Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 19
ársins 1992 uppfyllti öll atriðin í viðmiðunarreglum nefnd- arinnar, en ákveðið var að velja þá bók sem uppfyllti flest þeirra. Urslitaáhrif við val hafði að efnismeðferð í bókinni er skipuleg og jafnframt fræðileg, aðgengi upplýsinga er gott og bókin er búin yfirgripsmiklum heimildaskrám. Dómnefnd taldi hins vegar að allmargar útgáfubækur árs- ins 1992, sem ekki komu til álita, af því að í þær vantaði allar hjálparskrár og ekkert var gert til að auka aðgengi upp- lýsinga í þeim, væru eigi að síður að mörgu leyti vandaðar og hefðu mikið fræðslugildi. Tíðni hjálparskráa í íslenskum frœðibókum I framhaldi af athugunum á útgáfubókum ársins 1992 var kannað hve hátt hlutfall þeirra væri yfirleitt búið hjálp- arskrám. Reyndist þar frekar óhægt um vik þar sem íslensk bókaskrá útgefin af Landsbókasafni Islands fyrir árið 1992 er ekki komin út. Til að fá vísbendingu um slíkt hlutfall var því sá kostur valinn að athuga útgáfubækur ársins 1991 þar sem Islensk bókaskrá er komin út fyrir það ár og fara yfir all- ar færslur í skránni með tilliti til þess hvort hjálparskrár væru fyrir hendi eða ekki en þær upplýsingar koma fram í skránni. Það skal tekið fram að hér er ekki um hávísindalegar at- huganir að ræða heldur vísbendingar. Vissulega væri áhuga- vert að athuga fleiri ár, en með þeim aðferðum sem hér er beitt er þetta ákaflega tímafrek athugun og spurning hversu mikið gildi það hefur að fara yfir útgáfubækur margra fyrri ára. Það mikilvægasta hlýtur að vera hvernig málum er hátt- að nú og að gerðar verði úrbætur í framtíðinni. Helstu niðurstöður voru að urn 26% af útgáfubókum ársins voru búnar hjálparskrám af einhverju tagi svo sem sjá má á meðfylgjandi töflu. Skáldverk eru hér undanskilin því almennt eru ekki skrár í þeim en vissulega mætti hugsa sér í þeim mannanafnaskrár og staðanafnaskrár a.m.k. í skóla- útgáfum skáldsagna. Tíðni hjálparskráa var hæst í ritum á sviði bókmenntafræði og sögu annars vegar og raunvísinda hins vegar. Áhugavert væri að skoða t.d. hvort tiltölulega hærra hlutfall af þýddum fræðibókum hefði hjálparskrár en af bókum frumsömdum á íslensku. Ætla mætti að svo væri því víðast hvar erlendis ríkir raunveruleg samkeppni í út- gáfu fræðibóka og hjálparskrár eru t.d. eitt af því fyrsta sem athugað er þegar velja skal á milli tveggja sambærilegra bóka fyrir bókasöfn. Hér skulu tilgreind tvö dæmi úr nýlegum bókum þar sem skakkur póll hefur verið rekinn í hæðina: Fyrra dæmið er úr bók sem gefin var út árið 1991. Þar fellir þýðandi niður „langan lista heimildarrita“ höfundar eins og hann leggur sig og réttlætir það í eftirmála með því að „einungis fáein þeirra" séu „tiltæk á hérlendum bóka- söfnum“ (Sjá: Born, Karl Erich: Bankar og peningar á 19. og 20. öld. 1991. Haraldur Jóhannsson þýddi. Reykjavík : Söluumboð ísafoldarprentsmiðja. S. 240). Seinna dæmið er úr bók sem gefin var út árið 1992. I formála segist höfundur láta fræðilegt sjónarmið víkja og vísa frekar til „auðfáanlegra bóka“ en þess nýjasta í fræðun- um því, eins og hann segir orðrétt: „annað væri til lítils í þeirri bókafátækt sem ríkir á Islandi" (Sjá: Jón Ormur Halldórsson: Löndin í suðri : stjórnmálasaga skiptingar heimsins. 