Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Islendingar þyngjast ISLENDINGAR fara greinilega ekki varhluta af offitufaraldrinum sem herjar á hinn vestræna heim. Nýlega er lokið viðamikilli úttekt á holdafari barna og fullorðinna hér á landi og sýna niðurstöður að of- þyngd og offita eru vaxandi vanda- mál hjá báðum hópum. Mikilvægt er að fylgjast með holdafari þjóðarinn- ar þar sem offita er áhættuþáttur fyrir ýmsa sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki (fullorð- ins), ýmsar tegundir krabbameina K> og getur leitt til sálrænna og félags- legra vandamála. Einnig er rétt að benda á að offita meðal barna eykur líkur á offitu á fullorðinsárum. Hvernig eru ofþyngd og öffita skilgreind? Algengast er að nota svokallaðan líkamsþyngdarstuðul, BMI (body mass index) til að meta holdafar full- orðinna og á síðustu árum er einnig farið að nota hann til að meta holda- far barna og unglinga. Stuðullinn fæst með því að deila í líkamsþyngd- ina með hæðinni í öðru veldi. Þyngd- in á að vera í kílóum og hæðin í metr- um (kg/m2). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, «•. WHO, hefur sett viðmiðunarmörk fyrir fullorðna. Þar er ofþyngd skil- greind ef stuðullinn er á bilinu 25- 29,9 en offita fari hann yfir 30. Þetta á ekki við um börn og unglinga þar sem eðlilegur líkamsþyngdarstuðull þeirra er breytilegur eftir aldri og kyni. Skólabörn þyngjast. Nýlega voru skoðaðar breytingar á hæð og þyngd 9 ára skólabarna í Reykjavík á tímabilinu 1938 til 1998. Hólmfríður Þorgeirsdóttir í ljós kom að meðalhæð bamanna hefur hækkað um 5 cm á þessu tíma- bili, strákar hafa þyngst um 5,1 kg og stelpur um 4,6 kg. Líkamsþyngd- arstuðull hefur hækkað, sérstaklega á síðustu áratugum. Ef þyngdaraukningin væri í sam- ræmi við hækkunina hefði stuðullinn ekki átt að breytast. Þar sem hvorki eru til íslensk né alþjóðleg viðmiðun- argildi fyrir eðlilegan líkamsþyngd- arstuðul barna og unglinga voru bandarísk viðmið notuð við þessa at- hugun (ofþyngd >19,7 bæði kyn og offita >23,0 fyrir stelpur og >22,6 fyrir stráka). Miðað við þessa stuðla hefur ofþyngd stelpna aukist úr því að vera 3,1% hópsins árið 1938 upp í 19,7% árið 1998. Hlutfall of þungra stráka hefur aukist úr 0,7% í 17,9% á þessu sama tímabili. Ef skoðaðir eru þeir sem haldnir eru offitu þá fara tölurnar fyrir stelpumar úr 0,4% í 4,8% og fyrir stráka úr 0% upp í 4,8 Börnin em því greinilega að þyngjast. Hvernig er ástandið hjá fullorðna fólkinu? Það hefur átt sér stað svipuð þróun með- al fullorðinna og barna, það sýnir rannsókn á 45-64 ára Reykvíking- um sem fram fór á síð- asta ári. Rannsóknin byggð- ist á gögnum Hjarta- vemdar og náði til Brynhildur tímabilsins 1975-1994. Briem Niðurstöður sýna að bæði karlar og konur hafa hækkað um að meðaltali 2-3 cm á tímabilinu. Einstakhngarnir hafa einnig þyngst, konurnar um 7,3 kg en karlarnir um 6 kg. Eins og hjá bömunum þá er þjmgdaraukningin meiri en útskýrð verður með aukinni hæð eingöngu og kemur það fram í hækkun líkamsþyngdarstuðuls. A sama tíma hefur hlutfall of þungra (BMI 25-29,99) og of feitra (BMI<30) einstaklinga einnig auk- ist. Ofþyngd