis, sem komst til valda m.a. með dygg- um stuðningi kennarasamtaka í ríkinu, hefur ákveðið að nota eitthvað af rúmlega 900 millj- arða króna fjárlagaafgangi til að bæta skólastarf þar á bæ. Ekki veitir af, því Kalifornía er komin umuADE nokkuð langt VltlrlUKr undir meðal- tal ríkja inn- an Banda- ríkjanna í fjárveitingum til skólamála. Meðal annars taldi ríkisstjórinn rétt að hækka laun kennara, því það væri einn grundvöllur þess að fá hæfa kennara til starfa, sem þýðir betri skóla, sem þýðir betri menntun, sem þýðir aukna sam- keppnishæfni ríkisins í krefjandi heimi. Kennarar, trúir þeirri kenn- ingu að sókn sé besta vörnin, lýstu sig nokkuð lukkulega með þróun mála. Þeir töldu hins veg- ar ekki nóg gert og miðað við fréttir af meðal árslaunum kennarastéttarinnar í Kaliforníu er hægt að taka undir þá skoðun þeirra. Davis ríkisstjóri sá að við svo búið mátti ekki standa ef yf- irlýsingar hans um að menntun kalifomískrar æsku yrði orðin sú besta í landinu innan nokk- urra ára, áttu að þykja trúverð- ugar. Hann kallaði helstu sam- starfsmenn sína á fund og hótaði að halda þeim þar þar til lausn væri fundin. Eftir mikil heila- brot tók ríkisstjórinn sjálfur af skarið, að minnsta kosti eru menn hans allir sammála um að hann hafi átt hugmyndina al- einn. Sem sagt þá að hér eftir skyldu kennarar í Kaliforníu ekki greiða tekjuskatt. Með þessu móti sagðist ríkis- stjórinn vilja sýna kennuram hversu mikils þeir væru metnir. Ekkert væri Kaliforníu mikil- vægara í dögun nýrrar aldar en menntun. Til þess að ná tak- markinu þyrfti að tryggja kalif- ornískum kennurum sómasam- legan aðbúnað, um leið og kallaðir væru til starfa hæfir kennarar frá öðrum ríkjum og hæfileikaríkt fólk hvatt til þess að gera kennslu að ævistarfi sínu. Davis var vægast sagt nokkuð stoltur með þessa byltingar- kenndu hugmynd sína og sagðist sannfærður um að hún nyti al- menns stuðnings. Hann hafði hins vegar varla lokið setning- unni þegar gagnrýnendur hófu upp raust sína. Pólitískir and- stæðingar sögðu þetta fáránlegt fordæmi, sem væri ekki hægt að líða og samflokksmenn hans voru ekki glaðir, því ríkisstjór- inn hafði ekki haft fyrir því að , tryggja sér stuðning þeirra áður en hann sló tillögunni fram. Gagnrýnendur bentu meðal annars á, að samkvæmt fram- komnum hugmyndum á skatt- leysið eingöngu að ná til tæplega 300 þúsund kennara í skólum ríkisins, sem þýddi þá líklega að kennarar í einkaskólum væru ekki eins mikilvægir, eða hvað? Og margir urðu til þess að benda á aðrar illa launaðar starfsstéttir sem illmögulegt væri að neita að gegndu ekki ál- íka mikilvægum störfum. Hvað með lögreglumenn? Slökkvilið- smenn? Sjúkraliða? Hjúkrunar- fræðinga? Fáir nefndu reyndar lækna, enda fá þeir vel greitt fyrir starf sitt og því þarf ekki að verðlauna þá með skattleysi. En hvað með sorphreinsa? I einu lesendabréfanna var því haldið fram, að engin stétt væri mikilvægari, því ef sorpið væri ekki fjarlægt myndu farsóttir geisa um ríkið og afleiðingin yrði sú að engin þörf yrði á kennur- um, því blessuð börnin kæmust ekki á legg. Umræðan var sem sagt hin fjörugasta. Þegar mesta tilfinn- ingahrinan var gengin yfir hófu upp raust sína þeir, sem höfðu reiknað dæmið til enda, hvað sem öllum tilfinningum leið. Til dæmis var bent á að ef kennarar