Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 4S^ kynslóð sem hann afi var af. Hann fæddist í Bakkabúð, torfbæ sem stóð við flæðamálið á Búðum, réri á opnum sexæringi og lést á tímum internets og genarannsókna. Rétt fyrir síðastliðin áramót heimsóttum við mamma hann á dvalarheimilið Jaðar þar sem hann bjó síðasta rúma áratuginn. Við báðum hann að segja okkur sögu sína og sérstak- lega frá þeim tíma þegar hann ólst upp, hann varð við þessari ósk og leyfði okkur að hljóðrita frásögnina. Ein er sú saga í þessarri frásögn allri sem að kemur sennilega alltaf til með að skjóta upp í huga mér þegar ég hugsa til hans og þeirra aðstæðna sem að hann ólst upp við, söguna sagði hann svona; „...Ég var víst voðalega latur að hlaupa, þannig að það var gripið til þess ráðs að útvega mér hest til að hafa yfir rollunum. Hesturinn hét Hrappur, hann var með hvíta rönd á nefinu, hann hafði vit á því að lofa mér aldrei á bak á sér og sló mig alltaf með framlöppunum, ég grenj- aði og grenjaði, enda ekki nema sjö ára þá. Þannig að heimasætan á bænum gekk í það að mér yrði út- veguð meri af nálægum bæ og það varð úr. Merin var með folaldi, fyrst mjólkaði ég hana og svo bara saug ég hana, hélt um taglið og hvolfdi mér undir hana. Svo þegar folaldið var tekið undan henni þá kom hún heim að bæ til að láta mig sjúga sig.“ Þessi saga held ég að segi meira en mörg orð um þær aðstæður sem að hann bjó við sem barn. Afi, það er margt sem mig langar að þakka þér fyrir að hafa kennt mér, ekki síst þann lærdóm sem ég hef dregið af þeim sögum sem þú sagðir mér. Það er mér mikils virði að heita í höfuðið á þér. Emanúel G. Guðmundsson. Leggég nú bæðilífog önd, Ijúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét) Þín Ásta. Nú er komið að kveðjustund afi minn, margar minningar koma mér fyrir hugskotssjónir nú þegar við verðum að sjá af hvor öðrum. Ég var í æsku í umsjón þinni og mínar bernskuminningar eru nátengdar þér og sú mótun sem líf mitt hefur fengið. Heima á Borginni vann ég mín bernskubrek og var ykkur ömmu bæði til gleði og ama. Ég gæti rifjað upp margt sem gaman væri að minnast á af upp- átækjum og skemmtilegheitum sem við áttum s'aman en það yrði of langt mál í stuttri grein. Eg var fyrir slysi fyrir rúmum 20 árum síðan og missti annan fótinn, þá stóðst þú við hlið mér og hjálpað- ir mér í gegnum erfitt tímabil í lífi mínu og æ síðan hef ég getað sótt í þinn styrk og lífsvisku til að mæta þeim erfiðleikum sem ég hef orðið að takast á við. Nú er þín lífsklukka útgengin, afí minn, og þú hefur skilað þínu pundi og vel svo það, allir sem kynntust þér geyma minningu um góðan mann. Þinn dóttursonur, ^ Ágúst Elvar. Elsku afi, nú er lokið langri ævi. Ég veit að nú ertu á góðum stað, ég kveð þig með söknuði og hlýju, en þú skilur margar góðar minning- ar eftir í hjarta mínu. Ómetanlegar eru allar okkar hestaferðir. Þú tókst mig alltaf með þó ég væri bara lítill púki, öll jólin sem ég og fjölskylda mín fengum að njóta félagskapar þíns. Ég kveð þig með þakklæti fyrir lífíð hérna megin og sendi þér eina góða hestavísu. Þegar Hringur heim á leið hristir sína lokka, megið þið hinir herða skeið - hann mun undan brokka. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með kveðju frá langafadrengjun- um þínum og Ragnheiði. Þinn dóttursonur, Gunnar Björn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Látinn er elskulegur afi minn Emanúel Guðmundsson, tæplega níræður að aldri. Hann lést á Land- spítalanum eftir stutta sjúkrahús- dvöl. Þótt minningarnar um mín fyrstu ár í Ólafsvík séu sveipaðar móðu rifjast samt upp fyrir mér blíðlegt bros og mjúkur faðmur afa míns. Það var stutt fyrir okkur systkin- in að hlaupa yfir til afa og ömmu á Borginni, en það hét húsið sem þau áttu heima í, og alltaf var tekið hlýl- ega á móti okkur. Þótt samverustundirnar hafi ekki verið eins margar og ég hefði kosið síðustu árin á ég sömu minninguna og í barnæsku, um blíðlega brosið og mjúka faðmlagið hans afa míns. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks dvalarheim- ilisins Jaðars í Ólafsvík en þar dvaldi afi minn síðustu árin sín við góðan aðbúnað. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þær góðu stundir sem þú gafst mér. Blessuð sé minning þín. Soffía Ellertsdúttir. Mig langar að setja nokkur orð á blað til minningar um móðurbróður minn Emanúel eða Emma eins og hann var jafnan kallaður. Tíu ára gömul var ég send í sveit að Ytri-Bug í Fróðárhreppi, en þá bjuggu þar Emmi og Asta kona hans. Ekki var ég borgarbarnið vön sveitastörfum, en mitt verk var að sjá um kýrnar, reka þær í haga á morgnana og sækja að kvöldi. Það gat oft teygst úr þessum ferðum mínum með kýrnar því margt á leið minni kom mér á óvart og þurfti nánari skoðunar við, t.d. þegar ég sá mink í fyrsta skipti, ég vissi ekki hvaða skepna þetta var, en strákur, jafnaldri minn sem var í sveit á næsta bæ var stundum samferða mér að reka kýrnar og sagði hann mér að við gætum fengið pening ef við dræpum þetta dýr sem við og gerðum. Það var sama hvað gekk á, aldrei skammaði Emmi mig, ekki einu sinni þegar mér datt í hug að punta kýrnar og náði mér í varalit sem Ásta átti og reyndi að varalita kýrn- ar, eða þegar þær sluppu til Ólafs- víkur og nörtuðu aðeins í spariföt þorpsbúa, sem héngu til þerris á snúru, engar skammir fékk ég held- m- þá fyrir að gæta ekki betur að kúnum. Þetta sumar var mér mjög lær- dómsríkt um lífið og tilveruna í sveitinni. Þau systkinin Emmi og Svanhvít ólust ekki upp saman og var það svo með fleiri systkini þeirra, en flest ólust þau upp í sömu sveit, en kynntust ekki fyrr en þau voru komin af bernskuárum. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég Emma í Ólafsvík, en þá var Ásta konan lát- in og hann komin á elliheimilið. Ég þáði góðar veitingar hjá hon- um og við röbbuðum lengi saman. Þá sagði hann mér margt um upp- eldi móður minnar og hans, sem ég hafði ekki vitað áður og ótrúlegt að systkini hafi alist upp í sömu sveit án þess að kynnast sem börn. Þessari kvöldstund með Emma gleymi ég seint, við ræddum um svo margt, ættfræði og fleira, enda langt liðið á nóttu þegar heimsókn minni lauk. Mjög kært var með þeim systkin- um Emma og Svönu á fullorðinsár- um. Oft kom Emmi og dvaldi hjá okkur í Reykjavík og eins fór Svana oft vestur í Ólafsvík, eflaust hafa þau