Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 27.05.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 47^ Námið er fjárfesting í framtíðinni „Við höfum gjarnan kallað þetta ársnám Trompnámið, vegna þess að tungumál eru tromp fyrir hvern þann sem fer í þetta nám og nýtist á flestum svið- um í atvinnulífinu,“ segir Oddný G. Sverrisdóttir dós- ent í Háskóia Islands, en frá og með haustinu 2000 verð- ur boðið upp á hagnýtt nám í dönsku, ensku, spænsku og þýsku fyrir atvinnulífið. „Markmiðið með þessu tungumálanámi er að undir- búa nemendur undir störf þar sem reynir sérstaklega tungu- málakunnáttu , t.d. í ferðaþjón- ustu, fyrirtækjum og í stjómsýslu,“ segir hún. Megin- áhersla er lögð á hagnýta mál- notkun, menningarmiðlun og þekkingu á þjóðlíf viðkomandi mál- og menningarsvæða. Mismunandi leiðir í hagnýtri dönsku/ensku/spænsku/þýsku fyrir atvinnulífið era annarsveg- ar: ► Hagnýt danska/enska/ spænska /þýska sem aukagrein/ ársnám (30e) í eitt ár, og hinsveg- ar: ► Hagnýt danska/enska/ spænska /þýska sem diplómanám (45e) eitt og hálf ár. Oddný nefnir hagnýta þýsku sem dæmi um hvernig þetta nám er, en námið nýtist sem 1 árs nám í aukagrein til BA-prófs og er hluti af þessu námi sameiginlegur BA-náminu. „Þetta nám hentar einkum þeim, sem vilja afla sér hagnýtrar þýskukunnáttu til notkunar í verslun og viðskiptum og/eða ferðaþjónustu, en einnig öllum þeim sem vilja bæta þýsku- kunnáttu sína án þess að kljást fræðilega við málvísindi og bók- menntir. Aðaláherslan er á mál- notkun og fræðslu um þýskumæl- andi lönd,“ segir hún. Oddný telur að fólk í atvinnu- lífínu þarfnist góðrar tungum- álakunnáttu á sínu sviði. Al- þjóðlegt samstarf fer mjög í vöxt og vegna alþjóðavæðingarinnar er tungumálakunnátta orðin mik- ilvæg í flestum atvinnugreinum. Skólatungumálakunnáttan dugar oft skammt og skortur er á tal- þjálfun. „Tungumálanám er því orðið mjög praktískt," segir hún, „og ég held að það auki óbeint hagvöxtinn ef tungumálakunnátt- an batnar, því hún leiðir til betri þjónustu sem aftur leiðir til þess að erlendir gestir staldra lengur við á Islandi og tekjur af þeim aukast.“ Oddný segir að hagnýta tungu- málanámið verði væntanlega á hentugum tíma fyrir þá sem einn- ig vilji stunda vinnu. „Tungu- málanámið er fjárfesting í fram- tíðinni," segir hún, „og því munum við leggja sérstaka áherslu á talþjálfun, og verður Tungumálamiðstöð Háskólans nýtt í því sambandi, en þar geta nemendur stundað stýrt sjálfs- nám.“ skeiðum og ljúki BS-prófi. Einnig eru sérstök námskeið fyrir þá sem stunda nám á hagnýtu linunum. Námskeiðin sem nemendur taka í diplóma-námi í reiknings- haldi eru eftirfarandi: Fjármál I. Lögfræði A. Markaðsfræði I. Reikningshald I. Reikningshald II. Reikningshald III. Reiknings- hald VI. Reikningshald og tölvu- notkun. Rekstrarhagfræði I. Skattskil I. Stærðfræði I. Sljórn- un II. Tölfræði A. Upplýsinga- tækni I. Þjóðhagfræði I. „Ég tel að diplóma-námið sé spennandi valkostur fyrir marga,“ segir Gylfi. Hann telur að námið henti þeim sem vilji tryggja betur stöðu sína á vinnu- markaðinum, eða eru jafnvel að hugsa um að bæta við sig til að skipta um starf. „Deildin hefur gert átak f því að auka við tungumálanám,“ seg- ir Gylfi, „og þess sér sérstaklega stað