Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 22
Hulda Björk Þorkelsdóttir, bæjarbókavörður í Keflavík, Kristín Björgvinsdóttir, Fjölbrautaskólanum við Armúla, Margrét Loftsdóttir, Flensborgarskóla og Þórdís T. Þórarinsdóttir, Menntaskólanum við Sund Grisjun og viðhald safnkosts Samið sem vinnureglur, einkum var höfð hliðsjón af aðstœðum í almenningsbóka- og framhaldsskólasöfnum. Inngangur Nauðsynlegt er að fylgjast jafnt og þétt með safnkosti bókasafna. Ef stöðugt er bætt við efni, án þess að nokkuð sé fjarlægt, nema það sem gengur úr sér, skemmist eða hverfur, verður húsnæðið í flestum tilvikum yfirfullt áður en langt um líður. I yfirfullu safni er safnkostur óaðgengi- legur og notendur hverfa jafnvel frá án þess að finna efni sem til er í safninu. Áður fyrr þegar safnkostur var lítill og útgáfa hvers árs aðeins brot af því sem nú er, var tilhneig- ing til að bæta við hillum eða stækka húsnæðið. Á undanförnum árum hefur safnkostur vaxið örar en áður, því margfalt meira efni er á boðstólum og meiri kröf- ur eru gerðar til bókasafna. Auk þess úreldist safnkostur hraðar í tæknisamfélagi nútímans en fyrr svo að stöðug endurskoðun er nauðsynleg. Kostnaður við húsnæði er hár nú á dögum þannig að ekki er talinn grundvöllur fyrir því að öll söfn geymi efni sem Iítið eða ekkert er notað. Al- mennt hafa fjárveitingar til bókasafna dregist saman, bóka- safnsfræðingar hafa því gripið til enn markvissari innkaupa og grisjunar eldra efnis í samræmi við markmið hvers safns. Með grisjun er átt við það að fjarlægja efni úr hillum safns. Um eftirfarandi tvö stig grisjunar er að ræða: 1. Setja í geymslu (á heimasafni eða í geymslusafn) efni sem lítið eða ekkert er notað. 2. Eyða efni sem orðið er úrelt og/eða illa farið. Efni sem sjaldan er notað má jafnvel fá í millisafnaláni frá öðrum söfnum eða frá geymslusafni. Vandamál við grisjun Ymsar ástæður eru fyrir því að bókasafnsfræðingar hafa verið tregir til að grisja safnkost og eru þessar helstar: 1. Stærstu söfnin hafa verið talin best án þess að huga að notagildi safnkosts (stærstur=bestur). 2. Of fáir starfsmenn. Grisjun Iendir því oft neðarlega í forgangsröð verkefna. 3. Kostnaður. Grisjun er tímafrekt og vandasamt verk. 4. Grisjun reynist oft erfið. Segja má að grisjun sé ein hliðin á bókavali og þarf að sinna henni af sömu alúð. Erfiðast er að eiga við sterka tilhneigingu til að varð- veita efni sem einu sinni hefur verið keypt. Verklag við grisjun Nauðsynlegt er að grisja safnkost eftir ákveðinni áætlun. Grisjun má framkvæma annaðhvort um leið og talningu safngagna eða sem sjálfstæða aðgerð. Niðurstaðan er sú sama, þ.e. að losna við ónotað eða úrelt efni úr safnkostin- um og auka hillurými. Eftirfarandi atriði eru gjarnan höfð í huga við grisjun gagna: * útlit og ástand * eintakafjöldi * eldri útgáfur * stenst efnið kröfur * aldur * notkun * hillurými Lélegt ástand bóka er oft merki um mikla notkun. Meta þarf hverju sinni hvort þær skuli endurnýja, lagfæra eða fjarlægja. Bækur sem til eru í fleiri en einu eintaki (s.s. gamlar metsölubækur) og eldri útgáfur rita, er sjálfsagt að grisja. Nauðsynlegt gerur verið að kalla sérfræðinga til að- stoðar þegar meta skal innihald bóka, hvort það sé hentugt og hafi enn gildi. Mismunandi er hversu oft og hve mikið þarf að grisja einstaka efnisflokka. Yfirleitt þarf oftar að grisja efni á sviði raunvísinda og tækni en á sviði félags- og hugvísinda. Tímarit þarf einnig að grisja jafnt og þétt, sérstaklega er- lend tímarit, ennfremur önnur safngögn s.s. úrldippusöfn. Ymsar aðferðir hafa verið notaðar við að mæla notkun gagna í bókasöfnum. Sem dæmi má nefna að bækur eru merktar þegar þær koma úr útláni. Eftir ákveðinn tíma er skoðað hvaða bækur hafa verið lánaðar út og þær sem ekk- ert hafa hreyfst eru teknar úr hillum. Þetta á þó einkum við um almenningsbókasöfn. Önnur aðferð er aldursgreining gagna. Þessi aðferð er aðallega notuð við grisjun tímarita og gagna á sviði tækni og raunvísinda, en síður í hug- og fé- lagsvísindum. Sá hængur er þó þar á, að sígild verk má ekki grisja, þrátt fyrir háan aldur. Grisjun í almennings- og famhaldsskólasöfnum Á almenningsbókasöfnum ætti einkum að vera efni sem er í stöðugri notkun. Grisjun veldur því að safnkostur minnkar en nýtist að sama skapi betur. Rannsóknir hafa sýnt (sbr. Pors) að útlán aukast oft eftir grisjun. Lánþegar eiga auðveldara með að fmna það sem þeir eru að leita að. Safnkosturinn verður meira aðlaðandi þegar búið er að íjar- lægja úrelt og úr sér gengið efni. Það er síðan hlutverk geymslusafns að varðveita síðustu eintök tiltekinna bóka. Skólasöfn eru ung söfn og sjaldan mikil að vöxtum. Því fellur þar minna til af efni sem þarf að grisja. Notkun safnefnis er þar einnig mælikvarði sem fara þarf eftir við grisjun. Ef námsskráin breytist ætti safnkosturinn jafnframt að breytast. 22 Bókasafnið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.