slyppu við að greiða tekjuskatt Kaliforníuríkis myndu þeir þurfa að greiða hærri alríkisskatt. Slík væru lögin. í stað skattfrelsis væri nær lagi að hætta öllum feluleik með laun kennara og greiða þeim sómasamleg laun allan ársins hring, í stað þess að greiða aðeins laun á meðan skólaárið stæði, en semja þá á móti um að þeir ynnu allt árið. En ef fara ætti skattleysisleiðina væri eina vitið að láta skattfrels- ið ná til allra sem hefðu laun undir ákveðnu viðmiði. Það kom líka fram að Kalif- orníuríki myndi missa af um 37 milljarða króna árlegum skatt- tekjum næðu hugmyndir um skattfrelsi kennara fram að ganga. Skattpeningarnir væru eyrnamerktir og skólamir myndu missa nær 19 milljarða fjárframlög yrði þetta að veru- leika. Það er hætt við þvi að hugmyndir um bættan aðbúnað í skólum myndu líða fyrir þann missi. Fljótlega fóru að renna tvær grímur á kaliforníska kennara sem höfðu í upphafi tekið rót- tækum hugmyndum ríkisstjór- ans fagnandi. Kjarabarátta hef- ur svo sem aldrei verið álitin vinsældakeppni, en það eru lík- legast takmörk fyrir því hversu mikilli gagnrýni menn vilja liggja undir, sérstaklega ef hægt er að ná takmarkinu með minna umdeildum leiðum. En það er aldrei að vita. Enn sem komið er, er óvíst hvort tekjuskattfrelsi kennara í Kaliforníu verður að veruleika. Stjórnmálamenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna fylgjast vel með framvindu mála, enda lítt hrifnir af þeirri fram- tíðarsýn að þeirra hæfustu kenn- arar flytji til Kaliforníu. Kannski á þessi undarlegi, kalifomíski snjóbolti eftir að komast á skrið, hlaða utan á sig og jafnvel skila hugmyndum inn í kjarabaráttu kennara í öðrum löndum? Háskóli íslands - Stuttar, hagnýtar námsleiðir í HÍ hafa gefíst vel, en margír sóttu í þær haustið 1999. Gunnar Hersveinn kynnti sér nokkrar nýjar diplóm-námsleiðir í þessum flokki og ræddi við umsjónarmenn. Námið er tvö til þrjú misseri eða 30-45 einingar. Morgunblaðið/Kristinn Oddi. Unnið hefur verið að því að tengja stuttar diplóm-námsleiðir í HI við íslenskt atvinnulíf. Fimm nýj ar diplóm-námsleiðir • 230 nemendur fóru á níu diplóm- námsleiðir sl. haust í Háskólanum. • Haustið 2000 bætast fimm nýjar stuttar hagnýtar námsleiðir við MEGINRÖKIN fyrir því að stofna stuttar, hagnýtar diplóm-náms- leiðir við Háskóla ís- lands eru faglegur styrkur skólans, víðtæk þekking starfsfólks og rann- sóknaumhverfi sem skapar ákjósan- legan grunn að kennslu. Með nýju námsleiðunum mun Háskólanum gefast tækifæri til aukinna tengsla við íslenskt atvinnulíf," stendur í bæklingi Háskóla íslands um þessar námsleiðir. Ástæðan er einnig sú að eftirspurn eftir háskólanámi hefur aukist á undanfömum árum. Sveigj- anleiki í námi og árangur af þverfag- legum námsleiðum hefur einnig haft sín áhrif, og að þessar námsleiðir eru fremur hagkvæmar sökum þess að hægt er að samnýta námskeið og að- stöðu í Háskólanum fyrir þær. Sérstök áhersla hefur verið á að tengja stuttu námsleiðimar við at- vinnulífið og var t.d. stofnað fagráð fyrir nám í hagnýtri íslensku með þátttöku fulltrúa allra helstu prent- fjölmiðla, bóka- og tímaritaútgef- enda og stærstu prentsmiðju lands- ins. Þá stofnuðu einnig fimm af öflugri fyrirtækjum landsins styrkt- arráð námsleiða í viðskipta- og hag- fræðideild. Stuttu