verið að bæta sér upp þær stundir sem þau voru aðskilin sem börn. Emmi minn, ég veit að Svana systir þín tekur vel á móti þér á þín- um nýja tilverustað. Hvíl í friði. Svandís. þau urðu mér endalaus uppspretta ánægju og fróðleiks þessi átján ár. Annalísa var dönsk í húð og hár, alin upp í Kaupmannahöfn rétt fyrir miðja öldina í skugga styrja- ldar og hernáms við aðstæður sem skildu eftir djúp spor. Spor sem sáust ekki á yfirborðinu en örlaði endrum og eins á í gegnum þennan makalausa danska húmor sem hún átti í ríkum mæli og brynjaði sig jafnvel með. Kornung, rétt um tvítugt, brenndi hún allar brýr að baki sér og lagði í reisu til íslands að vinna um tíma við skósaum á Iðunni á leið sinni vestur um haf. Það fór þó svo að sína Ameríku fann hún hér á Akureyri og fór ekki lengra. Til Danmerkur kom hún þaðan í frá sem gestur frá íslandi þótt hún ræktaði ávallt samband sitt við vini og ættingja í Köben. Hér átti hún sinn mann, hann Stefán, og dæturnar þrjár. Tengdasynir, barnabörn og barnabarnabarn hafa smám saman bæst í hópinn. Hennar starfsævi var á Gleráreyr- um og heima í Þórunnarstrætinu. Og hér vildi hún vera. Orðaði það þannig að hún gæti svo sem hugs- að sér að flytja til Danmerkur aft- ur ef hún gæti tekið fjallahringinn með sér. Því að Island varð hennar land þó að hún legði sig ekkert sérstaklega í framkróka við tungu- málið. Talaði þennan makalausa hræring af íslensku og dönsku sem allir þekkja. Henni dugði að fólk skildi hvað hún var að fara, var ekkert að snobba fyrir neinni hreintungustefnu. Átti það aftur á móti til að leiðrétta mann ef maður fór klaufalega með dönsku... í samskiptum okkar Önnulísu var ég ávallt þiggjandi. Líka þegar hún ætlaði að leita hjá mér ráða eða upplýsinga um plöntur eða garðyrkju; það kom fljótt í ljós að hún var miklu betur að sér en ég og hafði ekkert á þessum tengda- syni að græða í þeim efnum. Svo var hún líka með græna fingur eins og garðurinn ber með sér. Og svo allar veislurnar. Á af- mælum og hátíðum og hvenær sem tilefni gafst. Margréttaðar stór- veislur og staðið í stórræðum. Með árunum var ég nánast hættur að reyna að neita góðgerðum - það var eins og að berja höfðinu við stein og auðvitað dónaskapur. Og raunar sífellt erfiðara að afþakka slíkar trakteringar sem hún galdr- aði fram á augabragði. Og barnapössunin ár eftir ár þegar dóttir okkar Sóldísar átti sitt annað heimili hjá afa og ömmu. Ávallt reiðubúin bæði tvö og nutu samskiptanna við krakk- ana einn af öðrum. Ávallt gefandi. Annalísa hafði skoðanir á flest- um hlutum og lá ekki á þeim. Hvort heldur rætt var um pólitík, verkalýðsmál eða hvað sem vera skal úr dægurþrasinu. Það var gaman að vera ósammála henni og kannski var það oftast meira til að kýta en af sannfæringu sem ég tók oft andstæðan pól í hæðina. Brást samt aldrei að hún sá til þess að við skildum í góðu. Síðustu árin barðist Annalísa af æðruleysi við krabbann, þennan óvægna gest sem heggur á báða bóga allt í kring um okkur. Barðist með danska húmorinn og þrekið að vopni og eiginmann og dætur sér við hlið. Vonlausri baráttu sem nú er töpuð. Við hin sitjum uppi með stórt skarð sem við reynum að prjóna í