Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 5
13. Fræðibækur þ.m.t. landafræði og ferðasögur. Ekki er tekið tillit til hvort um viðurkennd fræði er að ræða, aðeins að hægt sé að segja að í viðkomandi bók sé ver- ið að fjalla um ákveðin efni en ekki verið að segja sögu. í þessum flokki lenda því bækur um stjörnu- speki jafnt sem bækur um jarðvísindi. 14. Sannsögulegar frásagnir, þ.e. frásagnir tengdar stríði, hættum á hafi eða hættum tengdum flugi. 15. Ævisögur, endurminningar, viðtalsbækur, dag- bækur. 16. Sígild ævintýri og þjóðsögur. Hér eru sögur sem hafa lifað með þjóðum um langan aldur og síðari tíma menn hafa safnað saman og skráð. 17. Síðari tíma ævintýri, furðusögur, vísindaskáld- skapur. Bækur lentu t.d. í þessum flokki ef sagan gerðist að einhverju leyti í ímyndaðri veröld utan við tíma og rúm eða byggði á óþekktri tækni og uppgötv- unum. 18. Gamansögur, prakkarasögur, skop, fýndni. Hér eru sögur sem hafa það markmið að skemmta lesand- anum með fyndnum atburðum eða uppákomum hvort sem þær eru settar fram sem heilsteyptar frá- sagnir eða safn brandara. IV Bœkur flokkaðar efiir formi 19. Leikrit, Ijóð, sönglög. 20. Myndabækur. Þær hafa allar það að markmiði að vera annað hvort spennandi eða fyndnar helst hvort tveggja og söguþráðurinn er byggður upp í kringum myndirnar. 21. Smábarnabækur. Bækur ætlaðar 2-5 ára, að megin- hluta myndir. Sérhver bók er flokkuð í einn flokk. Fæstar bækur eru svo einfaldar að uppbyggingu að það sé hreint og klárt í hvaða flokk megi setja þær. Erfitt getur verið að greina meginviðfangsefni bókarinnar og oftar en ekki getur hún átt heima í fleiri en einum flokki en við flokkun bókanna reyndi ég að hafa megininnihald bókarinnar að leiðarljósi. Ég ætla mér ekki þá dul að allir hafi minn skilning á hvern- ig greina á allar þessar bækur en vona þó að mér hafi tekist að vera sjálfri mér samkvæm í flokkuninni. Þegar litið var á svör ungmennanna í ljósi þessarar efn- isflokkunar sýndi sig að þó nokkrar breytingar verða á þess- um tíma (1968-1991), ekki aðeins í bókavali heldur ekki síður á fjölda lesinna bóka en bóklestur hefur farið minnk- andi frá 1979 (sjá Þorbjörn Broddason, 1992). Eins og sjá má í Töflu 2 þá hafa leynilögreglusögur oftast verið nefnd- ar í könnununum 1968, 1979 og 1985 eða af rúmlega fimmta hverju barni en þær eru komnar niður í þriðja sæti í könnuninni 1991 en þá hafa rúmlega 1/4 hluti svarenda síðast lesið unglingabók. Þar vegur þyngst bók Þorgríms Þráinssonar, Tár, bros og takkaskór sem er nefnd af 7% barna (sjá Töflu 4). Akveðnir bókaflokkar hafa nánast horfið úr bókavali barna s.s. drengjabækur, lífsreynslu- og mannraunasögur (hinar hefðbundnu drengjasögur) og telpnasögur. Ástar- og örlagasögur njóta nokkuð stöðugra vinsælda fram að könn- uninni 1985 en tapa snarlega vinsældum í könnuninni 1991. Líklegt er að þörf þeirra sem lesa helst ástar- og ör- lagasögur sé fullnægt