1992. Reykjavík : Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar. S. 8). Því miður er í hvorugri ofangreindra bóka að finna hjálparskrár til að auðvelda aðgengi að þeim fróðleik sem þær hafa að geyma. Vonandi eigum við ekki eftir að sjá fleiri dæmi í þessum dúr á næstunni. En þessi afstaða viðheldur frekar meintri ,,bókafátækt“ okkar, því ekki bætir úr skák að sleppa heim- ildum á þennan hátt, en rýrir aftur á móti gildi bókanna verulega. Það er t.d. viðurkennd aðferð meðal bókasafns- fræðinga að nota ritaskrár og skrár yfir ítarefni í vönduðum fræðiritum sem hjálpargögn við bókaval. Þá nota fræði- og vísindamenn þessa aðferð við að finna frekari heimildir þegar unnið er að rannsóknum. Nú á tímum tölvusamskipta má t.d. afla upplýsinga með tölvum og fjarskiptabúnaði og jafnvel leita í skrám bókasafna erlendis og panta síðan heimildirnar á milli- safnaláni, svo vandaðar ritaskrár í bókum geta oft komið að miklu gagni. Lokaorð Að lokum eru íslenskir höfundar, þýðendur og útgef- endur hvattir til að vanda til útgáfu íslenskra fræðibóka og þeim bent sérstaklega á að láta ekki vanta í bækur vandað- ar hjálparskrár sem auðvelda aðgang að þeim upplýsingum sem þær hafa að geyma. Slíkar skrár stuðla að auknu nota- gildi bóka, lengja þar með lífdaga þeirra og gera þær eftir- sóknarverðari fyrir bókasöfn landsins og notendur þeirra almennt. I upplýsingaþjóðfélagi nútímans þar sem mikið er und- ir hraða og skilvirkni komið og að geta á sem skemmstum tíma greint kjarnann frá hisminu er mikilvægt að aðgengi að upplýsingum sé sem greiðast og þar með talinn auðveld- ur aðgangur að upplýsingum í bókum, sem er afar mikil- vægt atriði, svo að bækur verði ekki undir í samkeppni upplýsingamiðla nútímans. HEIMILDIR: Borko, Harold and Bernier, Charles L. 1978 Indexing concepts and met- hods. New York : Academic Press. íslensk bókaskrá 1991. 1992. Reykjavík : Landsbókasafn íslands. Jackman, Peter. 1989. Basic reference and information work. 2nd ed. Huntingdon : ELM Publications. Katz, William A. 1987. Introduction to reference work : basic information sources. 5th ed. New York : McGraw-Hill. Lancaster, F. Wilfried. 1979. Information retrieval systems : characteristics, testing and evaluation. 2nd ed. New York : Wiley. Landshagir 1993. 1993. Reykjavík : Hagstofa Islands. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir o. fl. 1993. Lxsi tslenskra barna. Reykjavík : Menntamálaráðuneytið. SUMMARY The informatory value of hooks vs. accessibility of their information This article is based on a lecture held on the 20th anniversary confer- ence of the Association of Professional Librarians (Félag bókasafnsfræd- inga) in Nov. 1993. On the occasion of the anniversary the executive committee decided to grant recognitions to authors and publishers for the best Icelandic non-Fiction books from 1992: firstly for a book written for adults and secondly for a children’s book. The policies and procedures of the selection committees are described. Hereafter such recognitions will be granted on annual basis. It is claimed that many Icelandic non-fiction books, often with high informatory value, do not have indexes at all, which makes the accessibility of their information bothersome. The in- creasing need in Iceland for high quality non-fiction books is pointed out. Book indexes are discussed and it is stressed that good indexes increase the reference value of non-fiction books. The requirements are listed out, which non-fiction books generally have to satisfy in order to have value as reference sources. The main emphasis is placed on elaborated indexes and carefully made bibliographies. Reported on a survey of non-fiction books published in Iceland in 1991, which revealed that 26,3% have indexes. Examples of newly published non-fiction books with high informatory value are given, where no indexes at all are provided. Finally Icelandic non-fiction writers and publishers are encouraged to take pains in elaboration when publishing Icelandic non-fiction books. Bókasafnið 18. árg. 1994 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.