meðal kvenna eykst úr því að vera 32% í upphafi tímabilsins í 42% í lok þess en hjá körlunum jókst hlutfallið úr 46% í 53%. Það lætur nærri að hlutfall of feitra kvenna hafi tvöfaldast á tímabilinu. Hlutfallið var 10% í upphafi tímabils- ins en var komið í rúm 19% í lok þess. Aukning á offitu meðal karla Offita Greinilegt er að ofþyngd og offíta, segja Bryn- hildur Briem og Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Innritun nýnema Umsóknareyðublöö verða afhent á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is. Einnig má sækja um á umsóknareyðublaði menntamálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til kl. 16 þriðjudaginn 6. júní nk. Svör við umsóknum verða póstlögð miðvikudaginn 7. júní 2000. Umsækjendur þurfa ekki að sækja um annan skóla til vara og verður þá farið með umsókn þeirra sem trún- aðarmál. í því tilviki er nemanda ráðlagt að leggja einnig inn umsókn í annan skóla. 280 nemendur verða innritaðir í 3. bekk V(. Undanfarin ár hefur verið hægt að innrita alla umsækjendur með meðaleinkunn 7,7 í samræmdum greinum (skólaeink- unnir og samræmdar einkunnir) og sum ár nemendur með lægri meðaleinkunn. Þeir tveir umsækjendur, sem hafa hæstu meðaleinkunn á samræmdum prófum, fá skólagjöld VÍ felld niður þar til þeir hafa lokið verslunarprófi. Nemendur, sem þess óska og eiga fartölvu, geta tengt hana skólanetinu. /—.... ................. Opið hús verður í Verzlunarskóla íslands föstu- daginn 2. júní kl. 15-18. Þar munu kennarar og námsráðgjafar skólans verða til viðtals og taka á móti umsóknum. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu skólans og hjá námsráðgjöfum, sími 568 8400. Verið velkomin! Verzlunarskóli íslands eru vaxandi vandamál bæði meðal barna og fullorðinna hér á landi. var heldur minni, fór úr 11% í upp- hafi tímabilsins í 18% í lok þess. Það er því Ijóst að í lok tímabilsins eru um 60% kvenna og 70% karla á al- drinum 45-64 ára annaðhvort of þung eða of feit. Hver er ástæðan? Trúlegasta skýringin á aukinni of- þyngd og offitu meðal Islendinga er sú að ekki hafi tekist að aðlaga orku- neyslu að minnkaðri orkuþörf sem fylgir minni líkamlegri áreynslu nú- tíma lifnaðarhátta. Það er fátt sem bendir til þess að orkuneysla hafi aukist á undanförnum árum. Hins vegar eru rannsóknir sem gefa til kynna að framlag fitu til orkunnar hafi heldur minnkað. Það hefði frek- ar átt að draga úr líkunum á offitu, en ýmsar rannsóknir benda til þess að fituríkt fæði leiði frekar til offitu en fituminna fæði. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar sýna að þjóðirnar eru að fitna þrátt fyrir minni orku og fituneyslu og er hreyfingarleysi að minnsta kosti tal- ið eins mikilvægur þáttur og fæða í þróun offitu þar. Hvað er til ráða? Greinilegt er að ofþyngd og offita eru vaxandi vandamál bæði meðal barna og fullorðinna hér á landi og mikilvægt er að grípa í taumana og spyrna við þessari þróun. Reynslan sýnir að árangur megrunar er oft lít- ill. Því er æskilegt að leggja áherslu á forvarnir og reyna þannig að koma í veg fýrir að þjóðin haldi áfram að fitna. Stuðla þarf að heilbrigðari