Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 56
byggja múra gegn öðrum heimshlutum. Norðurlönd voru lengi og eru enn fyrirmynd annarra landa á sviði félagsmála og umhverfisverndar. Nú er sú hætta fyrir hendi, að norræn samvinna splundrist vegna hræringa í Evrópu og óska meirihluta Norðurlandanna að verða fullgildir aðilar að Evrópubandalaginu. Vitanlega er hugsanlegt að hægt sé hafa áhrif á sam- starfsform rannsóknabókasafna innan Evrópubandalagsins, ef Norðurlöndin ganga í bandalagið, en þá verður vart um að ræða öflugt form eftir norrænni fyrirmynd. Margbreyti- leikinn verður einkennandi fyrir Evrópubandalagið. Spurningin er hvort það verður hagstætt fyrir heilsteypt samstarfsform bókasafna. Hafa ber þó í huga, að ef maður ætlar að gera eitthvað norrænt, þá nægir það ekki bara, að það sé norrænt, held- ur verður það að vera eitthvað sem hentar sérlega vel að gera á norræna vísu. Þá gildir að koma einhverju til leiðar í samvinnu, sem ekki væri hægt í ein- stöku landi. Norræn samvinna hefur verið lengi við lýði og vitanlega mark- að norræn bókasöfn. Innganga Norð- urlandanna mun hafa áhrif á starfsemi bókasafna og störf bókavarða og þessi samvinna mun að öllum líkindum breytast eða jafnvel hverfa, ef löndin ganga í Evrópubandalagið. Sérstaða Danmerkur Það er athyglisvert að skoða stöðu Danmerkur sérstaklega. Danmörk hefur, eins og menn vita, verið aðili að Evrópubandalaginu í meira en tuttugu ár. Dönsk rannsóknabókasöfn hafa verið þátttakendur í mörgum tilraunaverkefnum innan bandalagsins. Samtök danskra rannsóknabókavarða, Dan- marks Forskningsbiblioteksforening hafa hvað eftir annað áréttað þann eindregna vilja sinn að hætta ekki samstarfi við hin Norðurlöndin, heldur þvert á móti er þeim mjög umhugað um að halda því áfram í framtíðinni. Og hvers vegna? Vegna þess, að dönskum bókavörðum finnst, að þeir standi miklu nær Norðurlöndunum menningarlega, Iandfræðilega og hvað tungumálið snertir og ekki síst vegna þeirrar staðreyndar, að þeir hafi í nútíð og fortíð borið allt of mikið úr býtum í norrænni samvinnu til þess að yfirgefa hana. Samkvæmt dönskum bókavörðum hefur samvinnan innan Evrópubandalagsins fyrst og fremst haft þýðingu í sambandi við staðla, höfundarrétt og samstarfsreglur. Danir leggja mikla áherslu á að halda fast í og þróa frek- ar sameiginlega staðla innan bókasafna og að tryggja notk- un þessara staðla með því að koma þeim í gagnið á hag- kvæman hátt. Þróun á nýrri CD-ROM framleiðslu er einnig mikið áhugamál danskra bókavarða. Ahrif Evrópubandalagsins eru nú mjög mikil. Af þeim lögum, sem tóku gildi í Danmörku 1991 voru 96% (3 496 lög) sett afþingi Evrópubandalagsins og 4% (152 lög) voru sett af danska þinginu, þar af var sjötti hluti (25 lög) fyrir- skipanir Evrópubandalagsins, færð í danskan lagabúning. Evrópubandalagið Það flóð upplýsinga, sem þegnar Norðurlandanna hafa fengið yfir sig síðustu mánuði hefur verið brotakennt og er ekki alltaf auðvelt að túlka. Rómarsáttmálinn frá 1957 skapar grundvöll og réttarfarslegan grunn fyrir bandalagið og er að vissu leyti allrar athygli verður fyrir bókaverði sem og aðrar