með litríkum þráðum sem við sækjum í þann nægtabrunn minninga sem hún skildi eftir. Megi hún hvila í friði. Aðalsteinn Svanur Sigfússon. GESTUR AUÐUNSSON + Gestur Auðuns- son, vélstjóri og verkamaður, fæddist í Þykkvabæjar- klaustri í Álftavers- hreppi í Vestur- Skaftafellssýslu 23. júní 1915. Hann lést 18. desember 1999. Foreldrar hans voru Auðunn Pétur Odds- son, bóndi á Snæbýli í Skaftártung- uhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu, síð- ar formaður í Vest- mannaeyjum, f. 24. september 1893 í Þykkvabæjar- klaustri, d. 1969, og kona hans Steinunn Sigríður Gestsdóttir, f. 29. ágúst 1889 á Ljótsstöðum, d. 6. október 1965. Hinn 26. desember 1953 kvænt- ist Gestur Friðgerði Rannveigu Finnbjörnsdóttur, ljósmóður, f. 22. júní 1918 á Látrum í Aðalvík. Foreldrar hennar voru Finnbjörn Þor- bergsson verslunar- stjóri, bóndi og verkamaður, f. 29. ágúst 1893 í Aðal- vík, d. 18. nóvember 1958, og kona hans Helga Kristjánsdótt- ir, f. 2. ágúst 1895, d. 25. júlí 1925. Börn þeirra eru: 1) Auð- unn, f. 29. mars 1952 í Reykjavík, nú skipasmiður í Reykjanesbæ. 2) Steinunn, f. 16. sept- ember 1955 íKeflavík, skrifstofu- maður í Reykjanesbæ. Með Ástu Ragnheiði Skærings- dóttur, f. 3. nóvember 1915, átti Gestur soninn Rafn Eyfell, f. 23. maí 1944 í Vestmannaeyjum, nú trésmiður í Reykjavík. Útför Gests fór fram frá Kefla- víkurkirkju. Gestur Auðunsson fæddist í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri og stóðu að honum vestur-skaftfellskar ættir. Af öðrum íslendingum er fólk á þessum slóðum úrvalsfólk, sem ekki hefur látið sitt eftir liggja. Hann kom víða við á lífsleiðinni, lærði að lesa níu ára gamall hjá nunnunum í Landa- koti í Reykjavík og var síðan til tólf ára aldurs í bamaskóla í Þykkvabæ í Landbroti. Hann var hálfan vetur í Gagnfræðaskóla Vestamannaeyja og tók minna mótorvélstjórapróf í Eyj- um 1933. Hann tók smáskipstjórapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann slasaðist á vinstra fæti fjórtán ára gamall svo fóturinn styttist um þrjá sentimetra. Hann var vélstjóri tvær sumarvertíðir í Vestmannaeyj- um en var þar annars í fiskvinnslu og öðinm störfum. Hann fluttist 1943 til Keflavíkur og var tvö síðustu stríðs- árin matsveinn á mb. Sveini AK, sem flutti fisk frá Vestmannaeyjum til Bretlands. Hann starfaði nokkur ár í Rörsteypu Sveinbjarnar Gíslasonar uns hún var lögð niður. Vann síðan við bátaviðgerðir í Dráttarbraut Keflavíkur. Hann varð verkstjóri í Rörsteypunni þegar bæjarstjóm endurreisti hana, gerðist svo sjálf- stæður verktaki í nokkur ár og vann loks hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur við bátaviðgerðir og lagerstörf. Hann lét af störfum sjötugur og fékkst síðan við ættfræði og m.a. skrifaði hann niðjatal Guðmundar Loftssonar, bónda í Holti í Mýrdal. Einnig skrifaði hann niðjatal Sigfús- ar Bótólfssonar, bónda á Flögu í Skaftártungu. Þessar bækur hand- skrifaði hann og vom þær þannig gefnar út. Gestm’ var ættfróður eins og Óðinn og era þessar bækur ein- stök verk og era nú ófáanlegar. Hann var um skeið forstöðumaður Alþýðuhússins í Vestmannaeyjum og eitt ár formaður Verkalýðsfélagsins Drífanda. Hann var einn