Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 52
þó dlraunir í þá átt séu í gangi. Því má segja að mikið af því efni sem gefið er út í tímaritaformi sé falið í hillum bóka- safna og á borði útgefenda. Engin heildarskrá er til yfir útgáfur stjórnvalda, sem eru mikið til í skýrsluformi. Af ofantöldu má Ijóst vera að við, bókasafnsfræðingar, eigum mikið verk óunnið við að opna skipulegan aðgang að íslenskum viðskiptaheimildum. Upplýsingaþjónusta jyrir jyrirttzki Lítil fyrirtæki þurfa mun meiri aðstoð við upplýsingaöfl- un en stærri fyrirtæki. Astæðan er einfaldlega sú að stærri fyrirtæki reka gjarnan eigið bókasafn og hafa bókasafns- fræðing sem tryggir streymi upplýsinga. Þau eiga því yfir- leitt ekki við teljandi vandamál að stríða á sviði upplýsinga- öflunar. Samkvæmt erlendum rannsóknum hafa lítil fyrir- tæki aftur á móti oft á tíðum ekki fjármagn, starfskraft, tíma né kunnáttu til að sinna upplýsingaþörfinni. Algeng- asta upplýsingaleið starfsmanna Iítilla fyrirtækja er að leita til starfsfélaga. Könnun dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, 1989, styður þessa tilgátu hér á landi (óútgefin). Hér á landi er rúmur helmingur fyrirtækja með einn til tvo starfsmenn og tæpur fjórðungur með þrjá til tuttugu starfsmenn. Flest fyrirtæki í landinu eru því lítil og þurfa að hafa greiðan aðgang að bókasöfnum og öðrum upplýsinga- miðstöðvum. Bókasöjh - upplýsingaþjónusta - bókasajhsnet í Iandinu eru alls um 350 bókasöfn. Viðskiptabókasöfn eru mjög fá og í raun er ekkert þeirra ætlað almenningi sér- staklega. Þó eru nokkur söfn sem geta gefið upplýsingar innan ákveðins efnisflokks viðskiptaupplýsinga. Dæmi um slík bókasöfn opin almenningi eru: Bókasafn Alþingis, Bóksafn Hagstofu íslands og Sjávarútvegsbókasafnið. Dæmi um bókasöfn með viðskiptaupplýsingar en ein- ungis ætluð starfsmönnum viðkomandi stofnana eru: Bókasafn Iðntæknistofnunar Islands og Bókasafn Seðla- banka íslands. Þjónusta við viðskipta- og atvinnulífið þarf ekki endi- lega að vera sérsafn, heldur getur það verið ein deild, t.d. innan almenningsbókasafna, háskólabókasafna eða þjóð- bókasafna, eins og tíðkast víða erlendis. Upplýsingamiðstöðvar, þ.e. fyrirtæki og stofnanir, sem veita upplýsingar og stundum ráðgjöf gegn gjaldi eru ekki algengar hér á landi, en þó má nefna nokkrar sem hafa hasl- að sér völl. Verslunarráð Islands hefúr rekið sérstaka upplýsinga- skrifstofu frá árinu 1928, sem hefur sérhæft sig í upplýs- ingamiðlun um traust eða fjárhagslega stöðu íslenskra og erlendra fyrirtækja. A árinu 1992 bárust til að mynda rúm- lega 2000 erlendar fyrirspurnir til upplýsingaskrifstofunn- ar. Útflutningsráð íslands veitir upplýsingar til íslenskra út- flytjenda. Á síðasta ári varð Útflutningsráð aðili að Evrópu- upplýsingamiðstöðvunum (Euro Info Centre) á vegum Evrópubandalagsins fyrir hönd íslands. Hlutverk þessara upplýsingaskrifstofa er að aðstoða lítil og meðalstór fyrir- tæki við upplýsingaöflun og markaðssetningu innan Evr- ópubandalagsins (lítil fyrirtæki innan við 500 starfsmenn!), 211 slíkar upplýsingaskrifstofur hafa verið settar upp í að- ildarríkjum Evrópubandalagsins. Ríki utan Evrópubanda- lagsins fá ekki styrk við þetta verkefni, en fá hins vegar send gögn frá aðalstöðvunum í Brussel. Hagur íslendinga er einkum fólgin í því að fá aðgang að þessum gögnum og upplýsinganeti Evrópubandalagsins. Lokaorð I þessu erindi hefur verið farið lauslega yfir stöðu við- skiptaupplýsinga hér á landi. Erlendar upplýsingar eru ekki síður mikilvægar hér á landi þar sem við erum mjög háð al- þjóðlegum viðskiptum og þar að auki komin inn í EES samvinnuna, sem eykur enn frekar á upplýsingaþörf ís- lensks viðskiptalífs. Greinagerð um erlendar viðskiptaupp- lýsingar fyrir Island væri efni í annað erindi. Að mati höfundar er mikið verk framundan við upp- byggingu upplýsingaþjónustu fyrir viðskipta- og atvinnu- lífið á Islandi. Samkvæmt erlendri fyrirmynd er samvinna bókasafna og upplýsingamiðstöðva raunhæfur kostur til að efla og styrkja þjónustu við viðskiptalífið. I Danmörku, til að mynda var komið af stað samvinnu bókasafna og upp- lýsingamiðstöðva árið 1991 að breskri fyrirmynd. I dag eru 25 stofnanir/fyrirtæki sem vinna saman að þessu verkefni. Upplýsingaþjónusta hvers safns er skilgreind nákvæmlega og á hvaða efnissvið áhersla er lögð. Þannig mynda söfnin sterka heild með því að samnýta þjónustu og safnkost hvers og eins. Hér á landi gætu til dæmis stærstu almenningsbókasöfn- in komið af stað skipulagðri samvinnu að upplýsingaþjón- ustu fyrir viðskipta- og atvinnulífið. Að þessu neti gætu einnig ýmis sérfræðibókasöfn og upplýsingamiðstöðvar staðið, t.d. Iðntæknistofnun, Seðlabanki Islands, Hagstofa fslands og Útflutningsráð íslands. Flestar stofnanir eru tölvuvæddar þannig að samskipti gætu farið fram með tölvupósti. Þannig ætti landfræðileg staðsetning ekki að skipta máli. HEIMILDIR: Gunnhildur Manfreðsdóttir. 1993. Business information for Iceland : problems relating to source material and information services. Aberyswyth : University of Wales ; Reykjavík : dreifing Lindin hf. SUMMARY The business world - information sources and services Lecture based on a master thesis from the University of Wales in 1993, held on the 20th anniversary conference of the Association of Professional Librarians (Félag bókasafnsfrædinga) on Nov. 11, 1993. Points out the increasing importance of information for the business world within the last decades. Defrnes and depicts business information. The different users groups are listed and their needs for information outlined: their main common feature being the need for up to date information. Various forms of business information sources are characterized and the advant- ages of on-line searching listed. Divides business information into five subject areas, each of which is dealt with. The situation in Iceland concerning business information sources is described, the problems discussed and stated that there is a lack of secondary sources, such as a general bibliography of current periodicals and a special bibliography on government documents. Information services to different sizes of companies is dealt with and reported that most business enterprises in the country are small ones and therefore they need access to information centres. The situation in Iceland in the field of business libraries is delineated and stated that there are a few special libraries with business in- formation but no library in the field is accessible for the general public. Concludes by stressing the importance of an effective business in- formation service and gives suggestions for developing such services in Iceland e.g. with cooperation among libraries and information services. 52 Bókasafhið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.