Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 32
ekki spurningunni. Einnig ber þess að geta að nokkrir skól- ar svara alls ekki þessari spurningu og því ekki hægt um það að segja hvort þeir taka gjald eða ekki. Nokkuð sama gild- ir um gjaldtöku af notum á skólasafni. Víða um land er tek- ið gjald fyrir bókasafnsskírteini í almenningsbókasöfnum og þar sem eru samsteypusöfn almennings- og skólasafna mætti búast við því að börnin væru krafin um bókasafns- skírteini til að taka efni með sér heim. Aðeins tvö söfn taka gjald af útlánum barna í skólasafni. Svo virðist að í öðrum tilvikum þar sem um samsteypusöfn er að ræða að aðrar reglur séu látnar gilda um börn sem eru í viðkomandi skóla. Niðurstöður Þær niðurstöður sem nú liggja fyrir sýna ótvírætt að skólasöfn á landinu hafa byggst upp mjög ójafnt. I nokkrum fræðsluumdæmum hafa nær allir skólar fengið sín skólasöfn og notkun þeirra virðist bæði kerfisbundin og talsvert fjölbreytt. Annars staðar var lítil starfsemi sem tengist skólasöfnum og margir skólar hafa engin söfn. Þessa ójöfnu uppbyggingu má ef til vill rekja til þess að skortur er á leiðbeiningum og stefnu af hálfu hins opinbera og að ekki hefur tekist að semja reglugerð þá sem til stóð og vísað er til í Lögum um grunnskóla. Þessi skýring er þó ekki einhlít því að Iögum samkvæmt eiga að vera skólasöfn í öll- um skólum og reglugerð átti eingöngu að vera leiðbeining um stærð, starfsmenn og framkvæmdir. Meira virðist vanta faglega umræðu um gagnsemi og tilgang skólasafna í kennslu og almennu skólastarfi. Margir skólar hafa byggt upp góð skólasöfn og staðið að þróun þeirra af myndarskap og framsýni. Af sjálfu leiðir að fjárveitingar til lítilla safna verða alla tíð takmarkaðar en hins vegar er það einnig augljóst að talsverðum fjármunum hefur verið veitt til þess að búa skóla bókum og tækjum og eru minni sveitarfélögin engir eftirbátar þeirra stærri þegar tillit er tekið til fjárveitinga á hvern nemanda. Mikið vafa- mál er hversu mikil not eru af þessum búnaði í ljósi þess að engin skipulögð nýting virðist á þessum gögnum víða um land. Um það leyti sem þessi könnun var í undirbúningi kom út ný námskrá, Aðalnámskrá grunnskóla. I henni eru ýmsar tilvísanir í skólasöfn og hvernig eigi að nota þau. Þessa Aðalnámskrá má skoða sem nokkurs konar reglu- gerðar ígildi og því er ástæða til að skoða hvað þar segir til að komast nær þeim viðhorfum sem yfirvöld menntamála hafa til skólasafna. í kafla 3 sem fjallar um nám og kennslu, er sérstakur kafli um skólasafn í námsumhverfi. Þar segir: Skólasöfn eru eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfi og miklu skipt- ir að húsnæði þeirra, bókakostur og önnur gögn stuðli að fjölbreyttu og skapandi starfi. Skólasafn á að vera lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð í hverjum skóla. Þar þarf að vera fjölbreytt úrval hvers kyns náms- og kennslugagna auk annars valins lesefnis handa nemendum, svo sem dagblöð, fræðirit og skáldrit. Skólasafn þarf að henta öllum nemendum skólans, jafnt þeim yngstu sem þeim elstu, og geta tengst kennslu í öllum námsgreinum. Einnig þarf að vera í skóla- safni gott úrval fræði- og fagrita fyrir kennara. I þessari málsgrein er leitast við að skilgreina nánar hvað við er átt um að skólasafn sé meginhjálpartæki í skólastarf- inu. Þeir þrír hornsteinar sem þessi stofnun hvílir á eru húsnæði, bókakostur og starfslið. I málsgreininni hér að ofan er áhersla lögð á að það þurfi að hafa fjölbreytt Iestrarefni og upplýsingaleiðir sem gagnist skólanum öll- um. Skólasafni beri að huga að endurmenntun kennara og veita þeim fræðirit og fagrit á sínu sviði. Skólasafn verður að vera í nánum tengslum við