Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 31
Tafla 12. Opnunartími safna Tafla 13. Kennsla í safnnotkun Fræðslu- Fjöldi Meðal opnunartími umdæmi safna í klst. Reykjavík 24 25.88 Reykjanes 19 20.41 Vesturland 10 7.59 Vestfirðir 5 7.44 (2 telja safnið alltaf opið) Norðurl. vestra 6 3.6 (3 telja safnið alltaf opið) Norðurl. eystra 19 15.47 (4 tdja safnið alltaf opið) Austurland 5 9.32' Suðurland 13 11.01 1 Einn skóli taldi skólasafnið opið í 109.5 stundir. Þetta er líklega prent- villa og því ekki notað í samtölu. mælistika að hver kennslustund teldist 40 mínútur, þannig að 20 kennslustundir teldust 13.3 klukkustundir í opnun- artíma. I sumum tilfellum var vinnutími sundurliðaður og tilgreint hversu margar klukkustundir safnið væri opið og einnig tóku nokkrir skólar það fram að safnið væri alltaf opið fyrir kennara og nemendur skólans. Samt er það áhyggjuefni hversu opnunartími var víða skammur. I ein- um skóla á Austurlandi var ekki gert ráð fyrir neinni stund til skólasafnsins og í tveim skólum, öðrum á Suðurlandi og hinum á Norðurlandi eystra, var um eina kennslustund að ræða til ráðstöfunar í skólasafni eða 40 mínútur á viku. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu virk þau söfn eru sem opna dyr sínar í minna en 10 klukkustundir á viku, eða tvær stundir á dag. Þótt nemendur og kennarar telji sig hafa aðgang að safnkostinum þess utan er mjög vafasamt að skólasafnið komi að miklu gagni til virkrar notkunar í kennslu við slíkar aðstæður. Kennsla í safnnotkun Færni í því að nota sér heimildir umfram það sem kenn- ari og kennslubók býður upp á er gjarnan kölluð safnleikni eða upplýsingaleikni til þess að leggja áherslu á það að nemendur læra ekki aðeins að nota bókasöfn heldur einnig að leita heimilda og afla sér þekkingar af sjálfsdáðum. Af könnuninni má ráða að í íslenskum skólasöfnum er þessi kennsla aðallega í þrenns konar formi: 1. Föst kennsla. Nemendur fá beina kennslu í notkun bókasafnsins, ýmist við upphaf skólaárs, eða að kennslan er reglulega yfir allt skólaárið, t.d. með föstum vikulegum tímum. 2. Leiðbeiningar eftir þörfum. Kennsla í safnnotkun fer eftir óskum kennara og tengist námsyfirferð. 3. Einstaklingskennsla. Einstökum nemendum er kennt á safnið í tengslum við einstaklingsbundin verkefni. Nemandi fær tilsögn um leið og upplýs- ingaleitin fer fram. Allar þessar þrjár aðferðir voru notaðar í skólunum, mis- munandi eftir skólum og jafnvel mismunandi eftir aldurs- hópum. í Töflu 13 er talin hvers konar kennsla eða leiðbeining- ar sem menn telja að sé í boði á skólasafni. I meirihluta skólasafna á Norðurlandi eystra, á Reykjanesi og í Reykja- vík var nemendum kennd safnleikni. Enn virðist þó vanta mikið á að kennsla í safnnotkun standi til boða jafnvel þótt skólasöfn séu starfandi. Af þeim söfnum sem svöruðu þess- ari spurningu á Vestfjörðum taldi aðeins eitt safn að þar færi fram safnkennsla og tveir skólar á Austfjörðum. Trúlega er ekkert í íslensku skólastarfi jafn óreglulegt og óskipulagt eins og kennsla í upplýsingaleikni. Varla er hægt Fræðslu Fjöldi Hafa safn- umdæmi- skóla kennslu Reykjavík 23 16 (69.56%) Reykjanes 18 13 (72.22%) Vesturland 10 4 (40%) Vestfirðir 5 1 (20%) Norðurl. vestra 8 3 (37.5%) Norðurl. eystra 20 14 (70%) Austurland 6 2 (33.33%) Suðurland 14 6 (42.85%) að finna tvo skóla sem gera hlutina eins. Margir nemendur virðast fá tilsögn í undirstöðuatriðum safnleikninnar en aðrir fara algerlega á mis við að kynnast skipulagningu bókasafna og upplýsingaheimsins. Jafnvel þar sem kennsl- an er í boði er hún mjög mismunandi ítarleg. Mjög lítið var um það í svörum að skólasafnverðirnir fylgi kennsluáætlun- um enda má reikna með því að víða sé ekki til neitt sérstakt kennsluefni. Efni til kennslu í safnnotkun hefúr verið gef- ið út af Námsgagnastofnun fyrir yngstu aldursflokkana. / leik á skólasafni eru verkefnabækur sem kennarar eða skóla- safnverðir geta lagt fyrir nemendur og þjálfað þá í vissri Ieikni. Hér er samt mikilla umbóta þörf. Mikið vantar á þegar ekki er til námskrá þar sem skilgreint er hvað eigi að kenna hverjum árgangi og lagðar fram áætlanir um hvernig það skuli gert. Safnkennslu er ekki gott að kenna úr tengslum við aðra námsyfirferð og brýnt að tengja hana beint inn í þekkingaröflun hvers nemanda. Aðeins með slíkri tengingu fær safnleiknin merkingu og verður nem- andanum töm í öðrum verkefnum. Útlán Utlán bóka til barna á skólaaldri þjónar þeim tilgangi að örva lestur og fá börnin til að taka sér efni til að lesa í frí- stundum sínum. Eldri skólasöfn eiga yfirleitt mikið af afþreyingarefni og lögð hefur verið áhersla á að börnin hefðu aðgang að lestrarefni í skólunum án þess að um eiginleg skólasöfn væri að ræða. Með tilkomu skipulagðs á- taks í uppbyggingu eiginlegra skólasafna var oftlega lögð á- hersla á fræðibókanotkun til þess að auka fjölbreytni í námsefnisvali og breikka þekkingargrunn nemenda um- fram það sem kennslubókin hafði til málanna að leggja. Af svörum í Töflu 14 má sjá að nær alls staðar fá nem- Tafla 14. Útlán Fræðsluumdæmi Útlán Já Nei Já Gjald Nei Reykjavík n=24 23 1 0 24 Reykjanes n=18 18 0 0 18 Vesturland n=10 10 0 0 10 Vestfirðir n=5 5 0 0 5 Norðurl. vestra n=7 6 1 0 7 Norðurl. eystra n=18 18 - 0 18 Austurland n=6 6 0 0 6 Suðurland n=l 1 103 - 22 91 1 Einn svarar ekki. 2 Gjald til almenningsbókasafns. 3 Einn tekur fram að fræðibækur í eigu almenningsbókasafns séu ekki lán- aðar út, og handbækur séu aðeins íánaðar út í kennslustofúr. endur að taka efni með sér heim. Aðeins einn skóli í Reykjavík telur sig ekki lána út bækur, en nokkrir svara Bókasafhið 18. árg. 1994 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.