diplóma-námsleiðimar em tæplega tuttugu og verður sagt hér frá þeim nýjustu: Reikningshaldi, lögritarar, Menntun leiðbeinenda í uppeldis- og félagsstarfi, ensku, þýsku, dönsku og spænsku fyrir at- vinnulífið. Til viðbótar er sagt frá nýju BS námi í iðnaðarverkfræði í verkfræðideild. Þeir sem vilja kynna sér þetta eða annað nám við Háskóla íslands betur geta heimsótt vefsíð- una www.hi.is/nam. Skráning stúdenta til náms í Há- skóla Islands fer fram í Nemenda- skrá í Aðalbyggingu dagana 22. maí til5.júní2000. Iðnaðarverkfræði sem BS-námsbraut Iðnaðarverkfræði (enska: Ind- ustrial Engineering) er nú í fyrsta sinn boðin sem sérstök námsbraut af véla- og iðnaðarverkfræði- skor í Háskóla íslands. Páll Jensson prófessor segir að strax stefni í svo góða aðsókn að brautin tryggi sig í sessi. „Samhliða þessu hefur verkfræðideild lengt verk- fræðinám úr 4 í 5 ár, þ.e. þriggja ára BS-nám og síðan tveggja ára MS-nám. Námið er nánast eins hjá öllum á fyrsta ári, á öðru ári er hægt að skipta um námsbraut ef vill, eftir þriðja árið getur nemandinn ákveðið að taka MS-nám erlendis eða halda áfram hjá okkur,“ segir Páll, en MS-nám í iðnaðarverkfræði getur einnig hentað þeim sem hafa lokið BS- námi í öðmm greinum, t.d. öðrum verkfræðigreinum, matvælafræði, tölvxmarfræði eða tæknifræði svo dæmi séu tekin. í MS-náminu er hægt að taka eitt eða tvö misseri við erlendan há- skóla. „Kosturinn við að taka MS- námið að öðru leyti hjá okkur er að nemandinn er oftast að fást við ís- lenskt viðfangsefni, oft nátengt ís- lensku atvinnulífi. Tengsl okkar við atvinnulífið em einstök, ég fullyrði að þau séu með því mesta meðal háskóla heimsins. Hér hjálpar smæð samfélagsins. Við eigum mjög auðvelt með að ná áhuga fyrirtækja á að bjóða nem- endaverkefni," segir hann. Sem stendur em þrír kennarar við iðnaðarverkfræðibrautina: Páll Jensson prófessor, Pétur K. Maack prófessor í hlutastarfi og Láms El- fasson lektor. í sumar bætist við nýr dósent, Bima Páta Kristins- dóttir, sem er að koma heim frá Seattle þar sem hún lærði hjá Uni- versity of Washington. Þá kenna ýmsir aðrir kennarar við véla- og iðnaðarverkfræðiskor námskcið sem nemendur taka. „Nábýlið við vélaverkfræðina er mikill styrkur fyrir iðnaðar- verkfræðina, nemendur geta valið mjög mörg námskeið þar og öðlast mikilvæga innsýn í vélar og tækni,“ segir Páll. „Vinnumarkað- urinn er geysilega breiður fyrir iðnaðarverkfræðinga, þeir starfa nánast hvar sem er og þeim sem við útskrifum bjóðast yfirleitt mjög góð laun.“ Nokkur nýleg dæmi, að sögn Páls, em um að nemendur fái góð atvinnutilboð en velji frekar að stofna eigin nýsköpunarfyrir- tæki. „Þetta er einstaklega ánægjulegt að sjá og sýnir að ekki hefur allt áræði verið murkað úr þeim í náminu," segir Páll. „Þeir em líka vel undir svona búnir, taka t.d. hjá okkur námskcið eins og nýsköpun og vömþróun, hugbún- aðarverkfræði, verkefnastjómun, stjómun fyrirtækja." „Iðnaðarverkfræði er að minu mati mjög mikilvæg fyrir þjóðfél- agið, í framleiðsluiðnaði verður virðisaukningin til, ogþað þarf að efla hann og renna fleiri stoðum undir atvinnulffið en sjávarútveg. En við höfum varla ennþá iðnvæðst miðað við nágrannalönd og kunn- um ekki nægilega vel til verka á því sviði,“ segir Páll að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.