Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 8
til barnanna og vinsældir þeirra rísa hátt en ekki endilega lengi. Bók Þorgríms Þráinssonar Með fiðring í tánnm sem var með söluhæstu barnabókum árið 1989 þegar hún kom út er aðeins með 3 lesendur í könnuninni 1991. Tafla 8. Hlutfall nýrra bóka innan einstakra bókaflokka 1968 1979 1985 1991 % % % % Leynilögreglusögur 33 12 11 20 Unglingasögur 58 67 63 54 Astarsögur 25 21 10 18 Spennusögur 22 40 20 24 Allir flokkar 26 29 27 33 Athugasemdir: Til að gera töfluna læsilegri voru aukastafir felldir niður samkv. eftirfarandi reglum: Ekkert svar : - ; minna en hálfur : 0 ; hálfur til einn : 1. Lokaorð Ef dregnar eru saman meginniðurstöður um þróun í bókavali 10 til 15 ára barna þá er ljóst að miklar breyting- ar hafa orðið á þeim tæpa aldarfjórðungi sem kannanirnar spanna. Það er ekki aðeins að börn lesi minna heldur lesa þau ekki um sömu hlutina. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt því margt hefur breyst á tuttugu og þrem árum. Það er margt sem kallar á athygli barna og unglinga í dag sem ekki var til staðar íyrir 20 árum. Það er ekki þar með ekki sagt að sú fjölbreytni skili sér í bókavali þeirra sem sést best á því hvað einstakir titlar ná miklum vinsældum í síðari könnun- unum. I könnuninni 1991 er bókin Tár, bros og takkaskór nefnd af tæplega 7% barna sem voru fleiri tilnefningar en 6 vinsælustu titlarnir í könnuninni 1968 fengu til samans. Líklegasta skýringin á þessari þróun er máttur auglýsinga og markaðssókn unglingabóka og í því sambandi má benda á að kringum 60% þeirra unglingabóka sem börnin nefna eru innan við árs gamlar en að meðaltali voru um 1/3 hluti bókanna sem nefndar voru innan við árs gamlar. Aukinn lestur unglingabóka hefur einnig í för með sér að bækur eftir íslenska höfunda eru vaxandi hluti af þeim bókum sem nefndar eru. Bækur sem falla undir t.d. leynilögreglu- sögur eru að meiri hluta þýddar. Nokkur munur er á milli kynja í bókavali. Hvað varðar vinsælustu bókaflokkana þá lesa bæði kynin þá. Fleiri drengir en stúlkur nefna Ieynilögreglusögur, en það snýst við hvað varðar unglingasögur. Drengir nefna þær í miklu fHitaveita Reykjavíkur Grensásvegi 1 Látið ekki óbcetanleg menningarverðmœti verða eldinum að bráð. Brunamálastofnun ríkisins minna mæli. Kemur þetta fram í öllum könnunum. Stúlk- ur eru einar um að lesa ástarsögur og telpnasögur og dreng- ir eru í miklum meirihluta hvað varðar lífsreynslusögur og spennusögur íyrir fullorðna. í sambandi við þessa skiptingu má velta íyrir sér hugmyndum um mismunandi hugar- heim drengja og stúlkna og hvort kynin leiti í bókum eftir staðfestingu á kynhlutverki sínu. HEIMILDIR: Ashley, L.F. 1972. Children's Readingandthe 1970's. Toronto : McClel- land and Stevart Limited. Auður Guðjónsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. 1978. Athugun á pýddum barnabókum 1971-1975. [BA-ritgerð: Háskóli íslands]. Ása S. Þórðardóttir. 1993. Bókaval barna 1968-1991 : svör barna í jjöl- miðlakönnunum 1968, 1979, 1985 og 1991. [BA-ritgerð: Háskóli íslands]. Elley, Warwick B. og Tolley, Cyril W. 1972. Children 's reading interests: a Wellington survey. Trentham : New Zealand council for educational res- earch. Guðný Þ. ísleifsdóttir og Kristín Fenger. 1980. Barnabœkur 1974-1976: efhisflokkun og efhisútdráttur. [BA-ritgerð: Háskóli íslands]. Intonato, Jo Ann. 1989. An Investigation to Determine Classification of Interests in Reading Material ofAbove Average Readers in the Fourth and Sixth Grades. [Mastersritgerð: Kean College of New Jersey]. Marshall, Margaret R. 1982. An introduction to the world of children ’s books. Great Britain : Gower. Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 1984. Hvað lesa böm? : könnun á bóklestri bama í Borgarbókasafhi, okt. 1981-sept 1982. [BA-ritgerð: Háskóli íslands]. Símon Jóh. Ágústsson. 1976. Börn og bœkur. Reykjavík : Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Yearbook ofNordic Statistics 1992. 1992. Stockholm : Nordic Council of Ministers and the Nordic Statistical Secretariat. Þorbjörn Broddason. 1992. Minnkandi bókhneigð ungmenna. Skíma. 15(3):37-42. SUMMARY Children ’s book selection Based on a BA-thesis at the University of Iceland (Háskóli íslands) from spring 1993, which was built on primary sources from a sample re- search by Thorbjörn Broddason, associate professor at the University of Iceland, on childrens (10-15 years) spare time, especially the use of the mass media. The author makes in dept study on the research question: „What is the title of the last book you read, or may be reading right now?“ The aim of the study is to classify the mentioned books by subject and to analyze if there is a diíference in subject selection by age group. The books mentioned in the research are divided into 21 defined subject classes. The findings are shown in 8 tables, which the author analyses thoroughly. The main findings reveal that children’s reading interests have changed a great deal through the period covered in the study (1968-1991). They read less and the subjects have changed as well: have become more homogenous. The author’s explanations are e.g. book marketing by advertising. There are also considerable differences in subject selection by sex group. mmwm GREIÐSLUMIÐLUN HF. L LANDSVIRKJUN 8 Bókasafhið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.