í lestri á unglingasögum sem er vax- andi lesefni barna í könnuninni 1991, enda róa þær á svip- uð mið, þ.e. samskipti kynja. Myndabækur hafa ekki held- ur haldið sínum hlut. Þær eru óþekktar í könnuninni 1968 Tafla 2. Yfirlit yfir skiptingu í bókaflokka 1968-1991 Bókaflokkar 1968 1979 19851991 Skáldrít œtluð börnum % % % % Drengjasögur 4 1 3 1 Telpnasögur 10 5 3 1 Fjölskyldu og heimilissögur 3 3 4 5 Leynilögreglusögur 22 21 21 9 Lífsreynslu- og mannraunasögur 15 8 4 3 Börn við erfiðar aðstæður 1 2 1 2 Unglingasögur 5 2 14 28 Skáldrít tetluð fullorðnum Astar- og örlagasögur 12 12 12 4 Spennusögur 8 14 11 9 Skáldrit 4 6 6 7 Öntiur rít en skáldrit Bækur trúarlegs eðlis 1 1 1 2 Fornrit 0 0 0 0 Fræðibækur 4 3 4 7 Sannsögulegar frásagnir 1 2 1 0 Ævisögur 2 3 3 6 Sígild ævinfyri og þjóðsögur 1 0 0 1 Síðari tíma ævinfyri 1 4 4 4 Gamansögur 3 4 3 7 Btekur flokkaðar eftir fortni Leikrit, ljóð, sönglög 1 . 0 0 Myndabækur - 6 3 3 Smábarnabækur - 0 0 0 Óskilgr., bækur sem ekki fundust 1 2 1 1 Athugasemdir: Til að gera töfluna læsilegri voru aukastafir felldir niður samkv. eftirfarandi reglum: Ekkert svar : - ; minna en hálfur : 0 ; hálfur til einn : 1. en vinsælastar í könnuninni 1979 þegar 6% barna segjast síðast hafa lesið slíka bók og í könnununum 1985 og 1991 eru það aðeins 3% barna sem nefna þær. Bókaflokkar sem halda stöðu sinni og jafnvel bæta við sig lesendum eru bækur sem flokkast til fjölskyldu- og heimilissagna, skáldrit, fræðibækur, ævisögur, síðari tíma ævinfyri og gamansögur. Þess má geta að vinsældir ævi- sagna í könnuninni 1991 eru aðallega í kringum ævisögu Bubba en tæplega helmingur þeirra sem voru síðast að lesa ævisögur voru að lesa þá bók (18 af 38). Engin ein gaman- saga er vinsælli fremur en önnur nema þá helst bækur Auð- ar Haralds um Elías og bók Lykke Nielsen um Fríðu fram- hleypnu. Spennusögur halda hlut sínum nokkuð, sveiflast frá því að 8% barna nefna bækur í þeim flokki í könnun- inni 1968, í 14% barna árið 1979 og eftir það á hægri nið- urleið og eru nefndar af 9% barna í könnuninni 1991. Akveðnir bókaflokkar eru samkvæmt þessum könnunum nánast ekkert lesnir af 10 til 15 ára börnurn, s.s. bækur sem fjalla um börn við erfiðar aðstæður, bækur trúarlegs eðlis, fornrit, sannsögulegar frásagnir, sígild ævinfyri og þjóðsög- ur, leikrit og ljóð og smábarnabækur. Þegar litið er á skiptingu í bókaflokka eftir kyni lítur þetta öðruvísi út því að þó nokkur munur er á bókavali drengja og stúlkna, sjá Töflu 3. Þegar greint er á milli bókavals pilta og stúlkna eins og hér er gert komu í ljós enn skýrari sveiflur milli tímabila en þegar hóparnir eru skoðaðir án tillits til kynferðis. Bókaval er rnjög háð kyni. Stúlkur eru nær einar um að nefna telpnasögur og ástarsögur. í könnuninni 1968 nefna yfir 40% stúlkna bækur í þessum flokkum en í könnuninni Bókasafnið 18. árg. 1994 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.