Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 64

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 64
í stað útlán. Málfar er varfærnislegt, allt að því hátíðlegt. Afhverju? Þetta er og á að vera skemmtilegt. Ingibjörg Sverrisdóttir forstöðumaður, Bókasafni Fjölbrautaskólans í Breiðholti Frá ritnefnd Þróunarsjóður grunnskóla : lýsing á þróunarverk- efnum 1992-1993. - Reykjavík : Menntamálaráðuneytið, des. 1993. í skýrslunni á bls. 12 er sagt frá gerð myndbands „Skólasafnið í námi og kennslu “sem höfúndar bókarinnar A skólasafni standa að. í myndbandinu er bent á að starfsemi skólasafnsins er einn af mörgum ómissandi þáttum í skólastarfinu og getur tengst ýmsum námsgreinum. Lögð er áhersla á að gera grein fyrir innra starfi skóla- safna s.s. safnkennslu, heimildavinnu, lestrarörvun og hvernig unnið er með barna- og unglingabækur. tira i'i rj r'iirir iÞir" *■ ' MÍ . C" B c.......-4 >4 k d Cc' I ;v-; Ivkau!;:' ftan)#- u.!4iaaat.6bihöfimriac Skáldatal : íslenskir barna- og unglinga- höfúndar / Elísabet Þórð- ardóttir, Guðríður Gísla- dóttir og Ingibjörg Sæ- mundsdóttir tóku saman. - Reykjavík : Lindin, 1992. - 194 s. : myndir. Elsta tilraun íslendinga til að gera skrá um skáld og yrkisefni þeirra er Skáldatal frá 13. öld. Ymsir fengust við að gera slík töl á 18. öld og var eitt slíkt um íslenska höfunda gefið út á latínu árið 1777. Aldrei hafa ís- lendingar þó eignast neina almenna höfundaskrá eða ,,for- fatterleksikon“ eins og til eru í nálægum löndum, en dan- skt rit af þessu tagi tekur einnig með íslendinga að nokkru. Eina almenna ritið um íslenska höfunda, sem tekur til rit- höfunda í öllum greinum er rit Halldórs Hermannssonar: Icelandic authors ofto-day, sem var 6. bindi Islandicu 1913 og er því orðið úrelt fyrir langalöngu. Aftur á móti hafa ýmis stéttartöl nákvæmar ritaskrár og virðist mér á síðustu árum þróunin almennt vera sú að hafa þær ritaskrár ná- kvæmari en áður, þótt sú regla sé ekki án undantekninga. Þar getur víða verið leiðbeining um rit í tilteknum grein- um, því að algengara er en áður að menn skrifi aðeins um efni í sínu fagi. Um höfúnda fagurbókmennta er til sérstakt tal, íslenzkt skáldatal eftir Hannes Pétursson og Helga Sæ- mundsson, og kom það rit út í tveimur bindum á árunum 1973 til 1976 í flokknum Alfrœði Menningarsjóðs. íslenzkt skáldatal er öðrum orðum orðið u. þ. b. 20 ára gamalt og þarfnast því endurnýjunar, sem væri verðugt verkefni, t. d. fyrir Bókmenntafræðistofnunina við Háskóla íslands. Það rit sem hér er til umræðu hefur eins og áður kom fram titilinn, Skáldatal: íslenskir barna- og unglingabóka- höfundar, og er hann óþægilega líkur titli á íslenzku skálda- tali. Af þessum sökum er hætta á að þessum tveimur ritum verði ruglað saman sem verður að teljast galli. Betri titill hefði að mínum dómi verið t. d. „Barnabókahöfundar og verk þeirra“ eða eitthvað í þá áttina. Skáldatal (hér eftir er alltaf átt við ritið með undirtitlin- um „íslenskir barna- og unglingabókahöfundar11) hefst á hlýlegum formála eftir Þráin Bertelsson formann Rit- höfundasambands íslands. Meginhluti bókarinnar eða s. 7-187 er sjálft ,,Skáldatalið“. Á s. 189—192 er „Eftir- máli“ sem dr. Sigrún Klara Hannesdóttir undirritar. Aftast er á tveimur síðum „Heimildir“, sem er mest almenn bók- fræði- og mannfræðirit. Aftan á titilsíðu stendur: „Ritstjórn: Ásgerður Kjartans- dóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir“. Samkvæmt því bera þær nokkra