Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 16
Þórdís T. Þórarinsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Menntaskólans við Sund Fræðslugildi bóka - aðgengi upplýsinga Greinin er byggð áfyrirlestri sem haldinn var á afmœlisráðstefhu Félags bókasafnsfrœðinga YFIRLIT Fjallað er um viðurkenningar Félags bókasafnsfræðinga fyrir íslenskar fræðibækur ársins 1992. Rök eru færð fyrir vaxandi þörf fyrir vandaðar fræðibækur hér á landi. Rætt er um hjálparskrár og þau atriði sem helst auka á handbókagildi fræðibóka; tilfærð eru dæmi þar sem þessum atrið- um er ábótavant. Sagt er frá könnun á tíðni hjálparskráa í íslenskum fræði- bókum ársins 1991. Viðurkenningar Félags bókasafnsfœðinga í tilefni af 20 ára afmæli Félags bókasafnsfræðinga þann 10. nóv. sl. veitti stjórn þess viðurkenningar fyrir bestu frumsömdu íslensku fræðibækur ársins 1992: Annars vegar fyrir fræðibók fyrir fullorðna og hins vegar fyrir fræðibók sem ætluð er börnum. I báðum tilfellum hlutu höfundar bókanna svo og útgefendur viðurkenningu þar sem vönd- uð bók byggir á skilvirkri samvinnu þessara aðila. Viður- kenningarskjöl voru síðan afhent á ráðstefnu sem félagið hélt í tilefni af afmælinu. Að þessu sinni hlaut bókin Blómin okkar eftir þá Stefán Aðalsteinsson og Björn Þorsteinsson, sem bókaútgáfan Bjallan gaf út, viðurkenningu sem besta fræðibókin fyrir börn. Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, for- stöðumaður skólasafns Ölduselsskóla, Inga Lára Birgisdótt- ir, forstöðumaður skólasafns Austurbæjarskóla, og Ingi- björg Rögnvaldsdóttir, bókasafnsfræðingur Borgarbóka- safninu í Gerðubergi. Viðurkenningu sem besta fræðibókin fyrir fullorðna hlaut bókin Islenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson og gefin var út af Fjölva. Dómnefnd skipuðu Idulda Björk Þorkels- dóttir, bæjarbókavörður í Keflavík, Regína Eiríksdóttir, umsjónarmaður alþjóðlega bóknúmerakerfisins (ISBN) á Landsbókasafni, ásamt greinarhöfundi. Fyrirhugað er að veiting slíkra viðurkenninga verði framvegis árviss viðburður hjá félaginu og er markmiðið með þeim að vekja athygli á mikilvægi þess að gera fræði- bækur vel úr garði hvort sem markhópurinn er börn, ung- lingar eða fullorðið fólk; jafnt almenningur sem sérfræðing- ar. Hjálparskrár og aðgengi upplýsinga Forsaga ákvörðunar stjórnar Félags bókasafnsfræðinga er að félagsmenn hafa oft rætt sín á milli hve sárlega fræði- rit á íslensku hefur vantað á markaðinn, einkum fyrir börn og unglinga, sem ekki geta nýtt sér bækur á erlendum mál- um. Eins hefur hitt verið rætt meðal bókasafnsfræðinga hversu oft nauðsynlegar hjálparskrár vantar í þau fræðirit sem út hafa verið gefin, til þess að þau geti staðist kröfur sem vandaðar fræðibækur og jafnframt komið að gagni sem uppsláttarrit og handbækur. Fræðslugildi þessara bóka er oft á tíðum mikið og að mörgu leyti vandað til útgáfu þeirra en það hefur á stundum rýrt gildi þeirra verulega að aðgengi upplýsinga er ekki eins og best verður á kosið. í nýútkominni rannsókn Lœsi íslenskra barna (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1993) kom m.a. í ljós að í lestri standa íslensk börn að flestu leyti jafnfætis eða framar jafnöldrum sínum í öðrum löndum, en þegar kom að árangri við að leita upplýsinga í töflu- og myndhluta prófsins, sem lagt var fyrir, stóðu íslenskir 14 ára nemendur sig ekki vel mið- að við árangur í hinum hlutum þess og voru þar í 19. sæti (s. 85), enda kom í ljós í könnuninni að um 50% 14 ára nemenda leita nær aldrei að upplýsingum í uppsláttarritum eða orðabókum og 78% sjaldnar en l-2svar á mánuði (s. 36). Skýringuna á þessu má ef til vill að hluta til rekja til þess að ekki hefur verið völ á miklu af vönduðu fræðsluefni á íslensku fyrir þennan aldurshóp. Með hjálparskrám er hér að framan átt við skrár sem gjarnan eru hafðar aftast í ritum þar sem efnisatriðum úr texta er raðað í stafrófsröð, tímaröð eða aðra rökrétta röð og vísað til blaðsíðutals í megintexta. Slíkar skrár auðvelda markvissan aðgang að þeim upplýsingum sem viðkomandi rit hefur að geyma og eru ein meginforsenda þess að nota megi fræðibækur eða jafnvel vandaðar kennslubækur, þar sem fjallað er um tiltekið efni á samfelldan hátt, sem n.k. uppsláttarrit eða handbækur. Á undanförnum árum hefur þörfin fyrir vandaðar fræði- bækur farið ört vaxandi hér á landi sem má m.a. rekja til þess að mun fleiri njóta framhaldsmenntunar nú en áður var. Samkvæmt skýrslum Hagstofu fslands (Landshagir, 1993) voru nemendur á framhaldsskólastigi samtals 14.261 árið 1980, en 1992 voru þeir orðnir 17.888 sem er 25,4% aukning. Árið 1980 luku samtals 1.143 stúdents- prófi eða 25,1% af heildarfjölda tvítugra, en árið 1993 var hliðstæð tala 2.016 eða 44,9% af heildarfjöldanum. Aukna þörf fyrir vandaðar fagbækur má ennfremur rekja til þess að með breyttum kennsluháttum eru gerðar miklu meiri kröfur um að nemendur læri að fara með rit- aðar heimildir og vinna upplýsingar upp úr þeim í sam- bandi við ýmis konar verkefni og ritgerðir sem þeir vinna í tengslum við námið. Þetta á bæði við um framhaldsskóla og grunnskóla, en hvað varðar grunnskólann einkum um efri bekkina. Nemendur dagsins í dag; notendur skólasafn- anna eru síðan meðal notenda almenningsbókasafna og sér- fræðisafna í framtíðinni. Á landinu eru nú 209 grunnskólar. Við marga þeirra eru starfrækt bókasöfn. Mikill skortur hefur verið á heppileg- um fræðibókum fyrir nemendur grunnskóla, sérstaklega fyrir yngri bekkina, en til safnanna er jafnan keypt allt það efni sem hugsanlegt er að nota fyrir nemendur og þá oft keypt efni sem í reynd er ætlað fullorðnu fólki. Almennir framhaldsskólar og sérskólar eru alls 54 á landinu. Við nær alla þessa skóla eru starfrækt ört vaxandi bókasöfn. Til safnanna er í flestum tilfellum keypt a.m.k. eitt eintak af þeim fræði- og uppsláttarbókum sem gefin eru út á íslensku og henta þykja. Almenningsbókasöfnin eru þá ótalin. Á landinu eru nú 43 miðsöfn sem oft kaupa hvert um sig nokkur eintök af hverri bók. Ennfremur eru smærri söfn um hinar dreifðu byggðir landsins, alls 204 16 Bókasajhið 18. drg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.