af stofnend- um Bridgefélags Keflavíkur og íyrsti ritari þess en formaður í tólf ár og kjörinn heiðursfélagi þegar hann lét af störfum. Hann sat í stjóm Bridge- félags íslands í fjögur ár. Hann var einn af stofnendum Sjálfsbjargar á Suðumesjum, fyrsti ritari hennar og formaður í þrjú ár. Hann var einn af stofnendum Sósíalistafélags Suður- nesja og síðan Alþýðubandalagsins og var í framboði af þess hálfu. Af þessu stutta æviágripi má sjá að Gestur kom nokkuð víða við bæði í störfum og á félagsmálasviði. Hann var sósíalisti af sannfæringu. Ég man eftir honum frá mörgum fundum og hann var óspar á að segja sína skoðun á málum. Þeir sem hallir stóðu í lífs- baráttunni áttu í honum vin. Gestur vai’ glaðsinna og var brosið samgróið andlitsfallinu. Framan af ævi var hann ölkær nokkuð en er aldur færð- ist yfir hann sleit hann þeim vinskap. Nú er nokkuð um liðið síðan vinur minn og félagi Gestur Auðunsson féll frá. Sennilega er hann kominn til Bláu stjömunnar, hvai’ Þórbergur situr og er að reyna að skilja steinana þar. Ef til vill bjarga þeir sér á esper- anto en Margrét er búin að hella upp á og býður kaffi. En til hvers er ég að skrifa minningargrein vegna hans. Ekki er Morgunblaðinu dreift upp í Sjöunda himin eða lengra. En þetta er gömul hefð. Skrifa minningar- greinar, reisa bautasteina, jafnvel hlaða vörður til heiðurs hinum látna. Gestur á sannarlega skihð að hans sé minnst. Ég er að reyna það, gamall maður í bosi mínu. Nú væri við hæfi að segja smága- mansögu. Minningargreinar mega gjaman enda á þann veg. Sagan er ekki alveg sönn en í henni er sann- leiksþráður. Við Alþýðubandalags- menn í Reykjaneskjördæmi efndum til sumarferðar í Þórsmörk. Vai- þetta allfjölmennur hópur eins og vænta mátti. Gestur vai’ með í þeim hópi. Fleira fólk var í Mörkinni okkur óvið- komandi. Við gistum svo eina nótt og var mikil gleði og kátína um kvöldið eins og vera bar. Daginn eftir var mikil þoka á Valahnjúk. Meðal ann- aiTa gesta var dönsk kona. Hún kom að máli við okkur félagana og spurði hvar Valahnjúkur væri. Við svöruð- um því til að hann væri þarna í þok- unni og bentum í áttina þar sem hann átti að vera. Þá segir konan að hún hafi heyrt talað um þetta ofurháa fjall og hvort ekki væri von til að þokunni íétti. Við sögðum að það gæti bragðið til beggja vona. Þá sagði Gestur: „Ég skal fylgja þér upp á Valahnjúk." Svo lögðu þau af stað, öldrað kona óvön ijallgöngum frá Danmörku, Gestur með vinstri fótinn þremur sentimetram styttri. Segir nú ekki af þeim leiðangri fyrr en þau komu til baka heil á húfi og hin kátustu. Sagði Gestur svo frá að þegar þau komu upp í þokuna þá var hún svo þétt að ekki sáust handa skil. Tók hann þá það til bragðs að hann braut kvisti úr kjarrinu og stakk þeim í þokuna í þeim tilgangi að þau gætu ratað til baka. En undursamlega dásamlegt var útsýnið þegar upp var komið. Þetta er hinn bjartsýni andi sem ekkert fær bugað. Við eigum sumar innra fyrir and- ann. Þó ytra herði íhald og kyngi fram- sókn. Oddbergur Eiríksson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tældfæri 1 HH blómaverkstæði I BinnaJ I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.