lifn- aðarháttum með því að hvetja til holllari neysluvenja og aukinnar hreyfingar. Vinnustaðir og skólar eru ákjósanlegur vettvangur fyrir slíkt forvarnarstarf. Hvað mataræð- ið varðar skiptir mestu að fæðið sé fjölbreytt, að fitu og sykri sé stillt í hóf en mikið borðað af grænmeti, ávöxtum og grófu kommeti. Varð- andi hreyfinguna þá em lítilsháttar breytingar á daglegum venjum, svo sem að ganga eða hjóla til og frá vinnu eða skóla, ganga stiga í stað þess að nota lyftu fara í sund og gönguferðir sennilega vænlegri til árangurs fyrir þjóðina í heild en krefjandi íþróttaiðkun. Einnig þarf að hvetja börn til að leika sér á ann- an hátt en að sitja við tölvu- eða sjón- varpsskjá. Takist þjóðinni að temja sér þennan lífsstíl er von til þess að hægt verði að sporna við aukningu á ofþyngd og offitu hér á landi. Brynhildur er lektor við Kennara- háskóla íslands og Hólmfríður er matvælafræðingur hjá Manneldisráði Islands. ISLEIVSKT MAL ÁRIÐ 1982 kom út bókin Mis- skipt er manna láni eftir Hannes Pétursson skáld. Skemmst er af þvf að segja, að þetta á heima í hvaða úrvali óbundins máls sem vera skal frá þessum tíma, og þá ekki síst þátturinn Marsibil Iíjálm- arsmóðir. Nú er ekki ætlunin að ræða meira um þessa bók hér, heldur nafnið Marsibil, en um það fékk ég bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið, frá bókarhöf- undi, Hannesi skáldi. Réttast þykir að birta meginefni bréfsins. Að slepptum ávarps- og kveðjuorðum, segir svo: „Uppmni kvenmannsnafnsins Marsibil (Marzibil) er í handbókum ... sagður óljós, og má vel vera að svo sé. Þó sendi ég þér hjálagt ljós- rit [sjá bráðum]. Þar segir fullum fetum að nafnið sé myndað úr Mar- ía Sibylla..." Þá er það Ijósritið. Það er úr Romanzero eftir Heinrich Heine. Þar er kvenheitið „Marizzebill", en neðanmáls skýring sem hljóðar svo að hluta til: „Marizzebill, Kurzform fúr Mar- ia Sibylla im rheinischen, besond- ers kölnischen Dialekt..." Þetta er svo að skilja: M. er stuttgerð fyrir Maria Sibylla í mállýsku frá Rínar- löndunum, einkum Köln.“ Það er því ekki furða að Hannes segi „full- um fetum“. Hitt er jafnrétt, að í hverri handbók af annarri segir að upprani nafnsins sé óljós, enda ekki fullskýrður í neðanmálsgrein- inni. Mér detta enn í hug „spari- orð“ Jan de Vries: „Das Wort ist dunkel." En þá er komið langt frá landi, því að nafnið Marfa er í meira lagi „dúnkelt", þ.e. mistri hulið. Skal þá hugað að seinni hlutan- um og ég þýði lauslega úr Encyclopædia Brittannica: „Sybil, einnig Sibylla, var þekkt spákona (völva) i goðsögum og bókmennt- um Grikkja. Hún var talin feikilega gömul, og nokkrum öldum fyrir Krist vora spásagnir hennar skráð- ar á grísku undir sexliðahætti (Hexameter), en ekki tjáir að fara lengra frá Marsibil en þetta rétt í bili. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1059. þáttur Jón Hilmar Magnússon, rithöf- undur á Akureyri, mjög harð- snúinn málamaður, kennir mér að Marfa sé af hebreska orðstofninum mar-, mer, mir (sbr. Miriam). Þar sem samhljóðaskrift tíðkaðist í hebresku, er ekki alltaf auðvelt að ráða í sérhljóðin, sem milli sam- hljóða vora. En áðurnefndur orð- stofn merkir kvöl, sársauka, en einnig kraft og styrk. Trúi ég Jóni vel, en aðrar skýringar Maríu- nafns era svo margar að ég treysti mér ekki til að geta þeirra hér. í hinni miklu nafnabók Guðrún- ar Kvaran og Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni greinir að nafnið Marsibil komi fyrir í Jökuls þætti Búasonar og í Fornaldarsögum Norðurlanda, svo hið elsta hér- lendis sé tekið, en um nafnið hjá öðram þjóðum er óvíst hvenær fyrst kemur fyrir. Niðurstaða: Marsibil er orðið til úr nöfnunum María Sybilla, en þó að það sé annað mál hvet ég alla, sem góðar bókmenntirvilja, að lesa um Marsibil Hjálmarsmóður eftir Hannes Pétursson. Hafi hann heila þökk fyrir það og annað. ★ Sitt af hveiju tagi. Umsjónarmanni þykir orðið já- kvæður mjög ofnotað, svo og at- viksorðið jákvætt í vissum sam- böndum. Ur fundargerð: „Nefndin tekur jákvætt í erindið". Þarna er ,jákvætt“ atviksorð. Væri ekki betra að segja á látlausu manna- máli „tekur vel í erindið" eða „tek- ur erindinu vel“? Úr blaði: „For- menn bankaráða era jákvæðir fyrir viðræðum.“ Þarna er ,jákvæðir“ lýsingarorð. En er þetta boðlegt? Væri nú ekki sýnu betra að segja að mennirnir hefðu verið hlynntir viðræðum? 2) Vilfríður vestan kvað: ,Á ferðinni er fjandinn um nætur að festa sér hvarvetna rætur,“ sagði EUaí Skál, svoísmeygoghál, „en ögn er nú strákskrattinn sætur.“ 3) „Þegar hér var komið við sögu“, mátti heyra í fréttum út- varpsins. Hér er orðinu „við“ baga- lega ofaukið. Þegar hér var komið sögu á þetta að vera. Við heyrum það best með því að setja greini á orðið sögu. „Þegar hér var komið við söguna", er vitleysa, en þegar hér var komið sögunni er rétt. Sögu er nefnilega þágufall í þessu orðasambandi. Hitt er annað mál að einhver maður kemur oft við sögu. Þá er sögu þolfall. 4) Dapurlegt var að heyra mann, sem ætlar að framleiða sælgæti, tala um lakkrís og „syk“! Mér finnst lágmark, að slíkur maður kunni að beygja orðið sykur (eins og Baldur). 5) Úr auglýsingu: „Mjög skemmtileg og falleg raðhúsaíbúð á pöllum... Vandað parket á flestum gólfum. Nýlekt(!) baðherbergi o.fl.“ 6) Hlymrekur handan kvað: í Bogotá borinn er kálfur sem ber svip af mannskepnu hálfur, og þeir sem fara með spé, segja að faðirinn sé jafnvel fjósamaðurinn sjálfur. 7) Að gefnu tilefni: Hvernig fer kvóti að þvi „að skipta um hend- ur“? 8) Era það tíðindi að vatnavöxt- ur sé í Héraðsvötnum? Er ekki nóg að segja að vöxtur sé í Vötnunum? 9) Þarf að segja: „Kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga"? Er ekki sjálfsagt að kaupfélagsstjóri sé kaupfélagsstjóri? Má ekki segja forstjóri Kaupfélags Eyfirðinga? Auk þess er mér tjáð úr fréttum: A) Góð frétt: Kirkjan er opin allan daginn og menn geta gengið þar inn og gert þaríir sínar. B) Vond frétt: Hitinn mun fara kólnandi á morgun. Forn orðskviður segir að ekki fari (alltaf) saman gæfa og gjörvi- leiki. Nú hefur Hörður Ingi Stef- ánsson á Amtsbókasafninu á Akur- eyri komið með athyglisverða tillögu. í stað enska orðsins fitness, sem er á margs manns vöram, komi gjörvileiki, og við höldum gjörvileikamdt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.