allt daglegt starf í skól- anum og helst þannig staðsett í húsnæði skólans að það sé jafn að- gengilegt fyrir alla nemendur og kennara. í stórum skólum þarf hús- næðið að vera þannig úr garði gert að hægt sé að hafa þar á sama tíma að störfum heila bekkjardeild, smáhópa og einstaklinga. Hér er ótvírætt gefið í skyn að skólasafn skuli vera í hjarta skólabyggingarinnar ekki síður en í hjarta starfsem- innar. Það er ekki að ástæðulausu að tekið er fram um stað- setningu skólasafns, svo algengt er að safnið sé skoðað sem afgangsstærð og komið fyrir í kjallara eða afskekkt þar sem engin umferð er. Einnig er algengt að skólasafn sé í þeim hluta skólabyggingar sem síðast fer á framkvæmdastig. Mikilvægt er að skólasafnskennari taki þátt í að skipuleggja skólastarf, m.a. með því að eiga hlut að gerð starfsáætlunar og skólanámskrár, auk þess að vinna með einstökum kennurum. Skólasafnskennari leiðbein- ir nemendum við heimildavinnu, öflun gagna og úrvinnslu, leiðbein- ir um bókaval og sér um safnfræðslu. Einnig heíúr skólasafnskennari umsjón með uppbyggingu og skipulagi daglegs starfs skólasafns. Enginn dregur í efa mikilvægi starfs skólasafnvarðar eða skólasafnskennara eins og starfsmaðurinn er kallaður hér og eigi skólasafnið að koma að notum í almennu skólastarfi þarf starfsfólkið að vera vanda sínum vaxið, kunna að byggja upp safnið, oft frá grunni, setja það í það kerfi sem gerir notendum fært að nýta sér það og tryggja síðan að það sé notað af öllum skólanum. Mikilvægt er að huga að tengslum skólasafns við önnur söfn, bókasöfn og kennslugagnamiðstöðvar, jafnvel gagnabanka. A þann hátt er hægt að tryggja aðgang að fjölbreyttum gögnum og upplýsingum og er það ekki síst brýnt fyrir fámenna skóla. Hér er snert við mjög mikilvægu máli sem tengist beint Yfirlýsingu UNESCO um skólasöfn sem leggur áherslu á að skólasafn sé ekki einangrað fyrirbrigði, innilokað af sín- um eigin takmarkaða bókakosti, heldur eigi það að vera hluti af stærri heild og geta þannig notið góðs af því sem önnur bókasöfn hafa upp á að bjóða. Með nútímatækni er enginn eyland. Skólasöfn jafnt og önnur söfn hljóta að vilja tengjast innbyrðis og út á við í leit heimilda og fræðslu. Grunnskólasöfn hafa ef til vill mesta þörf fyrir að vera hluti af stærri heild vegna þess að þau eru oft á tíðum einu stofn- anirnar í sínu sveitarfélagi sem hafa safnkost og þjónustu sem gæti nýst öllu byggðarlaginu. Af þessu er ljóst að uppbygging skólasafns verður að vera eitt af for- gangsverkefnum í hverjum skóla svo að safnið geti gegnt því hlutverki sem hér um ræðir. í hverjum skóla þarf að gera áætlun um slíka upp- byggingu og taka af skarið um hver eigi að hafa umsjón og eftirlit með henni. Menntamálaráðuneytið gefur vísbendingu til þeirra sem málið snertir að nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu skólasafna og ákveða hver eigi að hafa eftirlit með starfsem- inni. Ráðuneytið hefur nú haft nær 20 ár til að koma út einhverjum ákvörðunum um hvernig að verki skuli staðið en ekki tekist. Akvörðun um hverjir eigi að gera áætlanir um uppbyggingu skólasafna verður ef til vill ekki mjög Iengi ennþá í höndum menntamálaráðuneytisins. í drög- um að nýrri menntastefnu sem fyrir lá á fyrri hluta árs 1993 er gert ráð fyrir að grunnskólar verði alfarið reknir af sveit- arfélögum. Það verður því þeirra hlutskipti að ráðstafa mál- um skólasafna eins og þeim þykir henta en ekki hlutverk ríkisins. Slík breyting ætti ekki að verða nein meiri háttar breyting hvað varðar skólasöfnin því nú eru það aðeins laun kennara sem greidd eru af ríkinu, en sveitarfélögin sjá um annan kostnað. 32 Bókasafnið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.