Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 46
Halldóra Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, Háskólabókasafni IFLA-Alþjóðasamtök bóka- varðafélaga og ársþing þeirra Arsþing IFLA, stærstu alþjóðlegu ráðstefnur bókvarða, draga árlega að sér hátt á þriðja þúsund þátttakendur hvaðanæva úr heiminum. Þingin eru yfirleitt haldin seinni hluta ágústmánaðar og er ráðstefnustaður mismunandi frá ári til árs. Árið 1993 var þingið haldið í Barcelona, en þar á undan í Nýju-Dehli, Moskvu, Stokkhólmi og París. Þau næstu verða haldin í Havana, Istanbúl og Peking. IFLA, Internadonal Federation of Library Associations and Institutions, eru alþjóðasamtök bókavarðafélaga og stofnana. Þau voru stofnuð í Edinborg árið 1927 af bóka- vörðum frá 1 5 löndum til þess að koma á skoðanaskiptum meðal bókavarða um heim allan, styrkja alþjóðlega sam- vinnu, samræma starfshætti, efla rannsóknir og stuðla að framgangi bókasafnsmála og upplýsingamiðlunar. Áhersla var lögð á að samtökin yrðu sjálfstæð, alþjóðleg, óháð rík- isstjórnum og án hagnaðarsjónarmiða og er ákvæði um þessi atriði að finna í lögum þeirra. í tímans rás hafa samtökin stækkað og áherslur breyst. Þau telja nú 1284 aðildarfélaga frá 135 löndum. Að stærst- um hluta eru þetta bókasöfn og stofnanir, þá bókavarðafé- lög, þ. á. m. Bókavarðafélag íslands, og eitthvað er um að- ild einstaklinga. Segja má að meðlimir IFLA séu í hverju því Iandi þar sem bókasöfn er að finna. Höfuðstöðvar sam- takanna eru nú í Konunglega bókasafninu í Haag í Hollandi og hafa þau átta föstum starfsmönnum á að skipa, en auk þess eru svæðisskrifstofur í Senegal, Thailandi og Brasilíu. Skipulag samtakanna er orðið ærið flókið og verkefnin mörg og yfirgripsmikil. Meginmarkmiðin nú eru að efla og samræma rannsóknir, gefa út og dreifa upplýsingum, skipuleggja fundi, ráðstefnur og námskeið, og stuðla að samvinnu við önnur alþjóðleg samtök á sviði upplýsinga- mála. Aðalstarfsemin skiptist í átta svið. Þrjú þeirra lúta að málefnum mismunandi tegunda bókasafna, fjögur að safn- tæknilegum atriðum og eitt að framgangi bókasafnsmála í þriðja heiminum, en það er verkefni sem IFLA hefur mjög beitt sér fyrir á síðustu tveim áratugum. Þessi átta megin- svið eru: I. Almenn rannsóknarbókasöfn II. Sérfræðisöfn III. Almenningsbókasöfn IV. Skráningarmál V. Safnkostur og þjónusta VI. Stjórnun og tækni VII. Menntun og rannsóknir VIII. Svæðastarf Sviðin skiptast nánar eftir málefnum í 32 deildir og 12 hringborðshópa. Þessir hópar fjalla um þjóðbókasöfn, þingbókasöfn, blindrabókasöfn, lyklun, aðföng, upplýs- ingatækni, lestrarrannsóknir og Afríkulönd svo örfá dæmi séu nefnd. Auk þess hafa umræðuhópar um nýjungar líð- andi stundar nýlega verið settir á laggirnar til að tryggja að ferskar umræður eigi sér ávallt stað. Annar veigamikill þáttur í starfsemi IFLA eru svonefnd kjarnaverkefni. Um er að ræða fimm alþjóðleg samstarfs- verkefni, sem snerta bókasöfn og bókasafnsnotendur, hvar sem er í heiminum, og miða þau að því að mæta þeim kröf- um sem upplýsingaþjóðfélagið gerir um samræmingu. Þetta eru: UBCIM - Universal Bibliographic Control and Inter- national MARC (Allsherjar bókfræðileg stjórn og alþjóð- legt Marksnið) UAP — Universal Availability of Publications (Allsherjar aðgangur að útgefnum ritum) PAC -Preservation and Conservation (Varðveisla og verndun) UDT - Universal Data Transmission (AJlsherjar gagna- skipti) ALP - Advancing Librarianship in the Third World (Þró- un bókasafnsmála í þriðja heiminum) Þjóðbókasöfn Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Kanada og háskólabókasafnið í Uppsölum hafa umsjón hvert með sínu verkefni og útgáfustarfsemi tengdri þeim. Á vegum safnanna og í tengslum við verkefnin eru gefin út blöð og fréttabréf. Söfnin undirbúa einnig útgáfu staðla og annarra rita og skipuleggja fundi og námskeið. Utgáfa rita og gagna, ráðstefnur og námskeiðahald eru helstu tæki IFLA til að miðla árangri innra starfs og vinna frekar að markmiðum sínum. Helstu ritin eru IFLA Joumal, sem kemur út ársíjórðungslega; ársritið IFLA Annual, IFLA Trends, sem kemur út tvisvar á ári, svo og rit- raðirnar IFLA Communications og IFLA Professional Reports, svo nokkur dæmi séu nefnd. Jafnframt styrkir IFLA fjölda ráðstefna, námskeiða og vinnuhópa, sem e.t.v. ná betur til fleiri einstaklinga en hið stóra ársþing. Skipulag ársþinganna er svipað frá ári til árs. Á undan þingunum eru venjulega haldin nokkurra daga námskeið. Meðlimir fastanefnda, faghópa og ráða, svo og fram- kvæmdastjórn, koma einnig saman síðustu tvo dagana fyr- ir þingið og gera m.a. grein fyrir starfsemi liðins árs. Síðasta ársþing IFLA, hið 59. í röðinni, var eins og áður segir, haldið í Barcelona, höfuðborg Katalóníu, dagana 22.- 28. ágúst sl. Námskeiðið sem haldið var á undan þinginu fjall- aði að þessu sinni um skólasöfn og var einkum ætlað bóka- vörðum frá þriðja heiminum. Daginn fyrir formlega opn- un voru haldnir almennir fundir þar sem gerð var grein fyrir starfseminni og framvindu kjarnaverkefnanna svonefndu. Þingið sjálft hófst með opnunardagskrá hinn 23. ágúst. 46 Bókasafhið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.