Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 41

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 41
upplýsingum um ástand en þær höfðu lítið sem ekkert for- spárgildi. Með aukinni tölvuvæðingu á söfnunum verða tölfræðilegar upplýsingar fjölbreyttari og aðgengilegri. Ef vel menntuðu starfsfólki er gefinn kostur á að gera tölfræði- legar rannsóknir á notkun safnanna geta þær orðið öflug stjórnunartæki. 5.5 Rannsóknarefni Flokkun ritanna eftir efni og samanburður við niður- stöður annarra skyidra rannsókna reyndist erfiður vegna mismunandi efnistaka höfunda. Margar aðferðir til flokk- unar og greiningar á efni rannsókna og ráðstefnugagna hafa verið birtar (Atkins, 1988; Karrenbrock, 1987; Schrader, 1985) en ákveðið var að flokka efnið eftir tveimur mismun- andi aðferðum sem hvor um sig sýna ólíka mynd. Báðar aðferðirnar eru nýlegar, frá Járvelin og Vakkari (1990) og Stephenson (1993). Gert var ráð fyrir að þær endurspegl- uðu nýjar stefnur og þróun í rannsóknum í bókasafns- og upplýsingafræði. Járvelin og Vakkari (1990) þróuðu eigin flokkunarkerfi, byggt á stóru úrtaki rannsóknar- og faggreina. Þeir hafa einnig notað það í seinni rannsóknum sínum (Járvelin og Vakkari, 1993) og Cano og Rey (1993) hafa einnig notað það með viðbótum. Hér voru einungis aðalflokkarnir not- aðir. 4. tafla: Rannsóknarefni; flokkað samkv. Járvelin og Vakkari Efni Island Önnur lönd Fagleg umfjöllun 8 25 Saga bókasafna 1 17 Bókaútgáfa (saga bókarinnar) 2 14 Menntun í bókasafns- og upplýsingafræðum 0 21 Aðferðafræði 2 4 Greining á bókasafns- og upplýsingafræðum 0 11 Þjónusta og starfsemi bókasafna 6 122 Vistun og endurheimt upplýsinga 0 131 Upplýsingaleit 1 27 Fagleg og vísindaleg samskipti 0 33 Annað (Lestur 5) 7 46 Alls: 27 449 Athugasemdir: Rannsóknarefnið er flokkað samkvæmt Jarvelin og Vakk- ari, 1990, tölurnar í dálkinum „Önnur lönd“ eru einnig úr sömu heim- ild. í íslensku rannsókninni var flokknum ,,Lestur“ bætt við flokkinn „Annað“. í 4. töflu er íslenska efnið borið saman við niðurstöður Járvelin og Vakkari. Helsti munurinn er að engin íslensk rannsókn fellur undir vistun og endurheimt upplýsinga meðan 131 grein, eða tæplega 30% af þeirra úrtaki, fjallar um það efnissvið. Hins vegar er fagleg umfjöllun tæplega 30% af íslenska úrtakinu en aðeins 5,6% í því alþjóðlega. Einnig eru hlutfallslega fleiri rannsóknir um lestur og læsi í íslensku rannsókninni. Stephenson (1993) skoðaði rannsóknargreinar í Cana- dian Library Journal 1981-1991, m.a. með tilliti til rann- sóknarefna. Hún fjallar stuttlega um kosti og galla þess að nota fáa efnisflokka eða marga, en sjálf notar hún 14 víða efnisflokka. Flokkun hennar var valin vegna þess að hún er skýr, auðskiljanleg, auðveld í notkun og ný. 5. tafla: Rannsóknarefni; flokkað samkv. Stephenson Efni Island Kanada 1. Tölvuvæðing 1 53 2. Safnkostur 1 34 3. Saga 3 13 4. Bókasafnsfræði (alþjóði.) 1 21 5. Stjórnun 1 58 6. Varðveisla 0 6 7. Fagleg umfjöllun 5 58 8. Útgáfa 2 6 9. Upplýsingaþjónusta 1 28 10. Rannsóknir 2 5 11. Samnýting gagna 3 6 12. Hlutverk bókasafna í 0 4 samfélaginu 13. Þjónusta við sérhópa 1 9 14. Tæknileg þjónusta 0 16 Viðbótarflokkar viðþessa rannsókn 15. Lestur og læsi 5 16. Upplýsingaleitir 1 Alls: 27 316 Athugasemdir: Rannsóknarefnið er flokkað samkvæmt Stephenson, 1993. Flokkar 15 og 16 eru viðbótarflokkar úr íslensku rannsókninni við rannsókn Stephensons. I 5. töflu er íslenska efnið borið saman við niðurstöður Stephenson og þar koma einnig fram aðrar áherslur. Aðeins ein íslensk rannsókn tekur fyrir stjórnun en nær einn fimmti hluti kanadísku greinanna féll undir þann flokk. Hlutfallslega fleiri kanadískar greinar fjalla um tölvuvæð- ingu og safnkost. Lestur og læsi telja 18,5% í íslensku könnuninni en er ekki sérstaklega aðgreindur flokkur í þeirri kanadísku. Hins vegar er fagleg umfjöllun nokkuð jöfn í báðum rannsóknum, 18% í þeirri kanadísku og 18,5% í þeirri íslensku. Heildarfjöldi íslensku greinanna gefur ekki tilefni til ná- kvæmrar greiningar. Samanburður við þessar tvær rann- sóknir og Iausleg athugun á öðrum skyldum rannsóknum leiðir þó í ljós að t.d. tölvuvæðing, stjórnun og notendur bókasafna eru algeng umfjöllunarefni erlendis en hefur lít- ið verið sinnt í íslenskum rannsóknum. Hins vegar eru þrjú umfjöllunarefni vinsælli en önnur á íslandi, þ.e. útgáfa (2), lestur og læsi (5) (sjá 5. töflu), fagleg umfjöllun (8) og þjónusta og starfsemi bókasafna (6) (sjá 4. töflu). 6.0 Umrœður og ályktanir Eins og fram hefur komið eru rannsóknir á sviði ís- lenskrar bókasafns- og upplýsingafræði tiltölulega fáar. Framsetning og frágangur margra þeirra er með þeim hætti að oft er erfitt að sjá að þar er á ferðinni rannsóknargrein, því mörg einkenni rannsóknargreina vantar. Astæður fyrir lélegum frágangi eru m.a. vankunnátta í aðferðafræði, til- raunir til að setja niðurstöður rannsókna fram á aðgengileg- an hátt fyrir alla, hræðsla við gagnrýni og ,,fagleg hæverska". Hæverskan felur í sér að íslenskir bókasafns- fræðingar virðast ekki líta á verk sín sem rannsóknir. Ástæður, sem oft eru nefndar sem dragbítur á rannsókn- arvinnu eða birtingu niðurstaðna, eru m.a. tímaskortur, lít- il hvatning, lítill stuðningur á vinnustað, menntunarleysi og peningaleysi (St Clair, 1990; Dyer og Stern, 1990). Per- sónulegar hindranir hafa einnig áhrif, t.d. lítið sjálfsálit, menntunar- og þjálfunarleysi og erfiðleikar á birtingu eða útgáfu rannsóknarefnis. Ástæður þess að fáar rannsóknir í BókasafhiS 18. árg. 1994 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.