Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 47
Viðfangsefni þess var: Alheimsbókasafnið : bókasöfn sem allsherjar upplýsingamiðstöðvar. Næstu daga var mikill fjöldi fyrirlestra og málstofa á dagskrá og stóðu þeir flesta dagana frá kl. 9-17. Yfirleitt voru níu fyrirlestrar í gangi samtímis og snertu flest svið fræðanna. Fyrirlestrarnir flokkuðust í stórum dráttum í hin átta aðalverksvið IFLA og fjölluðu nánar um allmörg málefni fyrrnefndra 32 deilda og 12 hringborðshópa. Eftirminnilegir voru t.d. fyr- irlestrar um nýjar bókasafnsbyggingar svo sem háskóla- bókasafnið í Tilburg í Hollandi, almenningsbókasafnið í San Fransisco og hið umdeilda Bibliothéque de France (Bibliothéque nationale de France frá og með 1994), sem verið er að reisa í París. Á sýningarsvæði var einnig nánari kynning á síðast talda safninu og utan dagskrár var sérstak- ur umræðufundur um safnið með forráðamönnum bygg- ingarinnar. Þá má nefna fyrirlestra um upplýsingatækni, notendafræðslu varðandi nettengd gögn og um gæði og gæðastjórnun. Sem dæmi um skemmtilegan fyrirlestur var umfjöllun um ímynd bókasafna og notenda þeirra í kvik- myndum og skáldritum 20. aldarinnar. Fyrirlesarar komu víða að, en fyrirlestrarnir voru ýmist á ensku, spænsku, þýsku eða frönsku. I sumum fyrirlestrasöl- unum var hægt að fá samtímaþýðingu á ensku, spænsku, þýsku, frönsku, rússnesku og katalónsku, eftir því sem við átti, en í ráðstefnugögnum sem gestir fengu í upphafi þingsins var að finna fjölrit allmargra fyrirlestra á því máli sem þeir voru fluttir á. Meðan á ráðstefnunni stóð bættust fleiri við og þýðingar á mörgum þeirra á eitt eða fleiri heimsmálanna. Með örlítilli fyrirhöfn var því hægt að fá prentaða útgáfu flestra fyrirlestranna á ensku. Útdrættir úr fyrirlestrum, nefndaskýrslur, þátttakendalisti o.fl. birtist síðar í ridnu IFLA AnnuaL, sem til er í Háskólabókasafni. Á IFLA-þingum leitast útgefendur og framleiðendur gagna og búnaðar fyrir bókasöfn við að kynna vörur sínar. Að þessu sinni sýndu hátt í hundrað aðilar mismunandi framleiðslu, þjónustu og starfsemi á um fimm þúsund fer- metra sýningarsvæði. Þar á meðal voru bókasöfn, svo sem háskólabókasafn Barcelona, Library of Congress, British Library og hið nýja Bibliothéque de France. Fjölmargir bókaútgefendur og þjónustufyrirtæki, útgefendur geisla- diska og tölvutækra gagnasafna, t.d. OCLC og Silver Platt- er, kynntu margvísleg gögn og nýjungar. Þarna voru einnig framleiðendur helstu tölvukerfa fyrir bókasöfn, öryggis- búnaðar, húsbúnaðar og margvíslegra annarra gagna til notkunar í safnstarfinu. Sýningar þessar eru fyrir marga ekki síður áhugaverðar en fyrirlestrarnir. Félagslegi þátturinn er heldur ekki vanræktur á IFLA- þingum. Á kvöldin eru móttökur í boði mismunandi aðila þar sem þinggestum gefst kostur á að blanda geði í frjáls- legu andrúmslofti. Bókasöfn eru heimsótt og síðasta ráð- stefnudaginn er boðið upp á skoðunarferðir til þekktra staða í nágrenni ráðstefnustaðarins. I ár verður IFLA-þingið haldið í Havana á Kúbu. Drög að dagskrá, svo og skráningareyðublöð, eru væntanlega fá- anleg hjá bókafulltrúa ríkisins. Kynnið ykkur dagskrána, kostnað og hvernig hægt er að afla farareyris. Á IFLA-þing- um geta allir í bókavarðastétt fundið eitthvað við sitt hæfi. HEIMILDIR: John, Nancy R. 1993. IFLA : its importance and future for research libr- aries. DF-revy 16(7): 183-188. IFLA Council and General Conference, 59th. Preliminary programme. 1993. Barcelona. Consejo y conferencia general de IFLA, 59e. La biblioteca universal: las bibliotecas como centrospara la disponibilidad mundial de la información. Program final. 1993. Barcelona. IFLA s first fifiy years : achievement and challenge in international librari- anship. 1977. Míinchen. (IFLA publications ; 10). IFLA annual. IFLA express. IFLA journal. SUMMARY IFLA - The International Federation ofLibrary Associations and Institutions and its Annual Conference The author discusses the IFLA: its foundation in 1927 by members from 15 countries, its history, organization and objectives. Today the IFLA counts 1284 members from 135 countries. Its main objectives are to enhance and coordinate research, publish and disseminate information, organize meetings, conferences and courses and promote cooperation among international associations in the field of information. The eight Divisions of IFLA are dealt with and the five Core Programs as well. The publications of IFLA are also depicted. The annual meeting held in Barcelona in August 1993, with nearly 3000 visitors, which the author attended, is described. The theme was: The Universal Library. Libraries as Centres for the Global Availability of Information. There were up to nine lectures taking place simultaneously, with the possibility for direct translations. Abstracts from the lectures are published in the IFLA Annual. At the conference library equipment and products were also presented. Finally it is mentioned that the next IFLA conference takes place in Havana in Cuba, where the author encourages her colleges to participate. &**■*** Bókasafnið 18. árg. 1994 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.