Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 34

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 34
Arnheiður Eggertsdóttir skólasafnskennari, Borgarhólsskóla á Húsavík Skólasafn Borgarhólsskóla á Húsavík Hér á eftir mun ég greina frá fyrstu árum safnsins, hús- næði þess nú og aðstöðu, safnkosti, útlánum og sam- starfi við önnur söfn. Þá mun ég segja nokkuð frá því starfi sem þar fer fram. Haustið 1976 var upphafsár reglulegs starfs á skólasafni við Barnaskóla Húsavíkur. Aður hafði verið unnið að frá- gangi bóka sem til voru í skólanum, að miklu leyti í sjálf- boðavinnu áhugasamra kennara. Fyrstu árin hafði kennari nokkra tíma á viku til að sjá um útlán og koma af stað verk- efnagerð á safninu auk innkaupa og frágangs bóka. A þeim árum sköpuðust ýmsar hefðir sem haldist hafa síðan. Vil ég í því sambandi nefna sjálfsafgreiðslu nemenda þegar þau fá lánaða bók og að á safninu eru ýmis konar verkefni og við- fangsefni sem nemendur geta notað að eigin frumlcvæði. Með árunum var aukinn sá tími sem kennari fékk til kennslu og annarra starfa á skólasafninu og síðastliðin fimm ár hefur kennari safnsins eingöngu starfað þar. Alla tíð hefur verið reynt að bjóða nemendum frjálsan aðgang að safninu eftir því sem hægt hefúr verið vegna kennslu þar. Nýtt húsnœði Haustið 1992 var safnið flutt í nýtt og fallegt húsnæði í nýbyggingu við Barnaskólann, sem nú heitir Borgarhóls- skóli. Grunnskólinn er nú allur kominn undir eina stjórn og eitt þak með um 440 nemendur. Var því nauðsynlegt að stækka húsakynnin. Þegar allt hefur verið byggt eins og til stendur, er skólasafnið í tengiálmu milli eldri og nýja hluta skólans. Safnið var teiknað með tilliti til þess starfs sem þar á að fara fram og tel ég að vel hafi tekist til. Húsnæði safnsins er á tveimur hæðum. Neðri hæðin er 110 fermetrar og þar er bókakosturinn því nær allur. Þar fara útlánin fram, við skrifborð safnkennara. Verkefni/við- fangsefni fyrir nemendur eru þar ásamt geymsluaðstöðu fyrir stílabækur og verkefni nemenda og þarna er líka tíma- ritahorn, þar sem liggja frammi nýjustu tímaritin sem nem- endur lesa. A neðri hæð er 29 sæti við borð og gætu verið fleiri. Efri hæðin sem tengist þeirri neðri með hringstiga, er nokkurs konar svalir, 56 fermetrar. Þar eru nú ellefu sæti við einstaklingsborð og nokkrar tölvur fyrir nemendur, vegna ritvinnslu. Á efri hæðinni eru geymdir eldri árgang- ar tímarita, árbækur, tímarit sem keypt eru vegna kennsl- unnar, rit og bæklingar sem berast skólanum og lesefni á erlendum málum fyrir nemendur. Auk þess er þarna vísir að safni gamalla námsbóka. Tvennar dyr eru inn á efri hæð- ina og tengist hún skrifstofum, kennarastofu og vinnuað- stöðu kennara mjög vel. Skólasafnið hefur síðan geymslu- aðstöðu í kjallara. Safhkosturinn Bókakostur safnsins er nú um 4000 bindi, skáldritin heldur fleiri en flokkuðu bækurnar. Skyggnuflokkar eru á 34 Bókasafnið 18. árg. 1994 safninu og talsvert safn mynda á glærum, mest dýramynd- ir. Þá er safnað hér ails kyns myndabækiingum vegna verk- efnagerðar nemenda. Skólinn og safnið kaupa að staðaldri 15-20 tímarit og árbækur. Útlán Utlán eru heimil nemendum og öðrum sem óska eftir þeim og er safnið opið allan starfstíma skólans. Nemendur sjá sjálfir um að skrifa á útlánskort bóka og stimpla dag- setningu í þær eftir að þeir hafa lært það í 2. bekk. Þeir skila síðan bókum á ákveðinn stað. Nemendur aðstoða oft við frágang á útlánsbókum. Samstarf við önnur söfn Skólasafnið fær lánaðar bækur hjá safni Framhaldskól- ans ef með þarf vegna heimildaritgerða. Einnig er leitað til bókasafns Suður-Þingeyinga eftir þörfum og útlán eru þar ókeypis til nemenda í 8.-10. bekk. Á bókasafnið er einnig farið með nemendur til að kynna þeim það í safnfræðslu. í Safnahúsinu á Húsavík eru fleiri söfn, meðal annars nátt- úrugripasafn, þar sem unnin eru verkefni um fugla og þjóðháttadeild sem við stefnum á að nýta okkur líka á markvissan hátt. Safnahúsið er nærri skólanum og mikill áhugi fyrir samstarfi á þeim bæ. Starfið á skólasafhinu Þá er komið að því mikilvægasta - hvernig er þessi góða og fallega aðstaða notuð? Hér er lögð áhersla á að kennarar geti sent nemendur á safnið til ýmissa starfa þegar hentar og að nemendur geti komið þangað að eigin frumkvæði, þegar þeir ráða tíma sínum sjálfir, hafa til þess löngun eða þörf fyrir frið. Safnið er því opið í frímínútum. Það kemur í ljós að þarfir nemendanna eru ákaflega mis- munandi. Sumir vilja alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og nota sér óspart þau verkefni og viðfangsefni sem eru á boðstólum. Aðrir grúska í blöðum og fræðibókum eða taka sér bók í hönd og Iesa, en sönnum lestrarhestum fer fækk- andi. Hér í skólanum er töluvert gert til að stuðla að frjáls- um lestri nemenda, til dæmis með því að hafa ákveðinn tíma til þess að nemendur Iesi hver fyrir sig. Tímabundið lestrarátak í bekk er líka notað til að auka lestrarhraðann og bætast þá alltaf einhverjir í þann hóp sem hefúr uppgötvað lestur sem góða afþreyingu. Mörg þeirra viðfangsefna sem nemendur geta gengið að á safninu, eru eins konar viðbót við þau verkefni sem not- uð eru til að kenna ýmsa þætti sem kunna þarf, til að geta nýtt sér bókasafn og það efni sem þar er að finna. Dæmi um heiti viðfangsefna eru: Dýraverkefni, Lestrarverkefni, Forsöguleg dýr, Ljóð-vísur, Upplýsingar um bók, Spjald- skráræfing, Úr Nýja testamenti, Kortaverkefni, Heimsálf- ur, Handbókaverkefni, Frá fýrri tíð, Náman. Þá eru við- fangsefni tengd jólum, páskum sumarkomu, farfuglum, þjóðhátíðardögum ríkja og fæðingardögum skálda. „Vísa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.