Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 65

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 65
Um hvern einstakan höfund er getið æviatriða og er þess getið að misjafnlega nákvæmlega sé sagt frá hverjum ein- stökum. I eftirmála er sagt í „æviágripinu er getið annarra ritstarfa en barnabóka", en það virðist miður rétt, því að víða er aðeins getið helstu ritverka, enda oft sagt í æviágrip- um að upptalning annarra rita en barnabóka sé ekki tæm- andi og er það eðlileg stefna í riti með þessu heiti. Ritstjórn á æviágripum er vandasöm, t. d. gæti ég trúað, að þessi setning fengi einhvern til að brosa: „Stór þáttur í lífi Vig- fúsar er stóðhestur hans, Röðull, sem unnið hefur til fyrstu verðlauna.“ Þegar æviágrip af þessu tagi eru samin verða höfundar að setja sér fastar reglur um efnisatriði og upp- setningu og reyna að fylgja þeim sem allra nákvæmast. í sumum er tölum eru greinaskil notuð til að afmarka efnis- hluta eins og námsferil, ritstörf o.s.frv. Þetta er ekki gert í Skáldatali og hefði heldur verið prýði að því. Við lok æviágrips hvers höfundar er getið helstu heim- ilda, og hefur áður komið fram, að of oft hefur fallið niður að vitna til íslenzks skáldatals. Oft er þar vísað til rita sem eru í heimildaskrá aftast í bókinni. Sú skrá er sérkennileg að því leyti að öll rit eru titilskráð, og það er á móti venjuleg- um reglum að sjá rit eins og Guðfrœðingatal og Hver er maðurinn skráð á titla. Titlar sumra þessara rita, t. d. Is- lenzkir samtíðarmenn og Æviskrár samtíðarmanna, eru svo líkir að betra reynist mörgum að muna höfunda en titla. Einnig hefði ekki illa farið á að stytta titla með samræmd- um hætti. Slæmt eru að þarna er ekki alltaf nefndar nýjustu útgáfur mannfræðirita; vísað er til útgáfu frá 1957 af Guð- frœðingatali eftir Björn Magnússon í stað útgáfu frá 1976, sem þó ætti að vera með fyllri, nýrri og traustari vitneskju en eldri útgáfa. í Skáldatali taldist mér svo til að væru a. m. k. 6 guðfræðingar og svo hittist á að þrír eru í röð: Freysteinn Gunnarsson, Friðrik Friðriksson og Friðrik Hallgrímsson. Getið er til heimilda í Guðfrœðingatali um Friðrik Friðriksson - og þá tekið fram að notuð sé útgáfan frá 1976. Aftur á móti er Guðfrœðingatals ekki getið sem heimilda við Freystein eða Friðrik Hallgrímsson og sama er að segja um Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Guðfrœðingatal er einnig nefnt sem heimild við Jakob Jónsson og Jón Kr. ísfeld, en þar sýndist mér blaðsíðutalið miðað við útgáfuna frá 1976. Með öðrum orðum kemur ekki að sök þótt Guð- frœðingatal frá 1957 sé eitt nefnt í heimildaskrá, því að yngri útgáfan er alltaf notuð. Fleira sást þarna af óná- kvæmni, t. d. var sagt að bæði bindin af íslenzku skáldatali hefðu komið út 1973, en seinna bindið kom út 1976. I þessum heimildum við hvern höfund er svo að sjá, að bók Silju Aðalsteinsdóttur íslenskar barnabœkur 1780—1979sé aðeins nefnd við Jónas Hallgrímsson, og verður það að telj- ast nokkur sparsemi á brúkun hennar. Aftur á móti eru dæmi þess, að vitnað er til uppprentana á efni úr bók Silju. Ekki er hugsað um að leita heimilda í ýmsum sértölum og er það galli, má t. d. nefna Æviskrár MA-stúdenta (Herdís Egilsdóttir og Iðunn Steinsdóttir) og Bókagerðarmannatal. Ekki er sparað að geta skrifa sem aðstandendur þessa rits hafa staðið að og má þar nefna Börn og bœkur, þótt ekki sé alltaf mikið sagt þar. Ég fletti upp Guðrúnu Guðjónsdótt- ur í Bókmenntaskrá Skímis 1989 og sá að í Morgunblaðinu hefðu birst minningargreinar um hana oftar en heimilda- skrá gat. í heild fannst mér tilvísanir í heimildir vera of fáar, en þær gera vissulega gagn. Annars er það svo, að þegar val- ið er úr ritum til að setja í heimildaskrá eins og þarna, get- ur verið hætta á eins konar