í diplóm-náminu en þeir sem kunna skil á viðskiptum og geta rætt um þau á erlendum tungu- málum, eru eftirsóttir starfskraft- ar í fyrirtækjum." Tungumála- kennsla f deildinni hefur þannig verið vaxandi undanfarin ár og einnig hefur færst f aukana að fóik með BA-próf f tungumálum bæti við sig viðskiptanámi eftir útskrift. Hann segir það heillandi varð- andi hagnýtu námsleiðirnar að þær eru oft byggðar þverfaglega upp. Hér er því um breiðara nám að ræða en f hefðbundnu námi, en námskeið eru sótt f ólíkar deildir Háskólans. Að kunna að fara með reikninga „Viðskipta- og hagfræðideild bauð sfðasta skólaár upp á fimm námsleiðir sem ljúka með dipl- ómu,“ segir Gylfí Magnús- son dósent í Háskóla Islands. „Viðtökumar voru framar vonum og í haust bætist sú sjötta við, reikningshald." f námi í reikningshaldi er, eins og nafnið gefur til kynna, lögð áhersla á að kunna að meðhöndla reikn- inga fyrirtækja en auk þess fá nemendur þjálfun í al- mennum viðskiptagreinum. „Þessi námsleið er m.a. hugsuð fyrir þá mörgu sem sjá um bókhald smárra og meðal- stórra fyrirtækja án þess að hafa menntað sig til þess sérstaklega,“ segir Gylfi. Ef námið er tekið á fullum hraða tekur það þijú miss- eri eða eitt og hálft ár en einnig er hægt að taka það á lengri tíma með starfi. Það krefst þó sveigj- anlegs vinnutíma. Líkt og í öðra diplóm-námi við deildina eru námskeið valin úr bópi þeirra sem standa BS- nemendum í viðskipta- og hag- fræði til boða og námskröfur eru þær sömu. Ekkert er því til fyrir- stöðu að þeir sem lokið hafa dipl- óm-námi bæti við sig fleiri nám- Uppeldis- og félags- störf Nýrri námsleið í uppeldis og fé- lagsstarfi í Háskóla Islands er ætl- að að búa nemendur undir störf sem leiðbeinendur í upp- eldis-, tómstunda- og félags- starfi. Námið er 45 einingar, stendur í þrjár annir og lýk- ur með diplóma, en nýtist sem hluti af B. A. prófí í fé- lagsfræðiskor eða uppeldis- og menntunarfræðiskor. Námstími er þó sveigjanleg- ur. Náminu er ætlað að nýtast þeim sem starfa á sviði fé- lags- og uppeldismála með ólíkum hópum, s.s. bömum, ungl- ingum og öldruðum svo einhveijir séu nefndir. „Námsleiðin ætti að höfða til þeirra sem leiðbeina eða vilja leið- beina í tómstunda- eða upp- eldisstörfum,“ segir Guðný Björk Eydal lektor í félagsráðgjöf og einn umsjónarmönnum námsleið- arinnar, „og það er ótvírætt að það er mikil þörf fyrir menntun af þessu tagi.“ Hún nefnir að til að mynda hafi skapast þörf fyrir menntað fólk í tómstunda- og upp- eldisstörfum þegar heilsdagsskóla var komið á og bömum gefinn kostur á lengdri viðveru. Einstaklingar sem hafa starfs- reynslu af störfum á þessum vett- vangi og þeir sem hafa hlotið þjálfun og verið forkólfar í félags- lífi eru meðal þeirra sem spáð er að muni sækja í þetta diplóm-nám. „Ég býst við blönduðum hópi; þeim sem hafa þjálfun úr atvinnu- lífinu, og þeim sem koma beint úr framhaldsskólum,11 segir Guðný, „og þannig geta skapast tækifæri til gefandi samræðna þar sem ólíkir hópar bera saman reynslu sína og tengja við hinn fræðilega hluta námsins". Hún segir kenn- ara í Félagsvísindadeild hafa góða reynslu af samstarfi við atvinnu- lífið og af því að kenna hagnýtt efni, en fyrstu tvö misserin taka væntanlegir nemendur nokkur námskeið með nemendum annara skora, auk sérstakra námskeiða eins og tómstundafræða um starf leiðbeinenda, hlutverk þeirra og aðferðafræði. „Við höfum hannað þessa braut í samstarfi við fólk í atvinnulífinu og fáum stunda- kennara þaðan t.d. frá ÍTR og BÍS.