ábyrgð á ritinu. Sigrún er nú prófessor í bóka- safnsfræðum við Háskóla Islands og hlýtur þess vegna að mega gera aðrar og mun meiri kröfur til ritsins hvað efnis- tök, nákvæmni og allan frágang varðar en t. d. rits Eiríks Sigurðssonar: íslenzkar barna- og unglingabœkur 1900— 1971, sem kom út á vegum Rithöfundasambands íslands árið 1972. I „Eftirmála“ gerir Sigrún Klara Hannesdóttir m. a. nokkra grein fyrir aðdraganda ritsins, vali höfunda, æviá- gripum þeirra, útgefnum barnabókum og umsögnum. Hér er rétt að gera nokkra grein fyrir þessum efnisþáttum. Upphaf þessa rits er sagt mega rekja til kennslu „í barna- bókmenntum í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands". Þá fannst Sigrúnu Klöru „heimildir um ritverk og ævi þessara höfúnda ... lítt aðgengilegar. Aðeins örfáir höfðu fengið inni í íslenzku skáldatali“. Alls taldist mér svo til að í Skáldatali væru 117 höfundar sem gáfu út bækur fyrir 1973, þ. e. hefðu tímans vegna getað átt heima í Is- lenzku skáldatali. Eflaust gætu noklcrir af þeim aðeins hafa gefið út eina bók fyrir þann tíma og hefðu af þeim sökum ekki þótt tækir í íslenzkt skáldatal. Af þessum 117 höfund- um taldist mér svo til að 48 væru nefndir í íslenzku skálda- tali, en þeirrar heimildar sýndist ekki getið við 13 í Skálda- tali, eða u. þ. b. fjórðung. Það var ekki einungis við smærri spámenn sem íslenzks skáldatals var ekki getið sem heimild- ar því að það var ekki nefnt við Ármann Kr. Einarsson, Stefán Jónsson og Stefán Júlíusson. Af þessu er augljóst að fyrrnefnd ummæli Sigrúnar Klöru Hannesdóttur um að ör- fáir höfundar heíðu fengið inni í lslenzku skáldatali eru of sterk. Um val í Skáldatal er sagt að það „nær yfir alla sem sent hafa frá sér tvö eða fleiri skáldverk fyrir börn og unglinga“ fyrir árslok 1991. „Einnig hafa verið teknir með höfundar sem tóku saman og gáfu út safnrit væru þeir skráðir höf- undar verksins.“ Þessi setning finnst mér ekki góð og það er eins og menn séu í seinni hluta hennar taldir höfúndar að verkum sem í fýrri hluta sömu setningar var sagt að væri ekki eftir þá. Samkvæmt þessu vali komust í Skáldatal, 174, 121 karl og 53 konur. Elsti höfundurinn er fæddur 1807 og sá yngsti 1969. Þegar sagt er að Skáldataleigi að ná yfir alla sem hafa sent frá sér tvö eða fleiri skáldverk er eðlileg- ast að skilja það svo, að það hafi þeir gert í lifandi lífi. Einnig er tekið fram, að þetta sé skáldatal og því séu ekki teknir með þeir sem hafa gefið út kennslubækur eða staf- rófskver. Fyrir kemur að manni finnist að í Skáldatali sé fólk sem hæpið er að telja að eigi þarna heima, af því að bækur þeirra voru gefnar út löngu eftir dauða þeirra eða reynt er að fylla töluna með bókum um annað efni. Flestir þessara höfunda eru hinir merkustu og eiga því skilið að vera getið í riti af þessu tagi, þótt stundum virðist hálft í hvoru eins og þeir komi inn um bakdyrnar. Hæpið er á þessum forsendum að tala um Jónas Hallgrímsson sem barnabókahöfund, þótt einstakar stuttar sögur eftir hann hafi verið prentaðar fyrir börn um það bil hundrað árum eftir dauða hans. Stafrófskver eru notuð til að fylla töluna hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili og Laufeyju Vilhjálms- dóttur. Inn í þennan hóp virðist Valdimar Ossurarson einnig falla, því að svo virðist sem af þremur bókum eftir hann séu tvær kennslubækur í lestri. Þetta sýnir hve vanda- samt er að draga mörkin. 64 Bókasafnið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.