ritskoðun og um það má sá sem tekur saman bókaskrá aldrei gera sig sekan. Barnabókatalið sjálft, „Útgefnar barnabækur“, kemur strax á eftir æviágripinu. Þar eru allar bækur taldar upp í aldursröð sem fer vel á og er góður kostur. Ekki er önnur vitneskja en titill og útgáfuár og verður það oftast að teljast nægjanlega nákvæm skráning. Aftur á móti eru „aðeins taldar fyrstu útgáfúr“, sem er mjög slæm stefna, því að ekki sést hvort bækur höfunda sem gáfu út bækur fram undir miðja þessa öld hafa reynst lífvænlegar. Einnig er það svo að mörg skólasöfn geta ekki eignast fyrstu útgáfur ýmissa gamalla bóka og þá gefur Skáldatal ekki næga vitneskju um hvort til séu endurútgáfur eða endurprentanir, sem auð- veldara væri að afla en frumútgáfnanna. Til hjálpar við bókaöflun hefði verið kostur að greina frá útgáfuaðila og hefði það einkum verið til gagns um bækur frá seinustu árum. Strax á eftir þessu bókatali eru umsagnir, sem eru í staf- rófsröð eftir heitum bókanna. Það er mjög þægilegt ef höf- undar hafa skrifað margar bækur að hafa tvær skrár, aðra í stafrófsröð en hina í tímaröð. Haft er svo mikið við að skrá ritdóma í dagblöðum. Hér eru skráðar umsagnir um end- urútgáfur og bætir upp að nokkru, að þær skuli vanta í skrá um útgefnar bækur, en það er heldur sérkennilegt að sjá rit- dóma um útgáfur sem ekki eru nefndar meðal bóka. Nú er það svo að ritdómar eru ekki skrifaðir um allar bækur og oft eru barnabækur í flokki þeirra bóka sem ekki er skrifað um. Af þeim sökum er ekki alltaf hægt að sjá af ritdómum hvort endurútgáfur hafa komið. Fyrir kom að undir um- sagnir var sett efni sem betur hefði farið að setja undir heimildir, má þar nefna grein Sigurborgar Hilmarsdóttur í Mími, sem sett er undir Hjaltabækurnar en hefði að mín- um dómi betur átt heima undir heimildum. Við skráningu þessara umsagna eða ritdóma var ekki leitað í allar bestu heimildir, því að svo er að sjá að ekki hafi verið leitað í Skrá Bókmenntafræðistofnunar sem til er á tölvu. Þar hefði mátt fá viðbætur eftir að spjaldskránni um efni í tímaritum í Landsbókasafninu sleppir og áður en Bókmenntaskrá Skírnis tekur við. Dæmi um óþarfa tvítekningu er að allar bækur, sem Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson sömdu í sameiningu, eru allar greindar undir báðum höfundum og einnig allar umsagnir um þær, en þar hefði verið nægjan- legt að vísa á milli. Frágangur á Skáldatali finnst mér mjög þokkalegur, let- ur stórt og gott og umsagnir með minna letri en meginmál sem fer vel á. Myndir eru af öllum höfúndum nema einum og er að þeim mikil prýði, þótt fyrir komi að gamlar prent- aðar myndir hafi ekki komið nógu vel fram. Prýði er einnig að rithandarsýnishornum höfunda. Prentvillur koma fyrir. Undanfarin ár hefur á hverju ári komið út fyrir jólin: ís- lensk bókatíðindi, sem eru leiðbeining fyrir kaupendur jóla- bóka og því með ónákvæmri skráningu. Síðar eru þessar sömu bækur ásamt fleirum skráðar miklu nákvæmar í ís- lenskri bókaskrá, sem Landsbókasafn Islands gefur út. Segja má að báðar skrárnar gegni sínu hlutverki hvor á sínu sviði og Bókatíðindin veiti mörgum gagnlegar upplýsingar um bækur, þótt þær séu ekki nákvæmar og fullkomnar. Ef spurt hvoru þessara rita líkist Skáldatal meir er svarið að það líkist tvímælalaust Bókatíðindum meir. Skáldatal bætir úr brýnni þörf og kemur að verulegu gagni. Margir þeirra sem skrifað hafa barnabækur eru ekki í hópi þekktustu ein- staklinga og vitneskja um þá Iiggur oft ekki á glámbekk. Að lokum er spurning um Skáldatal sem lesendur þessa greinarkorns geta glímt við að svara: „Er sanngjarnt að gera meiri kröfúr til þeirra sem að þessu riti standa?“ Einar G. Pétursson Stofhun Árna Magnússonar Bókasafnið 18. árg. 1994 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.