Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 59

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 59
sókn hjá okkur í allmarga daga að afla sér upplýsinga varð- andi verkefni um sögu landbúnaðarvistfræði á íslandi. I öðru lagi er safnið þokkalegt hvað varðar almenn rit á nokkrum sviðum búfræðinnar þ.e. á sviði áburðarfræði, hrossaræktar, nautgriparæktar, sauðfjárræktar, fóðurfræði og grasræktar. Um leið og eitthvað er farið út fyrir þessi svið er komið að tómum kofum. Safnið er mjög magurt á sviði garðyrkju. Almenn garðyrkjurit er hins vegar hægt að finna á Garð- yrkjuskólanum að Reykjum í Olfusi. Rit á sviði bútækni eru fá og úrelt en þar njótum við nágrennis bútæknideild- ar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem kaupir tíma- rit og bækur á því sviði. A sviði grunngreina líffræði og efnafræði er bókakostur yfirleitt gamall eða er alls ekki til, en stendur til bóta. Eins og áður er getið er það ofviða jafnvel stærstu bóka- söfnum að veita einum sérfræðingi tæmandi þjónustu af eigin kosti, og það er eðlilegt. Eg get líka bent á að á því sviði sem ég hef sérmenntun á, plöntulífeðlisfræði, eru mjög fá rit keypt til Islands. Ekki einu sinni Norræna tíma- ritið Physiologia Plantarum var keypt hingað lengi vel, og því síður mörg önnur rit fræðigreinarinnar. Að þessu leyti erum við á Hvanneyri ekkert í meiri einangrun en Reykvík- ingar. Það gildir ekki bara um plöntulífeðlisfræði að fá eða engin tímarit er að finna í landinu heldur um ýmsar aðrar greinar raunvísinda. Nú mætti telja það bagalegt að vera án þessara rita. Það ber þó að hafa í huga að mörg sérfræði- tímarit eru þess eðlis að sérfræðingar í sömu grein vinna oft við mun afmarkaðra svið en blöðin spanna jafnvel þótt rit- in séu mjög sérhæfð. Það er reynsla margra að það kemur hefti eftir hefti af tímariti sem ekki geymir neitt sem höfð- ar til verkefna einstakra Iesenda fræðasviðsins. Þar að auki eru gefin út ótrúlegur fjöldi fræðitímarita og bóka í heim- inum sem trúlega verða aldrei áhugaverð fyrir lesendur hér á landi þar sem enginn sérfræðingur er til á viðkomandi sviði í Iandinu eða þau fjalla um viðfangsefni sem ekki tengjast íslenskum veruleika á neinn hátt. Til viðbótar þá held ég að nokkuð af þeim ritgerðum sem birtast í öllum þessum ótrúlega fjölda blaða og tíma- rita sé tæplega pappírsins virði, þetta heldur okkur nærri því í gíslingu pappírsflóðs. Of sjaldan virðast höfundar gera þá kröfu til sjálfra sín að þeir hafi virkilega eitthvað að segja þegar þeir skrifa grein. Ég sá nýlega í blaði að Fred Sanger lífefnafræðingur sem er tvöfaldur nóbelsverðlaunahafi fyrir að þróa aðferðir til að raðgreina prótein og DNA skrifaði ekki nema eina grein á 8 ára fresti á sínum ferli. Til eru vís- indamenn sem skrifa sömu greinina alla ævi í mismunandi útgáfum og gera það oft. Ég vil taka það fram að þó svo sýnist að ég sé að halda því fram að margir vísindamenn séu gagnslausir þá er það ekki svo. Fjöldi þeirra vísindamanna sem kemur með einhver megin innlegg í framþróun fræði- greina er hlutfallslega lítill, því að það að vera frumlegur og frjór, hafa hæfileika til að sjá það sem aðrir sjá ekki, krefst þess að viðkomandi sé afbrigðilegur en það er fáum gefið, og þessir fáu verða að vera í einhverskonar fræðaumhverfi ef þeir eiga að fá þrifist sem vísindamenn. Aftur að litla vísindabókasafninu á landsbyggðinni. Eitt sem vísast einkennir slíka stofnun er fjárskortur. Valkost- irnir við að eyða fé til innkaupa tímarita og bóka eru ótæm- andi, og svo þarf að huga að starfsmannahaldinu. Hvernig eigum við að ráðstafa peningunum? Mín niðurstaða er sú að lítið bókasafn sem þjónar örfáum sérfræðingum og á um leið að þjóna menntastofnun eins og Hvanneyrarsafnið á að gera hlýtur að leggja áherslur á eftirfarandi: * Kaupa almenn yfirlitsrit og handbækur á þeim svið- um sem safninu er ætlað að þjóna. * Kaupa fá ef nokkur sérfræðitímarit nema tryggt sé að af tímaritinu séu samfelld og mikil not. * Kaupa indexa og abstrakta fyrir heimildaleit; Current Contents, Herbage abstracts, Current advances in plant sciences o.s.frv. * Leggja áherslu á þjónustu við safnnotendur í sam- bandi við millisafnalán og heimildaleitir í gagna- bönkum bæði hérlendum og erlendum. Þessi síðasti liður verður trauðlega rekinn með nokkru lagi nema menntaður bókasafnsfræðingur starfi við safnið. Um hvað snúast svo draumarnir? Ég held að draumarn- ir snúist um að nýta þær mismunandi gerðir nýrrar tækni í fjarskiptum og tölvutækni sem nú er komin fram eða munu koma fram á næstunni. í þessari tækni er að finna þá nauðsynlegu líkn sem fæst gegn þraut pappírsflóðsins sem bara vex og vex með árunum. Með tækninni getum við leitað að því sem okkur vantar í mun umfangsmeiri söfn- um en áður tíðkaðist og það á alþjóðavettvangi. 1 æknin er einnig líkn gegn annarri þraut sem áður er minnst á þ.e. smæð og landfræðilegri einangrun. Minni þörf er nú en áður á að eiga tæmandi bókasafn fyrir rannsóknasvið starfs- manna þökk sé gagnabönkum, fjarskiptum og millisafna- Iánum. Með öðrum orðum þá held ég að við þurfum ekki að kvíða framtíðinni sem störfum 1 dreifbyli með litil boka- söfn, vegna þess að tæknivæðing þessara safna og ráðning vel menntaðra bókasafnsfræðinga að þeim mun eyða þeirri neikvæðu sérstöðu sem við höfum haft. SUMMARY Libraries and research. Research activities in rural areas: „Reality and dreams“ A lecture held on the 20th anniversary conference (Nov. 12, 1993) of the Association of Professional Librarians (Félag bókasafnsfrædinga). The author is a plant physiologist which describes his library use during his academic years and as a scientist living in the countryside in Iceland. Describes his first use of library services during his postgraduate years at the University in Stockholm, in the early 1970s, where he had an access to modern and highly effective library services in botanical sciences. Compares the above library services with those at The Agricultural Col- lege of Hvanneyri (Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri), where due to lack of fúnds the library seemed to be a deposit for old books and obsolete documents, with no professional librarian and no interlibrary loan services. Describes the development of the library towards modern- ization. Lists the emphasis that should be made in a small research library in the countryside with main emphasis on the use of new technologies in computerized communications and the services of professional librarians. Bókasafhið 18. árg. 1994 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.