Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 44

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 44
Þóra Gylfadóttir bókasafnsfræðingur, Hagstofu íslands Skýrslur um bókasöfn Til hvers þurfum við hagskýrslur? Áárunum 1855 til 1875 gafHið íslenska bókmenntafé- lag í Kaupmannahöfn út, undir forystu Jóns Sigurðssonar forseta, Skýrslur um landshagi á Islandi. I formála að fyrsta bindi skýrslnanna ritar Jón þessi merku orð: Sá bóndi mundi harla ófróður þykja um sinn hag og lítill búmað- ur, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks, eða kynni tölu á hversu margt hann ætti gangandi fjár. En svo má og hver sá þykja harla ófróður um landsins hag, sem ekki þekkir nákvæmlega fólkstölu á landinu eða skiptingu hennar eða tölu gangandi fjár eða sérhverja grein í atvinnu landsmanna. í fáum orðum að segja, sá sem ekki þekk- ir ásigkomulag landsins eða sem vér köllum hagfræði þess í öllum greinum sem glöggvast og nákvæmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins gagn og nauðsynjar; hann veit ekkert, nema af ágizkun, hvort landinu fer fram eða aftur, hann getur ekki dæmt um neinar uppástungur annarra í hinum merkilegustu málum, né stungið sjálfúr upp á neinu nema eftir ágizkun, hann getur ekki dæmt um neinar afleiðingar viðburðanna, sem snerta landsins hag, nema eftir ágizkun. Þessi orð Jóns forseta segja allt sem segja þarf um nauð- syn þess að safna gögnum, vinna úr þeim og birta skýrslur um hin ýmsu svið þjóðlífsins. Þetta á einnig við um bóka- söfnin í Iandinu. Viljum við fylgjast með viðgangi bóka- safnanna gerum við það ekki öðruvísi en að mæla reglulega þá þætti hjá söfnunum sem best Iýsa starfsemi þeirra. Stöðlun upplýsinga um bókasöfn Við söfnun tölulegra upplýsinga er það eitt af megin- markmiðunum að þær séu í stöðluðu formi til þess að þær séu sambæri- legar við tölur annarra þjóða. Því var það að IFLA - International Federation of Library Associations og ISO - International Organ- ization for Standar- dization komu sér sam- an um hvernig best væri að mæla starfsemi bóka- safna og 1970 gáfu þess- ar stofnanir út staðalinn ISO 2789 - Inter- national Library Statist- ics. Þessi staðall hefur síðan verið endurskoð- aður og er önnur útgáfa hans, frá 1991, sú nýjasta. Þennan staðal notar UNESCO United Nations Educational, Scientific and Cultural Org- anization í skýrslum sínum um bókasöfn. Norræna hag- skýrslugerðin tekur mið af þessum staðli. I honum eru bókasöfn flokkuð eftir tegundum og ákveðið hvernig skuli meta það sem mæla þarf. Megináhersla er lögð á að skil- greina safneiningar og telja þær, svo og aðföng, grisjun, starfslið, útlán, millisafnalán, tekjur og útgjöld bókasafn- anna. Upplýsingasöfnun um íslensk bókasöfh Ekki eru til nein Iög eða reglur um hver skuli safna upp- lýsingum um bókasöfn á íslandi og bera þær skýrslur sem birtar eru þess glöggt vitni. Hér á landi fer upplýsingasöfn- un um bókasöfn fram á tveimur stöðum. Bókafulltrúi rík- isins hefur í mörg ár safnað upplýsingum um almennings- bókasöfn, bókasöfn skóla á grunnskólastigi og nú í seinni tíð, á framhaldsskólastigi. Ekki hefur tekist að gefa þessar skýrslur út árlega, eða með öðrum reglubundum hætti, því treglega hefur gengið að innheimta skýrslur frá söfnum og skólum. Hagstofa Islands hefur nú í nokkur ár safnað upp- lýsingum um þjóð-, háskóla- og rannsóknabókasöfn. Söfn- unin er unnin undir handleiðslu oddvita fyrrum Samstarfs- nefndar um upplýsingamál. Nokkuð er sú skýrslugerð á eftir tímanum, en það stendur til bóta. Þess ber að geta að söfnun upplýsinga á vegum bókafulltrúa og Hagstofunnar er ekki með sama sniði. Hagstofan fylgir í megindráttum ISO 2789, en bókafulltúi safnar upplýsingum sem falla að þörfum menntamálaráðuneytisins. Hvar birtast tölur um bókasöfn? Skýrslur bókafulltrúa ríkisins eru einu íslensku ritin sem eingöngu hafa að geyma tölur um bókasöfn. Ekki er þar með sagt að þær upplýsingar sem safnað er birtist ekki ann- ars staðar. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum ritum og gagnasöfnum, innlendum og alþjóðlegum, sem innihalda bókasafnsskýrslur. Árið 1969 hóf Hag- stofan reglulega söfnun upplýsinga um mennt- un og menningu sam- kvæmt fyrirmælum UNESCO. Á árunum 1969 til 1981 birtust í mánaðarriti Hagstof- unnar, Hagtiðindum, greinar um menningar- mál og þar á meðal voru töflur um bókasöfn. I seinni tíð hefur þessi töflugerð fallið niður í Hagtíðindum en nú birtast árlega yfirlitstöl- ur um bókasöfn og starfsemi þeirra í hag- töluárbók Hagstofunn- ar, Landshögum, áður Tölfræðiha ndbók. Hagstofan og bóka- fulltrúi senda upplýsingar um íslensku bókasöfnin til Nor- rænu hagstofunnar, Nordisk statistisk sekretariat. Hún birtir þær í tveimur ritum sínum. Fyrst ber að nefna Year- book of Nordic Statistics = Nordisk statistisk arsbok en í henni er yfirlitstafla um norræn bókasöfn. í öðru riti sem ekki lætur eins mikið yfir sér eru birtar ítarlegar upplýsing- ar um bókasöfnin á Norðurlöndunum. Þetta er Aktuell nordisk statistik. Það kemur út fjórum sinnum á ári. Eitt 44 Bókasafhið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.