Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 60

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 60
Sólveig Þorsteinsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Landspítalans Uppbygging þjónustu rannsóknar- og sérfræðisafna Erindiflutt á 20 ára afmœlishátíð Félags Bókasafnsfrœðinga þann 12. nóvember 1993 Undanfarin 20 ár hafa tekið til starfa mörg sérfræði- og rannsóknabókasöfn hér á landi. Fyrir þann tíma voru söfnin fá sem studdu við rannsóknir og efnið sem hægt var að fá oft ekki nægilega sérhæft fyrir viðkomandi rannsókn. Vísindastörf hafa verið stunduð hér mikið lengur en söfn- in hafa starfað og náðu menn góðum árangri þrátt fyrir að söfnin væru örfá. Þessir vísindamenn höfðu góð sambönd við umheiminn, voru áskrifendur að sínum eigin fræðirit- um og keyptu bækur sjálfir. Seinni hluti þessarar aldar ein- kennist af gífurlegri aukningu á rituðu máli og erfiðara hefur reynst að nálgast upplýsingar án aðstoðar bókasafna. Söfnin hafa því oft orðið til fyrir tilstuðlan þeirra sem stunda rannsóknir eða vegna annarra starfa sem krefjast upplýsinga. Hlutverk Hlutverk þessara safna er í samræmi við stefnu þeirra stofnana sem þau þjóna. Bókasafn sem þjónar háskóla þar sem fara fram almennar rannsóknir á mörgum sviðum byggir upp safnkost í samræmi við það. Þar er fjölbreyttur safnkostur en ef til vill ekki ítarlegur á neinu sviði. Annað safn sem þjónar sérhæfðri stofnun þar sem stundaðar eru rannsóknir á þröngu sviði, viðar að sér safnefni á því sviði og á jafnvel mjög ítarlegt efni hvað það varðar. Söfn þjóna mismunandi breiðum notendahópi og má nefna t.d. bóka- safn á sjúkrahúsi sem þjónar vísindamönnum, öllum heil- brigðisstéttum, nemum, kennurum, eðlisfræðingum, efna- fræðingum, sjúklingum og utanaðkomandi aðilum sem geta verið t.d. menntaskólanemar í leit að heimildum fyrir ritgerð. Atriði eins og hvernig kennsla fer fram hjá háskóla hefur áhrif á hvernig safnið starfar. Ef kennslan byggir ein- göngu á textabókum sem hver og einn nemandi kaupir sér, hvílir þjónusta við nema ekki þungt á bókasafninu. Ef kennsla er aftur á móti byggð á fjölbreyttu efni eins og tímaritsgreinum og krafa gerð til nema um að afla sér heimilda, þarf safnið bæði mikið fjölbreyttara efni og stærra húsnæði. Mismunandi kennsluaðferðir geta jafnvel tíðkast innan sama háskóla. Safnið þarf þá að veita nemendum mismunandi þjónustu. Notendur eru því miðpunkturinn og ráða miklu um hvað safnið hefur upp á að bjóða. Sagt er að hægt sé að meta starfsemi á viðkomandi stofnun með því að skoða bókasafnið. Markmið Markmið safnanna er góð notendaþjónusta og reyna þau að ná því markmiði með því að: 1 Byggja upp safnkostinn með notendur í huga og auð- velda notendum allan aðgang að efni safnsins. 2. Auðvelda aðgang að upplýsingum utan bókasafnsins. 3. Veita aðgang að fjölbreyttri upplýsingaþjónustu. 4. Kenna notendum. Það sem þessi söfn hafa aðallega að geyma eru tímarit, því þar birtast greinar um nýjar rannsóknir. Einnig er þar gott safn fræðibóka en efnið sem þær hafa að geyma er oft of gamalt fyrir þann sem stundar rannsóknir. Þar er stöðugt aflað nýrra rita í stað þeirra sem úreldast og á t.d. heilbrigðissöfnum finnast sjaldan eldri bækur en tíu ára. Hlutfall á þessum söfnum milli bóka og tímarita er 10- 15% bækur en tímarit 85-90%. Starfsmenn eru sérhæíðir í að skrá þekkingu á skipulegan hátt og raða gögnum þannig að leitandinn finni auðveldlega það sem hann hefur áhuga á. Arvekniþjónusta er vinsæl þjónusta sem söfnin veita. Hún er í því fólgin að fylgjast með nýju efni á ákveðnu sviði. Söfnin veita þessa þjónustu á ýmsa vegu. Hægt er að fá geymsluleit. En þá er ákveðin leit geymd inni í tölvunni og í hverri viku eða um hver mánaðarmót fær viðkomandi útskrift yfir nýtt efni á þessu sviði. Einnig eru söfnin áskrif- endur að Cnrrent Contents á prentuðu eða í tölvutæku formi þar sem notandinn getur flett efnisyfirliti fjölda tímarita vikulega. Notandi getur valið í hvaða tímaritum hann vill fylgjast með og verða þá oft fyrir valinu tímarit sem ekki eru keypt hér á landi. Notandinn getur ekki að- eins séð efnisyfirlit þeirra rita heldur einnig skoðað útdrátt- inn úr völdum greinum. Einnig senda söfnin notendum efnisyfirlit valinna tímarita og sum söfnin veita þá þjónustu að ljósrita síðan valdar greinar úr þeim fyrir notandann. Ekkert safn er það öflugt að það getur geymt allt það efni sem þörf er á. Bókasöfnin hafa því góða samvinnu sín á milli bæði hvað varðar samnýtingu á safnkostinum og samræmi í innkaupum. Þessi samvinna er öflug bæði hér á landi og í tengslum við erlend söfn. Til þess að slík sam- vinna geti átt sér stað þarf að vera til góð samskrá yfir rita- kost safnanna. Með því að skrá eigin safnkost í samskrá tökum við þátt í því mikilvæga starfi að veita öðrum að- gang að eigin efni og einnig að fá að nýta efni annarra safna. Algengt er að 50% af því efni sem afgreitt er til not- enda komi frá öðrum söfnum. Með millisafnalánum er hægt að útvega tímaritsgreinar, bækur og annað efni. Söfn hér á landi hafa líka tekið þátt í ritaskiptum sem er einnig mjög mikilvæg leið til að auðga safnkostinn. Samskrár yfir tímaritaforða safnanna eru nú flestar í tölvutæku formi bæði hér á landi eða erlendis. Hér er sam- skráin skráð í tölvukerfi Háskóla- og Landsbókasafns Gegni og einnig eru önnur söfn með tímaritaforðann sinn í eigin kerfum og má þar nefna Borgarbókasafnið og Land- spítalann sem eru með sameiginlegt kerfi Libis. Söfnin nýta sér daglega erlendar samskrár eins og t.d. Nordser sem er samskrá í tölvutæku formi fyrir öll heilbrigðissöfn á Norð- urlöndunum. Hana er hægt að nota til að leita að ákveðnu tímariti og ef það finnst á safni á Norðurlöndunum er hægt að panta greinina með tölvupósti og fá hana svo senda í 60 Bókasafnið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.