“ Á þriðja misseri á námsleið- inni verða eingöngu valnámskeið og geta nemendur kosið sér þau eftir áhugasviði, t.d. eftir því hvaða hópi þeir kjósi að vinna með í framtíðinni; böraum, unglingum eða öðrum hópum. Guðný leggur áherslu á að þessu námi sé ætlað að vera í takt við þann fjölbreyti- leika sem skapast hefur á undan- föraum árum í tómstunda og upp- eldisstarfi hérlendis. Aðstoðar- fólk lög- fræðinga Lagadeild samþykkti í febrúar að efna til stuttrar og hagnýtrar námsleiðar fyrir aðstoðarmenn lögfræðinga og veitir deild- arforseta og kennslustjóra heimild til að ganga frá efni og tilhögun námsleiðarinnar á grundvelli minnisblaðs. En markmið námsins er að gera þá, sem því hafa lokið, fær- ari til þess að veita lögfræð- ingum aðstoð við að rita lög- fræðilegan texta, semja lögfræðileg skjöi og afla heimilda og upplýsinga og vinna úr þeim. Sömuleiðis að færa bók- hald, annast skjalasljóraun og hafa umsjón með rekstri, t.d. á lögmannsstofum. Námið er fólgið í því að gera þeim, sem það stunda, grein fyrir grandvallarhugtökum lögfræð- innar, réttarheimildum og beit- ingu þeirra og fræða þá um meg- inreglur um meðferð dómsmála og stjórnsýslumála. Ennfremur að veita þeim leiðbeiningar um lög- fræðilega skjalagerð, rekstur, bókhald og skjalastjómun, kenna þeim öflun upplýsinga og úr- vinnslu úr lögfræðilegum heimild- um, þ. á m. á Netinu. Mikil áhersla er lögð á notkun íslensks máls svo og kennslu í erlendum tungumál- um, einkum i lagamáli. Þeir, sem lokið hafa námi sem lögritarar, ættu að hafa mun betri möguleika en aðrir til þess að fá störf sem sérhæfðir ritarar og að- stoðarmenn á lögmannsstofum, og sem sérhæfðir ritarar og skjala- verðir hjá dómstólum, ráðuneyt- um og öðrum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, hjá einkafyrirtækj- um á borð við banka og aðrar Qár- málastofnanir, tryggingafélög og fasteignasölur og hjá hvers kyns samtökum. Kolbrún Linda ísleifs- dóttir kennslustjóri hefur umsjón með námsleiðinni. Hún segir að lengd námsins sé 1 % ár og að því (júki með diplóm-prófi. Á fyrstu önn er lögð stund á almenna lög- fræði fyrir lögritara (lOe) og er valið á námskeiðið úr almennri lögfræði við lagadeild. Einnig verður kennt Reikningshald I (3e). Eftir þetta geta nemendur valið úr tilteknum hópi námskeiða eða 32e. Af þeim má nefna námskeið um réttarfar, rekstrarhagfræði, skjalagerð, upplýsingaöflun, tungumál, málnotkun og skjala- * stjórnun. O l-J w > ffi 1875 - 2000 12 5 ára afmælishátíð Mýrarhúsaskóla ✓ I dag, laugardag, er sýning á vinnu nemenda í hand- og myndmennt í tile&ii af 125 ára afmæli skólans. Nemendur verða með skemmtiatriði kl. 10 og kl. 13. Kórsöngur. Hljóðfæraleikur. Dans. Vinir og velunnarar skólans, foreldrar, nemendur og gamlir nemendur eru hvattir til að heimsækja okkur á þessum tímamótum og kynnast broti af því starfi sem unnið er í skólanum. ps5 w > Sýningin er opin frá kl. 10 til 17. Kaffiveitingar. Afinælisnefiid Mýrarhúsaskóla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.