Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 38

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 38
Guðrún Pálsdóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Ingibjörg Árnadóttir, Háskólabókasafni, Ingibjörg Sverrisdóttir, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Ragnhildur Blöndal, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði, og dr. Laurel A. Clyde dósent Rannsóknir í bókasafns- og iipplýsingafræði: Island YFIRLIT Rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði á íslandi og varðandi ísland voru skoðaðar með bókfræðimælingum (bibliometric techniques) og efn- isgreiningu (content analysis). Aðeins 27 ritverk frá árunum 1976-1993 voru skilgreind sem rannsóknir. Vinsælasta rannsóknarefnið er lestur og læsi en notendarannsóknir, stjórnun og tölvuvæðing hefiir verið vanrækt. Kannanir eru algengasta rannsóknaraðferðin. Rannsóknir í rannsóknar- og háskólabókasöfnum eru litlar hér, en erlendis eru starfsmenn þeirra safna afkastamestu fræðimennirnir. 1.0 Inngangur Margir fræðimenn leggja áherslu á mikilvægi rannsókna fyrir bókasafnsfræðina (St Clair, 1990). Venkateswarlu (1991) nefnir nokkra kosti rannsókna, m.a. við að byggja upp sérhæfðan þekkingargrunn, efla bókasafnsfræðina sem fræðigrein og stuðla að framförum og gæðum bókasafna- þjónustu. Einnig eru rannsóknir nauðsynlegar til að svara breytingum og þróa þjónustu. Mörg samtök bókasafns- fræðinga hafa þess vegna ákvæði um rannsóknir í stofn- skrám sínum eða markmiðsgreinum (Clyde, 1992). Þau koma á fót sjóðum til styrktar rannsóknum eða styðja þær á annan hátt (Eisenberg, 1993). Innan fræðanna er einnig töluverð umræða um eðli rannsóknanna, fjölda þeirra og gæði. Þær hófust um 1930 og hefur fjölgað mjög mikið undanfarin tíu til fimmtán ár en margir fræðimenn eru sammála um að bókasafnsfræðingar þurfi að bæta rann- sóknaraðferðir og úrvinnslu. í námskeiði um rannsóknir í bókasafns- og upplýsinga- fræði, sem boðið var upp á í nýju námi til meistaraprófs við félagsvísindadeild Háskóla íslands haustið 1993, var leitað svara við því hvaða rannsóknir hafa verið gerðar um eða varðandi íslensk bókasöfn og bókasafns- og upplýsinga- fræði. 2.0 Markmið Eitt markmiða námskeiðsins var að kanna þörf á rann- sóknum hérlendis og þurfti því að skoða hvaða rannsóknir hefðu verið gerðar og birtar og einnig hverjir hefðu staðið að þeim og hvað hefði verið rannsakað. Akveðið var að nemendurnir fjórir könnuðu þetta í hópvinnu undir stjórn leiðbeinanda og beittu svipuðum aðferðum og notaðar hafa verið við að skilgreina alþjóðlegar rannsóknir. Eftirfarandi spurningar voru lagðar til grundvallar: * Hvað greinir rannsóknir frá öðrum ritverkum og hvernig er hægt að þekkja þær? * Hvar er sennilegt að greinar um bókasafns- og upplýs- ingafræði varðandi Island birtist? * Að hve miklu leyti eru íslensk og norræn bókasafns- fræðitímarit vettvangur rannsóknargreina varðandi fs- land og hversu hátt er hlutfall rannsókna af heildar- fjölda greina? * Hverjir stunda rannsóknirnar, hvaða efni er rannsakað og hvaða rannsóknaraðferðir eru notaðar? * Hvar birta íslenskir höfundar rannsóknarniðurstöður og hvert er umfang íslenskra rannsókna í erlendum rit- um? * Nota erlendir höfundar aðrar rannsóknaraðferðir en íslendingar og hafa þeir áhuga á öðru efni? * Hvaða nauðsynlegar rannsóknir hafa verið vanræktar? 3.0 Hvað er rannsókn? Til þess að geta fundið og flokkað rannsóknargreinar/rit þarf að skilgreina hugtakið rannsókn. Hópurinn fann ýms- ar skilgreiningar, bæði úr bókasafns- og upplýsingafræði og frá öðrum fræðigreinum. Einnig var leitað til vísinda- manna. Skilgreiningar, sem margir vísa til, er t.d. að finna hjá Peritz (1980-81), Busha og Harter (1980, s. 3), Nour (1985), Buttlar (1991) og Stephenson (1993). Eftir skoð- un og samanburð var eftirfarandi skilgreining sett fram: Rannsókn er kerfisbundin söfnun og greining gagna með það að markmiði að afla nýrra staðreynda og auka þekk- ingu. Rannsókn verður að hafa markmið, rannsóknarefnið þarf að skilgreina, ræða útkomu og draga ályktanir. Höf- undar eiga helst að nota staðlaða uppsetningu til þess að lýsa verkefninu: af hverju efnið var valið, hvað réð vali á að- ferðum og hvernig rannsóknin var gerð. Niðurstöður eiga að birtast í viðurkenndum fagritum eða vera lagðar fram á stórum ráðstefnum. Hópurinn ákvað að til þess að ritverk gæti talist rann- sókn þyrfti eftirfarandi að koma fram: * Yfirlýsing um að ritverkið væri byggt á rann- sókn/könnun eða vísbending um að kerfisbundin eða vísindaleg aðferð hefði verið notuð. * Skilgreining á viðfangsefninu eða fyrirbærinu sem rannsakað var. * Yfirlýsing um markmið rannsóknar, tilgang og áhersluþætti. * Rannsóknaraðferðir væru útskýrðar og fram kæmi af hverju þær væru notaðar. * Yfirlit væri gefið um áður birt ritverk um viðfangsefn- ið, sögulegan bakgrunn og aðra mikilvæga þætti varð- andi rannsókn. * Skýrt væri frá því á hvaða hátt aðferðum væri beitt eða hvernig rannsóknin væri gerð. * Niðurstöður væru settar fram, útskýrðar og ályktanir dregnar. * Heimildalisti fylgdi. * Grein væri meira en tvær blaðsíður og helst þyrfti hún að vera lykluð í LISU. 38 Bókasafhið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.