Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 13
Landsbókasafn fslands Myndasyrpa Myndir þær sem birtast hér voru teknar af ívari Brynj- ólfssyni ljósmyndara haustið 1989. Myndirnar sýna allar fyrir- komulag bókakosts þjóðdeildar sem stofnuð var 1971. Nú þegar sú stund nálgast að starfsemi Landsbókasafns flytjist og sam- einist Háskólabókasafni í Þjóðar- bókhlöðu, er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og kveðja þetta fal- lega hús með virðingu. Landsbókasafn Islands (Stifts- bókasafnið) telst stofnað 28. ágúst 1818. Fyrsti bókavörðurinn Jón Arnason var ráðinn 1848. Safnið var fyrst til húsa á Dóm- kirkjuloftinu og flutti síðan í Al- þingishúsið 1881 og þar var fyrst veittur aðgangur að lessal. Árið 1879 var samþykkt á Alþingi að byggja hús yfir söfn landsins, en ekkert varð af framkvæmdum. Loks árið 1905 fékkst samþykkt frumvarp á Alþingi sem heimilaði byggingu bókasafnahúss sem endast skyldi Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni (Landsskjalasafni) næstu 50 til 60 ár. Safnahúsið við Hverfisgötu var reist á ótrúlega skömmum tíma. Hornsteinn var lagður að húsinu 23. september 1906 og Lands- bókasafn tók til starfa í nýja hús- næðinu í mars 1909. Þetta er ótrúlega stuttur byggingartími ef litið er til þess að hornsteinn að Þjóðarbókhlöðu var lagður í sept- ember 1981 og enn eru íbúarnir ekki fluttir inn, en gera það von bráðar. R.E. Bókasafiiið 18. árg. 1994 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.