starfsstéttir. Þar kveður til dæmis á um tollafríð- indi milli allra Evrópubandalagslanda og sameiginlegan tollamúr gagnvart öðrum svæðum. Frá og með 1985 var svokallaður innri markaður ákveðinn og áttu öll lagaákvæði að gilda frá 1. janúar 1993. Frelsin fjögur eru látin lýsa innri markaðinum, en þau eru: 1. Frjálsir vöruflutningar. Allar vörur skal vera unnt að kaupa eða selja án takmarkana í öllum bandalagslönd- unum. 2. Frjáls fólksflutningur. A vinnumörkuðum landanna eiga allir þegnar landanna að hafa sama rétt. 3. Frjáls fjármagnsflutningur. Allt fjármagn geti flotið hindrunarlaust milli landanna. Fólki sé frjálst að setja á fót fyrirtæki eða fara með fjármuni til að fjárfesta í fyrir- tækjum annarra Ianda. 4. Frjáls þjónustustarfsemi. Sérhver þegn bandalagsland- anna á rétt til að flytja til og sækja um vinnu í öllum bandalagslöndunum. Sérmenntað fólk getur boðið fram þjónustu sína í þeim löndum, sem það vill. Möguleikar til að stunda nám í löndunum aukast verulega. Við bókaverðir höfum auðvitað mikinn áhuga á, hvernig evrópska samvinnan muni hafa áhrif á okkar sviði, það er að segja fyrir bókina, bókasöfnin og bókaverðina. Ef við byrjum á bókasafnsfræðing- um sem starfsstétt, þá mun hinn sameiginlegi evrópski vinnumarkaður standa opinn fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja um vinnu til annarra bandalagslanda. Samkomulag- ið tryggir, að allt svæðið er opið bókasafnsfræðingum, sem hafa hlotið menntun á Norðurlöndum. A sama hátt opnast Norðurlönd fyrir kollega frá öllum hinum löndunum. Við- urkenna ber prófskírteini frá einu landi til annars og skjöl um verkreynslu í starfsmati. Hvað viðkemur hreyfifrelsi fólks, þá er grunnhugmynd- in að sérhver þegn Evrópubandalagsins geti unnið eða stundað nám og sest að í öðrum bandalagslöndum án atvinnu- eða dvalarleyfis að því tilskildu að hann geti fram- fleytt sér. Enginn má „vera öðru landi byrði“, eins og það er kallað. Vegabréfsskoðanir munu hverfa. Ekki má mismuna innfæddum og útlendingi, hvað varðar störf. Hafi maður sömu hæfni til starfsins skal mað- ur hafa sama rétt. Þetta mun þýða meiri blöndun þjóðern- is í bókavarðastéttunum en verið hefur. Hvað menntunarkröfur áhrærir, þá felur hreyfifrelsi ásamt frelsi til að ráða sig í vinnu það í sér, að viðurkenna verður menntunarkröfur landa í milli. Prófa og starfsrétt- inda er krafist varðandi mörg störf, þar að auki er reiknað með að tungumálakunnátta verði áskilin í viss störf til dæmis á bókasöfnum. Aukin samvinna landa Evrópubandalagsins mun hafa áhrif á starfsemi bókasafnanna. Sé litið til þeirrar sam- vinnu, sem þegar á sér stað innan bandalagsins, ber fyrst að nefna tölvuvædd gagnasöfn. Nú mun vera til álitlegt safn tölvubanka, það er að segja 50 talsins, sem gerðir hafa ver- ið af stofnunum og nefndum innan Evrópubandalagsins (þessi tala er miðuð við mitt ár 1993). Af þeim eru um það bil 30 opnir almenningi. Gagnagrunnarnir innihalda fjöl- mörg efnissvið, þar á meðal umhverfismál, tækni, lög, fjár- mál, landbúnað, tölfræði og heilbrigðismál svo dæmi séu 56 Bókasafitið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.